Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 32
44 MANUDAGUR 12. JULI 1999 onn Ummæli \ Að njóta útivistar „Viö höfum fundið upp þetta orðtak að njóta úti- . vistar vegna þess f að billinn er okkar \ yfirhöfn og okkar hljómskálagarður er tún.“ Hrafn Gunnlaugs- son, í Fókusi. Sendiherra lækkaður í tign „Ekki er vitað til þess fyrr eða síðar, alveg frá dögum Mettemichs, að skipaður sendiherra hafi verið lækkað- ur í tign, niður í stöðu ræðis- manns, vegna þess að viðkom- j andi ríki vildi ekki taka við | honum sem sendiherra." Hreggviður Jónsson, fyrrv. alþingismaður, um Svavar Gestsson, í Morgunblaðinu. Alþingismenn vakni „Eina ráðið til að stöðva gróðureyðinguna er að sofandi ráð- lausir alþingis- menn vakni af svefndoðanum I J þessum málum! og fari af alvöru og framsýni að f stemma stigu við að landið bókstaflega blási upp undan fótunum á okkur og f auðnin ein verði eftir handa afkomendum okkar.“ Herdís Þorvaldsdóttir leikari, í Morgunblaðinu. Kvótinn hirtur og skipiö selt „Maður óttast að skipið fari tU Akureyrar og þeir hirði af því kvótann og selji það svo úr landi. „Ég veit ekki hvað verö- ■ ur ef allt fer á versta veg, þá er litla vinnu að hafa á Þingeyri." Sigurður Marteinn Magnús- son, skipverji á Sléttanesi, ÍDV. Það sem framkvæmda- stjórinn ekki veit „Að inni á Alþingi skuli starfa fjöldi manna sem hafa beinna hagsmuna að gæta í sjávarút- vegi og víkja ekki sæti þegar hags- munamál þeirra eru afgreidd er forkastanlegt. Það væri fróðlegt fyrir fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að vita þetta.“ Garðar H. Björgvinsson út- gerðarmaður, í DV. íslenski fótboltinn „Islenskur fótbolti fer alveg hrikalega í taugamar á mér. Þegar ég horfi á Cup America fyllist ég minnimáttarkennd . yfir því að vera íslendingur." Arni Sveinsson, í Fókusi. Aron Smári Barber, yngsti sólóflugmaður landsins: Ólýsanleg frelsis- tilfinning að fljúga DV, Suðurnesjum: „Ég fékk fiugbakteríuna á flug- degi á ReykjavíkurflugveUi þegar ég var sex ára gamaU og eftir það var ég alltaf ákveðinn í því að verða flugmaður," segir Aron Smári Bar- ber, en hann tók sólópróf á flugvél núna I júní. Aron, sem er aðeins sextán ára gamall og var að ijúka grunnskólaprófi góðar vélar og fina aðstöðu á Kefla- vikurflugveUi. Síðan hafði ég mjög góðan kennara, Þór Fannar, svo þetta hefur allt gengið vel, enn sem komið er. Ég hef nokkuð oft farið í flugvél og haldið áhug- anum við. Frændi minn, Valur And- ersen, rekur Flugfélag Vest- í vor, byrjaði að læra flug 14 ára gamaU, hjá Suð- urflugi á Kefla- víkurflugvelli, og er núna sá yngsti á landinu með sólópróf. „Ég fór þó ekki að læra fyrir al- vöru fyrr en nú í vor. TU að ná sóló- prófi þarf maður að fljúga 20 tíma. Síðan ætla ég að halda áfram að fljúga og stefni að því að taka einka- flugmannsprófið næsta vetur.“ En hvað er svona skemmtUegt við flugið? „Það er alveg ólýsanleg frels- istilfinning og rosalega gaman að fljúga um loftin. Svo sér maður jörð- ina frá aUt öðru sjónarhorni og svo miklu lengra tU aUra átta. Aron segist ekkert smeykur að fljúga og prófið hafi geng- ið að óskum. „Það gekk mjög vel, þó var vindur á flugbrautinni nokkuð mikill, 12-15 hnútar. Flugskólinn, Suður- flug, er líka með svo Aron Smári Barber. DV-mynd Arnheiður Maður dagsins mannaeyja og ég hef oft farið með honum þegar ég er í heimsókn í Eyjum.