Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 6
Kristján Gíslason gæti senn fengið útrás fyrir veiðiibakteríuna á veturna - með hjálptöivu. Óvenjulegir tölvuleikir: Flug og fluguveiði framleiðendur róa á ný mið Tölvuleikir eru af mörgum gerðum og hafa ólík þemu. Sumir leikir byggja á mjög fyrirsjáanlegum hugmyndum, eins og kappakstursleikir, skotleikir og flestir íþróttaleikir. Svo eru und- antekningarnar. Nýlega sögðum við frá íþrótta- leik frá EA, þar sem spilarinn reynir fyrir sér í listdansi á skaut- um og ekki er langt síðan veiði- leikur, þar sem bráðin var hjartar- dýr, sló öll sölumet. Nú er að koma út leikur fyrir PC þar sem spilar- inn stjórnar svifdreka og flýgur hljóðlaust um loftin blá. Leikjafyr- irtækið Wilco Publishing, sem er að framleiða þennan svifdrekaleik, ætlar leikinn fyrir hinn gríðar- stóra markað áhugamanna um flugherma. Leiknum svipar þannig til flugherma eins og Microsoft Flight Simulator og Looking Glass flight, þar sem ná- kvæmni og athyglisgáfa leika stórt hlutverk. Hvort leikurinn fær náð fyrir augum byssuglaðra hraða- fíkla, eins og stór hópur leikjaunn- enda virðist vera, er alls óvíst. Tölvuveiði í sama útjaðrinum er annar leik- ur sem er að koma út þessa dagana en það er leikurinn Trophy Bass 3D, sem snýst um stangaveiði, ótrúlegt en satt, og er sá þriðji í seríu. Sería þessi kemur frá tölvuleikjafyrirtæk- inu Sierra og seldust fyrirrennarar Trophy Bass 3D gríðarlega vel. Það er greinilegt að stór er markaður fyrir tölvuleiki sem þessa og kannski fáum við einhvern tímann að reyna nýjasta smellinn fyrir PlayStation í Japan, sem er fyrstu persónu fjallgönguhermir. -snogun Leikjavefurinn IGN: Fjórir bestu akstursleikirnir - Gran Turismo á toppnum Leikjavefurinn IGN fjallar um allar helstu leikjatölvurnar og hefur gert lista yfir bestu akstursleikina fyrir PlayStation. Á listi þessi að vera leiðbeinandi fyrir þá sem hafa nýlega komist yfír PlayStation leikjatölvu. Leikurinn i fyrsta sæti er Gran Turismo. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þvi sá leikur setti ný viðmið í því hvemig á að búa til kappakstursleik. I annað sætið var settur leikurinn R4, Ridge Racer Type 4, sem er ansi skemmtilegur en á allt annan hátt en GT. Hér ræð- ur mestu hraði og óraunverulegir aksturseiginleikar, sem margir hafa gaman af. Wipeout XL er i þriðja sæti. Hann er ólíkur öllum öðrum kappakst- ursleikjum því spilarinn fær að stjóma eins konar fljúgandi mótor- hjólum sem eru einnig búin vopn- um. Þeir sem til þekkja álíta þetta einn besta tveggja manna leik sem til er á PlayStation. Fjórða sætið skipar Need for Speed: High Stakes, fjórði leikurinn í Need for Speed seríunni. Need for Speeck High Stakes inniheldur alls kyns aukaleiki sem gera hann áhugaverðan. Meðal annars er hægt að elta ökuníðinga eða taka að sér hlutverk ökuniðings á flótta undan lögreglu. Vafalaust myndi einhver bæta hinum nýútkomna Driver við þennan lista. Hægt er að skoða list- ann nánar á www.ign.com. -snogun A síðasta ári þessa árþúsunds kanna DV, Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir það eru að mati íslendinga sem skarað hafa fram úr og hvaða atburðir hafa sett hvað mestan svip á síðustu 1000 árin í sögu íslands. Eftirtaidir einstaklingar fengu flestar tilnefningar: Jóhannes Sveinsson Kjarval Einar Benediktsson Jón Sigurðsson Vigdís Finnbogadóttir Guðrún Katrín Þorbergsdóttir Halldór Kiljan Laxness Nú stendur yfir val á PERSÓNULEIKA árþúsundsins og lýkur því fimmtudaginn 15. júlí. Niðurstöður verða kynntar fimmtudaginn 1. júlí. Taktu þátt á www.visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.