Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 Messur Árbæjarklrkja: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Altarisganga. Organleikari Pavel Smid. Fermd verður í guðsþjónust- unni Ellen Svava Rúnarsdótt- ir. Prestarnir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Messur falla niður vegna sumarleyfa starfsfólks fram í miðjan ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæm- isins. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Kl. 20.30. Kvöldsöngur með altaris- göngu. Prestur: Sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Kjart- an Sigurjónsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Prestur sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. EHiheimilið Grund: Guðs- þjónusta kl. 10.15. FeUa- og Hólakirkja: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Einleikari á píanó:Ólafur Elíasson. Prest- amir. Fríkirkjan í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 14. Barn bor- ið til skírnar. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Grafarvogskirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Arnar- son prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Guðmund- ur Sigurðsson. Kór Grafar- vogskirkju syngur. Prestarair. Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11 í umsjá sr. Hreins Há- konarsonar. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Árinbjamarson. Sr. Ólaf- ur Jóhannsson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sögustund fyrir bömin. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Org- eltónleikar kl. 20:30. Gúnter Eumann frá Duisburg í Þýska- landi leikur. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Organisti Halldór Óskarsson. Sr. Tómas Sveinsson. HjaUakirkja: Guðsþjónustur i Hjallakirkju falla niður í júlí- mánuði. Fólki er bent á helgi- hald í öðrum kirkjum prófasts- dæmisins. Prestamir. Kópavogskirkja: Vegna sum- arleyfis starfsfólks fellur guðs- þjónustan niður, en kirkjan verður opin á messutíma. Sóknarprestur. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Krisín Pálsdóttir. Langholtskirkja: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Prestur sr. Jón Helgi Þórarins- son. Organisti Ólafur Finns- son. KaSisopi eftir messu. Laugameskirkja: Kvöld- messa kl. 20.30. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Prest- ur sr. Halldór Reynisson. Org- anisti Reynir Jónasson. Selfosskirkja: Messa kl. 11. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Ágúst Einarsson prédik- ar. Altarisganga. Tríó Eddu Borg flytur tónlist. Organisti er Sigurður Guðmundsson. Prestarnir. Seltjamarneskirkja: Kvöld- messa kl. 20. Athugið breyttan messutíma. Prestur sr. Sigurð- ur Grétar Helgason. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Skálholtskirkja: Messa verð- ur sunnudag kl. 17. Tónlistar- stund hefst í kirkjunni kl. 16.40. Fyrir messuna og í mess- unni flytur sönghópurinn Hljómeyki trúarleg söngverk eftir Jón Leifs. Prestur sr. Eg- ill Hallgrímsson. Afmæli Höskuldur Egilsson Höskuldur Egilsson verslunar- maður, Hvassaleiti 56, íbúð 123, 6. hæð, Reykjavík, er níræður í dag. Starfsferill Höskuldur fæddist á Vatnsleysu i Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst upp í Fnjóskadalnum. Hann tók fullnaðarpróf frá barnaskólan- um á Grenivík vorið 1923, var í ung- lingaskóla í Flatey á Skjálfanda vet- urinn 1926, stundaði nám að Laug- um í Reykjadal 1929-31 og stundaði nám við íþróttaskóla Þorgeirs Sveinbjarnarsonar á Laugum 1933-34. Auk þess stundaði hann nám í öðmm fögum til undirbún- ings fyrir nám í KÍ. Höskuldur stundaði alla almenna sveitavinnu á unglingsárunum, starfaði við vegavinnu á Vaðlaheiði og í Ljósavatnsskarði 1928-39, lengst af sem bryti, og starfaði við skógar- högg hjá Skógrækt rikisins að Vögl- um í Fnjóskadal 1939-41. Höskuldur flutti til Akureyrar 1941 og starfaði við skipaafgreiðslu hjá Eimskip á Akureyri 1941-46 en var síðan starfsmaður á skrifstofu verkalýðsfélaganna á Akureyri 