Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 15 Fáfróðir foreldrar og agalausir krakkar Brottfall - ljótt orð - en er mikið í umræð- unni á vorin þegar skólum lýkur, svo mik- ið að furðu gegnir en ýmsu kennt um. Kenn- arar kvarta mikið um agaleysi barnanna í skólanum, til dæmis hér vestra. Ég spyr: Á kennari ekki að hafa hemil á nemendum sín- um? Er hægt að ætlast til þess að foreldrar fylgi börnum sínum í gegnum skólanámið inn í skólana? Ég held að það fari nú að minnka skerfurinn af launahækkuninni ef kennari þarf að fara að Kjallarinn Kristjana Sigríður Vagnsdóttir húsmóðir á Þingeyri „Þaö má vel vera að foreldrar kunni ekki að a/a upp börnin sín en námið á samt að fara fram í skólanum að langmestu leytifyr- ir það fá kennarar laun sín greidd. “ launa foreldrum fyrir að sitja yfír svo kennari megni að leysa starf sitt þokkalega af hendi. Hámenntaðir kennarar - fáfróðir foreldrar Menntunarleysi foreldra er líka, auk agaleysisins, kennt um hversu slök bömin er í prófum á vorin. Eg spyr: Er þá ekki komið að því sem ég hef sagt, að börnin eigi að læra sem mest heima hjá þessum menntunarsnauðu foreldrum? Til hvers eru þá allir þessir hámenntuðu kennarar ef fráfróð- ir foreldrar eiga að annast að mestu leyti fræðslu bama sinna. Ég undrast reynar hversu mik- ið börnin eiga að læra heima, miðað við það hvað þau komast yfir að læra í hverjum tíma hjá sínum kennara og ber allt að einum brunni í svari kennara ef illa gengur. Barnið þarf meiri aga. Foreldrar á agavaktinni Að gefnu tilefni voru foreldrar ..' """ beðnir að sitja yfir í kennslustundum hér á Þing- eyri vegna þess að börnin skorti AGA. Ég sat yfir í fjórum kennslu- stundum og hjá jafnmörgum kenn- urum. Og það verð ég að segja að hún var misjöfn kennsluaðferðin hjá þessum kennurum. Sumir komu vel frá þessu, en mér kom spánskt fyrir sjónir að sjá kennara Þingeyri - prófin í skólunum þar á síðasta vori hafa valdið fólki áhyggjum. sitja alla kennslustundina, með tveimur undantekningum þó, þeg- ar nemendur báðu um hjálp. Ann- aðhvort þurftu þeir að staglast fram úr því sem þeir leituðu að- stoðar við eða þeim var sagt að koma upp að kennarapúlti eftir hjálp. Ég sá ekki betur en að þarna skapaðist órói sem góður kennari hefði getað komið í veg fyrir með því að fara sjálfur til aðstoðar nemendum sínum og sinnt þeim eftir þörfum í rólegheitum. Það sem ég horfði á þarna var ekki til fyrirmyndar og alls ekki til þess fallið að halda uppi aga. Vanræksla í foreldrahúsum? Bömin vora stundum þijú eða fjögur uppi við púlt hjá kennara sínum og hann réði ekki neitt við neitt. Ég álít það að ef kennari hefði í byrjun skólaárs tamið sér að aðstoða nemendur sína með betri þjónustu og haldið þeim aga allt frá byrjun, hefði betur mátt fara og ekki hefði skólastjóri þurft að kalla úlfur! úlfur! þegar aðeins mánuður var eftir af þessu skóla- ári. Það er eins og allur vandi sem skapast í skólanum sé skrifaður á vanrækslu í foreldrahúsum. Það má vel vera að foreldrar kunni ekki að ala upp bömin sín en nám- ið á samt að fara fram í skólanum að langmestu leyti, fyrir það fá kennarar laun sín greidd. Við sem stundum verkamannavinnu get- um ekki tekið vinnuna með okkur heim, enginn heima fyrir ynni hana fyrir okkur. Við fáum greitt fyrir það sem við gerum sjálf, ekki fyrir það sem aðrir gera. Kristjana Sigriður Vagnsdóttir Skollaleikur Islendinga Skollaleikur íslendinga gengur of langt þegar sjálfur forseti landsins er sendur út af örkinni til þess að segja ósatt og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna trúir að sjálf- sögðu ósannindunum. Einhver verður að segja þjóðunum sannleik- ann af fiskveiðikerfi því sem núver- andi utanríkisráðherra íslendinga barði í gegnum Alþingi fyrir sig og sína fjölskyldu. Hið sanna varðandi fiskveiðikerííð er i stuttu máli að verið er að setja efnahag landsins í rúst. Það elur á úlfúð, illindum og mismunun. Það skerðir athafna- frelsi, veldur byggðaröskun, eigna- upptöku og hvers konar vanda sem „Hinir raunverulegu sakamenn eru þeir sem hafa á sögulegan hátt (samanber sögu Haralds hárfagra) slegið eign sinn á fiskimið landsins. Svo og þeir menn sem í umboði almennings vinna leynt og Ijóst að hags- munagæslu fyrir sakamennina með lagagerð sinni.