Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1999, Side 8
24 umh verf i MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 SVR hefur nýveríð mótað sér umhverfisstefnu og býður þjónustu sem hvetur til þess að fóik ferðist saman og mengi minna. DV-mynd Pjetur Strætisvagnar Reykjavíkun: ímyndin venði tengd jákvæðum áhnifum á umhverfið segin Jóhannes Sigurðsson Sumarið 1997 var ákveðið að fjög- ur fyrirtæki á vegum Reykjavíkur- borgar tækju þátt í verkefni sem fólst I að framkvæma umhverfisút- tekt og móta stefnu í umhverfismál- um. Eitt af þessum fyrirtækjum var Strætisvagnar Reykjavíkur og var verkefnið unnið með aðstoð ráð- gjafa frá Iðntæknistofnum íslands. Stofnaður var umhverfishópur hjá fyrirtækinu og hófst verkefnið á að haldið var námskeið fyrir hópinn. Fyrsta verkefnið hjá hópnum var svo að framkvæma umhverfisrýni í fyrirtækinu þar sem starfsemin var greind eftir starfs- og/eða vinnslu- ferlum. Þegar vinnu við greiningu á núverandi stöðu var lokið var hafist handa við að móta umhverfisstefnu fyrirtækisins. Var hún unnin í sam- einingu af yfirstjóm fyrirtækisins og umhverfishópnum auk þess sem ráðgjafinn kom að vinnunni. Verði þekkt fyrir ábyrgð aagnvart umhverfinu Að sögn Jóhannesar Sigurðsson- ar, forstöðumanns þjónustusviðs SVR, er umhverfisstefnan í þremur liðum. Framtíðarsýn SVR er að ímynd fyrirtækisins verði tengd já- kvæðum áhrifum á umhverfið og fyrirtækið sé þekkt fyrir ábyrga starfsemi gagnvart umhverfinu. SVR býður þjónustu sem stuðlar aö því að fólk ferðist saman og mengi minna og vill stuðla að því að upp- lýsa almenning um framlag almenn- ingssamgangna til umhverfisvemd- ar. „í innra starfi skal stuðlað að því að starfsemi SVR hafi sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið. í því skyni era eftirfarandi megin- markmið sett fram og leiðir til að ná þeim skilgreindar: Að sýna gott for- dæmi í stjómun og framkvæmd á þeim þáttum starfseminnar sem fyr- irtækið hefur skilgreint sem mikil- væga umhverfisþætti. Þessir þættir eru orkunotkun, útblástur frá vögn- um, hljóðmengun og notkun og förg- un skaðlegra efna,“ segir Jóhannes. Ýmsar leiðir em nefndar til að ná fram þessum markmiðum eins og að setja strangar kröfur um um- hverfissjónarmið við kaup á nýjum vögnum, taka skal tillit til orkunýt- ingar við skipulagningu leiðakerfis og halda skal notkun skaðlegra efna í lágmarki og nota umhverfisvænar vinnuaðferðir. -hdm - •• --,ú *** •" Móttaka fyrir allt brotajárn Kaugtim alla málma endurvinnslustöð HHRINGRAS EHF ENDURVINNSLA Sími 581 4757 ■ Sundahöfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.