1946-53. Hann flutti síðan til Reykjavíkur 1953 og var verslunarmaður hjá KRON 1953-84 er hann lét af störf- um vegna aldurs. Höskuldur sat í stjórn Ungmenna- félagsins Glæðir í Fnjóskadal, í stjóm Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, sat í fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna 1943-53, sat í trúnaðarmannaráði Verslunarmannafélags Reykjavíkur um árabil og átti sæti á þingum ASÍ og Landssambands versl- unarmanna flest árin 1946-95. Höskuldur söng með Kantötukór Akureyrar og fór með kórnum söngferð til Norðurlanda þar sem kórinn vann til verðlauna á kóramóti i Stokkhólmi, söng með Kirkjukór Akureyrar í tólf ár, söng með kór Háteigssóknar í fjörutíu ár og auk þess í kvartett þar við skímir, gift- ingar og útfarir, söng með Al- þýðukómum um skeið og syngur enn með kór eldri borgara Fjölskylda Eiginkona Höskuldar var Sigur- laug Guðmundsdóttir, f. 29.9.1912, d. 18.3. 1999, verslunar- og skrifstofu- maður. Hún var dóttir Guðmundar Tryggvasonar skipstjóra og Magða- lenu Baldvinsdóttur húsmóður. Dóttir Höskuldar og Sigurlaugar Elínar er Sigurlaug Ástdís Hösk- uldsdóttir, f. 18.7. 1953, kennari við Öskjuhlíðarskóla. Stjúpbörn Höskuldar eru Svan- laug Baldursdóttir, f. 1940, bóka- safnsfræðingur; Magni Baldursson, f. 1942, arki- tekt; Hallgerður Baldurs- dóttir, f. 1945, bankamað- ur í Kaupmannahöfn; Ás- gerður Baldursdóttir, f. 1945, flugafgreiðslumaður í Vínarborg. Systkini Höskuldar: Olga Egilsdóttir, f. 1912, d. 1989, húsfreyja og sauma- kona, var gift Stefáni Hallgrímssyni, bónda á Arnaldsstöðum i Fljóts- dal, sem einnig er látinn; Steinþór Egilsson, f. 1920, bílstjóri og ráðs- maður, kvæntur Hrefnu Tryggva- dóttur húsmóður og eignuðust þau fjögur börn. Foreldrar Höskuldar voru Egill Olgeirsson, f. 1.2.1887, d. 1922, bóndi á Vatnsleysu í Fnjóskadal og síðar sjómaður, og Theódóra Þórðardótt- ir, f. 31.1. 1890, d. 1981, húsfreyja. Ætt Foreldrar Egils voru Olgeir Guð- mundsson, b. á Vatnsleysu, og JA hanna Jónsdóttir húsfreyja. Foreldrar Theódóru vom Þórður Jónasson, b. í Böðvarsnesi, og Kristín Sigurðardóttir húsfreyja. Höskuldur er að heiman á afmælisdaginn. Höskuldur Egilsson. Bjarni Hávarðsson Bjarni Hávarðsson sjó- maður, Strandgötu 61, Eskifirði, er fertugur í dag. Starfsferill Bjami fæddist í Nes- kaupstað og ólst þar upp. Á unglingsárum flutti hann, ásamt fjölskyldu sinni, að Hrauni við Reyðarfjörð þar sem hann átti heima nokkur ár. Hann flutti síðan til Eskifjarðar þar sem hann býr nú. Bjami hefur stundað sjómennsku frá því á unglingsámnum en einnig unnið í landi ýmis störf tengd sjáv- arútvegi, svo sem í loðnubræðslu og við landanir. Um nokkra hríð ók hann áætlunarbifreið um Austfirði. Lengst af hefur Bjami verið háseti á Jóni Kjartanssyni SU sem gerður er út frá Eskifirði. Fjölskylda Bjami kvæntist 20.7. 1986 Fjólu Kristínu Kristjánsdóttur, f. 8.9.1960, skrifstofumanni. Þau hófu sambúð 1979. Fjóla er dóttir hjónanna Krist- jáns Jóhanns Guðmundssonar, fyrrv. skrifstofumanns, og Stefaníu Jónu Sigurbjörnsdóttur húsmóður. Synir Bjama og Fjólu eru Krist- ján Jóhann, f. 15.7. 1986; Árni Berg- þór, f. 21.8. 1992. Systkini Bjarna eru Magnús Þór, f. 15.1. 1947, sjómaður í Garði, kvæntur Matthildi Ingvarsdóttur verslunarmanni og eiga þau þrjú böm; Jón Haf- dal, f. 29.5.1950, skipstjóri og útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, kvæntur El- ínu Þorvaldsdóttur hús- móður og eiga þau tvö börn; Stefanía María, f. 22.4. 1943, húsmóðir í Berufirði, gift Herði Gils- berg bónda og eiga þau tvö börn; Bergþór, f. 5.9. 1946, sjómaður, og á hann fjögur börn; Aðalheiður Hafdal, f. 9.7. 1954, bréf- beri, gift Gunnari Gunnarssyni bif- reiðarstjóra og eiga þau fjögur börn; Björg, f. 10.7. 1960, matselja, í sam- búð með Einari Traustasyni sendi- bílstjóra og á hún þrjú böm; Þórar- inn Ámi, myndatökumaður, f. 23.2. 1962, kvæntur Lám Thorarensen húsmóður og eiga þau tvo syni. Foreldrar Bjarna: Hávarður Berg- þórsson, f. 2.2. 1921, d. 7.4. 