“ nú þegar er búinn að helsýkja allt samfélagið. Auk alls þessa veldur það verulegum skemmdum á hafs- botni, sem er grafalvarlegt mál, og óhjákvæmilega skerða skemmdirn- ar lífríki sjávar. Til viðbótar við allt annað er notkun hinna stóru, allt að 7 þúsund hestafla frystitogara, því- líkur mengunan’aldm að það eitt er mjög alvarlegur hlutur. Á íslands- miðum hamast 115 slík skip allan sólarhringinn. Arðsamt og náttúruvænt Smærri útgerðareiningar í hönd- um einstaklingsframtaksins, þ.e. gamli vertíðarflotinn ásamt smá- bátaútgerð, er arðskapandi útgerð. Náttúruvænar veiðar, með kyrr- stæðum veiðarfærum og aflahá- marki á hvern bát og 10% aflagjaldi strax við innvigtun, gæfi af sér 7 milljarða í ríkissjóð árlega. Aflahá- markið sitji eftir í viðkomandi byggðarlagi sé skipið selt. Þannig helst atvinnuöryggið og verðlag skipa helst rétt. Allur smáfiskur verður utan aflahámarksins, greidd- ur að hálfu til útgerðarinnar, af- gangurinn renni til velferðarmála. Þá er engum afla kastað í hafið. Að sjálfsögðu þarf að leggja niður sölu aflaheimilda strax. Á hverju fisk- --------------( veiðiári kaupi bæði nýliðar og aðrir veiðileyfi, 2% af veiddu aíla- verðmæti. Með þessum gjöldum skilar auðlindin arði til samfélags- ins. Þetta fyrir- komulag sem hér segir frá myndi leiða af sér eftir- farandi, ef auk þess allur afli væri unninn inn- anlands: Það mætti að skaðlausu landa 600 þúsund tonnum í stað 250 þúsundum af botnfiski ár- lega því að í raun er drepið það magn á miðunum. Hvemig stæði dæmið? Fjórfaldar þjóðartekjur. Sært dýr bítur frá sér Þegar saklaust fólk er gert að saka- mönnum, vegna mótmælaaðgera við lagagerð hinna raunverulegu saka- manna og raunar landráðamanna, þá skeður óhjákvæmilega eitthvað sögu- legt. Hinir raunverulegu sakamenn eru þeir sem hafa á sögulegan hátt (samanber sögu Haralds hárfagra) slegið eign sinn á fiskimið landsins. Kjallarinn Garðar H. Björgvinsson útgerðarmaður og bátsmaður Svo og þeir menn, sem í umboði al- mennings, vinna leynt og Ijóst að hags- munagæslu fyrir sakamennina með lagagerð sinni. Að inni á Alþingi skuli starfa fjöldi manna sem hafa beinna hagsmuna að gæta í sjávarútvegi og víkja ekki sæti þegar hags- munamál þeirra eru afgreidd er forkastan- legt. Það væri fróð- legt fyrir fram- kvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna að vita þetta. Alþingi hefur unnið á þaul- skipulagðan hátt við að loka almenning á Islandi inni i svikamyllu í nafni laga sem hafa það að markmiði að haida íslendingum í gíslingu til æviloka. Vissar fjölskyldur hafa sölsað undir sig öll helstu hlunnindi þessa lands og grúppumar ganga undir gælunöfn- um, svo sem sægreifar, kolkrabbar, smokkfiskar og svo framvegis. Uppreisn ekki spurning Hjá fámennri þjóð verður upp- reisn að vera með friðsamlegum hætti og án slysa. Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Nú eyðum við ólögunum og stöðv- um þannig fólksflóttann af lands- byggðinni. Við hlýðum okkar sam- visku og þjónum okkar eina herra, þeim sem gaf okkur frelsið, jörðina og hafið. Það er nóg handa öllum sé afrakstur lands og hafs rekinn á eðlilegan, vistvænan hátt. Hamingja þjóðanna er ekki fólgin í fljótfeng- um gróða sérréttindahópa. Burt með öll troll og öll dregin veiðafæri út fyrir 30 mílur frá ystu nesjum í fyrsta áfanga. Fiskum ákveðið afla- hámark á hvert skip en höldum heildarmagni í byggðarlaginu. Ég upplýsi Ég vil upplýsa það fyrir alþjóð að í þýðingu á mín- um vegum og félagsins Framtíð íslands eru gögn, sem ætlunin er að senda alþjóðasamtökum vegna glæpsamlegrar meðferðar okkar á auðlindinni, sem stríðir gegn heill allra jarðarbúa og gegn al- mennum mannréttindum. Ekkert verður þó sent úr landi ef ráðamenn þjóðar- innar bregðast rétt við kröfum okkar. Ósk mín er sú að unnt sé að gera góða hluti hér heima án afskipta annarra þjóða í því vandamáli sem við blasir. Það er verið að eyðileggja landgrunn íslands með togveiðum. Hamast er hvíldar- iaust allan