Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 28
28 Hb/nrff ástarlífsins T LAUGARDAGUR 10. JULI 1999 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 ivísindi ástarlífsins 37 Efnafræði ástarinnar: Við verðum ástfangin með nefinu - fyrr á öldum var notað tíðablóð, sviti, þvag og sæði til að vekja ást, eða losta, hjá þeim sem hugurinn girntist Lyktarfar og fingraför rá örófí alda hafa skáldin ort um ást- ina. Heimspekingar reyna að skilgreina hana, hún er upphaf- in i dægurlagatext- um og þúsundir kvikmynda fjalla um hina einu sönnu ást. Samt er hún ráðgáta. Hvaða segulmagn er það sem dregur okkur að einum einstak- lingi fremur en öðrum? Hvað ger- ist þegar eldingu slær niður í höf- uðið á okkur, rök og skynsemi hverfa eins og dögg fyrir sólu og við getum ekki hugsað um neitt annað. Einbeitingin hverfur og áfangastaðir skipta ekki máli. Ást- in fyllir áru okkar og við öndum henni hvar sem við forum. Við reynum að útskýra höggið með því að segja: „Hún hefur svo falleg augu“ eða ég „kiknaði í hnjánum þegar hann brosti.“ Við tilgreinum kosti eins og hlýju, um- hyggju eða frábært skopskyn eða segjum: „Við eigum svo margt sameiginlegt." En slíkar yfirlýsingar eru að- eins tilraun vitsmunanna til að útskýra það sem er óút- skýranlegt. Milljónir karla og kvenna hafa falleg augu og fallegt bros og öll þekkjum við marga einstaklinga sem við eigrnn ýmislegt sameiginlegt með. Það þýðir ekki að við föllum fyrir þeim öllum. Enda er það svo að einstaklingur sem skortir allnokkuð af þeim eiginleikum sem við leitum að getur oftar en ekki verið sá sem skellur á okkur eins og þruma úr heiðskíru lofti. í Afríku er það kallað mojo. Eitt augna- blikið líður manni vel og á sér einskis ills von en á því næsta bólgna ökklarnir og hann verður ástfanginn af ein- staklingi sem hann þolir ekki. Þetta líkist helst svipuhöggi. Fyrstu áhrifin geta verið óljós, vart greinanleg eða þau geta ver- ið eins ágeng og áköf og brimrót. Hins vegar er það svo að orðið sem lýsir ástandinu best er „efna- fræði", ákaflega órómantískt orð til að lýsa tilfinningu sem felur í sér svimandi ókyrrð hins forboðna stefnumóts, alsælu endorfinárásar og kynferðislegan óraunveruleika götudóps. Allt þetta án þess að gera neitt ólöglegt, eyða peningum eða ánetj- ast öðrum efnum en þeim sem lík- aminn framleiðir Chillipipar á liminn Stundum reynum við að fram- leiða þessi efnasambönd gagnvart einstaklingum sem ekki hafa áhuga á okkur, eða reynum að stofna til sambands við einstak- ling án þess að tiltekin efnasam- skipti séu fyrir hendi. Þeir eru kannski álitnir skynsamlegt val, afskaplega við hæfi, eða hafa ein- hverja aðra samfélagslega kosti. Við reynum að beita lostahvötum á þá. Lostahvatar eiga að gera okkur ómótstæðileg í augum hins aðil- ans. Ástarseiður, ástardrykkir og ástardropar falla í þennan flokk. Markmið þeirra er að vísu mis- munandi, eins og sést best i sög- um, óperum og kvikmyndum. Hinn elskaði á að verða stjórnlaus af ást til okkar. En þótt lostadrop- ar og ástardropar þjóni ólíkum markmiðum, annar veki losta, hinn ást, eiga mörkin það til að verða nokkuð óljós. Þótt ástardropar hafi verið heimfærðir