Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1999, Blaðsíða 36
Vinningstölur laugaidagmn: 10.07.’! 7 10 Ó 6T37I ^ HL.- - LL -’ v Jókertölur vikuunar: Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphœð 1. 5af 5 0 5.159.080 2. 4 af 5+*í£g! 1 390.670 3. 4 af 5 72 9.350 4. 3 af 5 2.280 680 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ1999 Ásgeir S. Herbertsson sigraði í fjórgangi í meistaraflokki á íslandsmóti í hestaíþróttum. Mótinu lauk á Hellu í gær. Hér fagnar Ásgeir sigrinum en þetta er fimmta árið í röð sem hann ber sigur úr býtum í þessari grein. Nán- ar um íslandsmeistaramótið á bls. 27. DV-mynd EJ Hálendiseftirlit lögreglunnar á Suðurlandi: Ók ölvaður með börn „Viö ókum meira en 1200 kíló- metra um helgina, m.a. um Kjalveg, Sprengisandsleið, Kerlingarfjöll, Landmannalaugar, Veiðivötn og víðar. Við stöðvuðum íjölda bíla, þar á meðal tókum við þrjá öku- menn grunaða um ölvun við akstur. Einn þeirra var á Veiðivatnasvæð- inu með fjölskylduna, það voru tvö böm Eiftur í,“ sagði Alexander Alex- andersson, lögreglumaður á Kirkju- bæjarklaustri, við DV í gærkvöld þegar hann og Sigurgeir Jensson lögreglumaður og Björgvin Harðar- son læknir komu ofan af hálendi *þar sem þeir voru við gæslustörf - hálendiseftirlit - í fyrsta skiptið um helgina. Hálendiseftirlitið er nýtt sam- starfsverkefni lögregluembættanna á Klaustri, á Hvolsvelli, Selfossi og ríkislögreglustjóra. Ætlunin er að hafa eftirlit með ástandi bíla og öku- manna á hálendinu, utanvpgaakstri og fleiru. Fyrirbyggjandi löggæsluað- gerðir eru meginmarkmiðið. Bílar verða stöðvaðir, sérstaklega á kvöld- in, til að kanna ástand ökumanna, að sögn Alexanders. Um næstu helgi kemur það í hlut Selfosslögreglunn- ar að annast hálendiseftirlit. Læknir verður einnig með í fór. -Ótt Rassía fjögurra lögregluembætta í bifhjólaklúbbi í Grindavík: Víkingasveit fann smábörn í fíkniefnagreni - níu handteknir og hald lagt á talsvert af efnum Víkingasveit lögreglunnar í Reykjavík, lögreglan í Grindavík og Keflavík og fulltrúar ríkislögreglu- stjóra framkvæmdu umfangsmikla fíkniefnaaðgerð þegar ráðist var á föstudagskvöldið til inngöngu í hús- næði sem vélhjólaklúbburinn Fáfn- ir hefur haft til umráða í Grinda- vík. Níu voru handteknir og tvö smábörn tekin af foreidrum og mál- um þeirra komið til bamaverndar- yfirvalda. Talsvert fannst af fikniefnum í húsnæðinu, hassi, amfetamini og hassolíu. Ekki tókst þó að fá upplýs- ingar um það í gærkvöld hve mikið það var. Rassían var gerð eftir að sterkur orðrómur hafði komist á kreik um að fikniefni væm í um- ferð hjá félögum í vélhjólaklúbbn- um. Fólkið hefur haft húsnæði til afnota í gamla björgunarsveitarhús- inu á Hafnargötu 4 í Grindavík. At- hygli vekur að enginn níumenning- anna handteknu er úr Grindavík. íbúum bæjarins hefur staðið tals- verður stuggur af þeim sem haldið hafa til í húsnæðinu. Allt fólkið er aðkomufólk. Húsið er ekki talið íbúðarhæft en einhverjir úr hópn- um munu hafa haldið þar til að undanfömu. Lögrégluaðgerðin átti sér tölu- verðan aðdraganda. Ákveðið var fulltrúar allra framangreindra lög- regluembætta stæðu að inngöng- unni í húsið. Litlu börnin voru af- hent ættingjum á föstudagskvöldið þegar yfirheyrslur stóðu yfir en bamaverndaryfirvöld munu ákveða hvernig framtíð þeirra verður hag- að. -Ótt Iðnaðarmaður fékk 18,5 milljónir króna 45 ára iðnaðarmaður og fjöl- skyldumaður úr Reykjavík var heldur betur heppinn seinni part- inn á laugardag er hann var að spila á spilakassa í gullnámu Happ- drættis Háskólans í Ölveri í Glæsi- bæ, hann náði gullpottinum sem var upp á 18.592.245. Að sögn vinn- ingshafans, sem ekki vill láta nafns síns getið, er hann að jafna sig og átta sig á hlutunum. Hann segir þetta koma sér vel fyrir alla fjöl- skylduna en hann á tvö böm og fjögur barnaböm. Þetta er í áttunda skipti sem gullpotturinn hefur komið í Ölveri og jafnframt er þetta sá langhæsti, að sögn Baldurs Hólmsteinssonar í Ölveri. „Vinningshafinn kom hing- að inn en hann kíkir stundum inn en spilar lítiö. í þetta skiptið hafði hann spilað skamma hríð og varð steinhissa þegar í ljós kom að hann hafði unnið sjálfan Gullpottinn sem og er nú að jafna sig hann fær greiddan eftir viku. Hann var ekki búinn að leggja mikið und- ir, enda spilar hann, að sögn Bald- urs, ekki fyrir stórar upphæðir. „Síðasta vika er alveg búin að vera geggjuð, menn hafa mikið verið að keppast við að reyna að ná stóra pottinum og við vissum það að hann kæmi þegar hann færi í 15-18 millj- ónir,“ segir Baldur. -DVÖ Baldur Hólmsteinsson í Ölveri bendir á upphæðina á kassanum sem sá heppni vann. DV-mynd S Veðriö á morgun: Víöa létt- skýjað á Vesturlandi Hæg breytileg átt og skúrir sunnan- og austanlands en víða léttskýjað á Vesturlandi. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast til landsins. Veðrið 1 dag er á bls. 45 Pantið í tíma da?ai í Þjóðhátíð FLUGFÉLAG ÍSLANDS 3 570 3030 ~ 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.