Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 % Til hamingju með afmælið lO.júlí 95 ára________________ Ásta Jónasdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 90 ára Helga Thorberg, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Margrét Árnadóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. 85 ára Gisli J. Halldórsson, Faxabraut 13, Keflavík. 80 ára Ástríður I. Jónsdóttir, fyrrv. bóndi á Kaðalsstöðum í Stafholtstungum, nú til heimilis að Dalbraut 20, Reykjavík. Hún mun taka á móti gestum á Dalbraut 18-20 milli kl. 15.00 og 18.00 á afmælisdaginn. Anna Ólöf Elíasdóttir, Ljósheimum 12 A, Reykjavík. 75 ára Anna Kristjánsdóttir, Silfurgötu 21, Stykkishólmi. Bergþóra Bjamadóttir, Skólagarði 2, Húsavík. Magnús Guðmundsson, Búðavegi 52, Fáskrúðsfirði. 60 ára Guðrún Ágústsdóttir, Stóra-Vatnshomi, Búðardal. Ingibjörg Halldórsdóttir, Freyjugötu 1, Sauðárkróki. Þorkell Steinar Ellertsson, Ármóti, Rangárvallahreppi. Þorkell Traustason, Arnartanga 2, Mosfellsbæ. 50 ára Gerður Matthíasdóttir, Lambhaga 22, Selfossi. Guðmundur Haukur Jónsson, Hagaseli 15, Reykjavík. Hrafnkell Karlsson, Hrauni 1 B, Selfossi. Kristín Helga Zalewski, Vatnsenda, Borgarbyggð. Pétur S. Sigurðsson, Stórholti 3, Akureyri. Steinunn Bergsteinsdóttir, Vogaseli 7, Reykjavík. 40 ára Ari Þórölfur Jóhannesson, Flétturima 16, Reykjavík. Atli Hafsteinsson, Viðarrima 12, Reykjavík. Einar Óli Einarsson, Vatnsstíg 4, Reykjavík. Elfa Kristín Jónsdóttir, Akralandi 3, Reykjavík. Guðmundur Björgvin Gíslason, Laugavegi 134, Reykjavík. Guðrún Júlíusdóttir, Hraunbrún 28, Hafnarfirði. Guðrún Þórisdóttir, Miðhúsum 28, Reykjavík. Gunnar Aðalbjömsson, Sognstúni 2, Dalvík. Jón Gunnar Sveinsson, Skipholti 28, Reykjavik. Ragnheiður R.S. Þórólfsdóttir, Ljósheimum 10 A, Reykjavík. Sigurður Kristján Þórisson, Vesturbrún 6, Reykjavík. Sigurveig Ósk Olgeirsdóttir, Norðurvöllum 6, Keflavík. Bjarki Jóhannesson Bjarki Jóhannesson, forstöðu- maður Þróunarsviðs Byggðastofn- unar á Sauðárkróki, Drekahlíð 1, Sauðárkróki, er fimmtugur í dag. Starfsferill Bjarki fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófl frá MÁ 1969, prófi í byggingarverk- fræði frá HÍ 1974, prófi í arkitektúr frá Háskólanum i Lundi í Svíþjóð 1977, MA-prófi í skipulagsfræðum við University of Illinois í Banda- ríkjunum 1983 og doktorsprófi i skipulagsfræði við Oxford Brooks University 1993. Bjarki starfaði hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur 1979-81, var skipu- lagsfulltrúi Hafnarfjarðar 1983-86, starfaði við Malmö Stadsbyggnads- kontor 1989-98 og var þá m.a. full- trúi Malmö í samtökum Evrópu- borga og í samtökum Eystrasalts- borga en hefur verið forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar á Sauðárkróki frá og með flutningi þess til Sauðárkróks 1998. Fjölskylda Bjarki kvæntist 28.8. 