upp á bæði kynin af miklum móð í gegnum tíðina hafa konur verið mun ötulli að beita þeim en karlar sem sagnfræðin segir okkur að kjósi fremur losta. Þeir eru sagði gera hvað sem er til að bæta úthaldið og gera kynfæri sín stærri og betri. Það er vitað um karlmenn sem hafa smurt chillipipar á liminn til að vekja hann og deyfandi smyrslum til að auka úthaldið. Það gerir hins veg- ar ekki annað en að svæfa hann eins kirfilega og rothögg. í dag reyna sumir menn að sprauta fitu inn í liminn. Fyrr á öldum notuðu konur hvaða galdraseið sem var í þeim tilgangi að krækja í karlinn sem þær vildu. í dag pína þær sig á pinnahælum og támjóum skóm og ganga í níðþröngum fotum. Ástar- droparnir eru ilmvötn, farðar, naglalakk, svört undirföt og skart- gripir. Þær glitra eins og flugur á veiðistöng og vonast til að líta út Lostahvatar Ástarseiður ástardrykkir ástardropar: ilmvötn, faröar, naglalakk, svört und- irföt og skartgripir Ástarmóiekúlið Phenyl-ethylamín (PEA) Ástaruppskriftin Hormótiar: dehydro-epiandro- sterónin PEA estrógen testósterón oxytocin ferómónar dópamín vasópressín eins heimsmeistarabikar. En hver þarf á ástar- og losta- dropum að halda þegar við höfum öll þau efni sem við þurfum á að halda inni í líkamanum. Efni eins og phenyl-ethylamin, ferómóna og dehydró-epiandró-steróna? Er ástin tímabundin Phenyl-ethylamin, skammstafað PEA, er það efni sem kailað er ást- armólekúlið og er náttúrulegt am- fetamín sem líkaminn framleiðir. Það er sagt að rómantisk ást dæli því um þau svæði heilans sem venjulega kviknar á við kynferðis- lega örvun og efli því enn frekar kynferðislega girnd og nautn. Það þarf ekki að koma á óvart að í blóði elskenda finnst mikið magn af PEA sem útskýrir hvað þeir eru svífandi. En PEA finnst víðar. Það er til dæmis mikið magn af phenyl-ethylamíni í súkkulaði, enda hefur súkkulaði frá fornu fari haft orð á sér fyrir að vera mjúkur, en fitandi, lostahvati. Nunnum var bannað að njóta þess vegna hins kynferðislega örvunarmáttar. Prestar máttu, hins vegar, borða það ómælt. Alþekktur er líka sá vani vonbiðla að færa draumadís- inni súkkulaðiöskju, ásamt blóm- vendi. Þegar talað er um ást við fyrstu sýn er PEA að verki. Maður lítur yfir hóp af fólki, í augu einhvers sem stendur hinum megin í her- berginu og verður að gjalti, eins og varpað hafi verið yfir mann álaga- ham. PEA flæðir um heilann, raunveruleikinn hverfur, maður fyllist alsælu og ekkert annað skiptir máli. Þetta er eins og geð- bilun og við spyrjum: Er ástin kannski tímabundin geðbilun? Og viti menn, mikið magn af PEA í blóði hefur verið tengt ástandi maníu og schizophreniu. Það veld- ur angist, svefntruflunum og ein- kennilegri hegðun. Á sama hátt veldur skortur á PEA þunglyndi og doða eins og sést oft hjá fólki sem er í ástarsorg. Þeir sem hafa óskaddað horm- ónakerfi fmna PEA flæða um heila og líkama og upplifa hið einstaka geðbilunarástand sem felst i þvi að verða ástfanginn. Við horfum á einstaklinginn sem er orðinn eig- andi að líkama okkar og sál og verðum einvern veginn að láta hann vita að við viljum hann. Við höfum kannski ekki verið kynnt fyrir honum, eða við vitum að það væri