sólarhringinn með þung troll um alit landgrunnið og inni á fjörðum og víkum með dragnætur, sem eru ekkert annað en lítil troll. Hafréttarfræðingur og lögmenn munu hafa eftirlit með mínum papp- írum svo þeir verði löglegir. Náttúru- vænar veiðar skulu verða aðferð okk- ar í framtíðinni við að nýta fiskimið okkar. Að lokum vil ég minna lands- menn á þá lágkúru sem svífur fram- hjá ásjónum manna þessa dagana. Hún er sú að enginn skuli taka sig fram um að stofna samtök tO styrkt- ar Valdimar Jóhannessyni í hans einstöku baráttu gegn stórum glæp. Hans barátta gegn lögum um stjórn fiskveiða felur í sér einstakan bar- áttuvilja í þágu almennings og því ber öllum viðkomandi hagsmunaað- ilum svo og einstaklingum að leggja máli hans lið. Garðar H Björgvinsson Með og á móti Styrkir frávísunarúrskurðurinn kvótakerfið? Máli Valdimars Jóhannessonar gegn islenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur 2. þ.m. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra sagði í samtali við fréttastofu Ríkisút- varpsins um helgina að úrskurðurinn styrkti kvótakerfið. Valdimar hyggst ekki áfrýja dómnum en hefur ekki ákveðið hvort hann tekuri málið upp að nýju. Kerfinu ekki hnekkt Helgi Laxdal, for- maður Vélstjórafé- lags íslands. „Kröfu Valdimars Jóhannessonar um það að hann fengi úthlutað afla- marki, í þorski, ýsu, ufsa, steinbít, grálúðu, skarkola, rækju, humri, síld og loðnu, var vísað frá dómi á þeirri forsendu að krafan væri ekki nógu skýrt sett fram eða eins og segir í dómsorðinu á ein- um stað: „Þegar litið er til þess að sakarefnið varðar mikilvæga hags- muni og flókin lög- fræðileg álitaefni telur dómurinn að nauðsynlegt hafi verið að stefnandi fjallaði ítarlegar og með skilmerkilegri hætti um málið en hann hefur gert. Hann hefur með þvi lagt ófullnægjandi grunn að málinu og verður að telja það í heild vanreifað." Að þessari niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur má ljóst vera að þær út- hlutunarreglur á aflamarki og afla- hlutdeild sem lögin urn stjórn fisk- veiða hafa að geyma eru síður en svo óvandaðar eða bijóta greinilega i bága við stjórnarskrá lýðveldisins eins og fjölmargir andstæðingar þessa kerfis hafa haldið fram í ræðu og riti allt frá fyrstu dögum kvótakerfisins. Ef þær fullyrðihgar ættu við rök áð styðjast skyldi maður ætla að einfalt reyndist að hnekkja úthlutunarreglunum fyrir dómi og að jafnvel ómarkviss og þoku- kenndur málatilbúnaður, eins og hér var viðhafður að mati dómsins, færi með vinning frá borði. Þess vegna er það mitt mat að niðurstaða þessa máls styrki kvótakerfið og að efnisákvæð- um þess verði ekki með einfóldum hætti hnekkt fyrir dómstólum." Munur á dómi og úrskurði „Gerum greinarmun á úrskurði annars vegar og dómi hins vegar. Hér var um að ræða úrskurð um formhlið máls en ekki dóm um sakarefnið sjálft. Hann fjallaði um réttarfarsleg atriði, þ.e. hvort kröfur mínar væru dómtækar í því formi, sem þær voru settar fram. Ég mun íhuga vandlega hvort rétt sé að una við úrskurðinn þótt ég geti ekki fyllilega fallist á hann. Ef sú verður niður- staða mín verð ég annaðhvort að höfða annað mál eða láta hina sér- hagsmunaþrælkuðu valdhafa fara sínu fram í þágu útgerðarmanna sinna, enda hafði ég gert mér meiri vonir um stuðning þeirra sem helst líða fyrir gerðir þeirra. En því fer víðs fjarri að úrskurðurinn styrki kvótakerfið. Fyrir mönnum sem halda slíku fram vakir annað en sann- leikurinn. Landsmenn skyldu skoða vel viðbrögð sjávarútvegsráðherra sem telur úrskurð héraðsdóms vera kvótakerfinu til stuðnings. Hann er augljóslega ekki að sinna hagsmunum fjöldans heldur fáeinna útvalinna sem hafa fengið umráð yfir fiskimiðum ís- lendinga, og útiloka þar með fjölda al- mennra borgara frá hefðbundinni at- vinnu forferða sinna. Þeir sem kjósa slíka menn ættu að vanda val sitt bet- ur í framtíðinni. Áróður.sjávarútvegs- ráðherra nú er í fullkomnu samræmi við viðbrögð annarra sérhagsmuna- þræla hingað til og í fullkomnu ósam- ræmi við hagsmuni hins almenna ís- lendings." -hb Valdimar Jóhannes- son blaðamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.