Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 13
-+ FÖSTUDAGUR 9. JULÍ 1999 13 Fréttir Eg er hér á falleg- asta stað í heimi - segir Guðbjörg, hótelstjóri á Hótel Jórvík á Þórshöfn DV, Akureyri: „Þegar maðurinn minn dó fyrir 13 árum var ég að hugsa um að flyrja héðan en þá var það hann Jói minn sem talaði mig inn á að vera hérna áfram og hér er ég enn," segir Guð- björg Guðmannsdóttir sem á og rek- ur Hótel Jórvík á Þórshófn. Jói sem hún talar um er Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafhar, en óhætt er að segja að þau Guðbjörg og Jóhann séu fólk sem setur svip á bæinn sinn. Guðbjörg og Birgir Halldórsson, eiginmaður hennar, keyptu húsið við Langanesveg árið 1971 og hugðust nota það sem sumarhús fyrir sig þótt það sé um 300 fermetrar. „Birgir, maðurinn minn, var svo vinsæll að það hefði aldrei verið hægt fyrir okk- ur að eiga sumarhús nálægt Reykja- vík, það hefði þýtt endalausan gesta- gang. Skömmu eftir að við eignuð- umst húsið var farið að biðja okkur um að hýsa veiðimenn sem voru að veiða í ánum hér í Þistilfirði og þjón- usta þá og það varð úr. Við vorum þó í burtu á veturna, en komum hingað alkomin árið 1981' og hér hef ég verið síðan," segir Guðbjörg. Hótel Jórvík er vægast sagt skemmtileg blanda af hóteli og heim- ili, en Guðbjörg hefur ávallt lagt mikla áherslu á að hótelið sé um leið heimili hennar og það ber þess vitni. Það hefur ávallt verið mjög mikill gestagangur á Jórvík, bæði sumar og vetur sem aðra tima. Bandaríkja- menn sem unnu við ratsjárstöð varn- arliðsins á Gunnólfsvíkurfjalli voru lengi vel mjög áberandi í gestahópi hennar en þeim hefur fækkað með árunum en öðrum gestum fjölgað um leið. Um er að ræða menn sem eiga erindi til Þórshafnar vegna vinnu, ýmsa sem eiga leið um og innlenda sem erlenda ferðamenn. „Margir Anna Hjálmdís Gísladóttir vinningshafi ætlar að byrja á að kaupa nýja hlaupaskó. DV-mynd Pjétur Áskriftarleikur: „Ég kaupi nýja hlaupa- skó" - segir Anna Hjálmdís vinningshafi „Stelpan mín fór að telja upp hvað hana vantaði, bíkini og fleira en ég sagði nei. Ég ætla að eyða úttektinni, kannski kallinn fái eitthvað lítið," segir Anna Hjálmdís Gísladóttir, vinnings- hafi í áskriftarleik DV. Anna vann 30.000 króna úttekt í Útilífi. DV hefur dregið út einn heppinn áskrifanda í hverri viku í sumar og er vinningurinn 30.000 króna úttekt í Útilíf en aðalvinningur sumarsins er heimabíósamstæða frá Japis, að verðmæti 400 þús- und, og verður sá vinningur dreg- in út þann 20. ágúst. „Ég er skokk- ari og ég ætla að byrja á því að kaupa mér nýja hlaupaskó. Ætli afgangurin fari ekki í hlaupaföt ýmiss konar. Svo getur verið eig- inmaðurinn fái að kaupa sér eitt- hvað, hann er nú ekki skokkari en hann er á kafi í hestum svo þetta ætti að geta nýst honum eitthvað," segir Anna sem er him- inlifandi með vinninginn. Að- spurð hvort hún hafi verið áskrif- andi lengi segir Anna," Ég veit það ekki, ég er búin að vera áskrifandi í mörg ár, það væri helst að áskriftardeildin hjá DV vissi það." -EIS koma aftur og aftur, t.d. fólk sem er að ferðast um hringveginn, það legg- ur lykkju á leið sína og kemur hérna aftur og aftur og segir það ómissandi hluta af ferðalaginu að heimsækja Jórvík. Ég er alltaf Guðs lifandi fegin þeg- ar enginn gestur er hér en það er auðvitað miklu skemmtilegra þegar allt er fullt af gestum. Fólkið sem hingað kemur er mjóg ánægt og ég hef eignast stóran vinahóp, vini sem hafa samband við mig og ég við þá. Ég er stundum spurð að því hvort ég ætli nokkuð að fara að hætta þessu, en ég sé enga ástæðu til þess og læt hverjum degi nægja sína þjáningu í þeim efnum. Ég er hér á fallegasta stað í heimi og er auðvitað ánægð með það. Tilhugsunin að fara héðan er alveg skelfileg. Hér líður mér vel, fólkið hér á Þórshöfn er yndislegt og viil allt fyrir mig gera og því ætti ég að vera að fara héðan?" -gk Guðbjörg Guðmannsdóttir, hótel- stýra á Þórshöfn. DV-mynd gk Rússneski togarinn Omnya við bryggju hjá Slippstöðinni. DV-mynd gk Slippstöðin á Akureyri: Engin hreyfing á „Rússanum" DV, Akureyri: Ingi Björnsson, forstjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri, segir að engin „sérstök hreyfing" sé á mál- efnum rússneska togarans Omnya sem legið hefur við bryggju á Ak- ureyri mjög lengi og beðið eftir viðgerð. Togaranum var siglt til Akur- eyrar i oktöber árið 1997 og átti að vinna við hann hjá Slippstöðinni, m.a. setja í hann millidekk og vinnslullriu og hefur verið áætlað að vinna í skipinu fyrir 70-80 milljónir króna. Rússarnir hafa hins vegar ekki getað ábyrgst greiðslu fyrir verkið og hafa enn ekki gert upp endanlega vegna vinnu við tvo aðra togara útgerð- arinnar á Akureyri þannig að mál hafa verið í biðstöðu og ekki Jjóst hvort hægt verður að hefja vinnu við skipið á næstu mánuðum. Ingi Björnsson segir verkefna- stöðu Slippstöðvarinnar ágæta um þessar mundir, unnið sé við ýmis viðgerðarverkefni og útlitið sé ágætt varðandi verkefhi næstu 2-3 mánuði. -gk o X ¦n o 73 o </> 70 m Faxafeni 8 Dömupeysur tvœr fyrir eina Herrabolir tveir fyrir einn NYJAR VORUR DAGLEGA Á FRÁBÆRU VERÐI Man • Fi 10-18 Fi> 10 ¦ »9 Uu 10-18 Su 12-1? Nefið stjórnar því hjá hverjum við sofum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.