of gróft að ganga hreint til verks. Það er athyglisvert að það gerir fólk ekki þegar það verður ástfangið, stútfull af PEA. En hvað er til ráða? Jú, líkaminn sér fyrir því. Hcum framleiðir ferómóna. Heillað með tíðablóði og sæði Ferómónar er efni sem eitt dýr framleiðir til að kalla fram ákveð- in viðbrögð í gegnum þefskynið hjá öðru dýri, venjulega af sömu tegund. Ferómónarnir eru einstakir að því leyti að mólekúl sem einhver annar framleiðir hefur ekki bara Við getum engu stjórnað, vegna þess að kerfið sem mótar lyktarskynið og svæð- ið þar sem við skráum vissar öflugar tilfinning- ar eru svo nærri hvort blóð, hár og neglur voru notuð til að vekja stjórnlausa þrá hjá þeim sem ástinni var beint að, þótt ekki sé alltaf ljóst af bókum hvort ganga átti með þessa líkamsvessa og -parta á sér, borða þá, dást að þeim, eða hvort þeim var smyglað á laun í mat eða drykk fórnar- lambs ástríðunnar. í þjóðsögum frá Evrópu má finna sögur af körlum sem laum- uðu sæði, hrærðu saman við syk- ur, í drykki kvenna til að örva þær. Einnig kveiktu þeir i undir- fatnaði með tíðablóði í og sprændu yfir öskuna. Á sama hátt gat kona þurrkað lim karl- manns með pilsi sínu, safnað í það öllu þvi sæði sem hún náði og graf- , ið það Af rannsóknum að dæma virð- ast ferómónar okkar vera jafn ein- staklingsbundnir og fingraför. f Hollandi er þegar farið að skrá lyktarfar, eða ferómóna, afbrota- manna og hefur það sama vægi og fingrafor í glæparannsóknum. Hver og einn hefur sitt sérstaka lyktarfar, efni sem hann sendir frá sér til að lokka þann einstakling sem PEA flæðið stefnir á. Ferómónarnir verka á taugakerfið í gegnum örlitlar holur sem eru í löðumst. og hverjir laðast að okk- ur. í stað þess að segja að mótaðil- inn hafi falleg augu, heillandi bros eða gott skopskyn getum við ein- faldlega sagt: „Hann hefur ómót- stæðilega ferómóna." En hvað getum við gert, gleypt eða sniffað til að efla ferómónana i líkamanum til að senda á granda- laus fórnarlömb ástríðna okkar? Ferómónar finnast aðeins í vess- um okkar; svita, þvagi, blóði og líkast til í munnvatni. Ekki getum við skellt handarkrikanum undir nefið á þeim, sprænt á þá, atað blóði á þá eða hrækt á þá og ekki eru ferómónar seldir í apó- tekum. Hvað er til ráða Lyktarsvædi Þegar við þurfum Fleygbeinshola Lyktartaugar Tunga Barkakýli áhrif á okk- ur, heldur geta þau stjórnað því hvernig við hegðum okkur og án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Þeir eru afurð dehýdró-epiandró- steróna, eða DHEA, sem er móðir allra hormóna. Forfeður okkar leituðu ýmissa furðulegra ráða til að ná stjórn á ferómónum, notuðu jafnvel fremur ógeðfelldar aðferðir til að heilla þann sem hugurinn gimtist. Lík- amsvessar eins og þvag, sviti, tíða- öðru að örvun í nef- ínu á beinan aðgang að þeirri miðstöð í heilan- um sem stjórnar hegðun, tilfinning- um og vali á elsk- hugum. hvorri nös. En við nemum ekki ferómóna fólks eins og við nemum lykt af nýbökuðu brauði, heldur er þetta ómeðvituð lykt sem við skrá- um á viss svæði í heilanum og bregðumst síðan líkamlega eða til- finningalega við þeim. Við getum engu sfjórnað, vegna þess að kerf- ið sem mótar lyktarskynið