Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Afnám ríkisstyrkja íslendingar hafa lengi haft horn í síðu þeirra þjóða sem reka sjávarútveg sinn með opinberum styrkjum enda með réttu talið slíka útgerð beina árás á lífsafkomu lítillar þjóðar sem á allt sitt undir veiðum og vinnslu. En á sama tíma hafa íslendingar einnig verið stoltir af því hvernig til hefur tekist við að nýta fiskimiðin - útgerð hefur orðið arðbær atvinnugrein sem getur staðið á eig- in fótum án stuðnings hins opinbera. í liðinni viku flutti fulltrúi íslenskra stjórnvalda hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni tillögu um afnám ríkis- styrkja í sjávarútvegi. Ljóst er að fjöldi ríkja styður þessa tillögu, þar á meðal Bandaríkin og Kanada. Að líkindum verður mesta andstaðan frá ríkjum Evrópusambandsins sem hafa rekið sjávarútveg sem hverja aðra félagslega þjónustu - gert sjávarútveg, sjómenn og útgerðarmenn að þurfalingum hins opinbera. Þar gilda ekki viðskipta- leg sjónarmið. Takist íslenskum stjórnvöldum ætlunarverk sitt og til- lagan nær fram að ganga getur það haft gífurleg áhrif um allan heim enda hugsanlega komið í veg fyrir ríkisvemd- aða ofveiði og óskynsamlega nýtingu fiskistofna. Fyrir íslenskan sjávarútveg skiptir það miklu ef tekst að út- rýma ríkisstyrkjum - samkeppnisstaða íslenskra fyrir- tækja mun styrkjast og þar með hagur þeirra batna. Það er því til mikils að vinna. Vandi íslendinga er hins vegar sá að þeir em ekki með hreint mjöl í pokahorninu, hvorki þegar kemur að sjáv- arútvegi né öðrum atvinnugreinum. Landbúnaður nýtur enn mikilla opinberra styrkja og vemdar í formi tolla og innflutningshafta. Jafnvel sjávarútvegur er enn undir pilsfaldi ríkissjóðs. Fyrr á þessu ári benti Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, á þann tvískinnung sem viðgengst hér á landi þegar kemur að ríkisstyrkjum og opinberum stuðningi við atvinnugreinar. í leiðara fréttabréfs samtakanna í mars síðastliðnum sagði hann meðal annars: „Ekki er langt síðan fram komu hugmynd- ir um að leysa hatrammar deilur um fiskveiðistjómun- arkerfið með því að veita kaupendum hlutabréfa sjávar- útvegsfyrirtækja sérstakan skattafslátt. Enn er raunar í gildi sérstakur sjómannaafsláttur sem samsvarar 1.340 milljóna króna ríkisstyrk til sjávarútvegsins á síðasta ári. Fyrir þessa flárhæð mætti til dæmis greiða laun 500-600 iðnaðarmanna. Þama er mismunað eftir atvinnu- greinum.“ Tillaga íslands um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi þjónar hagsmunum íslendinga sem og annarra íbúa heims þegar til lengri tíma er litið. En trúverðugleiki ís- lenskra stjórnvalda verður dreginn í efa á meðan enn er haldið áfram að niðurgreiða launakostnað útgerðar hér á landi. „Já, það er skoðun fjármálaráðherra að sjó- mannaafslátturinn sé í eðli sínu niðurgreiðsla á launa- kostnaði útgerðar og að uppruni afsláttarins og saga hans beri það með sér,“ svaraði Geir H. Haarde fjármála- ráðherra á liðnum vetri þegar hann var spurður um álit sitt á sjómannaafslætti. Verkefni ríkisstjórnarinnar á komandi mánuðum er að taka til í eigin garði. Slík tiltekt styrkir málstað ís- lendinga á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Og um leið ættu stjómvöld að svara því hvort einhver mun- ur sé á því að beina ríkisstyrkjum til sjávarútvegs eða til landbúnaðar og annarra atvinnugreina. Óli Björn Kárason Kristján Pálsson undrast það hversu lítið frændum hans vestra hefur miðað varðandi markaðssetningu í ferðamálum. Þar eigi Vestfirðingar verk að vinna. Og rétt er það, landslag á Vestfjörðum er ægifagurt. Með baráttukveðju til Vestfirðinga Ég var að koma úr heimsókn til æskustöðva minna á Vestfjöröum. Á þessum tíma árs er nóttin björt sem dagur og fjöllin og firðirnir skarta sínu fegursta. Fátt er stórfenglegra en vestfirsk náttúra. Erfiðleikar í at- vinnulífi Vestfirð- inga skyggja á ferð um svæðið og illt til þess að vita að afkoma fólksins er í mikilli óvissu. Jákvæð teikn Kjallarinn Kristján Pálsson alþingismaður Þau hafa mörg hver haslað sér völl á al- mennum hlutabréfa- markaði og skapað