Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Blaðsíða 7
umhverfi 23 a MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 Sorpa: Meöferö sorps hafi sem vægust umhverfisáhrif Árið 1988 var byggðasamlagið Sorpa stofnað. Fyrir þann tíma hafði ástand í sorpeyðingarmálum verið í miklum ólestri og ekki í samræmi við það sem var að gerast í löndunum í kringum okkur. Öllum úrgangi sem nöfnum tjáir að nefna var hent á opna hauga. Stofnun fyrirtækis sem taka myndi á þessu mikla vandamáli var því nauðsynleg og í raun kærkomin. Allt frá upphafi hefur Sorpa tekist á við margvísleg verkefni og fram- kvæmdir af ýmsum toga. Unnið hefur verið að því að koma umhverfis- og endurvinnslumálum í viðunandi horf miðað við stefnu sveitarstjórnanna og kappkostar Sorpa að fylgjast vel með öllum þeim nýjungum sem eiga sér stað á sviði sorphirðumála, endur- vinnslu, svo og öðru sem tengist þess- um málaflokki. Endurnýtingu þarf að auka Nú lætur nærri að 85% alls sorps á íslandi fari um flokkunarstöðvar og stöðvar sem farga sorpi og hafa til þess starfsleyfi. Sumt af sorpinu, eink- um spilliefni og endurnýtanleg efni, er sent til útlanda. Annað er endur- nýtt innanlands, t.d. mikið af tré, svo- lítið af gúmmíi, dálítill pappir og nokkuð af lifrænum leifum. Endur- nýtinguna þarf að auka. Öllu öðru sorpi er fargað endanlega. Víða er sorpinu þá brennt en það er ekki gert hjá Sorpu. Sorp sem Sorpa meðhöndl- ar og ekki er sent utan eða nýtt er urðað eftir flokkun og böggun. Við böggun er sorpi þjappað saman og það síðan reyrt í stóra bagga með vír. Böggunum er staflað upp i reinar og jarðvegi mokað yfir. í hann er sáð grasi og oft er trjágróðri plantað þar líka. Böggunin leiðir til betri landnýt- ingar og minni umferðar flutninga- bíla. Að meðhöndla sorp í sátt við umhverfið Sorpa er stærst ailra móttöku-, flokkunar- og endurvinnslustöðva í landinu. Stöðin er í Gufunesi í Reykjavík í 5600 fermetra húsnæði. Sorpa starfar á öllu höfuðborgarsvæð- inu og í nágrenni þess, frá Kjalamesi til Hafnarfjarðar. Auk aðalmóttök- unnar rekur fyrirtækið átta endur- vinnslustöðvar á svæði sinu. Hlutverk Sorpu er að taka á móti fóstum úrgangi á vinnslusvæðinu, flokka hann, endurnýta eftir því sem unnt er og ganga frá honum sam- kvæmt lögum, reglum og hagkvæmni á hverjum tíma. Markmiðið er að meðferð sorps hafi sem vægust um- hverfisáhrif og kenna fólki um leið að meðhöndla sorp í sátt við umhverfið. Að fyrirtækinu standa Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Bessa- staðahreppur og þar eru 73 stöðugildi. Ársveltan er 800 milljónir króna. Urð- unaraðstaöa Sorpu er í Álfsnesi við Kollafjörð. Til Sorpu berast um 106 þúsund tonn af sorpi á ári. Þar af eru 58 þúsund tonn heimilissorp eða 55% en 48 þúsund tonn af sorpi er frá at- vinnustarfsemi eða 45%. íbúafjöldi á svæði Sorpu er um 168 þúsund manns. Hvað enu gróð- unhúsaáhnif? ikiö hefur verið rætt um hin svokölluðu gróðurhúsaá- hrif sem eina af afleiðingum mengunar. En hvað eru gróðurhúsaáhrif? Nafnið er til komið vegna þess að lofthjúpur jarðar gegnir svipuðu hlutverki og gler í gróðurhúsi. Innan glersins safnast hiti og margir gróðurhúsaeigendur þekkja það að þegar sólin skín á köldum vordögum getur hitinn þar orðið hár þrátt fyrir að'kalt sé í veðri. Þetta er svipað og gerist með lofthjúp jarðar. Hann skipt- ist i mörg hvolf og hleypir í gegnum sig sýnilegri sólargeislun en heldur inni miklum hluta af þeim hita sem kemur frá yfirborði jarðar. Hann gleypir einnig skaðlega geislun frá sólu. Aukin loftmengun hefur þau áhrif að samsetning lofthjúpsins breytist sem getur breytt loftslagi á jörðunni. ísland óbyggilegt? Án lofthjúpsins væri meðalhitastig á jörðinni um -18’C en ekki 15’C. Þessi áhrif lofthjúpsins eru forsenda núver- andi dýralífs á jörðinni en vandamálið er að þessi áhrif eru að verða meiri en góðu hófi gegnir. Því fer hitastig hækk- andi á jörðunni sem hefur ýmis vanda- mál í fór með sér. Heimskautaís bráðn- ar og veldur því að sjávarborð hækkar. Flóðahætta eykst á mörgum þéttbýlum og fijósömum svæðum í heiminum, gróðurbelti gætu færst til og breyting- ar geta orðið á sjávarstraumum í haf- inu og seltustigi þess. Margir fræði- menn spá því að ef andrúmsloftið held- ur áfram að hitna geti Golfstraumur- inn, sem gerir ísland byggilegt, sveigt af leið. Enn mehi áhyggjur hafa íbúar Kiribati-eyja í Suður-Kyrrahafi. Tvær þessara 29 eyja eru þegar sokknar og hinar eru á sömu leið. Þetta gerist vegna gróðurhúsaáhrifa sem orsaka hærra yfírborð sjávar. íbúar þeirra eiga ekki í nein hús að venda því að varnarmúr kringum eina af þessum eyjum myndi kosta 100 milljónir Bandarikjadala og efnahagur þjóðar- innar kemur í veg fyrir slíkar stór- framkvæmdir. Uppgræðsla lykilatriöí Tvær leiðir eru að því takmarki að minnka magn gróðurhúsalofttegunda i andrúmsloftinu. Að minnka losun þeirra eða binda þær í plöntum. Jurtir og tré ganga fyrir koldíoxíði, rétt eins og við þurfum súrefni, og binda mikið magn af því. Þess vegna er uppgræðsla mjög mikilvægur þáttur í allri um- hverfisvemd, ekki síður en viðleitni fólks til að menga minna. HG Olíufélagiöhf www.esso.is Nýir bensínbrúsar hjá ESSO Olíufélagið hf. hefurtekið í notkun nýja 5 lítra bensínbrúsa sem er liður í þeirri stefnu Olíufélagsins að stuðla að hreinu og öruggu umhverfi í tengslum við starfsemi félagsins. Nýju brúsarnir eru einkar handhægir og úr sterku plastefni með sveigjanlegum stút og traustu loki sem kemur í veg fyrir að innihaldið geti runnið úr þeim fyrir slysni og að bensín slettist á fötin. Öruggir, umhverfisvænir og þægilegir Viðskiptavinir munu framvegis fá bensínið afgreitt á nýju 5 lítra brúsunum sem eru í senn handhægir, öruggir og umhverfisvænir. Olíufélagið hf. hlautádögunum umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisinsl998. Hver brúsi kostar 500 kr. sem fást endurgreiddar ef honum er skilað. * -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.