Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Side 2
i8 umhverfi MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1999 Sjóðið fíflana Hér er umhverfisvæn og mjðg áhrifarík leiö til aö losna viö fíflana úr grasflötinni: Takiö þá upp úr moldinni og reyniö aö krafsa upp eins mikiö af rótinni og hægt er. Þá skal láta renna sjóöandi heitt vatn í könnu og hella ofan I holuna sem mynd- ast eftir fífilinn. Ræturnar sem eftir eru drepast af hitanum en grasiö nær sér fljótt á strik á nýjan leik. Þetta er miklu árang- ursríkara en margan grunar. Bananaskó- áburður Hægt er að nota innviöi úr bananahýöi sem skóáburð. Hýöiö er einfaldlega tekiö og nuddaö yfir yfirborö skósins. Þá veröa eftir nokkrar tægjur sem svo eru þurrkaöar af. Eftir verö- ur fitulag sem gefur skónum glans. Þó ber aö athuga aö þessi áþurður á ekki viö á allar skógerðir. Varast ber aö setja þetta á t.d. rúskinnsskó en þessi áburður er góöur og gild- urfyrir þá skó sem þurfa fiturík- an áþurö. Umhverfisvænn ofnhreinsir Ofnhreinsar eru margir mjög sterkir og slæmir fyrir umhverf- iö. í staö þeirra má nota matar- sóda og vatn. Blandið saman matarsódanum og vatninu þannig aö þetta veröi aö mauki og skrúþþiö síöan ofninn aö innan með þessu. Salt og edik gegn stíflum Þegar niöurföil stíflast er oft ekki um annaö aö ræöa en aö nota eitraöa stífluleysa sem geta veriö hættulegir ef ekki er fariö gætilega meö þá. Tvær hættu- minni, einfaldari og um- hverfisvænni leiðir eru þó til aö settu marki. í fyrsta lagi má nota hálf- an bolla af salti sem er hellt ofan í niöurfalliö og síöan er heitu vatni hellt strax á eftir. Hin aöferöin er aö setja handfylli af bökunar- sóda og hálfan bolla af vínediki í niöurfalliö og loka því í eina mínútu. Síöan má skola niöur- fallið. Klórið burt Klór er baneitrað efni og eyðileggur flest éfni sem þaö kemst í tæn viö. Klór þrennir t.d. húö mjög illa og er stórhættulegU. umhverfinu. í staö þess má notaliorax eöa matarsóda. Púsundum tonna af uppgraeösluefnum en hent: 200 milljónum kastaö á glæ Jóna Fanney Friðriks- dóttir er fram- kvæmdastjóri Gróð- urs fyrir fólk í land- námi Ingólfs og verk- efnisstjóri umhverfisátaksins Skila 21. Hún féllst á að koma í viðtal og segja lesendum aðeins frá sjálfri sér og viðhorfum sínum til umhverfismála. Hún segir að við íslendingar þurfum að taka til hendinni í um- hverfismálum og gæta aðeins bet- ur að því sem við hendum. „Við í Gróðri fyrir fólk höfum reiknað út að á suðvesturhorni landsins falla til 200 þúsund tonn af lífrænum úrgangi. Þetta magn er jafnvirði 200 milljóna króna á ári. En það er aðeins lítið brot af þessu sem er endurnýtt enn sem komið er og við verðum að breyta því.“ Jóna segir að ef allur áburðurinn sem fellur til á suðvesturhorni lands- ins væri nýttur til að sporna gegn jarðvegseyðingu væri hægt að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda hérlendis um fimm til átta prósent. Það er mikill hluti þeirr- ar losunar sem við íslendingar vildum fá aukalega þegar Kyoto- bókunin var gerð. Börnin ótrúlega móttækileg En hvað getur hinn venjulegi borgari gert til að vera umhverfis- vænn í verki? „Það er ýmislegt sem hægt er að gera. Ég vil til dæmis hvetja alla til að endur- vinna pappír, dagblöð, fernur og rafhlöður, svo eitthvað sé nefnt. Það er hægt að kippa fernunum og pappírnum með sér um leið og maður kaupir í matinn því það eru gámar við næstum alla stór- markaði. Þetta er mjög auðvelt og fækkar ferðum með ruslapokana út í tunnu. Flestir sem ég þekki gera þetta og ég er mjög bjartsýn á að við séum að taka okkur á í um- hverfismálum. Svo er nauðsynlegt að huga að því sem fer niður í vaskinn á heimilinu og gott að huga að því að nota vistvænt þvottaefni. Þetta skiptir allt máli og hugarfarið er að breytast í rétta átt. Sem dæmi get ég sagt frá því að um daginn ætlaði ég að fara að henda mjólkurfernu í ruslið í stað þess að ganga frá henni til endur- vinnslu. Börnin mín voru hins vegar fljót að sjá þetta og heimt- uðu að ég tæki fernuna upp úr ruslinu og setti hana á réttan stað. Að sjálfsögðu gerði ég það. En þetta sýnir hvað börn eru opin fýr- ir umhverfisvernd og mér fmnst að skólakerfíð ætti að fræða böm- in um umhverfismál því þau eru ótrúlega móttækileg fyrir þvi.