sér nafn bæði hér heima og erlendis. Þetta nýja fyr- irtæki hefur alla burði til að feta í fótspor þeirra. Látum bölmóðinn víkja Það er skiljanlegt að fólki líði illa þegar at- vinnan hverfur og óvissa ríkir um framtíð- ina. Takmörk eru þó fyrir því hvað fámennt svæði þolir af bölmóði vegna breytinga sem Sameining Hrað- frystihússins hf., Gunnvarar hf. og íshúsfélagsins hf. er þó jákvæð frétt ef litið er lengra fram í timann. Með þessari sameiningu verður til eitt af 6 stærstu sjávarút- vegsfyrirtækjum landsins. Við höf- um séð hvernig áræði og framsýni áfram fyrirtækjum í „Öflugt eignarhaldsfélag í eigu Vestfirðinga þarf að vera til sem getur styrkt og hlúð að nýjungum. Mín trú er að á Vestfjörðum sé mikil framtíð þrátt fyrir aðsteðj- andi erfíðleika.“ hefur fleytt fáir geta gert við. Það hefði ekki sjávarútvegi. átt að koma neinum á óvart sem fylgist með að tvífrystur Rússa- fiskur gengur ekki í vinnslu. Hrá- efnið er einfaldlega of dýrt og af- urðaverðið of lágt þannig að það geti skilað einhverri arðsemi. En það er framtið á Vestfjörð- um. Þegar aðstaðan er fyrir hendi og samstætt fólk byggir staðina þá hefur það sýnt sig að nýjar hug- myndir og ný tækifæri spretta upp. Það sáum við hér á Suður- nesjum þegar erfiðleikcirnir gengu yfir á fyrri hluta þessa áratugar. Ferðaþjónustan vanmetin Grunnurinn fyrir sókn sjávarút- vegsfyrirtækja á Vestfjörðum er til staðar því þrátt fyrir allt er mikill kvóti á svæðinu í eigu Vest- firðinga. Nálægðin við gjöful fiski- mið skapa svæðinu einnig tæki- færi sem þyrfti að skoða betur. Þegar ég hugsa um Vestfirðina undrast ég hvað ferðaþjóustan hef- ur átt erfitt uppdráttar. Að mínu mati eru möguleikar í þeirri grein stórlega vanmetnir. Öflugt eignar- haldsfélag i eigu Vestfirðinga þarf að vera til sem getur styrkt og hlúð að nýjungum. Mín trú er að á Vestfjörðum sé mikil framtíð þrátt fyrir aðstéðjandi erfiðleika. Ég trúi að íslendingar allir vilji taka á þeim erfiðleikum með ykkur. Kristján Pálsson Skoðanir annarra Eftirlit með skattyfirvöldum „Það er óþolandi tilhugsun fyrir borgarana að starfsmenn skattsins séu ekki trausts verðir, því þeir fjalla um fjármál einstaklinga og fyrirtækja, sem oft á tíðum eru viðkvæm trúnaðarmál ...Vafa- laust er rétt að nauðsyn sé á innra eftirliti hjá skatt- yfirvöldum og ekki aðeins til að fylgjast með því hvort starfsmenn brjóti af sér i starfi heldur einnig til að fylgjast með því hvort samskipti þeirra við borgarana séu með eðlilegum hætti og þeir sæti ekki óþarfa áreiti. Skattyfirvöld munu örugglega njóta stuðnings almennings til nauðsynlegra úrbóta í þessu skyni.“ Úr forystugreinun Mbl. 9. júlí. Lagabreyting í kjölfar lögleysu „Þetta mál hefur ekkert komið til kasta okkar í bankaráðinu og hefur ekki verið á dagskrá allar göt- ur frá því stóllinn losnaði þegar Steingrímur Her- mannsson hætti í júní á síðasta ári. Ég hlýt að gera ráð fyrir því að staðan verði auglýst og bankaráðið afgreiði siðan tillögu til viðskiptaráðherra. Það er hins vegar mín skoðun að menn ættu að nota tæki- færið til að fækka Seðlabankastjórum. Til þess þarf lagabreytingar og fram að því ætti að vera hægt að búa við lögleysu eins og gert hefur verið síðastliðið ár, en lögin segja sem kunnugt er að bankastjórarn- ir skuli vera þrír.“ Þröstur Ólafsson, varaform. bankaráðs Seðlabank- ans, í viðtali um „Lausa stólinn í Seðlabankanum" í Degi 9. júlí. Stríðið gegn landinu „Hvenær ætlum við að hætta striðinu gegn land- inu? Kæru gróðurvinir í ótal félögum. Þið sem berj- ist gegn of mikilli ferðamennsku og stóriðju, það er gott út af fyrir sig, en hvernig stendur á því að þið takið aldrei á grunnvandamáli gróðureyðingarinn- ar; lausabeitinni og rányrkjunni? Náttúruverndarfé- lagið t.d. virðist hafa meiri áhyggjur af því hvort ný blómaplanta bætist í okkar fátæku flóru en af hætt- unni af þúsunda ferkílómetra eyðimörkum. Hvað veldur?" Herdís Þorvaldsdóttir, leikari og fyrrv. form. Lífs og lands, í grein sinni „Hvers vegna tárfellir Fjallkonan 17. júní" í Mbl. 9. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.