Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 Fréttir__________________________________________pv Ný Isverksmiðja á ísafirði: Sextíu tonn á sólarhring - fyrsti farmurinn var seldur til Patreksfjarðar Beltagröfur HYunom MIÍMLS Slml 568 1044 Sviptingar í veitingarekstri DV, Vestfjörðum: Verbúöin Ósvör í Bolungarvik hefur heldur betur dregið að sér gesti síðan hún var tekin í notkun. Þar er nú rek- ið lifandi minjasafn sem sýnir þær að- stæður sem verbúðarfólk allt fram á þessa öld mátti búa við. Geir Guð- mundsson er safnvörður og um leið einn af sýningargripunum. Á hverjum degi íklæðist hann gömlum sjóklæðum sem bundin eru upp um mittið með reipi. Þannig íklæddur segir hann fólki sögur frá liönum tíma og tvinnar inn í það upplýsingum um þau tæki og tól sem þama má sjá. Geir er hafsjór af fróð- leik og ekki nóg með það, hann talar um árabátatímann af eigin reynslu. „Á síðasta ári skrifúðu um sex þús- und og fimm hundruð manns nöfn sín hér í gestabók. Það koma auðvitað mik- ið fleiri og ég álít að það séu um 7-8 þúsund manns sem koma hér yfrr sum- arið. Maður sér það t.d. á kvöldin, eftir að ég er farinn, að það koma hér fullt af bílum og fæst af því fólki skrifar í gestabók. Svo missir maður oft af stór- um hópum. Um daginn kom hér skemmtiferða- skip sem selfLutti farþegana hér upp í vörina á slöngubát. Því likaði svo vel að það er væntanlegt aftur núna 10. og 15. júlí. Svo er heldur aukning frá ferðaskrifstofunum sem koma hingað með fólk í rútum,“ sagði Geir. -HKr. Rakarastofan Klapparstíg tfiTT'TE Stærðir: 13" Vcrð fzá 8.493 Akranes: DV, Akranesi: Það eru miklar sviptingar nú í veitinga- og skemmtibransanum á Akranesi. Fyrir skömmu lagði Veit- ingastaðurinn Langisandur upp laupana vegna rekstrarörðugleika. Á síðasta ári, á svipuðum tíma og Hvaifjarðargöngin voru opnuð, tóku til starfa tveir nýir veitinga- og skemmtistaðir. Annar er hættur og hinn hefur verið settur á sölulista. Hjónin Halldór Karl Hermanns- son og Maria Friðriksdóttir hófu starfsemi á skemmtistaðnum Bár- unni/Hótel Akranesi i ágúst 1998. Þau hættu rekstri hans í síðustu viku og hafa hjónin Inga Hanna Ing- ólfsdóttir og Hreinn Björnsson keypt staðinn. Þau hafa rekið krána H-Barinn í fjölda ára. Þá hófu Ómar Morthens og eiginkona hans rekst- ur á veitinga- og kaffistaðnum Café 15 rétt fyrir opnun Hvalfjarðar- ganga i fyrra. Þau settu staðinn á sölulista 6. júlí. Veitingamaðurinn úr Vestmann- eyjum, Pálmi Lórensson, sem hefur rekið Veitingastaðinn Hróa hött ásamt konu sinni Marý Sigurjóns- dóttur í tvö ár á Vesturgötu 52, mun stækka verulega við sig á næstunni - fjórfalda rými staðarins. Hann hef- ur fest kaup á húsnæði á Skólabraut 14, þar sem áður var bakarí, skó- vinnustofa og smáréttafyrirtæki, og er verið að leggja lokahönd á mikl- ar breytingar á húsnæðinu. -DVÓ Geir Magnússon, safnvörður í Ósvör, hefur gert minjasafnið lifandi með frásögn- um um líf og störf verbúðarfólks - íklætt gömlum sjófatnaði. DV-mynd Hörður ^ Bolungarvík: Atta þúsund jgestir heimsækja Osvör tölvui tækni og vísinda iMac stolið? Apple vill vængbrjóta hermikrákur o GVS Gúmraívinnustofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allt. Nýtt ísframleiðslufyrirtæki er að hefja starfsemi á ísafirði og hefur hlotið nafnið ísinn. Stærsti einstaki eigandi fyrirtækisins er Básafell hf. en auk þess á fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hlut í félaginu, þar á meðal Jóhann Ólafson, fram- kvæmdastjóri og eini starfsmaður hjá ísnum. „Við erum ekki búnir að auglýsa eitt eða neitt - höfum verið í til- raunakeyrslu og menn eru þegar famir að biðja okkur um að af- greiða ís. Fyrsti ísinn, 50 kör, var afgreidd- ur 29. júní til Patreksfjarðar. Ástæð- an fyrir því að Patreksfirðingar taka hér is er að þeir senda fiskslóg og bein til bræðslu í Bolungarvík og þótti því tilvalið að taka ís hjá okk- ur í bakaleiðinni. Þeir telja að með þessu fyrirkomulagi fái þeir ísinn á hagstæðara verði en að sækja hann til Stykkishólms og flytja hann yfir Breiðafjörðinn með Baldri. Afkastageta okkar er um 60 tonn af ís á sólarhring. Áður var ástimpl- uð afkastageta ísframleiðsluvéla á svæðinu frá Þingeyri til Bolungar- víkur um 120 tonn á sólarhring. Með framleiðslu togaranna gæti það verið um 140-160 tonn. Þetta þýðir ekki endilega það sama og raun- veruleg afkastageta, því vélamar á svæðinu eru margar komnar nokk- uð til ára sinna.“ Isinn ehf. er í nýju húsi við Sundahöfn. Byggingin ásamt vél- búnaði kom tilbúin frá Noregi og sáu norskir aðilar um uppsetning- vHYunoni N ^ Stærðir: * 5,5-75 s \ tonn Stætðir: Vcrð fiá 8.806, Jóhann Ólafson framkvæmdastjóri fyrir framan nýju ísverksmiðjuna á ísafirði. DV-mynd Hörður una. Uppsett kostar verksmiðjan um 55 milljónir króna. Að sögn Jóhanns var hafist handa við að grafa fyrir undirstöð- um 29. apríl og 5. maí voru sökkl- arnir steyptir. Norðmennirnir komu 25. maí og byrjaö var að prufukeyra vélarnar í lok júni. Verksmiðjan er fullkomin og geta ískaupendur í raun afgreitt sig sjálf- ir. ísinn er vigtaður á vogakerfi sem Póls hf. á ísafirði hannaði sérstak- lega fyrir verksmiðjuna. Reyndar hefur Norðmönnunum líkað sú hönnun svo vel að ekki er útilokað að frekara sam- starf verði við Póls um framleiðslu á vogum fyrir ís- verksmiðjur sem framleiddar eru í Noregi. „Auk ísfram- leiðslunnar höfum við hug á að not- færa okkur aðstöð- una hér og gerast eins konar alls- herjar þjónustuað- ili í framtíðinni fyrir skip og báta sem hingað koma. Þannig hugsum við okkur að skip geti hringt til okk- ar á einn stað til að sækja vistir, panta olíu eða löndun, eða hvað sem er. Við sjáum síðan um að koma beiðnunum áfram til réttra aðila og losum þar með skipin við að hringja hér út um allan bæ,“ sagði Jóhann framkvæmdastjóri. -HKr. Stæiðir: 14" 16" 15" 17" Stæiðú: 14" 16" 15" 17"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.