Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 Spurningin Hugsar þú um umhverfið? Ingibjörg Pétursdóttir móðir: Já, það geri ég. Davíð Gíslason lögfræðingur: Nei, ekki dags daglega. Eðvald Gunnlaugsson, eldri borg- ari: Já, ég vil ekki að landinu verði spillt. Árni Óðinsson nemi: Nei, ekkert sérstaklega. Lesendur Þroskaheft stúlka fékk ekki launin sín Unnur Berg hringdi og sagði eft- irfarandi sögu: Ég á frænku sem býr á Akranesi og er með tvo þroskahefta unglinga. Drengurinn hefur unnið um tima á vernduðum vinnustað en stúlkunni var boðin vinna upp á það að hún ynni kauplaust í heilt ár. Hún var ekki sátt við það en sæst var á að hún yrði kauplaus í apríl og maí i vor og þá yrði athugað með laun. Nú beið hún ansi spennt allan júnímánuð eftir að fá útborgað. Ekkert hafði verið rætt um að hún ynni þriðja mánuðinn launalaust. Þá kom áfallið. Þú færð ekkert kaup, var henni sagt á vinnustaön- um. Hún er nú orðin tvítug telpan, en alltaf svolítið barn i sér, og hún er alveg miður sín eins og allir hljóta að skilja. Ekki var annað vit- að en að hún fengi þessi lúsarlaun fyrir vinnu sína, 190 krónur á tím- ann, sem þama er greitt. En sem sagt, hún fékk ekkert. Það var ekk- ert við hana rætt um þetta. Kannski hefði þetta verið í lagi ef hún væri ekki vinnufær, en það er ekki málið. Hún getur unnið og vinnan getur hjálpað henni stór- kostlega, til þess er þessi vinnustað- ur stofnaður, til að endurhæfa fólk og reyna að hjálpa því. En yfirmað- urinn virðist ekki líta þannig á málin. Stúlkan hætti að mæta i vinnu við svo búið, yfirmaðurinn hringdi og spurði hverju það sætti og lét síð- an málið niður falla. Svona á ekki að fara með þroskaheft fólk. Ég vek athygli á þessu í því skyni einu að benda fólki á hvernig ástandið í þessum málum er. Félagsmálaráðu- neytið má gjarnan taka til hendinni í þessum málaflokki. Viðskiptavini þökkuð góð ábending - svar frá Skeljungi Margrét Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastj. Markaðssviðs smá- sölu, skrifar: í lesendadálki DV síðastliðinn miðvikudag kvartaði Sverrir Guð- jónsson, starfandi leigubílstjóri, undan því að hafa ekki fengið að- gang að salerni Selectstöðvarinnar við Bústaðaveg klukkan 6:45 að morgni 15. júní. Á Selectstöðinni við Bústaðaveg háttar þannig til að gengið er inn á salerni það sem ætl- að er til almenningsnota beint af plani stöðvarinnar. Á daginn og fram til miðnættis hafa bensínafgreiðslumenn eftirlit með umgengni um þessa aðstöðu en á nóttunni, eftir að við tekur sjálfs- afgreiðsla, er því eftirliti ekki til að dreifa. Starfmenn sem eru bundnir við afgreiðslu inni í sjáifri stöðinni hafa ekki aðstöðu til að fylgjast með því sem fram fer í kringum þetta salerni og því varð að grípa til þess neyðarúr- ræðis að loka sal- ernisaðstöðunni að næturlagi eftir ítrekuð skemmd- arverk og fá- dæma umgengni. Sem dæmi um hve langt slíkt getur gengið má nefna að í eitt skipti höfðu óprúttnir aðilar hrein- lega á brott með sér sjálfa salemis- skálina. Starfsmenn á næturvakt hafa þvi fengið þau almennu fyrir- mæli að útisalemið á Selectstöðinni við Bústaðaveg skuli lokað á nótt- unni. Því miður hefur þetta ástand bitnað á mörgum af okkar góðu og föstu viðskiptavinum. Á öðmm Sel- ectstöðvum sem opnar eru á nótt- unni er hins vegar innangengt á sal- erni úr sjálfri versluninni og sal- emi þar þvi opin allan sólarhring- inn. Við biðjum Sverri Guðjónsson afsökunar hafl hann ekki fengið viðunandi útskýringar frá félaginu á þeirri óþægilegu reynslu sem hann varð fyrir. Við viljum hins vegar þakka hon- um fyrir að benda á að félagið veit- ir þrátt fyrir þetta fyrirmyndarþjón- ustu. Margrét Guðmundsdóttir. Ein aum Ijóstýra látin nægja - lýsing vinnuvéla er fátækleg hér á landi Vegfarandi skrifaði okkur: Þar sem ég hef ferðast mikið um vegi ýmissa Evrópulanda og í Norð- ur-Ameríku hef ég ekki komist hjá því að sjá hversu illa íslendingar koma út í samanburði við önnur lönd varðandi lýsingu á vinnuvél- um sem era á ferð. Til dæmis eru dráttarbílar hér, sem flytja vinnu- vélar á vögnum milli staða, búnir einni aumri ljóstýru sem