1971 Katrinu Gunnars- dóttur, f. 1.1. 1947, forn- leifafræðingi i Skaga- firði. Hún er dóttir Gunnars Jóhannssonar, f. 1.6. 1927, d. 13.9. 1974, verkamanns frá Siglu- firði, og Hildu Árnadótt- ur, f. 19.10.1926, húsmóð- ur. Fósturforeldrar og móðurforeldrar Katrínar voru Ámi Árnason, f. 19.3. 1901, d. 13.10. 1962, símritari í Vestmanna- eyjum, og k.h., Katrin Árnadóttir, f. 12.10. 1905, d. 8.5. 1981, húsmóðir. Böm Bjarka og Katrínar eru Guð- rún, f. 1.4.1974, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; María, f. 29.3. 1979, nemi; Kristín, f. 9.5. 1981, nemi; Jó- hann, f. 28.12. 1987. Systur Bjarka: Freyja, f. 10.7. 1941; Elísabet, f. 11.5. 1962. Foreldrar Bjarka: Jóhannes Jós- epsson, f. 13.4. 1911, d. 8.10. 1995, skrifstofumað- ur á Akureyri, og Helga Arnþóra Geirmunds- dóttir, f. 1.3. 1918, hús- móðir. Ætt Jóhannes var sonur Jóseps, búfræðings og b. á Bergsstöðum í Mið- firði, síðar á Akureyri, bróður Guðmundar á Auðunarstöðum, afa Friðriks, forstjóra Landsvirkjunar og Guðmundar, sýslumanns í Hafnarfirði Sophus- sona. Guðmundur var einnig langafi Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu. Jósep var sonur Jóhann- esar, b. á Auðunarstöðum, Guð- mundssonar, b. á Neðri-Fitjum, Guðmundssonar, b. á Króksstöðum, Ámasonar. Móðir Guðmundar á Fitjum var Málfríður Guðmunds- dóttir frá Litlu-Tungu. Móðir Jó- hannesar á Auðunarstöðum var Dýrann Þórarinsdóttir, systir Þur- íðar, langömmu Halldórs E. Sig- urðssonar, fyrrv. ráðherra. Dýrunn var dóttir Þórarins, b. á Reykjum í Hrútafirði, Jónssonar, og Þórkötlu Jónsdóttur. Móðir Jóseps var Ingi- björg, systir Björns i Grímstungu, afa Björns Pálssonar, fyrrv. alþm. á Löngumýri og langafa Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra og Ástu, móður Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar. Ingibjörg var dóttir Ey- steins, b. í Víðidalstungu, Jónsson- ar og Guðrúnar Erlendsdóttur. Móðir Jóhannesar var Þóra Guð- rún Jóhannsdóttir, b. á Hrólfs- stöðum í Blönduhlíð, Jóhannssonar, og Katrínar Lárusdóttur, b. á Æs- ustöðum í Mosfellssveit, Jónatans- sonar. Helga er dóttir Geirmundar Krist- jánssonar, verkamanns á Akureyri, og k.h., Albínu Helgadóttur hús- freyju. Bjarki verður að heiman á afmæl- isdaginn. Bjarki Jóhannesson. Jónína Guðmundsdóttir í grein sem birtist í blaðinu þann 6.7. sl. um Jónínu Guðmundsdóttur vora nokkrar meinlegar villm’ auk þess sem mynd vantaði með grein- inni. Greinin er því birt hér leiðrétt og viðkomandi beðnir velvirðingar á villunum. Jónína Guðmundsdóttir, hús- freyja og bóndi í Grænhóli í Ölfusi, varð sjötug þann 6.7. sl. Starfsferill Jónína fæddist á Núpum í Ölfusi en flutti þriggja mánaða að Egils- stöðum í sömu sveit og ólst þar upp. Hún gekk í Bamaskólann í Hvera- gerði og að honum loknum, þegar hún var fjórtán