Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 10. JULI 1999 fréttir efni við grunnskólana í Reykjavík - hundruð gramma á viku. Uppi varð fótur og fit eins og gefur að skilja en eitthvað þótti maðurinn grunsamlegur. Lögregl- an fór í málið til að kanna hver þarna ætti í hlut. Og hver var rannsakaður, jú, enginn annar en Guðmundur Ingi Þóroddsson. „Þetta var hann og enginn annar,“ sagði lögreglumaður við DV. Þrír aðrir lögreglumenn fullyrtu að þama hefði Guðmundur Ingi tal- að. Hins vegar höfðu menn enga trú á að það sem hann sagði hefði verið rétt. Það síðasta sem sölu- menn dauðans geri sé að auglýsa sig gagnvart almenningi og yfir- völdum. Þetta er eitt af þessum óútskýr- anlegu málum þar sem Guðmund- ur er sagður leika sér með sann- leikann. Hann fór til útlanda nán- ast í kjölfar fréttarinnar á Stöð 2. Aftur þrætti hann Þegar Guðmundur Ingi hætti rekstri Tunglsins í lok árs 1996 fór hann fljótlega til Spánar. Hann er nú að vinna þar þriðja sumarið í röð. Þar eins og annars staðar er hann sagður snillingur í að tala fólk til og koma sér í skuldir. Ef eitthvað misheppnast heldur hann áfram með eitthvað annað. Árið 1997 rak hann Saga bar sem var lokað vegna skulda siðari hluta sumarsins og skorts á tilskildum leyfum. Á þessum tíma var farið að spyrjast að Guðmundur seldi ekki aðeins áfengi. Siðar þótti mönnum einnig einkennilegt þeg- ar hann var farinn að gefa bjórinn á bar sem hann rak. Árið 1998 var Guðmundur kom- inn í kast við lögin á íslandi í fíkniefnamálum. Hann sagði reyndar fyrir dómi i máli Kio Briggs í byrjun árs 1999 að ástæða þess að hann sagði til Bretans í lok ágúst ‘98 hefði verið að reyna að fá vægari meðferð lögreglu i eigin flkniefnamáli. Þetta þótti mjög ein- kennilegt þar sem því var þá þegar lokið með dómi. í febrúar síðastliðnum, á meðan réttarhöld í máli Kios stóðu yflr, sagði Guðmundur við DV, að hann hefði farið fremur illa út úr þess- um réttarhöldum út á við. Hann óskaði eftir að ákveðnar upplýs- ingar yrðu hafðar eftir honum í blaðinu. Viðtal var tekið við hann þar sem hann sagðist m.a. hafa „sett Bretann upp“ - eins og reyndar hafði komið fram fyrir dómi - og samið við lögreglu um að segði hann til Bretans fengi hann að vera 1 friði við eigin inn- flutning á jafnmiklu efni. Þegar blaðið kom út var réttar- höldunum frestað vegna nýrra upplýsinga. Blaðamaður DV var fenginn til að staðfesta viðtalið í skýrslutöku hjá flkniefnalögreglu. Þar var staðfest að Guðmundur óskaði eftir viðtali við DV og að það sem eftir honum var haft hefði verið lesið fyrir hann fyrir birt- ingu. Guðmundur var nú kallaður heim frá Spáni. Þá, eins og með annað, kannaðist hann ekki við það sem hann hafði sagt í blaðinu. Héraðsdómur ákvað síðan alfar- ið að strika yfir framburð þessa manns. Það þótti einfaldlega ekk- ert mark á honum takandi. Briggs var hins vegar dæmdur í 7 ára fangelsi. Til að rifja málið upp þá sendi Hæstiréttur 7 ára dóminn aftur heim í hérað þar sem nýr fjölskipaður héraðsdómur sýknaði Bretann í síðustu viku. Hæstirétt- ur dæmir svo endanlega í málinu siðar í sumar. í vinnu hjá þeim stóru Síðastliðið haust, þegar Kio var kominn í gæsluvarðhald kom Guð- mundur Ingi heim til íslands og var í haldi lögreglu í tæpan sólar- hring vegna málsins - sem grunað- ur maður. Honum var svo sleppt og hugsanlegu sakamáli gegn hon- um sem aðildarmanni Kios haldið opnu. Hann fór síðan að vinna hér heima í nafni stóru aðilanna frá Spáni sem hann hafði unnið fyrir sumarið ‘98 - þeirra sem eiga 5 þúsund gesta diskótekið Ku á Benidorm og víðar. Guðmundur fór mikinn og „sá um djammið" á Infemo, gömlu Ömmu Lú í Kringl- unni, allt i nafni Ku. Hann gerði fleira því nú hefur hann ver- ið kærður fyrir fjársvik gagn- vart mennta- skólanemend- um eftir við- skipti hans við þá í vetur. Hann lofaði MS-ing- um að Boy Ge- orge mætti á skólaball og hann ætlaði líka að setja upp dansleik fyrir MR. Guðmund- ur fékk greidd hundruð þús- unda króna fyr- ir þessar uppá- komur og fór beint til Spánar. Ekkert varð af böllunum. Þeg- ar gengið var á manninn um efndir samninga eða endur- greiðslu pening- anna komu ein- kennilegar skýringar eins og oft áður. Málið er hjá ákæruvaldi Lög- reglunnar í Reykjavík. Guðmundur Ingi á sér nú marga óvildarmenn. Hann hefur i sumar eins og á síðasta ári rekið rekið einn bar af mörgum á diskótekinu Ku, barinn Islandus, fyrir stóru vinnuveitend- urna á Benidorm. Það var einmitt á því diskóteki sem Kio Alexander Briggs starfaði við öryggisgæslu. Stuttu áður en fíkniefnalögreglan hér heima handtók Bretann (1. september) og fékk hann hnepptan í gæslu sem stóð yfir í 9 mánuði voru báðir þessir menn í missjálf- stæðri vinnu hjá sömu aðilum - hinum stóru eigendum Ku á Benidorm á Spáni. Dreginn keflavaltari BomagBWIO, 10,2 tonn, Vél nýupptekinn. Líturvelút og er í góðu lagi. Guðmundur Ingi með lögguhjálm á lögreglustöðinni í Grafarvogi á unglingsárum sínum. Hugur hans þótti hneigjast til einkennisbúninga og starfa lögreglunnar. magnara FLAGGSKIPIÐ FRA BENEFON Benefon ► Vegur aðeins 240 g Spica ► Rafhlaðan endist allt að 5 daga í bið Valmyndakerfi á íslensku Úrval aukabúnaðar Listaverð kr. 105.242,- MEÐAN BIRGÐIR ENDAST! Benefon Delta ► Vegur 550 g ► Rafhlaðan endist allt að 4 daga í bið eða 2,5 klst. í notkun Listaverð kr. 52.611,- Tilboðsverð kr. 29.980, MEÐAN BIRGÐIR ENDASTl Benefon Sigma ► Vegur2g8g ► Rafhlaðan endist allt að 5 daga í bið eða 2,5 klst. í notkun ► Valmyndakerfi á íslensku Listaverð kr. 78.926,- Tilboðsverð fer. 59.980,- MEÐAN BIRGÐIR ENDASTI Langdrægni og öryggi meö hágæöa Bemefort ÍMMT farsímum ■BENEF»N> ^ SÍMINN Ármúli 27 • Kringlan • Landssímahúsið v/ Austurvöll • Síminn Internet ísafjörður • Sauðárkrókur • Akureyri* Egilsstaðir • Selfoss • Reykjanesbær og á öllum afgreiðslustöðum íslandspósts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.