Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 9. JULI1999 Bjarni Haukur Þórsson leikur hell- isbúann. Hellisbúinn Nú fer sýningum að fækka á Hellisbúanum sem sýndur hefur verið við mikla aðsókn frá því í fyrrasumar í íslensku óperunni, nánast alltaf fyrir fullu húsi. Að- eins einn leikari er i sýningunni, Bjarni Haukur Þórsson. Hug- myndina að verkinu, sem fjallar á skemmtilegan hátt um samskipti kynjanna, má rekja til leikritsins Defending the Caveman eftir Rob Becker en það hefur verið á fjöl- unum vestur i Bandaríkjunum í sex ár. Hallgrímur Helgason rit- höfundur skrifaði Hellisbúann og byggir hann verkið á hugmynd Beckers. Sígurður Sigurjónsson er leikstjóri. Leikhús Hellisbúinn er verk sem karlar og konur eiga að sjá saman. Verk- ið á að geta gefið lexíu um hitt kynið og gæti ef til vill hjálpað fólki að skilja ýmislegt í fari makans sem hingað til hefur ver- ið torskilið. Næsta sýning á Hell- isbúanum er í kvöld. Kirkjubœjarklaustur verður vettvang- ur fjölda uppákoma um helgina. Fj ölskylduhátíð Frá og með deginum 1 dag verður efnt til fjölskylduhátíðar á Kirkju- bæjarklaustri. Skemmtiatriðin hefj- ast í kvöld með sögustund í kapellu sr. Jóns Steingrímssonar þar sem rakin er saga staðarins frá landnámi til nútíma. Á morgun eru síðan stanslausar uppákomur frá hádegi til miðnættis. Útimarkaður verður opnaður kl. 13 og í kjölfarið verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna og ekki síst þá yngri. Þar verða „Litiu Ólympíuleik- arnir", hoppkastali, reiðhjólaþrautir, andhtsmálning o.fl. Verður sú dag- skrá við félagsheimilið Kirkjuhvol. Kl. 16.30 hefst götubolti við' Kirkju- bæjarskóla og verður keppt í tveimur Útivera aldurflokkum, 11-15 ára og 16 ára og eldri. Gönguferðir verða svo kl. 17. 100 ára afmælis Jóns Helgasonar verður minnst í skáldavöku kapell- unni kl. 18. Hótel Edda verður með griU-hlaðborð um kvöldið og að því loknu verða kyntir varðeldar og fjöldasöngur sunginn. Á sunnudaginn verður róðrar- keppni á Hæðagarðsvatni og boðið upp á gönguferðir með leiðsögn. Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma meö myndina, ásamt upplýsingum, á ritsrjórn DV, Þverholti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir eru endur- sendar ef óskað er. 8-villt á faraldsfæti Skemmtanir Hljómsveítin 8-villt er ein nokk- urra hljómsveita sem eru á ferð og fiugi um landið um helgar og nú verð- ur haldið norður yfir heiðar og mun hljómsveitin, sem skipuð er fjórum strálum og fjórum stelpum, leika í __________________kvöld í Hlöðufelli Húsavík og ----------------------------annað kvöld i Salnum á Siglufirði. 8-viht leikur dansvæna tónlist og sjálfsagt fá bail- gestir að heyra ný lög þvi 8-villt hef- ur verið í uþptökuveri við að hljóð- rita ný lög og er eitt þeiira farið ¦ að hljóma á öldum ljósvakans. Stuðmenn á Suðurlandi Hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, munu sækja Sunnlend-1 inga heim nú um helg- ina og koma fram áj Hótel Selfossi á fóstu- j dagskvöld og í Njálsbúð á laug- ardagskvöld. Ásamt hljóm- sveitinni komal fram gógómeyj-1 arnar Abba og| Dabba, Úlfur skemmtari, 8-villt leikur i plötusnúðarnir Sérfræðingarnir að sunnan o.fl. Á föstudagskvöldið mið- ast aldurstakmark við 20 ár á Hótel Selfossi en 16 ár í Njáls- búð kvöldið eftir. OFLá Amsterdam Hljómsveitin OFL mun halda sig á Café Amsterdam í Reykja- vik um helgina. Sveit- in kemur fram bæði föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveit- ina skipa Baldvin Árnason hljóm- borð, Guðmundur Karl Sigurdórs- son söngur. Helgi Valur Ásgeirsson gítar, Leifur Viðarsson bassi og Þórhallur Reynir Stefánsson trommur. kvöld á Húsavík og á Siglufirði annað kvöld. Rigning og súld með köílum Rigning eða súld með köflum höfuðborgarsvæðinu rigning og sunnan- og vestanlands en skýjað súld, hiti 9-14 stig. Veðrið í dag með köflum norðaustanlands. Hiti -20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á Sólarlag í Reykjavík: 23.41 Sólarupprás á morgun: 03.25 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.06 Árdegisflóð á morgun: 03.34 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 14 Bergsstaöir hálfskýjaö 13 Bolungarvík rigning 12 Egilsstaöir 15 Kirkjubœjarkl. alskýjaö 11 Keflavíkurflv. rigning