Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 39 Eyrarsundsbrú: Danir fyllri en Svíar Eyrarsundsbrú milli Danmerkur og Svíþjóðar verður að öllum lík- indum opnuð fyrir almenna bíla- umferð ekki seinna en 1. júlí næskomandi. Mörk landanna tveggja eru við brúarhluta númer sjö frá Peberholm í Danmörku og það ættu bílstjórar að hafa í huga þar eð prómillmörk eru 0,5 í Dan- mörku en aðeins 0,2 hjá Svíum. Dönskum bílstjórum leyfist því að keyra kenndari en sænskum. Danir hafa bent á það að þetta geti skap- að vandræði, sérstaklega í ljósi þess að enginn hvíldarstaður er á brúnni fyrir Danina til þess að ná sér niður áður en þeir keyra inn í ný lög og nýjar reglur. -þor Sólarlandaferðir: Brúnka er bruni Sólarlandaferðir njóta mikilla vinsælda hjá Islendingum sem öðr- um en menn gleyma því oft þar sem þeir sleikja sólina að hún er hættu- leg og raunar hættulegri en menn grunar. Húðin,sem er stærsta líffæri líkamans, er mjög viðkvæm. Að sögn dr. Seans Whittakers læknis í London er það misskilningur að sól- brúnka nái að myndast á nokkrum dögum eins og í sólarlandaferðum. Það tekur húðina margar vikur að venjast aukinni sól og að verða brún og það sem margh telja brúnku er oft i raun ekki annað en bruni, á misháu stigi. Það er í raun ómögu- legt að ná alvöru brúnku á nokkrum dögum. -þor í rúmi Oscar Wilde Að lokinni afplánun í Englandi kom Oscar Wilde til Parísar árið 1898 og bjó þar allt til dauðadags á Hotel d’Alsace, sem nú ber nafnið L'Hotel. Herbergi skálds- ins hefur verið haldið alveg eins og Wilde skildi við það. Þannig má til dæmis sjá inniskó meistar- ans bíða eftir honum við skrif- borðið og miðar sem skáldið skrifaði á eru rammaðh inn og hanga á veggjum. Gestum býðst meha að segja að gista í rúminu sem hann lést í og það er ef til vill eitthvað sem skáld ættu að hafa í huga. Það er aldrei að vita nema andi Wildes komi yfir menn.-þor r Kaupmannahöfn: Arleg jassveisla Þessa dagana stendur yfir árleg jasshátíð í Kaupmannahöfn og er hún að þessu sinni tíu daga löng. Talið er að alls komi um eitt hund- rað þúsund manns til þess að hlýða á ja á meðan að há- tíðinni stendur og reiknað er með því að um tíu þúsund erlendh ferðamenn komi til Kaup- mannahafnar í þeim tilgangi ein- um að dilla sér við jassinn. Tónleik- amir njóta stöðugra vinsælda og þeir eru í ár 530 talsins á 60 stöð- um.Hátíðin er tvímælalaust eitt- hvað sem íslenskh ferðalangar ættu að hafa í huga enda koma þar fram margir af þekktari mönnum í jass- bransanum. -þor Fyrr á áfangastað en áður: Hraðlestir það sem koma skal Lestir munu innan skamms ráða ferðinni innan Evrópu, miðað við þá þróun sem nú á sér stað. Hraðlestir, sem ná allt að 300 kílómetra hraða, hafa stytt ferðatíma um að minnsta kosti helming milli stórborga en það gerir lestarferðalög oft á tíðum hrað- vhkari ferðakost, fyrir þá sem ferðast á milli bprga, en flug. Flug er oft þrúgandi kostur. Ferða- langar þurfa að fara á flugvöllinn þar sem þeir þurfa að skrá sig klukku- stund fyrh brottfór með tilheyrandi bið sem er síður en svo ferðamannin- um til þæginda. Það kemur því ekki á óvart að hrað- lestir hafa 80-90% markaðshlut í ferð- um þar sem ferðatími er innan við tvær klukkustundir en á milli 50-60% þegar ferðin tekur tvo til þrjá klukku- tíma. Eurostar, sem býður upp á hrað- lestaferðir milli London og Brussel og London og París, hefur notið mikillar velgengni síðan fyrirtækið fór að bjóða upp á ferðirnar í nóvember 1994. London-París leiðin tekur þrjár klukkustundh en London-Brussel að- Lestirnar koma farþegum sínum hratt og örugglega á áfangastað. eins tvo klukkutíma og íjörutíu mínútur. Verðið er miðað við það að geta keppt við tlugfar- gjöldin. Fleiri fýrirtæki í Evr- ópu bjóða upp á ferðamöguleika líkum þessum og það er ljóst að þetta er það sem koma skal. Að sögn Rudolfs Richters, framkvæmdastjóra Deutsche Bahn í London, eru hraðlesthn- ar til að mynda góður valkostur fyrir viðskipta- og kaupsýslu- menn. Til þess að ná þessum mönnum úr Mercedes- og BMW-bílunum þarf að bjóða tvennt, þægindi og hraða. Og hraðinn eykst stöðugt, þannig tók ferð á milli Hannover og Frankfurt fjóra tíma i lest en tekur nú aðeins tvo og hálfan. Unnið er að mörgum spenn- andi leiðum um þessar mundir, þar á meðal er spennandi áætl- un i bígerð um hraðleið mihi Berlínar og Varsjár og frá Berlín gegn- um Prag til Vínar. Hægt er að notfæra sér tæknina við pantanh, það er til dæmis hægt að panta hjá Rail Europe í gegnum Euro- net-pöntunarkerfið hjá 700 ferðaskrif- stofum um allan heim eða á www.rai- leurope.com. Þó þarf að hafa í huga að passamir sem seldir eru í lestirnar eru oft ætlaðir fyrir gesti en ekki íbúa í viðkomandi löndum. -þor GrundarQörður: Á gúðri stund Dagana 23.