Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjðrn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIDJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Heggur sá er hlífa skyldi Tvær fréttir vikunnar, sem nú er aö líða, eru þess eölis aö menn staldra við. Báðar greindu frá ofbeldis- verkum þótt ólík væru og vekja spurningar um alvar- legt ástand og samfélagsmein sem lítið er rætt, þ.e. of- beldi innan veggja heimilisins. Annars vegar var um að ræða heiftarlega árás eiginmanns á konu sína og hins vegar fangelsisdóm yfir föður sem hafði misnotað dótt- ur sína kynferðislega með grófum hætti árum saman. Fréttir af heimilisofbeldi sem þessu berast af og til en eru aðeins toppur ísjakans. Margir telja að ofbeldisverk og árásir komi einkum frá þeim sem óskyldir eða ótengdir eru fórnarlömbunum en svo er ekki. Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir lektor bendir á í grein í nýút- komnu tímariti hjúkrunarfræðinga að ofbeldi í samfé- lögum sé eitt af meginheilbrigðisvandamálum Vestur- landa og mest af þessu ofbeldi eigi sér stað innan fjöl- skyldna þar sem þolandi ofbeldisins þekkir þann sem beitir því. í grein lektorsins kemur fram að 85 prósent barna sem verða fyrir ofbeldi þekki ofbeldismanninn. Erla Kolbrún bendir réttilega á að ofbeldi og vanræksla á börnum sé mikil ógnun við heilbrigði og vellíðan þeirra. IU meðferð á börnum hefur verið flokkuð í lík- amlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi auk vanrækslu og veldur trufiun á vexti, þroska og vellíðan barnsins. Fram kemur að hérlendis sé lítið vitað um tíðni of- beldis gegn börnum. Skemmst er þó að minnast frétta frá liðnum vetri þar sem læknir upplýsti að mun meira væri um slíkt en almenningur gerði sér grein fyrir en heilbrigðisstéttir sæju. í Bandaríkjunum er talið að 2,5 prósent barna að 17 ára aldri séu beitt ofbeldi eða þau vanrækt. Helmingur barnanna er vanræktur, 20 pró- sent eru beitt líkamlegu ofbeldi, 11 prósent kynferðis- legu ofbeldi og 3 prósent andlegu ofbeldi. Óskilgreind eru síðan 16 prósent. Mikilvægt er að rannsaka þessi mál hérlendis og nýta sér þar upplýsingar þeirra sem að koma, heil- brigðisstarfsmanna, kennara, leikskólakennara, lög- reglu og fleiri. Réttarstaða barna hefur batnað með lagasetningu til tryggingar stöðu þeirra og tilkomu um- boðsmanns barna. Hið sama gildir um rannsóknir á öðru ofbeldi innan veggja heimilisins, einkum ofbeldi gegn konum. Dr. Erla Kolbrún segir þá tegund ofbeldis einnig lítið rann- sakaða hérlendis. í ársskýrslu Kvennaathvarfsins hafi komið fram að 11-14 prósent kvenna leiti til Kvennaat- hvarfsins vegna ofbeldis og í skýrslu dómsmálaráðu- neytisins er talað um að 9 prósentum ofbeldisáverka sem meðhöndlaðir voru á slysadeild hafi einhverjir úr fjölskyldunni valdið. Líklegt er að þessar tölur séu of lágar enda reynir fólk að halda ofbeldinu leyndu. Rann- sóknir í Bandaríkjunum benda til þess, að sögn Erlu Kolbrúnar, að 16-40 prósent kvenna þjáist vegna ofbeld- is maka síns. Heimilið á að vera griðastaður og öryggi ungra jafnt sem aldinna. Það er því hrikalegt til þess að vita að fjöldi fólks þjáist einmitt þar en getur ekki vegna ótta við þann eða þá sem ofbeldinu valda greint frá vanlíð- an sinni og hörmungum. Afieiðingaraar