“ Urðun á garðaúr- gangi mengar En hver er flöskuhálsinn í því að fólk fari almennt að flokka sorp á heimilum sínum? „Það er kerfíð sjálft sem er seinvirkt. Tilrauna- verkefni sem hafa verið gerð hér á landi hafa sýnt að almenningur hefur mikinn áhuga á að flokka sorp og sem verkefnisstjóri Skila 21 hef ég einnig fundið mikinn áhuga frá fyrirtækjum. Flokkun er hins vegar gagnslaus ef ekki er til staðar tvöfalt sorpkerfi sem tekur við lífrænum úrgangi og öðru sorpi í tvennu lagi. Þegar svo er komið er hægt að nota lífrænan úrgang í jarðvegsgerð og minnka urðun á sorpi sem getur verið kostnaðarsöm." Hvað áttu við með tvöföldu sorpkerfi? „Það er kerfi sem kallar á tvær ruslatunnur inni og tvær úti. Þá er matarleif- um og öðrum lífrænum úrgangi hent t.d. í grænu tunnuna og öðru rusli hent í gráu tunnuna. Þetta er mjög auðvelt og einfalt. Nú er nýr umhverfisráðherra tekinn til starfa og hún er mjög áhugasöm um þetta. Ég vona að þetta kerfi verði tekið upp sem allra fyrst. Það er mjög mikilvægt því ef lif- ræn efni, eins og til dæmis garða- úrgangur eða matarleifar, eru urð- uð geta þau mengað vatn á urðun- arstaðnum. Auk þess verður til metangas sem er mun verri gróð- urhúsalofttegund en t.d. koldíoxíð sem kemur frá bílum.“ Fóru með ruslið út í garð Jóna bjó í mörg ár í Berlin í Þýskalandi og stundaði þar nám. Fyrst þegar hún kom skildi hún ekkert í því að hvarvetna sá hún fólk sem fór með fotur fullar af rusli út í garð. „En auðvitað gerði ég mér fljótlega grein fyrir því að þarna var fólk sér miklu meira meðvitandi um umhverfi sitt en hér heima og skilaði aftur því sem það hafði notað til náttúrunnar. Þarna þekktist jafnvel að plast- burðarpokar væru gataðir svo að fólk noti þá ekki í ruslafoturnar sínar. Það þýðir að almenningur þarf að nota vistvæna plastpoka undir ruslið. Vinir mínir slökktu jafnvel á bílunum sínum á rauðu ljósi og mér fannst þetta allt mjög skrítið til að byrja með. Svo vand- ist ég þessum hugsunarhætti og fannst hann sjálfsagður." Jóna Fanney hefur fest kaup á landi fýr- ir austan og dvelur þar oft við að stinga niður rofabörð, planta trjám og bæta umhverfið. Hvernig er sú tilfinning? Jóna brosir breitt. „Þetta finnst mér alveg frábært. Mér finnst ég vera hluti af náttúr- unni og gegna ákveðnu hlutverki í að snúa við þróuninni. Þetta er mannbætandi og gefúr manni mik- ið.“ -HG Allin geta stuðlaö að náttúnuvennd: Skil 21 fellun í góðan japðveg Samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, Línuhönnun og Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000 standa að verkefni um þessar mundir sem nefnist Skil 21. Tilgangurinn er að stuðla að betri nýtingu þess lífræna úrgangs sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu aft- ur inn í hringrás náttúrunnar, enda er hugmyndin sú að stuðla að auk- inni sjálfbærri þróun hér á íslandi. Nú þegar hafa tólf fyrirtæki gerst þátttakendur í þessu verkefni en gert er ráð fyrir að almenningur og íbúasamtök af ýmsum toga geti einnig verið með. Þátttakendur í Skilum 21 koma meö úrgangsefni til jarðvegsgerðar en undanfarin ár hefur verið vandkvæðum bundið að losna við slík efni á auðveldan hátt. Gámaþjónustan hf. tekur við úr- ganginum, sem er síðan á um tólf vikum breytt i massa sem er ríkur af nauðsynlegum næringarefnum fyrir gróður. Hann er svo hægt að nota við uppgræðslu eöa til að bæta eigin garð. Fyrsta farminum af moltu hefur nú þegar verið ekið á land við Úlfarsfell við Vesturlands- veg. Þar myndar hann þunna, nær- ingarríka jarðvegshulu sem getur tekið náttúruna mörg ár að mynda. Ekki er vanþörf á, því að ísland er mesta eyðimerkurland Evrópu og helsta vandamál okkar í umhverfis- málum er gróður- og jarðvegseyð- ing. Aldrei í sögunni hefúr gróður- lendi íslands verið minna að flatar- máli. Skilum 21 er ætlað mikilvægt hlutverk í aö snúa þeirri þróun viö á næstu öld. -HG Steindópsppent-Gutenbepg ehf.: Meiri prentgæði, engin spilliefni Prentsmiðjan Steindórsprent- Gutenberg ehf. er eitt fárra fyrir- tækja sem tekur þátt í verkefninu Skil 21 sem er verkefni sem lýtur að því að stuðla að hreinna og betra umhverfi. Sem liður í þessum mál- um var nýverið tekin í notkun ný tækni við framköllun. í staöinn fyr- m að nota fixer, framkallara og vatn, eins og gert hefur verið, þá var í tengslum við verkefnið tekin í notkun svokölluð þurrframköllun. Á þann hátt hefur verið hætt að eyða um 15-20.000 lítrum af spilli- efnum á ári eins og gert var. Á þessu ári eru umhverfísmál í sér- stöku átaki innan fyrirtækisins og stefnt er að því að koma á full- kominni flokkun alls úrgangs sem til fellur frá vinnslunni. Öllu spilli- efni er eytt en flokkun þess hefur hingað til ekki verið jafn viðamikil og stefnt er að með Skil 21. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.