Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 5
FTra umhverfi 21 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 Sódalyktareyðir Matarsódi er til margs gagn- legur, því hann bindur óhrein- indi mjög vel. Hann má meira aö segja nota sem svitalykt- areyöi. Þá er honum stráö á blautan þvottapoka og þurrkaö yfir húðina. Ef gleymst hefur aö kaupa tannkrem úti í búö má einnig nota matarsóda í staö- inn, þótt ótrúlegt megi virðast. Fýlubani Setjiö edik á disk eöa glas og þaö drekkur í sig lyktina. Ef um er aö ræöa lykt í lokuöum skáp- um, t.d. ísskáp, má nota matar- sóda í sama tilgangi. Umhverfisvæn teppahreinsun Gott ráð til aö hreinsa teppi er að strá boraxi eöa matar- sóda á gólfiö og ryksuga þaö síöan. Drukknir sniglar í mörgum göröum eru sniglar vandamál. Þeir éta t.d. og skemma matjurtir. Hægt er aö losna viö þá meö ein- földum aö- feröum í staö þess aö eitra fyr- ir þeim. Helliö pilsner eöa bjór í skál og grafiö hana ofan í moldina þannig að brúnirnar nemi viö yf- irborö moldarinnar. Sniglarnir sækja í bjórinn og detta ofan í og drukkna. Svo er bara aö heröa upp hugann og koma þeim fyrir næsta dag. Baðherbergis- hreinsir Á baöinu myndast oft erfiðir blettir sem erfitt er aö þrífa nema meö sterkum hreinsiefn- um. í staö þeirra má nota borax og vatn sem blandaö er saman og makað á óhreinindin. Þetta er látiö standa í klukkutíma og svo þrifið af. Einnig má nota bökunarsóda og skrúbb. (0 o E c æ > cn <D > -C E 3 260 flöskur og dósir á mann ' íslendingar drekka mikiö gos eins og alþjóö veit. Hver einasti íslendingur drekkur að meöaltali úr 114 plast- flöskum, 107 áldósum og 39 glerflöskum á ári og verður af þessu mikiö magn sorps. Ljósi punkt- urinn er sá aö íslendingar eru mjög duglegir að skila inn gosdrykkjaum- búöum en yfir 86% af öll- um umbúöum rata í end- urvinnslu. Áldós sem skilað er inn til endur- vinnslu er 4-6 mánuöi á leið til nýs gosþambara. Silfrið sem nýtt Silfurfægilegir eru oft meiö umhverfisspillandi efniuri og er gott ráö að prófa aö nota kalt vatn og matarsóda til að þrifa silfur. Athugiö ao nota alls ekki heitt vatn, því þá dökknar silfriö. Árbœjarlaug: Reksturinn tekinn í gegn Asíðasta ári var lokið við um- hverflsúttekt í Árbæjarlaug sem stóð yfir í um hálft ár. Var fyrirtækið eitt af fjór- um hjá Reykjavíkurborg sem valin voru til úttektar. Verkefnið var unnið í samvinnu við Iðntækni- stofnun og var farið í gegnum alla þætti' rekstursins, t.d. alla orkunotk- un, alla eyðslu, flokkun sorps og kannað hvar væri hægt aö spara. í kjölfar úttektarinnar var gæða- og umhverfisstefna Árbæjarlaugar gerð. Að sögn Stefáns Kjartanssonar hjá Árbæjarlaug virkaði þetta sem Umhverfisstefna Árbæjarlaugar 1 - tryggja öryggi gesta og veita fyrsta flokks þjónustu. I - að baðvatnið uppfylli ströngustu kröfur um gæöi og heilnæmi og 1 hreinlæti sé ávallt til fyrirmyndar. I - vinna gegn sóun á rafmagni, heitu og köldu vatni. 1 - flokka og takmarka þaö sorp sem fer til uröunar eins og hægt er. 1 - stilla notkun klórs í hóf án þess aö þaö komi niður á heilbrigöi gesta || eöa gæðum vatnsins. B - gæta þess að umhverfisáhrif af völdum skaðlegra efna séu sem f allra minnst og tryggja skal aö þau hreinsiefni sem notuö eru uppfylli f| lagalegar kröfur. I - halda ytra umhverfi laugarinnar hreinu og snyrtilegu. I - stefna Árbæjarlaugar sé kynnt og hún endurskoðuö árlega. vítamínsprauta á reksturinn og á einu ári náðist t.d. að spara 6-700 þúsund krónur í rafmagnskostnað. „Eftir þessa úttekt erum við farin að fylgjast miklu betur með öllum þáttum rekstursins, t.d. með því aö láta ekki vatn renna að óþörfu, þó við spörum alls ekki um of,“ segir Stefán og brosir við. -hdm Síminn þakkar öllum sem hafa stutt umhverfisstefnu hans og tekið þátt í átakinu Skil 21 með því að skila gömlu símaskránum inn til endurvinnslu. i Síminn kappkostar að ganga vel frá jarðsímalögnum, fjarskiptamannvirkjum og öllum öðrum framkvæmdum sem hann kemur nálægt og vill starfa í sátt við skipulagsyfirvöld, sveitarstjórnir og almenning. Síminn á 200 bifreiða flota og mælir reglulega útblástur bifreiðanna og stefnir að því að í haust verði allir bílar sem eingöngu sinna innanbæjarakstri á harðkornadekkjum, sem eru umhverfisvænni en venjuleg dekk. Einnig hefur fyrirtækið fest kaup á rafbíl í tilraunaskyni. Með þátttöku í verkefninu Skil 21, hyggst Síminn fá allt að 500 tonn af pappír (símaskrám) sem notaður verður til jarðvegsgerðar og nýttur við uppgræðslu. Tekið er á móti ónýtum rafhlöðum úr farsímum í þjónustumiðstöðvum Símans. Síminn þakkar starfsfólki sínu vel unnin störf í þágu umhverfisvemdar og landsmönnum þátttöku í Skil 21.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.