Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 1
Langþraður sigur Valsara "'"l EM unglinga í sundi: Örní öðru sætinu Örn Arnarson tvíbætti ís- landsmetið í 200 metra baksundi og varö í öðru sæti í greininni á Evrópumeistara- mótinu í sundi sem stendur yfir þessa dagana í Moskvu. Örn kom annar í mark í úr- slitasundinu á 2:01,13 mínútum en Steffen Driesen frá Þýska- landi varð Evrópumeistari á tímanum 2:00,69. Áður hafði Örn bætt gamla metið í undan- rásunum en hann synti þá á 2:01,21 mínútu. íslandsmetið, 2:01,13 mínútur, setur Örn í 12. sæti á heimslistanum sem gef- inn var út þann 12. júlí síðast- liðin. íris bætti stúlknametið Keflvíkingurinn íris Edda Heimisdóttir setti glæsilegt stúlknamet í 200 metra bringu- sundi þegar hún synti vega- lengdina á 2:36,67 mínútum. íris bætti fyrra met sitt um 1,25 sek- úndu og hafnaði hún í 18. sæti í sundinu. Þuríður Eiríksdóttir náði sér hins vegar ekki á strik og varð í 26. sæti á 2:46,45 mín- útum. Jakob í 9. sæti Hinn stórefnilegi Jakob Jó- hann Sveinsson varð í 9. sæti í 100 metra bringusundi. Hann kom í mark á 1:05,56 tnínútum sem er örlítið frá hans besta en engu að síður er þetta mjög góður árangur hjá Jakobi sem er meðal yngstu keppenda mótsins. Sævar Örn Sigurjónsson synti 100 metra bringusund á 1:08,05 mínútum. Hann bætti sig um 11/100 úr sekúndu og varð í 27. sæti. -GH Tiger Woods á marga aðdáendur og þeim gengur misjafnlega vel að halda aftur af sér. Þessi fáklædda mær gat ekki stillt sig um að heimsækja kappann á 18. flötinni í gær og ekki er annað að sjá en aöTigerinn hafi gaman af ðllu saman. Reuter Liðsauki til Leifturs Helgi Jónsscm, DV, Olafsfiiði: Lið Leifturs á Olafs- firði hefur fengið liðs- auka fyrir átökin fram undan. Á dögunum kom Eyðsteinn Skipanes, 23 ára gamall Færeyingur, til Ólafsfjarðarliðsins. Hann kom hingað fyr- ir tveimur vikum og hef- ur æft með Leiftri þann tíma. Hann er öflugur miðjumaður og spilaði með NSÍ áður en hann kom hingað. Reyndar var hann bara í fríi hér og því má segja að vista- skiptin hjá honum hafi komið snöggt upp á en færeyska deildin er I mánaðarfríi. Dani kemur í dag í dag kemur ~svo til Leiftursmanna Daninn Kenneth Tange sem leikið hefur með liði Holstebro. Hann er 21 árs gamall og hefur leik- ið 25 leiki fyrir Holste- bro sem féll úr dönsku A-deildinni 1 fyrra. -HJ Arngrímur kominn til Skallagríms Arngrímur Arnarson knattspyrnumaður er genginn til liðs við 1. deildar lið Skallagríms frá úrvalsdeildar liði Fram. Félagaskiptin eru þó aðeins tímabundin pví hann er á 3ja ára samningi hjá Fram og kemur til Safamýrarliðs- ins aftur í lok leiktíðár- innar. Arngrímur er sóknarmaður sem skor- aði 11 mörk fyrir Völs- ung í 2. deildinni á sið- asta tímabili. -GH Kvartað og kveinaö - kylfingar í gríðarlegum vandræðum á opna breska mótinu í golfi sem hófst í gær Allir bestu kylfmgar heims lentu í miklum vandræðum i gær er fyrsti hringurinn var leikinn á opna breska meistaramótinu í golfi. Aðstæður voru eins erfiðar og þær geta orðið, völlurinn í Carnoustie í Skoflandi mjög erfið- ur og veðrið leiðinlegt, rok sem gerði kylfing- unum mjög erfitt fyrir. Margir af bestu kylfmgum heims eru í neðstu sætum og verða að taka sig verulega á ef þeir ætla að komast í gegnum niðurskurð- inn eftir tvo hringi. Alveg er ljóst að mörg stór nöfn muni sitja eftir. Kylfingarnir báru sig illa og kvörtuðu og kveinuðu í öllum fjölmiðlum. Einstaka kylfmgur i fremstu röð náði þó að sýna sitt rétta andlit og leika vel. Lítt þekktur Ástrali, Rodney Pampling, lék best ailra, kom inn á 72 höggum, einu höggi yfir pari. Þjóðverjinn Bernhard Langer og Scott Dunlap frá Bandaríkjunum eru á tveim- ur höggum yfir pari í næstu sætum. Tiger Woods sagði eftir holurnar 18 í gær að dagurinn hefði verið mjög erfiður andlega. Ekkert mætti fara úrskeiðis og völlurinn krefðist rosalegrar einbeitingar frá kylfing- um. Tiger Woods er á meðal efstu manna á þremur höggum yfir pari og hann lenti i óvenjulegri aðstöðu á síðustu holunni þegar fáklædd yngismær hljóp í fangið á honum á 18. flötinni. „Ég heyrði Woosnam hlæja, leit við og sá þá fallega kvenmannsfætur. Hún faðmaði mig og gaf mér snöggan koss," sagði Tiger Woods um uppákomuna í lokin. -SK Sjá nánar á bls. 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.