og svæðið þar sem við skráum vissar öflugar tilfinningar eru svo nærri hvort öðru að örvun í neflnu á beinan aðgang að þeirri miðstöð í heilanum sem stjórnar hegðun, til- finningum og vali á elskhugum. Það eru því ekki augu, bros og skopskyn sem laða okkur að öðr- um einstaklingi, heldur ferómón- ar. Þeir stjóma því að hverjum við jörðu, undir þröskuldin- um hjá sér. Að vísu var þetta erfitt í framkvæmd nema hún hefði áður verið formlega kynnt fyrir manninum. Engu að síður til- heyrði holdris hans henni, og henni einni, frá þeirri stundu. ferómóna i stórum skömmt- um? í Banda- ríkjunum, hafa vísinda- menn þegar tekið að safna svita af stórstjörnum. Þeir efnagreina svitann til að reyna að átta sig á því hvaða efni það er sem þetta fólk hefur; hvaða efni hafi slíkt aðdráttarafl. Á sama hátt get- um við líklega lát- ið efnagreina svita okkar, mæla ferómónana og látið búa til okkar eigin ilm, sem við beram á okkur þeg- ar við ætlum að láta ákveðinn einstak- ling þefa okkur uppi. Kynorkan Þá er eins gott að hafa sitt DHEA-kerfi í lagi. DHEA, eða dehydro-ep- iandro-sterónin, er móðir allra hormóna. Auk þess að vera öflug- asti hormóninn í líkamanum og hafa hæfileika til að geta af sér aðra hormóna, framleiðir DHEA ferómónana sem við sendum frá okkur í gegnum húðina og stjórn- ar því hvaða ferómónum heilinn í okkur tekur við í gegnum nefið. DHEA er því jafnvel það afl sem tekur endanlega ákvörðun um makaval okkar. DHEA er sjálf kynorkan; getur breytt sér í hvaða kynhormön sem er, PEA, ferómóna, estrógen hjá konum og testósterón hjá körlum. Þótt svipað magn af DHEA finn- ist hjá konum og körlum hefur þetta efni mjög ólík áhrif á kynin. Þetta kemur gleggst í ljós hjá kon- um eftir breytingaaldurinn, því þótt estrógenmagn líkamans dvíni sér DHEA til þess að þær missi ekki áhugann á kynlífí. Ástæðan er sú að þetta kynhorm- ón framleiða nýrna- hetturnar, ekki móðurlífið. DHEA hefur líka afgerandi áhrif á efna- skiptaferlið í líkama kvenna. Það hjálpar þeim að halda sér grönnum og hækkar brennslu- hæfni líkamans svo þær grennast án þess að fara í megrun. Því veik- ari sem DHEA er í líkama okkar þeim mun liklegra er að við séum of þung. DHEA viðheldur kynhvötinni hjá konum en hefur ekki sömu áhrif á karla. Þótt þeir hafi nóg af DHEA eru áhrifin töluvert minni en hjá konum af einfaldri ástæðu: Þeir eru svo stútfullir af testó- sterónum. Marilyn Monroe- og Marlon Brando-hormónin Auk þeirra hormóna sem talin hafa verið eru aðeins örfá hormón sem við þurfum á að halda til að finna hina einu sönnu ást og halda henni: Snertihormónið Oxytocin sem margfaldast þegar sá sem við bein- um fermómónum okkar að heldur í hönd okkar. Estrogen hjá konum, sem er Marilyn Monroe-hormónið í þeim á sama hátt og testósterón- ið er Marlon Brcmdo-hormónið í körlum. Siðan þurfum við dópamín, taugaboðefni sem gerir okkur sólgin í hvers konar nautn- ir og að lokum þurfum við vaso- pressin sem kallað hefur verið ein- kvænis-mólekúlið vegna þess að það heldur kynhormónum í skefj- um og gerir okkur skynsöm, jafh- vel dálítið flöt, þannig að við höld- um okkur við hina einu sönnu ást. Að þessu sögðu er ljóst