Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1999, Blaðsíða 32
Þretaldur í. vimtmgvr lua'jiirúuy FRETTASKOTIÐ SÍMiNN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Atlantahjónin: Boðið til Breta drottningar Arngrími Jóhannssyni, stjórnar- formanni Atlanta, og konu hans, Þóru Guðmundsdóttir, hefur verið boðið í kaffiboð hjá Bretadrottningu í Buckinghamhöll næsta þriðjudag. Peter Evans, starfsmaður breska sendiráðsins hér á íslandi, var milligóngumaður í þessu máli og hafði samband við þau hjón og til- kynnti þeim um boðið. Ástæða boðsins er góð starfsemi Atlanta í Bretlandi sem telst vera til fyrir- myndar. Atlanta hefur upp á síðkastið verið að auka umsvif sín og fékk nú fyrir skömmu verðlaun fyrir að vera eitt af 500 framsækn- ustu fyrirtækjum Evrópu. Þá fengu þau hjón, Arngrimur og Þóra, einnig viðskiptaverðlaun DV, Stöðv- ar 2 og Viðskiptablaðsins sem Við- skiptamenn ársins 1998. -hvs Amgrímur og Þóra við afhendingu verðlaunanna Viðskiptamenn ársins 1998. Erlent fiskverkafólk á Vestfjórðum: Fararsnið komið á fólk Forráðamenn fyrirtækja Rauða hersins afsöluðu sér í gær greiðslu- stöðvun fyrirtækjanna sem átti að standa til þriðjudags. Karítas Páls- dóttir, fulltrúi á skrifstofu Alþýðu- sambands Vestfjarða, sagði í morgun að þessi ákvörðun hefði á vissan hátt aflétt því óvissuástandi sem starfs- fólkið hefur búið við. Meðan á greiðslustöðvun stendur á allt að vera óbreytt og þvi hafa starfsmenn verið áfram bundnir ráðningarsamningum og ekki getað auðveldlega ráðið sig í vinnu annars staðar, þótt launalausir hefðu verið um lengri tíma. Karítas kvaðst eiga von á að fyrir- tækin yrðu lýst gjaldþrota nú um helgina. Þar með losnuðu ráðningar- bönd starfsfólksins. Hún kvaðst einnig vænta þess að félagsmálaráðu- neytið færi strax í það að útvega er- lenda verkafólkinu ný atvinnuleyfi þegar fyrirséð verður að fyrirtækin hefji ekki starfsemi á ný. Talsvert hef- ur verið leitað eftir því að fá hið er- lenda starfsfólk, sem flest er pólskt að þjóðerni, í vinnu. Langftestir útlend- inganna eru enn á Þingeyri og Bíldu- dal en farnir að hugsa sér til hreyf- ings. -SÁ Vitnið Guðmundur Ingi Þóroddsson var sá sem sagði til Kio Briggs í einu stærsta fíkniefnamáli sem ís- lenskir dómstólar hafa fengið til meðferðar. Ferill hans er æði skrautlegur og hreint ekki ljósþol- inn. Hvernig veljum við okkur ból- félaga? Nýjar rannsóknir benda til þess að við þefum hann uppi, rétt eins og dýr merkurinnar. Tuttugu og sjö konur opna um helgina myndlistarsýningu sem fjallar um landið. Þorgeir Þorgeirson rithöf- undur segir frá draumum slnum og Ralf Schumacher er í brenni- depli í Formúlu 1. f GAT LÖGGAN ^N \EKK1 GRILLAP pk?J Ránið í Grillvídeói: Tveir menn dæmdir í gæsluvarðhald Búið er að handtaka fjóra menn og eina stúlku í sambandi við rán í Grill- vídeói. Þrír voru handteknir nóttina og morguninn eftir en ránið var framið í fyrrakvöld. Um kvöldmatar- leytið í gær var fjórði maðurinn hand- tekinn og streittist hann á móti hand- töku. Þegar lögregla kom á staðinn til að færa hann til yflrheyrslu skallaði hann einn lögregluþjón með þeim af- leiðingum að vör sprakk og tönn losn- aði. Var lögreglumaðurinn fluttur á slysadeild. Þurfti að kalla til liðsauka og komu sex lögregluþjónar til þess að handtaka hann. í Héraðsdómi Reykjavíkur voru tveir af mönnunum dæmdir í gæslu- varðhald í sex daga meðan rannsókn fer fram. Eru þessir sömu menn grun- aðir um rán í söluturni við Óðinsgötu í síðasta mánuði. Að sögn lögreglu eru mennirnir góðkunningjar lögregl- unnar og tengjast afbrotin fíkniefn- um. -EIS FOSTUDAGUR 9. JULI 1999 Nýr og glæsilegur baðstaður við Bláa lónið verður opnaöur í dag. Haldin verður formleg opnunarhátíð kl. 14. Hér vinna tveir starfsmenn Bláa lónsins hörðum höndum við að koma verkinu af. DV-mynd ÞÖK Tilboð Vesturbyggðar: Ekki girnilegt - segir skólastjóri Bíldudalsskóla „Tilboð bæjarstjórnar er ekkert girnilegt, alla vega ekki frá minni hálfu," sagði Nanna Sjöfn Péturs- dóttir, skólastjóri grunnskólans á Bíldudal. Bæjarstjórn Vestur- byggðar boðaði skólastjóra grunn- skólanna á Birkimel, í Örlygshöfn og á Bíldudal til fundar í gær- kvöld. Þar var þeim gert tilboð í kjölfar þeirra breytinga á skóla- haldi sem bæjarstjórnin hyggst standa fyrir með því að ráða einn skólastjóra yfir þessa þrjá skóla, auk grunnskólans á Patreksfirði. Tilboðið gerði ráð fyrir að skóla- stjórarnir yrðu aðstoðarskóla- stjórar og lækkuðu í launum. Skólarnir verði svonefndar „kennslustöðvar". Skólastjórarnir hafa falið Kennarasambandi Is- lands að fara með sín mál. -JSS Veðrið á morgun: Léttskýjað austan til Búist er við suðvestanátt, 8-13 m/s víðast hvar en sums staðar 13-18 m/s norðvestan til. Skúrir verða um landið vestanvert en léttskýjað austan til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands síð- degis. Veðrið í dag er á bls. 29. Pantið i tima 21 dapiíÞjóðhátíð FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.