Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Síða 25
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 25 pv______________________________Myndasögur Þú getur verið stoltur af frænda þinum! ... I morgun sagði hann mér að hann astlaði að taka stjórnina I sinar hendurl Veiðivon Það gengur erfiðlega að fá veiðileyfi þessa dagana í tveggja og þriggja stanga veiðiánum. En menn reyna. DV-mynd G. Bender Rangárnar: 215 laxar komnir á land „Eystri-Rangá hefur gefið 120 laxa og Ytri-Rangá 115 laxa núna, sem þýðir 235 laxar á land. Það er aðeins betri veiði en á sama tíma í fyrra,“ sagði Þröstur Elliðason, er við spurðum um stöðuna í Rangánum. „Það eru komnir tveir 18 punda á land, einn úr hvorri á,“ sagði Þröst- ur sem var að koma úr Iðu, en þar hefur veiðin verið róleg síðustu daga. „Við fengum einn lax en það var ekki mikiö að gerast þarna, vegna hlaupsins í Hagavatninu. En þetta lagast vonandi með tíð og tíma,“ sagði Þröstur í lokin. Þrátt fyrir að veiðimenn hafi ver- ið að vona að hlaupið í Hagavatni sé ekki með þeim verri virðist þetta ætla að setja strik í veiðiskapinn hjá mörgum veiðimönnum. Einhver brögð hafa verið að því að menn hafi reynt að selja veiðileyfin sín en gengið treglega að losna við þau. Skiljanlega. Þverá í Borgarfirði er langefsta veiðiáin þessa dagana, en áin er að komast í 700 laxa. Norðurá í Borgarfirði er í næsta sæti fyrir neðan Þverá. Veiðileyfamarkaöurinn: Vonlaust að fá veiðileyfi „Það hefur gengið vel að selja veiðileyfi í Gufudalsá og Skálmar- dalsána, það eru fáir dagar eftir,“ sagði Pétur Pétursson er við spurð- um um stöðuna, en nánast vonlaust er að fá veiðOeyfi þessa dagana í tveggja og þriggja stanga veiðián- um. Veiðivon Gunnar Bender „Ég er búinn að reyna og reyna en ekkert gengur, ég hef athugað málið í mörgum veiðiám og aOs staðar er sama svarið. Við eigum ekkert í júlí og ágúst en kannski einn, tvo daga í september," sagði einn af þeim fjölmörgu veiðimönn- um sem leita að veiðOeyfum núna, en án árangurs. Veiðileyfi hafa sjaldan selst eins vel fyrirfram og núna í vetur. Enda fá veiðimenn lít- ið sem ekkert af veiðOeyfum núna, sama hvað þeir reyna. Allt of hátt verð á maðkinum? „Það er bara að gera tOboð í þessa maðka, þeir sem bjóða hæst fá þá,“ sagði maðkasali sem vOdi fá tOboð í maðkinn sem hann átti. Verðið á ánamaökinum er komið upp fyrir öO velsæmismörk, 120-130 krónur fyrir maðkinn og jafnvel hærra er verð sem heyrist ekki nema í maðk- leysi. En það er byrjað að rigna og það þýðir að nóg verður af maðki næstu daga. Maðkurinn lækkar nið- ur úr öUu valdi, nóg verður af hon- um og verðið 25-30 krónur. Og svo geta menn bara tínt sinn maðk sjálf- ir og er það ekki langbest? Hann veltir miklu ánamaðamaðk- urinn á hverju ári, góður ána- maðkatínari getur haft upp undir mOljón á góðu sumri. Ef hann á nóg af maðki allt sumarið og verðið rýk- ur upp úr öUu valdi er hagnaðurinn mikiU. Góður maðkatínari getur tínt 600-700 maðka á kvöldi. ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG %#INTER WSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is Vöðlurogskór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.