geta verið hrikalegar. Fórnarlömbin þurfa utanaðkomandi aðstoð. Það er því skylda allra sem að koma að taka á meininu og létta með því bölinu af þeim sem fyrir verða og að- stoða um leið þá sem kunna ekki önnur samskiptaform, í andlegri kröm sinni, en ofbeldið. Jónas Haraldsson í nær tvo áratugi hefur mikið verið rætt og ritað um líftækni og erfðabreyttar lífverur. Miklu fé hefur verið varið til rann- sókna á þessu sviði og því eru tengdir gífurlegir fjárhagslegir hagsmunir fjölþjóðafyrirtækja, meðal annars í matvæla- og lyfjaiðnaði. Með manngerðum erfðabreytingum á lífverum er farið inn á nýtt og áður óþekkt svið. Þótt menn hafi um aldir fengist við kynbætur er hér ólíku saman að jafna þar sem um bein inngrip er að ræða í líf- ríkið með flutningi á erfðaefni milli lífvera af mismunandi teg- undum sem geta þannig fengið nýja arfgenga eiginleika. Mað- urinn tekur sér með þessu rétt til að grípa inn í stafróf lífsins sem móðir náttúra hefur þróað um langan aldur með sinum að- ferðum. Eins og verða vill þegar lagt er inn á ný og óþekkt svið eru skoðanir skiptar. Vísindamenn sem við þetta fást eru almennt spenntir fyrir að prófa nýjar að- ferðir og færa út þekkingarsvið sitt. Fyrirtæki á líftæknisviði knýja vagninn áfram í von um nýjar afurðir og forskot í sí- harðnandi samkeppni. En víða hringja aðvörunarbjöllur þeirra i\ '^i ** t •. % í _ \Sv*?v, /•' 'tf* Dolly, hin fræga klónaða kind. Afurðir erfðabreyttra lífvera mæta andstöðu og tortryggni neytenda í Evrópu. Sunnudagssteikur af slíkum dýrum verða aðeins seldar sérmerktar og auðkenndar, verði leyft að selja þær. Erfðabreyttar lífverur - böl eða blessun? sem spyrja til hvers þessi nýja og róttæka tækni muni leiða fyr- ir mannkyn og líf- heiminn. Kjallarínn Líffræði og siðfræði Evrópusambandið gaf út fyrstu tilskip- anir um rannsóknir og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera árið 1990. Með samn- ingnum um Evr- ópska efnahagssvæð- ið skuldbundu ís- lendingar sig til að lögfesta gerðir ESB. Þótt byrjað væri að líta á þessi efni hér- lendis nokkru fyrr voru það tilskipan- irnar frá Brussel sem lágu til grundvallar fyrstu löggjöfinni hér um erfðabreyttar líf- verur. Við fyrstu umræðu um málið 31. maí 1995 sagði ég að hér væri á ferðinni „eitthvert allra stærsta mál sem hefur komið fyrir Alþingi íslend- inga um langt skeið. Ekki vegna þess að það skipti sköpum í dag eða á morgun hvaða texta við sam- þykkjum hér sem lög í þessu efni, heldur hvert menn eru að stefna með slíkri löggjöf og hvaða hug- Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður myndir liggja þar að baki um rétt mannsins til að grípa inn í þróun og ferli lífs sem er for- skrifað af náttúrunni og sem hefur þróast í náttúrunni, oftast á mjög löngum tíma." Hvatti ég til kynning- ar og almennrar um- ræðu um þau stóru álitaefni sem þessu tengjast og þær sið- ferðilegu spurningar sem við blasa. Álitaefnunum fjölgar Það fór svo þrátt fyr- ir eftirrekstur ráðu- neytis að umhverfis- nefnd þingsins tók sér „Maðurínn tekur sér með þessu rétt til að grípa inn í stafróf tífs- ins sem móðir náttúra hefur þró- að um langan aldur með sínum aðferðum." góðan tíma til að fjalla um frum- varpið um erfðabreyttar lífverur. Var því breytt mikið í