Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1999, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 15. júlí l' www.visir.is Iþróttir einnig á bls. 20, 21, 22 Örn Arnarson, sundmaðurinn snjalli úr Hafnarfirði, gerði það gott á Evrópumeístaramóti unglinga í sundi í Moskvu í gær en hann varð Evrópumeistari í 200 metra skriðsundi. Heiomar til Wuppertal veröur þriðji íslendingurinn hjá liðinu Heiðmar Felixson, handknatt- leiksmaður úr Stjörnunni, hefur skrifað undir samning við þýska A- deildarliðið Wuppertal. Frá þessu var skýrt á heimasíðu KA í gær. Heiðmar er 22 ára og án efa ein efnilegasta örvhenta skytta landsins en hann var í hópi markahæstu leikmanna 1. deildar í fyrra. Hann lék með KA til skamms tíma og hef- ur síðustu vikur spilað með Þórsur- um í 2. deildinni í knattspyrnu og átt drjúgan þátt í sigurgöngu þeirra í siðustu leikjum. Heiðmar verður þriðji íslending- urinn hjá Wuppertal næsta vetur en fyrir eru þeir Valdimar Grímsson og Dagur Sigurðsson. -VS Heiðmar Felixson í leik með Stjörnunni gegn IBV á síöasta keppnistímabili. Það varður mikil blóðtaka fyrir Garðabæjarliðið að missa Heiðmar. Hjalti til FH FH-ingar og Eyjamenn hafa náð sam- komulagi um félagaskipti Hjalta Jónsson- ar, knattspyrnumanns, úr ÍBV í FH. Hjalti er 20 ára gamall miðjumaður sem leikið hefur þrjá leiki með ÍBV í úrvalsdeildinni í sumar og alls 5 leiki með liðinu. Hann ætti að styrkja leikmannahópinn hjá FH-ingum sem eru að berjast i efri helmingi 1. deildarinnar. -GH Evrópumeistaramót unglinga í sundi: Orn tok gullið Örn Arnarson gerði það gott á Evrópumeistaramóti ung- linga i sundi i Moskvu í gær en hann var Evrópumeistari í 200 metra skriðsundi. Örn synti á 1:51,56 mín. og varð 14/100 úr sekúndu á undan pólskum sundmanni. Sigur Arnar var aldrei í hættu en hann leiddi sundið allan tímann. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar eignast Evrópumeistara á þessu móti. Brian Marshall, þjálfari Arnar, var ánægður með sundið og sagði hann Örn hafa synt af miklu öryggi. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir var hársbreidd frá því að komast í úrslit í 100 metra baksundi en hún varð í 9. sæti í undanúr- slitunum á timanum 1:06,12 mín., íslandsmet hennar í grein- inni er 1:05,61 mín. Jakob Jóhann Sveinsson hafnaði i 15. sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á 30,72 sekúndum. Sævar Örn Sigur- jónsson var 18. í sömu grein á 31,20 sekúndum. Þá varð Þuríður Eiríksdóttir í 22. sæti í 50 metra bringu- sundi og var aðeins 1/100 frá lágmarki í A-hóp Sundsambands- ins og íris Edda Heimisdóttir hafnaði í 27. sæti á 35,67 en báð- ar sundkonurnar bættu sig i þessari grein. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.