Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 6
22 umhverfi MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 Myglu- hreinsun Oft er erfitt aö hreinsa burt '>1 myglu en ágætt ráö er aö blanda saman hálfum bolla af ediki og hálfum bolla af boraxi og blanda meö volgu vatni. Þessi blanda gagnast vel viö aö þrífa mygluna í burtu. Sítrónu- og ólífubón Góö uppskrift aö bóni á gólf- in er aö nota hálfan bolla sítrónusafa og einn bolla af ólífuolíu eöa matarolíu og blanda saman. Lögurinn er síö- an notaður eins og hvert annað bón. I\lýr uppþvottalögur Umhverfisvænn uppþvotta- lögur er þess viröi aö prófa hann. Blandið saman einum hluta boraxi og einum hiuta r þvottasóda og vaskiö upp eins og venjulega. Langlífir filterar Reykingafólk skilur eftir sig mikiö af stubbum. Manneskja sem reykir einn pakka á dag skilur eftir sig 7300 stubba á ári. Hvern þess- ara stubba tek- ur fimm áratugi aö eyöast, en þaö er svipaöur tími og meðal- aldur fólks er í Rússlandi. Ódýrara mýkingarefni Margir nota dýr mýkingarefni í þvottinn en þau efni eru oft ekki mjög umhverfisvæn þó framleiðendur gefi sig út fyrir aö þau séu þaö. Hægt er aö slá tvær flugur í einu höggi, vera umhverfisvænn og spara, meö því aö setja I staðinn einn bolla af hvítu ediki eöa 1/4 bolla af matarsóda í vélina. Tóbak gegn blaðlús Margir eitra fyrir blaðlús sem étur blööin af trjám. Henni má verjast meö því aö nota tóþakslög í staöinn. Notaður er einn pakki af píputóbaki sem soöinn er í 15 mín- útur í 3 lítrum af vatni. Þá er tóbakiö sigtaö frá og allur vökvi kreistur vel úr því. Lögurinn er svo þlandaður meö vatni I hlutföllunum 1 á móti 9. Þetta hefur reynst mjög vel í barátt- unni viö lúsina. Heitt vatn gegn lirfum og eggjum Vökvun meö sjóöandi heitu vatni drepur lirfur og snigla og eyöileggur egg þeirra sem kunna aö leyn- ast í moldinni í garöinum. Þó verður aö gætf fyllstu varúöar aö brenna ékki nærliggjandi plöntur. Landssíminn: 500 tonn af sírma- skrárri fá nýtt hlutvenk - við uppgraeðslu landsins, segin Olafun Stephensen Landssíminn á sér langa sögu og djúpar rætur I vitund þjóðarinnar. Frá árinu 1906 hefur fyrirtækið veitt lands- mönnum nýjustu fjarskiptaþjónustu á hverjum tíma og verið mikilvæg tenging þeirra við umheiminn. Landssími íslands leggur áherslu á að rekstur fyrirtækisins sé í góðri sátt við umhverfíð. Þátttaka í verk- efninu Skil 21 er liður í þessari við- leitni fyrirtækisins og vonast Sím- inn til að geta þannig virkjað bæði starfsfólk sitt og viðskiptavini í þágu umhverfisvemdar og góðrar umgengni við landið. Við báðum Ólaf Stephensen, forstöðumann upp- lýsinga- og kynningarmála, að segja frá umhverfisvemdunarmálum fyr- irtækisins. í sátt við umhverfið „í fjarskiptarekstri fellur eðli málsins samkvæmt lítið til af hættulegum efnum eða úrgangi. Miklar framkvæmdir em hins veg- ar á vegum Símans um allt land og fylgir þeim stundum nokkurt rask. Við allar slíkar framkvæmdir höf- um við kappkostað að valda sem minnstu ónæði og ganga til dæmis vel frá jarðsímalögnum þannig að þeirra sjáist helst engin merki í gróðurþekjunni að ári liðnu. Við uppsetningu fjarskiptamannvirkja er þess gætt í hvívetna að þau falli sem best að umhverfinu og sé kom- ið fyrir í sem mestri sátt við skipu- lagsyfirvöld, sveitarstjómir og al- menning. Segja má að Síminn hafi unnið stórátak í umhverfismálum á síðustu áratugum, þegar símalagnir um allt land vom grafnar í jörð og loftlínur rifnar þannig að sjónmeng- un af þeirra völdum er úr