Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 Ífpéttjr________________________________________________ Landbúnaðarráðherra um hrossatolla í EBS-löndum Látum reyna á ein- hliða niðurfellingu - tillögur um eftirgjöf tolla metnar þegar þar að kemur „í alþjóðasamningum um búvör- ur er eðlilegast að vera ekki að bora göt hér og þar, heldur að halda sig við það sem þjóðimar gera,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra, aðspurður hvort til greina kæmi að fella niður tolla á innflutt- um landbúnaðarafurðum í skiptum fyrir niðurfellingu tolla á íslenska hestinum. Landbúnaðarráðherra hefur sent utanrikisráðherra bréf þar sem hann óskar eftir samstarfi um að hefja viðræður við ríkisstjómir EBS-landanna um breytingar á toll- um á útfluttum hrossum. Kaupend- ur í Þýskalandi greiða 25 prósenta toll og virðisaukaskatt af kaupverði hrossa. Þýski tollurinn hefur hert verulega eftirlit með undanskotum 1 þessum efnum. íslensk stjórnvöld voru á sínum tíma í viðræðum við norsk stjórnvöld um niður- fellingu tolla á innflutningi íslenska hestsins. Þeir voru settir á fyrir u.þ.b. fjói'um árum undir heitinu „slátur- skattur" og eru 50.000 krón- ur á hvert hross. Norðmenn voru tilbúnir að semja um að flytja inn 200 hross á ári án tolla ef íslendingar heimiluðu þeim tollfrjálsan innflutning á tilteknu magni af kartöfluflögum og smurostum. Ut- anríkisráðuneyti landanna hafa verið í samskiptum um á hvaða al- þjóðlegum samningsákvæðum þetta byggði. Það er orðið ljóst nú. Boltinn er þvi hjá íslensku ríkis- stjórninni. Fyrir liggur að taka ákvörðun um hvort semja eigi við Norðmenn á ofan- greindum nótum. „Ég varð var við í sam- bandi við tillögur Norð- manna að kartöflubændur og mjólkurbændur, sem áttu að tapa markaði, voru ósáttir við þetta. Hér þyrfti að breyta tollalögum svo þetta yrði framkvæman- legt. Það yrði ekki fyrr en með haustinu, þó menn vildu gera það jákvætt. En mér flnnst gegna öðru máli um íslenska hestinn. Hann er elskað áhugamál og allt annars konar markaðsv£u-a. Þess vegna vil ég virkilega skoða samstarf um hvort hægt sé að taka þetta upp með einhverjum einstök- um hætti.“ - Áttu við að um einhliða niður- fellingu EBS-landanna yrði að ræða? „Við verðum að láta reyna á það. Skaðinn var sá að EES-samn- ingurinn átti ekki að fjalla um landbúnað. Skyndilega voru þó teknar inn landbúnaðargreinar, blóm og grænmetistegundir. Þar hefði átt að taka hestinn inn. Enn er eftir miklu að slægjast af okkar hálfu að taka þetta upp af fullum krafti. Fyrst þarf að vita hvort til greina kemur að setjast við samn- ingaborð um þessi mál. Síðan er það mál þess tíma hvaða tilboð koma upp á borðið. Hvort menn vilja gefa eitthvað annað eftir, það verða þeir að meta þegar þar að kemur.“ -JSS Guðni Ágústs- son landbúnað- arráðherra. Kvikmyndin Mars tekin hér á landi: Kostnaöur yfir 80 milljónum Snorri Þórisson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Pegasus, segir að vel gangi að útvega íbúðir fyrir erlent tökulið sem er væntanlegt til íslands undir lok ágúst þegar kvikmyndin Mars verður tek- in hér á landi. „Hluti af fólk- inu sem kemur verður á hót- elum. Ég þori ekki að segja til um hvort okkur hefur tekist að útvega íbúðir fyrir allt starfsliðið en það er vel á veg komið,“ segir Snorri. Fjöldi frægra leikara mun leika í myndinni, þ. á m. Val Kiimer sem hefur m.a. leikið Leðurblöku- manninn. Hann segir ekki ljóst hvort kvikmyndin komi tO með að hljóta endurgreiðslu vegna kostnaðar við töku myndarinnar hér á landi en skv. lögum er heimilt að endurgreiða 6-12 prósent af kostnaði ef hann verður meiri en 80 milljónir. „Við vitum ekki enn þá hversu mikill kostnaðurinn verður en ég geri svona frekar ráð fyrir því að hann nái 80 milljónum," segir Snorri. Tökumar munu fara fram á Heklusvæðinu, vestan Veiðivatna, og í Land- mannalaugum. Tökur hefiast að öllum líkindum í byijun september. Snorri segist ekki gera ráð fyrir að Val Kilmer hljóti sérstaka öryggisgæslu meðan hann dvelur hér á landi. „En hann þarf ákveðin þægindi og það verður orðið við þeim kröfum." -hb Val Kilmer. Hitaveita Suöurnesja kaupir Keili DV, Suðurnesjum: Hitaveita Suðurnesja hefur fest kaup á landi úr jörðinni Þórustöðum á Vatnsleysuströnd. Landið, sem hér um ræðir, er tæplega 1400 hektarar að stærð og nær frá gamla þjóðveginum og upp að Keili, að honum meðtöldum. Hitaveita Reykjavíkur hafði gert tilboð í jörðina upp á 35 miUjónir króna en Hitaveita Suðumesja keypti síðan af þeim aðila sem átti forkaupsrétt að jörðinni. Að sögn Júlíusar Jónssonar for- stjóra hefur hitaveitan óskað eftir rannsóknarleyfi til iðnaðamáðuneytis- ins til að kanna jarðhita á svæðinu, hversu auðvelt sé að bora þarna eftir heitu vatni og