Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 12
12 igámér draum LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 I lV Langar „Ég er nú hálfvæmin svona ný- vöknuð. Maður er náttúrlega alltaf með drauma fyrir hönd sinna nán- ustu og það er bara mannlegt og eðlilegt. Það tengist líka starfi mínu að láta martröðum annarra ljúka. Þjónustugenið í mér er svo sterkt," sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þing- maður og félagsráðgjafi, þegar hún var spurð að því hvort hún ætti sér draum. Guðrún var nývöknuð og þreytt eftir flug en hún var að koma frá Benidorm eftir þriggja vikna frí þar með sjö ára dóttur sinni. „Ég held að það sé nú bara þannig að draumur um betra líf og öryggi sé í okkur öllum. Ég hef í starfi mínu haft möguleika til þess að berjast fyrir þá sem ekki geta barist sjálfir." En hver var draumur þinn sem lítil stúlka? „Ég man það nú ekki svo gjörla en draumur pabba míns var að ég yrði góð manneskja og nú er það minn draumur fyrir hönd minna barna. Mér finnst það gott markmið að reyna að vera heiðarleg manneskja sem getur sofnað sátt á kvöldin. Pólitískir draumar En hvað með pólitíska drauma, dreymir þig eða dreymdi þig ein- hverja slíka drauma? „Nei, það get ég nú ekki sagt. Ég var aldrei með stóra drauma varðandi pólitíkina og mig dreymdi ekki um það að kom- ast þangað sem ég er í dag heldur æxluðust málin frekar þannig. Ég hef aldrei gengið með pólitíkusinn í maganum þó að ég hafi vissulega hjartslátt gagnvart sumum pólitísk- um málefnum." Guðrún man ekki eftir fyrsta draumnum sínum en segir sig aftur á móti alltaf hafa dreymt sama drauminn sem barn. „Hann var ekki þægilegur, en það er náttúrlega munur á draumum í vöku og svefni. Ætli það hafi ekki verið nokkurs konar viðvörunardraumur. Þegar ég var lítil var draumurinn alltaf að Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður og fálagsráðgjafi: í guðfræði eða kokkinn - andinn og efnið heillandi Þegar Guðrún var lítii stúlka dreymdi hana um að verða búðarkona að afgreiða skyr eða verða bifvélavirki alveg eins og pabbi hennar. Draum skilgreinir hún sem löngun í eitthvað fallegra en raunveruleikinn er. verða búðarkona að afgreiða skyr eða að verða bifvélavirki eins og pabbi minn. Svo var þaö um tíma sem mig langaði til þess að verða ljósmóðir." Ástæður þess að hana langaði til þess að verða ljósmóðir segir hún að séu augljósar, þar er lífið sjálft viðfangsefnið. Guðrún skilgreinir drauma á ofureinfaldan og fallegan máta. „Draumur fyrir mér er löngun í eitt- hvað fallegra en raunveruleikinn er og ég held að það sé nauðsynlegt að stefna á eitthvað fegurra, eitthvað sem er æðra. Draumar eru í mínum augum í senn veraldlegir og andleg- ir.“ Kokkur eða guðfræðingur Það dreymir alla, alla vega flesta, um þaö að fjölskyldunni líði vel og sé hamingjusöm. Átt þú enga drauma sem tengjast bara þér sjálfri? „Ég hef nú alltaf verið létt- væmin og þetta með hamingjuna er grundvöllur alls, þannig að það er nú fyrst og fremst það sem mig dreymir um, en auðvitað dreymir mig annað. Ég væri til dæmis mjög spennt fyrir því að fara í kokkinn eða guðfræði þegar ég er orðin stór. Rökræður í guðfræðideild hljóta að vera spennandi og efnið í elda- mennskunni heillar líka. Það eru andinn og efnið sem að heilla." Get- ur það verið að kynin dreymi ólika drauma eða mismikla? „Konur tala frekar um drauma sína en karla, held ég. Þær eru viðurkenndar sem tilfinningaverur en karlar eru skipulagðari og passa sig meira. Draumar eru í venjulegum skiln- ingi hollir, þeir verða ekki óhollir fyrr en að fólk fer að rugla saman draum og veruleika. Mikilvægast í þessu öllu saman held ég að sé að vita hvað maður vill ekki því þá kemur að því að maður finnur það sem maður vill.