Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. JÚLI 1999 Kio Alexander Briggs laus allra mála: Slaufusýkna Kio Alexander Ayomambele Briggs er frjáls maður. Hér er hann ásamt verjanda sínum, Helga Jóhannessyni. Kio Alexander Ayomambele Briggs, 26 ára, er frjáls maður og getur yfirgef- ið ísland þegar hann vill eftir dóm Hæstaréttar í gær þar sem klofmn 5 manna dómur sýknaði hann af ákæru um að hafa ætlað að flytja 2031 e-töflu tO landsins 1. september siðastliðinn. Þrír dómarar töldu Kio sýknan með hliðsjón af vafa um sekt hans en tveir telja að ákæruvaldinu hafi tekist að sanna sök mannsins. Sýknan var því eins og lögmenn segja gjaman á mörk- unum - slaufusýkna. „Ég er ekkert að fara, aha vega ekki strax. Fyrst ætla ég á sjóinn. Ég er bú- inn að tala við fólk sem er tilbúið að út- vega mér vinnu. Það var upphaflegur tilgangur minn með komunni th ís- lands. Síðan ætla ég að fara og sjá son minn,“ sagði Kio við DV í gær. Hann sagðist reyndar eiga von á öðru bami með konu sinni. Meirihluti hæstaréttar, þrír dómar- ar, taldi eins og héraðsdómur að svo mikih vafl léki á að Bretinn Briggs hefði vitað af e-töflunum í farangri sín- um við komuna th landsins að dæma verði hann sýknan. Ekkert haldbært hafl komið fram fyrir Hæstarétti um- fram það sem lagt var fyrir hérsðsdóm th að hnekkja þeirri niðurstöðu. Hér- aðsdómurinn var því staðfestur. Tveir af dómurunum fimm telja Kio Briggs sekan. Það skiptir engu máli fyrir niðurstöðuna því meirihlutinn ræður. Þessir dómarar segja að ríkis- saksóknara hafi tekist að sanna sekt Kios - „hún sé hafin yfir ahan vel ígrundaðan vafa“. Þeir telja að Kio hafl tekið að sér að flytja efnin th íslands fyrir aðra þótt ekki sé upplýst hveijir það vom. Dómararnir tveir taka fram í sératkvæði að ekki sé efni th að leggja mat á hve refsing Bretans skuli vera þung þar sem meiri hluti dómenda telji hann sýknan. -Ótt Fólksflóttinn af landsbyggðinni: Vantar vitrænar aögerðir - segir forseti bæjarstjórnar Akureyrar DV, Akureyri: „Auðvitað getum við ekki annað en verið óánægðir með þessar tölur. Ég hef ekki lagst yfir þetta enn þá en það er engu að síður mjög alvar- legt að í góðæri, sem víða hefur Fræðsluráð saman í skyndi Fuhtrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði Reykjavíkur, þau Eyþór Arnalds og Guðrún Pét- ursdóttir, hafa óskað eftir því við Sigrúnu Magnúsdóttur, for- mann fræðsluráðs, að kallaður verði saman fundur fræðsluráðs vegna ástandsins í kennaramál- um borgariimar. í bréfi, sem sent hefur ver- ið til formanns ráðsins, segir að á síðasta fundi ráðsins hafi minni- hluti lýst yfir áhyggjum vegna upp- sagna kennara en eins og DV greindi ffá á miðvikudag er talið að um 200 kennara vanti í skóla borg- arinnar. „Við töluðum saman í tvígang, við Guðrún Pétursdótt- ir, og það varð að samkomulagi að fundur í fræðsluráði yrði haldinn 26. þ.m.,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs. Hún sagði að þetta væri sá mánuður þegar mikið væri um sumarfrí og hvorki skólastjórar né kennarar væru í skólunum og því væri erfitt að boða til fundar með skemmri fyrirvara. -hb Sigrún Magnús- dóttir, formaður fræðsluráðs. Nú um helgina fer fram aflraunakeppnin Suðurlandsskjálftinn og er hún hluti af Hálandaleikunum. Kraftlyftingakapp- arnir háðu undankeppni í fyrrakvöld á flugvellinum í Reykjavík til að ákveða röð manna í fyrstu þraut. Suðurlands- skjálftinn hefst á Selfossi klukkan 16 en heldur áfram á morgun klukkan 14 í Hveragerði. ríkt, og þegar mikh starf- semi er í gangi, þurfi að horfa á eftir fólki,“ segir Sigurður J. Sigurðsson, for- seti bæjarstjómar Akureyr- ar, um tölur Hagstofunnar sem gefnar hafa verið út um búsetuþróun í landinu síð- ustu 6 mánuðina. Fólksflóttinn margum- ræddi er í fullum gangi og ekkert lát á. Fólkið þyrpist á höfuðborgarsvæðið en fækkar alls staðar annars staðar nema á Suðurlandi. Mestur viröist flóttinn vera af Norðurlandi og Vestfjörðum. í ísafiarðarbæ fækkaði t.d. um 68 manns, 16 á Húsavík og Dalvík og á Akureyri um 35 manns, svo dæmi séu tekin. „Atvinnuleysi á Akureyri er