að lítill vandi ætti að vera að framleiða ástardropa og selja i apótekum. Það eina sem til þarf er: PEA, ferómónar, DHEA, oxytocin, estrógen eða testósterón, dópamín og vasópressin. Þá eram við komin með hina fúllkomnu uppskrift að ástarbáli sem kvikn- ar, heltekur grandalaust fóraar- lambið sem stenst okkur auðvitað ekki og ákveður við fyrstu snert- ingu að vera trygglynt alla ævi. Unnið upp úr bókinni The Alchemy of Love and Lust Fyrr á öldum not- uðu konur hvaða galdraseið sem var í þeim tilgangi að krækja í karlinn sem þær vildu. í dag pína þær sig á pinnahælum og tá- mjóum skóm og ganga í níðþröng- um fötum. - tólf leiðir til aö hitta nýtt fólk Ertu að verða leið/ur á því að hjakka alltaf í sama gamla farinu, vera ein/n, hanga alltaf á sömu börunum þar sem þú þekkir alla? Langar þig til að brjóta upp munstrið, sjá ný andlit, verða ástfangin/n en veist ekkert hvar þú átt að leita? Ef þér dettur ekkert í hug eru hér tólf hugmyndir sem geta orðið fyrsta skrefið að góðu ástarsambandi. 1. Haltu boð fyrir einhleypa vini þína og biddu hvern og einn að koma með 2-3 vini, sem þú þekkir ekki, með sér. 2. Taktu námskeið hjá Símennt- unarstofnun Háskólans. Þar hittirðu fólk sem hefur áhuga á að bæta við þekkingu sína og er því áhugavert. 3. Starfaðu með áhugaleikfé- lagi, jafnvel þótt þú hafir ekki áhuga á að stíga á svið. Það er alttaf þörf fyrir fólk sem getur smíðað, saumað, séð um bókhald, útgáfumál og alls kyns snúninga. 4. Farðu út með hundinn þinn og láttu hann vera með enn- isband frá einhverju íþrótta- félagi. Það er aldrei að vita nema þú mætir áhanganda þess félags sem óhjákvæmi- lega gefur sig á tal við þig. 5. Farðu í dansnámskeið, til dæmis hjá „Komið og dans- ið“ þar sem töluvert af ein- hleypu fólki mætir til þess að læra að bjarga sér á dans- gólfinu. 6. Farðu á opnanir á myndlist- arsýningum og ef þú sérð einhvern sem þér líst vel á skaltu gefa þig á tal við hann og spyrja hann út í áhuga hans á myndlist. 7. Gefðu þér góðan tíma í stórri bókabúð, lestu baksíðuna á bókum sem vekja áhuga þinn og líttu í kringum þig. Ef þú sérð mann/konu sem þér líst vel á geturðu valið eina bók af handahófi og spurt hvort hann/hún þekki höfundinn, ef ekki geturðu sagst vera að leita að ein- hverjum nýjum, spennandi höfundi, hvort hann/hún geti mælt með einhverjum. 8. ^ v ;■ ' Farðu í öll brúðkaup sem þér er boðið í. Þeim fylgir oft rómantískt andrúmsloft og flestir eru orðnir mjúkir innan um sig þegar dansinn hefst. 9. Farðu á fótboltaleiki, einkurn ef þú ert kona, og vertu í stúkunni. Þú færð hvergi eins gott yfirlít yfir karlamarkaðinn - í sinni varnarlausustu mynd. Síðan skaltu komast að því hvar áhangendurnir skemmta sér eftir leiki. 10. Stundaðu likamsræktar- stöðvar sem eru fyrir bæði kynin. 11. Segðu öllum sem þú þekkir að þú sért tilbúin/n að lenda í ástarævintýri, jafnvel þótt það gæti endað með hjóna- bandi og biddu þá að kynna þig fyrir einhverjum einhleyp- um sem þeir þekkja. 12. Taktu þátt í stjórnmálastarfi. Þar er alltaf eitthvað á seyði, mikið af fólki að koma og fara og það sem meira er, spenna í loftinu. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.