og súld 10 Raufarhöfn skýjaö 15 Reykjavík rigning og súld 10 Stórhófði rigning og súld 10 Bergen skýjaö 14 Helsinki léttskýjað 17 Kaupmhöfn léttskýjaö 18 Ósló hálfskýjad 16 Stokkhólmur 18 Þórshófn súld 13 Þrándheimur rigning 12 Algarve þokumóöa 21 Amsterdam léttskýjað 17 Barcelona mistur 21 Berlín skýjaö 17 Chicago alskýjað 26 Dublin léttskýjaö 16 Halifax skýjað 15 Frankfurt hálfskýjað 17 Hamborg léttskýjaö 17 Jan Mayen súld 6 London skýjað 18 Lúxemborg heiöskírt 16 Mallorca léttskýjaó 20 Montreal 15 Narssarssuaq léttskýjaö 4 New York skýjaö 24 Orlando hálfskýjaö 24 París heiðskírt 17 Róm skýjaó 19 Vín skúr 16 Washington hálfskýjað 18 Winnipeg þoka 13 Vegir lokaðir Færð á vegum er víðast góð. Vegir um hálendið eru flestir orðnir færir. Þó er enn ófært um Eyja- fjarðardali á Sprengisand, í Fjörður og um Dyngju- fjalla- og Gæsavatnaleiðir. Færð á vegum Grafningsvegur nr. 360 verður lokaður í Heiðar- bæjarstíg í dag frá kl. 7.30 til 20 en opinn um helg- ina. Vegna ræsagerðar verður Ólafsfjarðarvegur nr. 82 hjá Knappastöðum í Fljótum lokaður alhri um- ferð frá kl. 9 til 13. Astand vega ^•Skafrenníngur E3 Steinkast E! Hálka H Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Cb Ofært Œl Þungfært (g) Fært fjallabílum Sigurbjörg og Sigurð- ur eignast son Myndarlegi drengur- inn á myndinni fæddist 29. maí síðastliðinn á fæðingardeild Landspít- Barn dagsins alans. Hann var við fæð- ingu 3830 grömm að þyngd og 52,5 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Sandra Guðnadóttir og Sigurður Ófeigsson og er hann þeirra fyrsta barn. Mel Gibson leikur Porter sem leit- ar hefnda í Payback. Auga fyrir auga... Payback, sem Bíóhöllin sýnir, er gerð eftir sakamálasögu sem áður hefur verið kvikmynduð og var það breski leikstjórinn John Boorman sem gerði söguna ódauö- lega í Point Blank árið 1967, kvik- mynd sem löngu er orðin klassísk og þykir með betri sakamála- myndum sem gerðar hafa verið. í Point Blank lék Lee Marvin hlut- verk hins ólánsama glæpamans, Porters, en í Payback er það Mel Gibson sem leikur Porter. Payback gerist í svartri veröld þar sem karlmenn eru morðingj- ar, konur hórur og löggur styðja þá sem borga , mest. Við fylgjumst /////////. Kvikmyndir ''iíÉL i með tveimur glæpon- um, Porter (Mel Gibson) og Val (Gregg Henry), sem hafa framið stórrán. Þegar kemur að því að skipta fengnum kemur í ljós að Porter hafði gert þau mistök að treysta vini sínum. Val er sem sagt stunginn af með alla pening- ana og eiginkonuna og gerir til- raun til að myrða Porter. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bióhöllin: Matrix Saga-Bíó: Entrapment Bióborgin: Lolita Háskólabíó: Perdita Durango Háskólabíó: Hásléttan Kringlubíó: 10 Things I Hate about Her Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Never Been Kissed Stjörnubíó: Go Krossgátan 1 2 3 4 5 8 7 8 9 10 11 12 13 14 15 10 17 10 19 20 21 22 Lárétt: 1 tind, 5 þykkni, 8 gjafmild- ur, 9 menntastofhun, 10 næði, 12 hæð, 14 eira, 16 keyrum, 18 lögmál, 20 átt, 21 æviskeið, 22 hækkun. Lóðrétt: 1 veski, 2 megna, 3 ávöxtur, 4 reku, 5 stampur, 6 óánægja, 7 bogi, 11 óða, 13 nabbi, 15 skagi, 17 eiri, 19 umdæmisstafir. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 svarf, 6 gá, 8 losa, 9 los, 10 ósk, 11 gölt, 12 truntan, 15 tertur, 18 unna, 20 mát, 21 gnúps, 22 sa. Lóðrétt: 1 slóttug, 2 vos, 3 askur, 4 ragn, 5 flötum, 6 gola, 7 ást, 13 renn, 14 nýta, 16 tap, 17 rás, 19 nú. Gengið Almennt gengi LÍ 09. 07. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 75,190 75,570 74,320 Pund 116,790 117,390 117,600 Kan. dollar 51,100 51,410 50,740 Dönsk kr. 10,2960 10,3520 10,3860 Norsk kr 9,4460 9,4980 9,4890 Sænsk kr. 8,7870 8,8350 8,8190 Fi. mark 12,8802 12,9576 12,9856 Fra. franki 11,6749 11,7451 11,7704 Belg. franki 1,8984 1,9098 1,9139 Sviss. franki 47,6700 47,9300 48,2800 Holl. gyllini 34,7516 34,9604 35,0359 Þýskt mark 39,1560 39,3913 39,4763 [t. líra 0,039550 0,03979 0,039870 Aust. sch. 5,5655 5,5989 5,6110 Port escudo 0,3820 0,3843 0,3851 Spá. peseti 0,4603 0,4630 0,4640 Jap. yen 0,613500 0,61720 0,613200 Irskt pund 97,239 97,824 98,035 SDR 99,640000 100,24000 99,470000 ECU 76,5800 77,0400 77,2100 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.