Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Blaðsíða 56
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ■ ' *- 9Vfr V V; 13(J 15°0 ío^ Mánudagur Veörið á sunnudag: Hlýjast norðaustanlands Veðriö á mánudag: Skúrir vestan til Suðlæg átt, 10-15 m/s og rigning, einkum sunnan og vestan til. Hiti Suðvestanátt, 8-13 m/s og skúrir vestan til en léttskýjað austan til og 10-19 stig, hlýjast norðaustan til. hiti 8-17 stig, hlýjast á Austurlandi. Veðrið í dag er á bls. 57. SFRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Árásarmaður í Fossvogi ófundinn: Réðst á ófríska konu - konan komst undan með tveggja ára barn LAUGAFSDAGUR 10. JÚLÍ1999 talaði blíðlega til hans og hrósaði klippingu hans bráði af honum. Eft- ir að hafa talað örlitla stund um hve vel klipptur hann væri sleppti mað- urinn konunni en sagði henni á þeim tímapunkti að hann ætti í and- legum erfiðleikum. Konan greip vagninn og hljóp með hann nokkurn spöl. Á flóttanum skildi hún vagninn eftir en tók barnið með sér. Fór hún að nærliggjandi húsi þar sem hún fékk hjálp eftir að hafa bankað upp á á tveimur húsum án árangurs. Þaðan var hringt á lögreglu en mað- urinn fannst ekki þrátt fyrir leit. í læknisskoðun á konunni kom í ljós að æðar í augum voru eins og þegar fólk er við það að missa meðvitund. Konan hélt að þetta væri hennar síðasta. Ófæddu barni konunnar varð ekki meint af. Konan hrópaði á hjálp en enginn heyrði neyðarópið og enginn virtist nálægur. Veður var leiðinlegt, rok og rigning og því fáir á ferli. Bam konunnar, sem svaf í vagninum meðan á árásinni stóð, vaknaði ekki fyrr en á flóttan- um. Konan veitti manninum enga sér- staka athygli þegar hann gekk að henni á stígnum og taldi sér ekki stafa ógn af honum. Hann hélt ró sinni allan tímann og virtist aldrei vera æstur. Konan fór í gegnum myndasafn lögreglunnar í gær en getur ekki fullyrt neitt með vissu. Lögreglan leitar mannsins og hef- ur lýst eftir honum. Maðm'inn er um 180 cm á hæð, þrekinn en ekki feitur. Hann er búlduleitur í andliti með áberandi ljóst hár en þó ekki aflitað. Hann var klæddur i dökka úlpu og í dökkum buxum þegar árásin átti sér stað. Ef einhver hefur séð til ferða manns sem passar við lýsinguna er sá hinn sami beðinn að hafa sam- band við lögreglu. -EIS Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Danskur fimleikaflokkur, „The Flying Danish Superkids", sýnir í Háskólabíói í dag og á morgun. Flokkurinn var stofnaður fyrir rúm- lega þrátíu árum. DV-mynd þök DUGAR AÐ SKELLA í FRAMDRIFID? Ráðist var á 37 ára þungaða konu sem var á gangi í Fossvogsdalnum, á göngustíg vestan Fossvogsskóla um hádegisbilið í-fyrradag. Konan, sem er komin hátt í fimm mánuði á leið, var á gangi með tveggja ára dóttur sína í barnavagni þegar ókunnugur maður, sem gekk á móti henni, skellti henni í götuna fyrir- varalaust og hélt henni niðri. Mað- urinn hótaði að nauðga henni og drepa hana. Hann hélt henni með hálstaki, liggjandi ofan á henni. Þegar hann linaði takið reyndi kon- an að hrópa á hjálp en hann herti á takinu. Maðurinn hótaði einnig að hálsbrjóta hana og rykkti í hálsinn Jeppi á norðurleið fór út af veginum norðan við Borgarnes síðdegis í gær. Talið er að lausamöl hafi valdið óhappinu. Ekki urðu slys á fólki. DV-mynd Ingólfur Árásarvettvangurinn. á henni, þá hótaði hann að klóra úr henni augun en hún náði að snúa höfðinu frá. Marðist hún við augað. Konan telur að hann hafi haldið henni í tíu mínútur en þegar hún ■ m Sölukössum er lokað o kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 r jí- Seldu Sléttanesið: Tveir lykil- menn reknir „Ég ætla ekkert að tjá mig um það, <r ^ ég vil ekkert vera að velta þessu upp í f]ölmiðlum,“ sagði Svanur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Básafells á ísafirði, í samtali við DV í gær um uppsagnir tveggja lykilmanna í yfir- stjóm Básafells á fimmtudag. Menn- irnir sem sagt var upp eru bræðumir Halldór Jónsson, talsmaður for- stjóra, og Eggert Jónsson, útgerðar- stjóri Básafells. Samkvæmt heimildum DV tengist uppsögnin ágreiningi um sölu togar- ans Sléttaness. Meirihluti stjórnar fyrirtækisins og forstjóri hafa ákveðið að selja skipið til að bæta fjárhags- stöðu Básafells en bræðurnir munu hafa viljað leita annarra leiða. Ágrein- ingurinn mun hafa komið upp á fundi í fyrirtækinu á fimmtudag og skömmu síðar fengu bræðurnir upp- sagnarbréf sent frá forstjóranum ásamt skilaboðum að þeir tækja poka sína þegar í stað. Þegar DV spurði eft- ir þeim Halldóri og Eggert hjá Bása- felli í gær fengust þær upplýsingar á skiptiborðinu að þeir störfuðu ekki lengur hjá fyrirtækinu. i ísfirðingar, sem DV ræddi við í gær, telja að uppsagnimar tengist harðvítugri valdabaráttu í fyrirtæk- inu en þeir Eggert og Halldór störfuðu báðir hjá Norðurtanga á ísafirði, einu þeirra fyrirtækja sem runnu saman þegar Básafell varð til. í bakgrunni þykjast menn kenna að útgerðaraðilar á Snæfellsnesi og í Reykjavík séu að- ilar að hinni meintu valdabaráttu. Ármann Armannson útgerðarmað- ur, sem lengi gerði út Helgu RE, skrif- aði undir kaupsamning á Sléttanesi IS í gær. Áhöfninni var tilkynnt um þennan gjöming og gerð grein fyrir því að salan væri háð samþykki stórn- ar Básafells. -SÁ Pantið í tíma 20 da^ar í Þjóðhátíð FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.