meðförum nefndarinnar og meðal annars tek- in inn ákvæði sem eiga að tryggja fótfestu fyrir siðfræðileg sjónar- mið þá lagt er mat á umsóknir um rannsóknir, dreifingu og markaðs- setningu erfðabreyttra lífvera. Við skipan í ráðgjafarnefnd samkvæmt lögunum er skylt að hafa í huga tengsl við sérfræði- stofnanir i náttúrufræði og sið- fræði. Einnig var sett inn í lögin ákvæði sem heimilar Hollustu- vernd ríkisins að boða til opinna kynningarfunda ef umsóknir um leyfi gefa tilefni til. Engin slík ákvæði var að fmna í forskriftinni frá Brussel. Þessi lagasetning er dæmi um að ekki á að kópíera ESB-tilskipanir í blindni heldur nota það svigrúm sem þrátt fyrir allt gefst til að slá varnagla. Á þetta er minnt hér vegna vax- andi andstöðu og tortryggni sem gætir í garð erfðabreyttra lífvera og afurða þeirra víða í Evrópu. Kom hún meðal annars fram á maraþonfundi umhverfisráð- herra ESB-ríkja í lok júní þar sem samþykktar voru mjög hertar reglur fyrir leyfum til að markaðssetja erfðabreyttar líf- verur og afurðir þeirra. Nú á meðal annars að koma til sið- ferðilegt mat áður en heimilað verði að setja slíkar vörur á markað og jafnframt ber að auð- kenna slíkar vörur sérstaklega. Þetta er góðs viti svo langt sem það nær. Allir þeir sem áhuga hafa á hollum matvælum og verndun líffræðilegrar fjölbreytni ættu að fylgjast með þessari um- ræðu og draga sínar ályktanir. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra VR vekur vonir „Þann tíma sem ég hef verið nálægt kjarabaráttu hefur slagurinn hjá BSRB staðið um að hækka launataxta. Lágir launataxtar og einstaklingsbundn- ir samningar þar ofan á hafa verið atvinnurekend- um þóknanlegir því þannig geta þeir deilt og drottn- að. Þvi miður hefur ekki alltaf verið hljómgrunnur fyrir stórhækkun taxtalauna innan verkalýðshreyf- ingarinnar. En yfirlýsingar VR vekja vonir um að við sjáum fram á breytta tíma." Þetta er svar Ögmundar Jónassonar í Degi 9. júlí við ummælum formanns VR nýlega. Hámark hamingjunnar „Hamingjan er eins og hús, sem tekur langan tíma að reisa. Hún er safn markmiða sem hefur verið náð, eða ekki náð, þvi bak við hamingjuna hvílir líka lær- dómur af því sem ekki varð ... Hamingjan er rósemd hjartans, hamingjan er gleðin sem sprettur af verk- unum og líka heppninni. Hamingjan er safn ... Lífið er hlaðið safaríkum ávöxtum, kolvetnarikri fæðu og tækifærum til að safna sálarspiki. Söfnum spiki, hamingjuspiki. Hámark hamingjunnar er svo að vera öldungur í ruggustól og líta i rólegheitunum yfir farinn veg. Sál hans er feit eins og selur og spik- ið er hamur hans og hús." Gunnar Hersveinn í Viðhorfi sínu í Mbl. 8. júlí. Árangursríkar fjárf estingar „Helstu tæki í mannauðs-eflingu eru ekki endilega námskeiðahald og endurmenntun þótt hvort tveggja sé nauðsynlegt, heldur oft einfaldir hlutir eins og góð samskipti við yfirmenn, hvatning, hrós og framamöguleikar ásamt eflingu virðingar starfs- manna á fyrirtækinu og stjórnendum þess. Oft eru það einfaldar aðgerðir sem fela í sér litla fjárfestingu sem eru hvað árangursríkastar þegar efla þarf starfsanda og afköst starfsfólks." Þetta er m.a álit Óskars Arnar Jónssonar í grein hans „Mannauður fyrirtækja og stofnana" í Mbl. 8. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.