—25.júli verður hátíð í Grundarfírði sem ber nafnið Á góðri stund. Að sögn Karls Jóhanns Jó- hannssonar, framkvæmdastjóra há- tíðahaldanna, stefriir í metþátttöku í ár og hafa menn gengið svo langt að lofa góðu veðri þar sem það klikkar aldrei þessa helgi, að áliti heima- manna. Margt spennandi gerist þessa helgi, tii dæmis verður kraftakeppni í umsjón Hjalta Úrsusar og Andrésar Guðmundssonar og á laugardaginn hefst opna Brimborgarmótið, auk þess sem Skotveiðifélagið sýnh skotfimi sinna manna. Torg hins himneska friðar: Flugdreka-og Svalan getur mest tekið sextán farþega en enginn lágmarksfjöldi er í siglingarnar. Ferðaþjónustan Lónkot við Málmeyjarsund: Sjóstangaveiði og myndlist fyrir ferðamenn tyggjúbann í Lónkoti í Skagafirði er rekin ferða- þjónusta þar sem kennh ýmissa grasa. Þar er að finna flest það sem ferða- menn leita að í bland við flölbreytta menningarviðburði. Helsta nýjungin í sumar eru siglingar á Skagafirði og er farið há Lónkotshöfh í þriggja stunda ferðh. Að sögn Ólafs Jónssonar staðar- haldara var Lónkotshöfn úhóðrarstað- ur til foma og þar var stunduð grá- sleppuútgerð allt þar til stefnan var tekin á ferðaþjónustu. Siglt er með Svölunni sem tekur sextán farþega í ferð og geta sex stundað sjóstangaveiði i einu. Náttúrufegurð er mikil á þess- um slóðum og ef menn era heppnh rekast þeh stundum á hvali úti á firð- inum. Frá Lónkotshöfn eru 5 km í Málmey og 15 km í Drangey. Boðið er upp á landtöku í eyjunum ef farþegar óska. í Lónkoti er rekin hefðbundin ferða- þjónusta þar sem m.a. er sveitagisting í uppgerðum frárhúsum auk þess sem tjaldstæði eru á staðnum. Veitingahús- ið Sölvabar er skammt undan, kennt við flakkarann Sölva Helgason, og þar geta menn notið fjölbreytha veitinga. Við hliðina er svo gallerí, einnig kennt við Sölva, og þar eru haldnar mál- verkasýningar allt sumarið. En það er meha um menningu í Lónkoti því þar stendur stærsta tjald landsins þar sem sérstök dagskrá er á hverjum laugar- degi. í dag verður til að mynda efnt til listahátíðar í tjaldinu og um næstu helgi verður þar haldinn markaðsdag- m- í sveitastíl. Þá eru höggmyndh Páls Guðmundssonar frá Húsafelli til sýnis í tjaldinu í allt sumar. í Lónkoti og nágrenni er margt að skoða og þeh sem vilja frekari afþrey- ingu geta brugðið sér í golf á níu holu velli í grenndinni, rennt fyrh sUung eða brugðið sér í skoðunarferð um svæðið. Efth átta mánaða vinnu hefur Torg hins himneska friðar í Peking verið opnað aftur, glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Torgið, þar sem hin sögufrægu mótmæli áttu sér stað 1989, hefur verið lokað frá því í októ- ber. Markmið með lokuninni var að endurbæta torgið í tilefni af fimmtíu ára afmæli kommúnísks Kína 1. októ- ber. Nýjar reglur gera ráð fyrh því að menn þurfi leyfi til þess að fljúga flug- drekum sinum á torginu. Þeir sem reynt hafa að komast yfir slik leyfi hafa þó ekki fengið þau þar sem skrif- stofan sem afgreiðir leyfin er lokuð, sem þýðh að flugdrekar eru bannaðh sem stendur. Reglurnar eru sagðar beinast gegn sölumönnum sem seldu ferðamönnum og því hefur verið hald- ið fram að reglurnar nái ekki til er- lendra ferðamanna. Þá hafa nýjar reglur einnig bannað fólki að spýta tyggigúmmíi á torgið. -þor BíltækS sem hafa krafthm KDC-4070R bflgeislaspilari með útvarpi. FM/MB/LB. 24 stöðva minni með sjálfvirkri stööva innsetningu og háþróaðri RDS móttöku. 4x40W 4 rása magnari. RCA útgangur fyrir kraftmagnara. Fullkomnar tónstillingar. Laus framhlið. Tilboðsverö kr. 25.950,- KENWOODHI ceðiti heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840 Bíftæki • Magnarar • Hátalarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.