ára, vann hún heima á Egilsstöðum við bú foreldra sinna en faðir hennar átti við heilsuleysi að stríða frá fertugs- aldri. Jónína fór sautján ára í vistir á ýmsum stöðum. Þá vann hún m.a. í mötuneyti KÁ á Selfossi, við um- önnun aldraðra, og var í fiskvinnslu i Þorlákshöfn og fleira. Er Jónína gifti sig hófu hún og maður hennar búskap á Egilsstöð- um í félagi við foreldra Jónínu og bjuggu þar til 1956 en það ár keyptu þau jörðina Grænhól í Ölfusi og hafa búið þar síðan. Fjölskylda Jónína giftist 26.12. 1953 Guð- mundi Hjartarsyni, f. 20.2. 1925, frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Foreldr- ar hans voru Hjörtur Sigurðsson frá Króki í Ölfusi, f. 4.1. 1898, d. 19.6. 1981, og Jóhanna Ásta Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík í Flóa, f. 7.6. 1898, d. 4.7. 1966. Böm Jónínu og Guðmundar eru Markús, f. 9.9. 1953, d. 25.11. 1954; Sigþrúður, f. 9.11. 1954, d. 9.9.1955; Jóhann, f. 20.12 1957, d. 9.7.1959; Sig- rún, f. 13.8. 1960, lyfjatæknir í Ár- nesapóteki og formaður Lyfjatækni- félags íslands, búsett á Selfossi; Jó- hanna, f. 9.7. 1963, húsmóðir og starfsmaður við Sjúkrahús Suður- lands, búsett á Selfossi, gift Ölver Bjarnasyni, verslunarstjóra hjá 11-11 á Selfossi, en börn þeirra eru Jónína Ásta, f. 24.4. 1984, og Elvar Már, f. 24.7. 1989; Guðbjörg, f. 19.2. 1969, táknmálsfræð- ingur og nemi við KHÍ, búsett í Reykjavík; Stein- dór, f. 7.3. 1970, vélamað- ur hjá Vélgröfunni á Sel- fossi, búsettur á Selfossi, kvæntur Lisu Lottu Björnsdóttur frá Reykja- borg í Skagafirði, stúd- ent, en sonur þeirra er Hjörtm- Elí, f. 11.10. 1994. Systkini Jónínu era María, f. 2.12. 1931, d. 15.5. 1974, var búsett í Reykjavfk en maður hennar var Helgi Daníelsson, f. 10.3. 1928, d. 18.12. 1978 og eignuðust þau fjögur böm; Steindór, f. 8.6. 1933, bóndi á Egilsstöðum; Guðrún, f. 24.12. 1935, búsett í Reykjavík en maður hennar er Ástþór Runólfsson, f. 16.10. 1936, og eiga þau fimm böm. Foreldrar Jónínu vora Guðmundur Stein- dórsson, f. 18.4. 1906, d. 1.2. 1965, bóndi á Egils- stöðum, og k.h., Markús- ína Jónsdóttir, f. f. 19.3. 1900, d. 8.12. 1994, hús- freyja. Ætt Guðmundur var son- ur Steindórs Steindórs- sonar, hreppstjóra frá Stóru-Sandvík í Flóa, og bústýru hans, Jónínu Ingibjargar Guð- mundsdóttur, frá Einarshöfn á Eyr- arbakka. Markúsína var dóttir Jóns Þórð- arsonar frá Bjamastöðum í Ölfusi og Guðrúnar Símonardóttur frá Bjamastöðum í Ölfusi. Jónína Guðmundsdóttir. Elís G. Þorsteinsson Elís G. Þorsteinsson, fulltrúi á véladeild i Reykjavík, Vogatungu 24, Kópavogi, varð sjö- tugur þann 5.7. sl. Starfsferill Elís fæddist í Þránd- árkoti, Laxárdal, Dala- sýslu. Hann lauk fulln- aðarprófi frá Klébergs- skóla 1943 og hefur síð- an tekið ýmis námskeið í tengslum við atvinnu sína. Elís vann við vegagerð á sumrin á áranum 