minna en verið hefur um árabil og stöðugleiki í atvinnulífinu. Ýmsir hlutir sem koma upp orsaka að fólk hugsar sér th hreyfings, s.s. uppsagnir fólks í stórum fyrirtækjum eins og við höfum lent í hér á Akureyri, t.d. í Skinna- iðnaði hf. Á móti kemur að ýmsar atvinnugreinar hafa blómstrað og gengið mjög vel,“ segir Sigurður J. Sig- urðsson. Telur þú að verið geti um „keðjuverkanir" að ræða, s.s. að slæmt ástand á Vestfiörðum geti haft áhrif á fólk annars staðar á landsbyggðinni sem vhji bara koma sér suður á höfuðborgarsvæðið í ör- yggið þar? „Umræðan, eins og hún hefur verið um Vestfirði, er ekki sérstak- lega byggðahvetjandi, það er ljóst. Sigurður J. Sigurðsson. Fólki finnst greinhega að staðan sé þannig að allt sé að gerast á höfuð- borgarsvæðinu, og vill þangað." Hver veröa viðbrögð bæjaryfir- valda á Akureyri við þessum tölum? „Málið var nú að koma upp og hefur ekki verið rætt enn þá. Ég hef sagt að á meðan ekki verður tekið á málum með skarpari hætti en verið hefur á undanfórnum árum sé þetta eins og snjóbolti sem er að byrja að rúlla efst í fiahshlíð. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að menn reyni að koma sér th einhverra vitrænna aðgerða. Að mínu mati er það eina raunhæfa byggðaaðgerðin sem framkvæmd hefur verið á mörgum umliðnum árum að stofna Háskól- ann á Akureyri. Það er eitthvað í þeim dúr sem þarf að gerast í mun ríkara mæli,“ segir Sigurður. -gk stuttar fréttir Hverfisvernd? j Borgaryfir- völd íhuga nú að koma á hverfis- vemd í Grjóta- þorpi. Helgi Hjörvar segir þessa hugmynd Íkoma í kjölfar viðræðna við eig- endur að Aðalstræti 4 sem hafi varpað nýju Ijósi á málið. Óhapp í Keiluhöll Maður sem vinnur í KehuhöU- } inni í Öskjuhlíð varð fyrir því } óhappi í gær að detta við vinnu við : keilubraut á staðnum og lenti með } handlegg milli sóps og grindar. j Maðurinn tvíbrotnaði á framhand- legg og var fluttur með sjúkrabíl á } slysádeild. Vísir.is greindi frá. Ekki heimatilbúinn vandi I Forsvarsmenn Frjálslynda | flokksins á Vestfiörðum funduðu í : gær. Þeir segja að aUt tal kvóta- I sinna um að vandi Vestfirðinga sé Iað mestu heimatilbúinn sé fiar- stæða og út í hött. Þróun mála á Vestfiörðum að undanfórnu sýni I ótvírætt hvert stefni. Visir.is i greindifrá. 5 Féll fram af kletti Maður féU fram af kletti við gömlu virkin frá stríðsámnum í } Öskjuhlíð um þrjúleytið í gær. í FaUið var um 2 metrar og var mað- urinn fluttur á slysadeild. Vísir.is } greindi frá. Persónuleiki árþúsunds } Halldór KUjan Laxness sigraði í } kosningu um persónuleUia árþús- undsins, sem DV, Bylgjan, Vísir.is og SS j stóðu fyrir og lauk á miðnætti í fyrrinótt. Á eft- { ir honum kom Jón Sigurðsson í forseti og í : þriðja sæti varð Vigdís Finnboga- } dóttir. Vísir.is greindi frá. Uppsagnirnar lögmætar í Talsmenn þeirra 250 kennara j sem hafa sagt upp störfum í ; Reykjavík vísa því á bug að upp- sagnir þeirra séu ólögmætar. 30 til } 40 manns hafa sótt um þær 260 ; stöður sem hafa verið auglýstar. RÚV sagði frá. Skullu saman BíU og bifhjól skullu saman á } mótum Strandvegar og SkUdinga- vegar í Eyjum um kvöldmatarleyt- ( ið í gær. Ökumaður bifhjólsins var ! fluttur á slysadefld en hann kvart- [ aði undan eymslum í fótum. Gleráll við ísland Vísindamönnum hefur loks tek- i ist að veiða glerál við ísland eftir : áratuga leit. Áður en seiði tegund- j arinnar verða fuUþroska eru þau i mikfls virði og í Evrópu og Japan | eru greiddar 60.000 krónur fyrir ! kUóið. RÚV sagði frá. Afhenti trúnaðarbréf [ Þorsteinn j Pálsson sendi- j herra afhenti í j gær Hennar há- ! tign Elísabetu II [ Bretadrottningu | trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands í ; Bretlandi. Vísir.is greindi frá. Innkalla Focus Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg gæti þurft að kanna um 50 bha hérlendis þar sem Ford Motor Co. hyggst innkaUa tugi þúsunda fólksbíla af gerðinni Ford Focus. Áætlað er að gera við þá til að koma í veg fyrir vandamál i raf- kerfinu. Viðskiptablaðið á Vísi.is greindi frá. -AA/-EIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.