um mat á því hversu fýsilegt sé að virkja á svæðinu. -A.G. DV-mynd Guðm. Sig. Magga Stína í garðvinnu og stjórnar krökkunum. Færum skít úr ein- um stað á annan - segir Magga Stína tónlistarmaður Blæðingar í sumarsól Ökumenn sem voru á ferð í Borg- arfirðinum um síðustu helgi urðu varir við mikla olíu á þjóðvegunum sem gerði það að verkum að þeir vom ílughálir. Þama var um að ræða nýlagða klæðingu. Þegar hiti er mik- ill, líkt og um síðustu helgi, þenst klæðingin út með þeim afleiðingum að olían í henni berst upp á yflrborð- ið. Þetta kallast blæðingar. Að sögn Vegagerðar Borgamess er þetta vel þekkt vandamál með nýlagða klæð- ingu i miklum sumarhita. Er al- mennt reynt að bera aftur ofan í klæðinguna þegar þetta gerist. Því miður vom hópar ffá Vegagerðinni önnum kafnir við lagningu annars staðar þann daginn þannig að ekki var unnt að bera ofan í. Ökumenn em beðnir um að vara sig á þessu og hafa augun hjá sér. -hvs „Ég hef svo gaman af útiveru. Það er yndislegt að vera hérna með krökkunum og taka á. Við erum að gera hér göngustíga og bera grjót. Eiginlega erum við að færa skít úr einum stað á annan og hræra í hon- um,“ segir Magga Stína, söngkona og tónlistarmaður, en hún er nú i sumar leiðbeinandi við Vinnuskól- ann í Reykjavík. Magga Stina var að störfum í Vinnuskólanum í Vinaskógi þegar DV bar þar að. Það var í mörg hom að líta hjá henni við að segja æsku borgarinnar til við garðyrkjustörf- in. „Fyrst og fremst er ég að þessu vegna þess að súrmjólkin í ísskápn- um hjá mér var búin þannig að þetta snýst pínulítið um peninga. En þetta er alveg prímavinna sem ég hef hugsað mér að halda.“ Magga Stína gaf fyrir ekki all- löngu út plötu og hefur fylgt henni eftir með tónleikum bæði hér á landi og í ýmsum Evrópulöndum - fengið þar góðar viðtökur. „Já, já, platan hefur selst alveg ágætlega. Nú emm við polkahljóm- sveitin Hringir og Magga Stína að gefa úr nýjan disk sem á að verða kominn i búðir fyrir miðjan þennan mánuð og þá fara aftur að koma peningar fyrir súrmjólk," segir Magga Stína. -GS stuttar fréttir Braut jaf nréttislög Samkvæmt áliti kærunefndar jafnréttismála braut félagsmála- ráðherra jafnréttislög er hann réð Björn Sigur- björnsson í stöðu fram- kvæmdastjóra Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra í Reykjavík í fyrra. í hópi umsækjenda voru tvær konur og í báðum tilvikum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að þær hefðu verið álíka hæfar og sá sem var ráðinn. Því hafi ráðherra borið að ráða konuna í ljósi þess að kvenmenn eru í minnihluta í við- komandi starfsgrein. Vísir.is greindi frá. Gagnrýnir Norsk Hydro Norskur verkalýðsforingi, Neil Maclean, gagnrýnir áhuga Norsk Hydro á virkjun á íslandi þegar ekki liggur ljóst fyrir hvort raf- orkuverö hér verði hagstæðara en í Noregi. Talsmaður Norsk Hydro segir að ekki sé að vænta ákvarðana um byggingu nýrra ál- vera fyrr en markaðshorfur batni,- Vísir.is greindi frá. Tvö elstu skipin seld Gengið hefur verið frá sölu á tveimur elstu skipum Eimskipa- félagsins, Skógarfossi og Reykja- fossi, til Singapúr. Söluverð skipanna er samtals um 250 mifljónir króna. Gert er ráð fyr- ir að bókfærður hagnaður af söl- unni verði um 170 milljónir króna. Skipin verða afhent nýj- um eigendum í haust. Vísir.is greindi frá. Reglugerð undirrituð Ingibjörg Pálmadóttir undirrit- aði í gær reglugerð sem felur í sér að Trygg- ingastofnun ríkisins mun í framtiðinni skrá rétt manna til trygginga til viðbótar við þjóðskrá Hag- stofu íslands. Á reglugerðin að bæta réttarstöðu íslenskra náms- manna erlendis og skerða í engu þann rétt sem einstaklingar eiga nú. Vísir.is greindi frá. Auglýsing brýtur lög Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að auglýs- ingar á Naten-fæöubótarefninu j brjóti þá grein samkeppnislaga j sem kveður óheimilt að veita rangar, ófullnægjandi eða vill- j andi upplýsingar í auglýsingum. i I umræddri auglýsingu segir m.a.: „100% hreint, lifrænt nátt- úruefni og þú þarfnast engra ann- ! arra vítamína eða fæðubótar- s efna!“ og „Naten er nóg!“. Vísir.is j greindi frá. Leikskólakennara vantar 225 leikskólakennara og leið- beinendur vantar til starfa á leik- skólrnn Reykjavíkur og hefur hluta þeirra bama sem úthlutað 1 haföi verið leikskólaplássi verið vísað frá vegna manneklu. Astæðan er aukið framboð betur launaðra starfa á vinnumarkaði. RÚV greindi frá. Gerir ekki athugasemdir Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að með hliö- sjón af túlkun dómstóla á samrunaá- kvæði sam- keppnislaga séu ekki laga- * legar forsend- ur, á grund- vefli þess ákvæðis fyrir íhlutun samkeppn- | isyfirvalda í yfirtöku Baugs á j Vöruveltunni. -AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.