1945-47, var bifreiðar- stjóri hjá Kaupfélagi Hvammsfjarð- ar 1947-53, var afgreiðslumaður og verkstjóri árin 1953-59 og veghefils- stjóri hjá Vegagerðinni 1959-72. Hann var rekstrarstjóri í Búðardal 1972-67 og fuUtrúi á véladeild Vega- gerðarinnar 1989-99. Elís var um skeið formaður ung- mennafélagsins Ólafs pá og verka- Elís G. Þorsteinsson. mannafélagsins Vals í Dalasýslu. Hann sat í hreppsnefnd Laxárdals- hrepps og var í stjóm veiðifélags Laxdæla og Kaupfélags Hvamms- fjarðar. Hann sat á aðal- fundum SÍS og er nú í stjórn S.F.R. og stjórn Breiðfirðingafélagsins. Fjölskylda Elís kvæntist EmUíu LUju Aðalsteinsdóttur, f. 12.1. 1934. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Baldvinsson, f. 12.9.1897, að Hamraendum, d. 21.9. 80, kaup- maður og bóndi að Brautarholti í Dalasýslu, og IngUeif Sigríður Björnsdóttir, f. 15.6. 1899, að Hömr- um í Haukadal, d. 14.6. 1977. Aðal- steinn var sonur Halldóra Guð- mundsdóttur, húsfreyju að Hamra- endum, en faðir Aðalsteins og mað- ur HaUdóru var Baldvin Baldvins- son, bóndi að Hamraendum í Möð- dölum. Ingileif var dóttir Guðrúnar Ólafsdóttur, húsfreyju í Borgarnesi, og manns hennar, Björns Jónsson- ar, kaupmanns í Borgarnesi. Böm Elísar og EmUíu eru Leifur Steinn, f. 19.6. 1951 í Búðardal, að- stoðarframkvæmdastjóri Visa á ís- landi, en kona hans er Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og eiga þau fiög- ur börn, Elfu Dögg, Unni Mjöll, Sindra Snæ og Silju Ýr; Bjarnheið- ur, f. 13.5. 1954 í Búðardal, trygg- ingaráðgjafi en maður hennar er Kári Stefánsson og eru börn þeirra Ernir og Elísa; AlvUda Þóra, f. 21.1. 1957 í Búðardal, bankaritari en mað- ur hennar er Svafar Jensson og eiga þau fiögur böm, Fjólu Borg, Elís, EmU og Sif; Gilbert Hrappur, f. 23.9. 1958 í Búðardal, vinnuvélastjóri en kona hans er Valgerður Ásta EmUs- dóttir og eiga þau tvö böm saman, Sigurð Bjama og Þórönnu Hlíf auk þess sem böm GUberts og fyrrv. sambýliskonu hans, Rakelar Bene- diktsdóttur, eru Elmar Þór og Emil- ía LUja; Guðrún Vala, f. 28.11. 1966 í Reykjavík, skólastjóri en maður hennar er Arnþór Gylfi Árnason og eiga þau þrjú börn, Sölva, Nökkva og Salvöru Svövu. Hálfbróðir Elísar var Magnús Rögnvaldssonar, d. 1972, verkstjóri Vegagerðarinnar í Búðardal. Foreldrar Elísar vora Þorsteinn Gíslason, f. 25.11. 1873 í Stykkis- hólmi, d. 9.12. 1940, og Alvilda Mar- ía Friðrika Bogadóttir, f. 11.3. 1887 að Vindhæli, Vindhælishreppi, d. 22.3. 1956. Ætt Foreldrar Þorsteins voru Gísli Þorsteinsson, daglaunamaður í Stykkishólmi, og Ingveldur Jóns- dóttir, húsfreyja í Stykkishólmi. Foreldrar AlvUdu voru Sigríður Guðmundsdóttir, vinnukona á Blönduósi, og Bogi Sigurðsson, kaupmaður í Búðardal. Greinin er hér endurbirt og beðist velvirðingar á vUlum í fyrri grein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.