blikkar á þaki bílsins. Óft era þeir á ferð með jarðýtur eða beltagröfur sem taka meira en aðra akreinina og skapa stórhættu. I vor mætti ég dráttarbíl á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð. Það var náttmyrkur og rigning og hið versta útsýni. Þarna var á ferð bifreið með vélar frá fjársterku fyr- irtæki, það var þvi ekki af fjárskorti að bíllinn var aðeins búinn einu einasta segulstálsljósi á þakinu, en [LlglIMtM bjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af bréfum sínum sem verða á lesendasíðu Flutningur á stórum vinnuvélum milli staða er vandaverk og ekki sama hvernig að því er staðið. Vegfarandi bendir á öruggari aðferðir en þær sem hér eru tíðkaðar. það eru bráðabirgðaljós sem bera illa birtu. Erlendis eru allar vinnuvélar, stórar sem smáar, með tvö aðvörun- arljós á þaki, eða svokallaðan „ljósabar", líkt og lögreglubílar eru með. Slíkur ljósabar er líka á drátt- arbílum. Þetta er gert samkvæmt lögum ytra. Hér á landi þarf að kippa þessu í liðinn hið fyrsta með reglugerð. Ljósin kosta ekki mikið og fást hér á landi og þau verða til mikils öryggis á vegum og götum. Ríkið annast skoðun vinnuvéla en þar hefur ekkert gerst frá 1955. Umferðarráð er upptekið í að semja pistla í útvarpsstöðvar en þeir virð- ast aldrei sjá hættuna sem fylgir vinnuvélum þótt þær eigi iðulega leið um Borgartúnið fyrir framan gluggana þeirra. Nú þurfa þeir opin- beru að taka til hendi og gera góða öryggislýsingu að skyldu við flutn- ing vinnuvéla. Þróttarhúsið í Laugardal. Um hönnun þess var tekist á fyrir dómstólum. Málið sner- ist um sæmdarrétt Pálmi R. Guðmundsson arki- tekt skrifar: Varðandi dómsmál það sem Knútur Bruun gerir að umræðu- efni á föstudaginn var i kjallara- grein í DV, hönnun Þróttarhúss- ins. Umrætt mál snerist fyrst og fremst um sæmdarrétt er mér var ótvírætt tryggður með dómi. Undirritaður er ekki ábyrgur fyrir mati fjölmiðla á „fréttnæmi" atburða og yfirleitt því hvað eða hvernig tjölftiiðlar meðhöndla fréttir. Mér þykir mjög sérkennilegt þegar lögmenn, í þessu tilviki Knútur Bruun hrl., færa máltlutn- ing sinn úr dómssölum inn á síður dagblaða. En kannski er Knútur Bruun að leita sér að eins konar „varamáltlutningsvettvangi" fyrir óunnin dómsmál sín. Hver veit? Hringfrétta er saknað Helen Halldórsdóttir, Grensás- vegi 52, hringdi: Ég gerðist áskrifandi að nýju blaði um hina bönnuðu íþrótt, hnefaleikana, sem ég hef mikinn áhuga á, enda ligg ég yflr boxinu á Sýn og les allt um það. Fyrsta blað- ið, Hringfréttir, kom út í vor og annað átti að koma í júní en ég er fárinn að sakna þess. Blaðið er gef- ið út af Félagi boxáhugafólks á ís- landi að Laufbrekku 28 í Kópavogi. Blaðið var ágætt og ég hringi vegna þess að ég er farin að hlakka til að lesa meira, ég vil fá mitt blað til að fylgjast með því sem er á döf- inni. Boxið er kóngurinn í íþrótt- um, fótboltinn í góðu lagi en golfið mætti alveg missa sín. Ólafur Guðlaugsson hjá Félagi boxáhugafólks sagði í gær að unn- ið væri að næsta blaði sem von- andi kæmi út í ágúst. Móttökur í vor hefðu verið framar öllum von- um en um var að ræða tilraun. Fólk virtist hafa meiri áhuga á hnefaleikum en menn héldu. Ein mynd - 530 krónur! Kona í Borgarnesi hringdi: Ég fór áðan með filmu í fram- köllun á þennan eina stað sem annast um svona í Borgarnesi. Á filmunni var aðeins ein mynd, vélin hafði einhvern veginn spólað á filmunni. Fyrir þetta, framköllun á filmunni og stækk- un á einni mynd, var ég látin borga 530 krónur, sem mér fannst ekki sanngjarnt, ekki síst þar sem ég tek mikið af myndum og versla mikið við þessa þjónustu. Er það ekki dálítið dýr mynd. En það þýddi ekkert að vera með múður, mér fannst þessi eina mynd orðin nokkuð dýr. Mér var sagt að framköllun kostaði 490 krónur og stykkið af myndinni 40 krónur. Engu máli skiptir hversu löng filman er, 12 mynda eða 36 mynda. En mér sýnist að álagn- ingin á þessari þjónustu sé nokk- uð ótæpileg, erlendis kostar hún aðeins brot af þessu, ég tala ekki um ef hægt er að senda filmuna til Bónuss, sem er miklu ódýrari þjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.