“ En er ekki dýrt að læra að Bjúga? „Jú, ég ætla að vinna næsta vetur svo ég geti borg- að bankalán sem ég tók fyrir Rug- inu en það kostaði næstum hálfa milljón." Aron segir fátt komast að hjá sér nema flugið. „Ég æfi þó fótbolta með Njarðvík á sumrin og körfu- bolta á veturna." Aron Smári flutti til Njarðvíkur fyrir þremur árum frá Reykjavík. Hann er enskur í föðurættina en móðir hans, Krist- ín Eggertsdóttir, er úr Fljótshlíðinni. Hann hefur nokkrum sinnum heimsótt föðurfólk sitt í Englandi og æft sig í enskunni sem kemur sér vel að kunna í flug- náminu. I llllwn* . Jt Söngfólk úr Tjarn- arkvart- ettinum syngur í Minja- safninu. Myndgátan Sönglög, rímur, sálmar og tvíundarsöngur A þriðjudagskvöldum er söngvaka í Minjasafnskirkj- unni á Akureyri. Á Söngvökuinni er flutt sýnis- hom íslenskrar tónlistar- sögu, svo sem rím-_________________ ur, tvíundarsöng- TAnlaikar ur, sálmar og eldri * UIIICIAal og yngri sönglög. Tjarnarkvartettinum sem um nokkurra ára skeið hef- ur verið áberandi í sönglífi þjóðarinnar og vakið at- hygli fyrir flutning á ís- ------lenskum lögum. Dagskráin hefst kl. 21 og stendur í um klukkustund. Miða- Annað kvöld eru flytjendur Rósa Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson, 'hið þekkta söngfólk úr verð er 700 kr. og innifalið í miðaverði er aðgangur að Minjasafninu sem er opið sama kvöld frá kl. 20-23. Þrír leikir verða í bikarkeppni kvenna annað kvöld. Bikarkeppni kvenna í fótboltanum Það er frekar rólegt í íþróttum í kvöld eftir viðburðaríka helgi þar sem hápunkturinn var viðureign KR og enska úrvalsdeildarliðsins Watford á Laugardalsvelli í gær- kvöld. í kvöld og annað kvöld verð- ur kvenfólkið í sviðsljósinu í fót- boltanum. í kvöld leika í 1. deild kvenna Grótta-Haukar á Gróttu- velli á Seltjamarnesi og á Reyðar- flrði leika KVA-Huginn/Höttur. Báðir leikirnir heflast kl. 20. Annað kvöld dregur svo til tið- inda þegar leikið verður i bikar- keppni kvenna. Þrír leikir eru á dagskrá. í Keflavík leika RVK-Breiðablik, ' Stjörnuvelli IþrOttir Stjarn- —---------------- a leika an-KR og á Þórsvelli á Akureyri leika Þór/KA-Grindavík. Einn leikur er á morgun í 1. deild kvenna. Á Sauðárkróki leika Tindastóll-Hvöt. Tveir leikir í karlaflokki em annað kvöld. í 2. deild karla leika á Sindravelli, Sindri-Ægir en þess má geta að síðasti leikur Sindra var gegn Íslandsmeisturum ÍBV sem þeir töpuðu með sæmd. í 3. deild karla leika Nökkvi-Magni á Akureyrarvelli. Allir leikir morg- undagsins hefjast kl. 20. Bridge Guðmundur Vestmann fékk skemmtilegan topp í þessu spili í sumarbridge síðastliðiö þriðjudags- kvöld. Hann sat í austur með góða skiptingarhendi, en ákvað að segja ekki á spilin í upphafi. Vestur gjaf- ari og NS á hættu: 4 9 * DG6 * K97 * Á97642 4 AG5 * Á10852 * 653 * 53 N V A S * KD10873 •* 9 ♦ DG1082 4 10 4 642 44 K743 4 Á4 -A.G. * KDG8 Vestur Norður Austur Suður Pass pass pass 1 grand Pass 2 4 dobl 2 grönd Pass 34 pass 4 4 Pass P/h pass 44 dobl Leturgrafari Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Grandopnun suðurs lýsti 12-14 punkta jafnskiptri hendi. Tveir spaðar var yfirfærsla í lauf og Guð- mundur sýndi styrk í litnum með doblinu. Tvö grönd sýndu stuðning við lauflitinn og norður ákvað að spyrja um stöðvara 1 spaðalitnum með þriggja spaða sögn sinni í þeirri von að 3 grönd stæðu. Suður neitaði stöðvara með fjórum laufum og norður ákvað að láta þar við sitja. Þá ákvað Guðmundur að segja 4 spaða, enda mátti teljast liklegt að fé- lagi ætti ásinn í spaðanum. Suður doblaði til refsing- ar og þurfti nú að finna réttu vörn- ina. Lauíkóngur átti fyrsta slaginn og nú hefði suður sennilega átt að lyfta tígulásnum og athuga við- brögöin hjá félaga. Þess í stað hélt suður áfram laufsókninni og þar með voru öll vandamál sagnhafa úr sögunni. Hann tók trompin af and- stöðunni, fríaði tígulinn í rólegheit- um og fékk hreinan topp fyrir. Yfir- færsla norðurs í lauf lofar 6 spilum í þessari stöðu og suður gat því vit- að að austur myndi trompa laufið i öðrum slag. NS standa fimm lauf, ef AV taka ekki stungu í hjartalitnum og fengu nokkrir að standa þann samning. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.