1997, sjó- maður frá Nesi í Norðfirði og síðar bóndi á Hrauni við Reyðarfjörð, og Þórunn Magnúsdóttir, f. 25.3. 1930, húsfreyja. Ætt Foreldrar Þórunnar: Magnús Kristjánsson og Jónína Þórðardótt- ir. Þau vom lengst af búsett í Vest- mannaeyjum. Foreldrar Magnúsar vom Kristján Þórðarson og Guðný Elíasdóttir, ættuð undan Eyjafjöll- um. Foreldrar Jónínu voru Þórður Magnússon og Ingibjörg Jónsdóttir af Víkingslækjarætt. Foreldrar Hávarðs voru Árni Bergþór Hávarðsson og Stefanía María Magnúsdóttir. Hávarður átti fjögur systkini. Árni Bergþór var sonur Hávarðs Einarssonar frá Hellisfirði, bróðir Ólafar, konu Finns, pr. á Klyppstað í Loðmundar- firði, fóður Jóns Finnssonar, pr. á Hofi í Álftafirði og á Djúpavogi, foð- ur Eysteins, fyrrv. ráðherra og dr. Jakobs, pr. og rithöfundar, foður Jökuls og Svövu rithöfunda. Einar var Erlendsson, Árnasonar frá Hell- isfirði en Erlendur var bróðir Þór- arins, langafa Odds, foður Davíðs forsætisráðherra. Móðir Árna Bergþórs var Björg, systir Þuríðar, móður Lúðvíks Sig- urðssonar, útgerðarmanns á Nesi á Norðfirði, og Valdimars, útgerðar- manns á Eskifirði, en Lúðvík er fað- ir Karls, lyfsala í Reykjavík, Sigurð- ar, útgerðarmanns i Neskaupstað og Georgs, fyrrv. forstjóra ríkisspítal- anna. Björg var dóttir Árna, b. á Hæmkollsnesi í Álftafirði, Sveins- sonar, prófasts á Kálfafeflsstað, Hofi í Álftafirði og víðar, Péturssonar. Stefanía María var dóttir Magn- úsar Marteinssonar á Seli í Sandvík og Kirkjubóli í Vaðlavík, Magnús- sonar á Seli, og Sigurbjargar Stef- ánsdóttur frá Efriey í Meðcdlandi Sveinssonar. Bjarni verður að heiman á afmæl- isdaginn en hann mun fagna tíma- mótunum í Reykjavík með systrum sínum, Aðalheiði, sem er fjörutíu og fimm ára í dag, og Björgu, sem verð- ur þrjátíu og níu ára á morgun. Bjarni Hávarðsson. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur a\\t mii// himins o og stighœkkandi Smáauglýsingar birtingarafsláttur rss^i 550 5000 Til hamingju með afmælið 9. júlí 85 ára_________ Guðbjörg Einarsdóttir húsmóðir, Þinghólsbraut 43, Kópavogi. Eigin- maður hennar var Sigurður Valdimar Sigjónsson bóndi sem lést 1980. Guðbjörg dvelur nú á Landspítalanum. Stefanía Stefánsdóttir, Bergþómgötu 33, Reykjavík. 80 ára Jón Jónsson, Háaleitisbraut 121, Reykjavík. Rakel Kristjánsdóttir, Hléskógum 8, Egilsstöðum. Sigurðm- Jónsson, Hásteinsvegi 53, Vestmannaeyjum. 75 ára Baldur Guðmundsson, Álftamýri 4, Reykjavík. Bjamfríður Simonsen, Aðalstræti 42B, Þingeyri. Herborg Bjarnadóttir, Óseyri, Stöðvarfirði. Jóhann Haukur Sveinsson, Fmmskógum 5, Hveragerði. Jóna Helgadóttir, Barmahlíð 34, Reykjavík. Ólafur Gunnar Jónsson, Brekkugötu 15, Vogum. 70 ára Erla Tryggvadóttir, Bakkavör 40, Seltjamarnesi. Kristján Garðarsson, Skaftahlíð 10, Reykjavík. Þórður Baldur Sigurðsson, Langholtsvegi 179, Reykjavík. 60 ára Ása Jónsdóttir, Austurgerði 3, Kópavogi. Ásta Sveinbjörnsdóttir, Vesturströnd 27, Seltjarnarn. Steinþór Steinþórsson, Skipagötu 6, ísafirði. Sverrir Jónsson, Hlíðarvegi 61, Kópavogi. 50 ára Hjördís Matthíasdóttir, Vaflholti 6, Vopnafirði. Jón Kristjánsson, Gilsárteigi 1, Austur-Héraði. Signý Bjamadóttir, Birkihlið 1, Sauðárkróki. Sigrún Aðalbjamardóttir, Hvassaleiti 89, Reykjavík. Sólveig Jónsdóttir, Breiðvangi 75, Hafnarfirði. Þórður B. Bachmann, Berugötu 30, Borgamesi. 40 ára Guðmunda Ingimundardóttir gjaldkerafulltrúi, Hjallabrekku 33, Kópavogi. ________ Hún verður með opið hús á heimili sínu frá kl. 11-16 á af- mælisdaginn og býður þangaö vinum og vandamönnum. Hún verður að heiman um kvöldið. Alda Ólöf Vernharðsdóttir, Strandgötu 17A, Eskifirði. Björgvin Sævar Matthíasson, Jaðarsbraut 23, Akranesi. Eygló Kristinsdóttir, Áshamri 60, Vestmannaeyjum. Gísli Bachmann, Garðastræti 4, Reykjavík. Magnús Hermannsson, Úthaga 13, Selfossi. Sigurður Kristjánsson, Grænatúni 18, Kópavogi. Tryggvi Harðarson, Þingási 22, Reykjavik. Vilhjálmur Jón Valtýsson, Birkimel, Ljósavatnshreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.