sögunni," segir Ólafur. Umhverfisvænn bifreiðarekstur „Landssíminn á um 200 bifreiðar og kappkostar að rekstur þeirra sé sem hagkvæmastur og umhverfis- vænstur. Keyptur hefur verið bún- aður til að gera reglubundnar mæl- ingar á útblæstri frá bifreiðunum í því skyni aö draga úr loftmengun. Þá höfum við sett okkur það mark- mið að í haust verði allar bifreiðar fyrirtækisins sem eingöngu eru í innanbæjarakstri á harðkorna- dekkjum. Talið er að á hverjum eknum kílómetra rífi venjuleg fólks- bifreið á nagladekkjum upp 27 grömm af malbiki. Bílar Landssím- ans aka um 3,3 milljónir kílómetra á ári og er ljóst að verulega má draga úr mengun með notkun harðkorna- dekkjanna. Jafnframt hefur í til- raunaskyni verið keyptur rafbíll til Fyrirtækið Gámaþjón- ustan var stofnað árið 1983 og hóf starfsemi sina árið eftir. Starfs- svið fyrirtækisins er víðfemt og má þar nefna almenna sorphirðu, leigu á sorpgámum, vinnuskúrum, færanlegum salem- um og færanlegum girðingum, söfn- un spilliefna og úrgangs. Einnig stendur Gámaþjónustan fyrir flutn- notkunar á höfuðborgarsvæðinu. Við fylgjumst vel með þróuninni í framleiðslu rafbíla og gasbila með það fyrir augum að gera bílaflotann enn umhverfisvænni.“ ingi á vinnuvélum, endurvinnslu og ráðgjöf. Fyrirtækið hefur á að skipa rúmlega 2000 gámum og 20 sérhæfð- um flutningabílum af öllum stærð- um og gerðum. Starfsmenn eru um 50. Tvær flugur í einu höggi Gámaþjónustan hefur unnið að Gamla símaskráin nýtt „Fyrirtækið hefur um nokkurra ára skeið flokkað pappa, timbur og málma frá öðrum úrgangi og komið til endurvinnslu. Með þátttöku í átakinu Skil 21 sem nýverið var hrundið af stað verður enn frekari flokkun úrgangs tekin upp og líf- rænn úrgangur notaður í verkefn- inu. Mestu munar að fyrirtækiö hef- ur frá því í vor þegar ný skrá kom út boðið viðskiptavinum sínum upp á að skila gömlu Símaskránni aftur til fyrirtækisins. Pappírinn úr gömlu skránni er notaður til jarð- gerðar á vegum verkefnisins Skil 21 og þannig fá allt að 500 tonn af síma- skrám nýtt hlutverk við upp- græðslu landsins, verða verðmæti í stað sorps.“ Farsímarafhlöðum skilað inn Er von á einhverjum nýjungum frá Landssimanum í umhverfisvernd á nœstunni? „Það sem helst ber að nefna er að á næstunni stendur til að bjóða far- símanotendum upp á að skÚa göml- um rafhlöðum úr farsímum til okk- ar. Með þessari þjónustu má koma í veg fyrir mikla mengun. Þá má ekki gleyma öflugri þátttöku Símans í Græna hemum sem fer um landið í sumar og tekur til hendinni í um- hverflsmálum. Annars hefur verið svo mikil uppsveifla í umhverfis- vernd á íslandi að sífellt má eiga von á nýjungum sem koma öllum til góða,“ segir Ólafur. því að finna leiðir til að endurvinna lífrænan úrgang til þess að minnka þann úrgang sem fer til förgunar. Framleiddur er lífrænn áburður sem nota má til hvers kyns ræktun- ar. Þannig em tvær flugur slegnar í einu höggi, sorp til urðunar er minnkað um leið og stuðlað er að uppgræðslu í þéttbýli og dreifbýli. Gámaþjónustan hefur staðið fyrir útgáfu á ýmiss konar bæklingum til að auðvelda fólki flokkun og stuðla að aukinni endurvinnslu. Fyrirtæk- ið sér um alla söfnun og flutninga á einn stað í útjaðri þéttbýlisins. Þar er t.d. matarleifum blandað saman við aðra efnaflokka svo sem pappír og trékurl. Með blöndun fæst hent- ug samsetning og jarðgerðin gengur fljótt og örugglega. -hdm -hdm Gámaþjónustan: □regið úr úrgangi til förgunan ■ttl tyfbwMYiAait fr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.