“ -þor tfífnm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriöum ver- iö breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liönum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Tasco 7x50 sjónauki frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.900. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbæ'kur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytíngar? 523 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 524 Hættu að líta á mig sem kynveru karirembusvínið þitt! tOPI« 5548 5548 Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 522 eru: 1. verðlaun: 2. verðlaun: Ámi Einarsson, Hjarðarhaga 32 107 Reykjavík Sveinbjörg Jónsdóttir, Drápuhlíð 44 105 Reykjavík METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR- KIUUR 1. Stephen Klng:Bag of Bones. 2. Patricia Cornwell: Point of Origin. 3. Jane Green: Mr Maybe. 4. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 5. Jill Mansell: Head over Heels. 6. Maeve Blnchy: Tara Road. 7. James Patterson: When the Wind Blows. 8. Mlnette Walters: The Breaker. 9. Nicholas Evans: The Loop. 10. Nlck Hornby: About a boy. RIT ALM. EÐLIS-KIUUR 1. Anthony Beevor: Stalingrad. 2. Amanda Foreman: Georgina, Duchess og Devonshire. 3. Chrls Stewart: Driving over Lemons. 4. Slmon Wlnchester: The Surgeon of Crowt- horne. 5. John Gray: Men are from Mars, Women are from Venus. 6. John O'Farrell: Things Can only Get Bett- er. 7. Richard Branson: Losing My Vriginity. 8. Frank McCourt: Angela's Ashes. 9. Blll Bryson: Notes from a small Island. 10. Andrea Ashwort: Once, in a House on Rre. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harrls: Hannibal. 2. Kathy Relchs: Death du Jour. 3. Jllly Cooper: Scorel 4. Terry Brooks: Star Wars Episode 1: The Phantom Menace 5. Wilbur Smlth: Monsoon. 6. James Herbert: Others. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Davld West Reynolds: Star Wars Episode 1: The Visual Dictionary. 2. Terry Pratchett er al: The Science of Discworld. 3. David McNab & James Younger: The Planets. 4. Lenny McLean: The Guv'nor. 5. Roy Shaw: Pretty Boy. 6. Davld West Reynolds: Star Wars Episode 1: Incredible Cross- Sections. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR- KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot's Wife. 2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 3. Bernard Schllnk:The Reader 4. Wally Lamb: I Know this Much Is True. 5. Judy Blume: Summer Sisters. 6. Cllve Cussler og Paul Kemprecos: Serpent: The Numa Files. 7. John Irving: A Widow for One Year. 8. Nora Roberts: Rebellion. 9. Tom Clancy og Steve Pieczenik: Tom Clancy's Op Center. 10. Helen Relding: Bridget Jones' Diary. RIT ALM. EÐLIS- KIUUR: 1. Frank McCourt: Angela's Ashes. 2. James P. Comer: Maggie's American Dream. 3. Jack Canfield o.fl.: Chicken Soup for Gol- fer's Soul. 4. Jared Dlamond: Guns, Germs, and Steel. 5. Robert C. Atkins: Dr. Atkins' New Diet Revolution. 6. Willlam Pollack: Real Boys. 7. Rlchard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff. 8. lyanla Vanzant: One Day My Soul Just Opened Up. 9. lyanla Vanzant: Don't Give It Away. 10. Adeline Yen Mah: Falling Leaves. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harrls: Hannibal. 2. Janet Rtch: White Oleander. 3. Mellnda Haynes: Mother of Pearl. 4. John Grisham: The Testament. 5. Terry Brooks: Episode 1: The Phantom Menace^ INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Bob Woodward: Shadow: Five Presidents and the Legacy og Watergate. 2. Tom Brokaw: The Greatest Generation. 3. Stephen E. Ambrose: Comrades. 4. Mltch Albom: Tuesday Wtih Morrie. 5. Tom Clancy & Chuck Homer: Every Man a Tiger. (Byggt á The Washlngton Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.