Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 JD"V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingár@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kvikmyndir ógna okkur Kvikmyndagerð er orðin að meiri háttar ógnun við vestrænt nútímasamfélag. Erfitt er að komast undan linnulausum ofbeldissýningum, sem meira að segja er lætt að okkur í auglýsingum innan í friðsælum frétta- tímum, þar sem fólk á bara von á Kosovo-fréttum. Kvikmyndastjórar í Hollywood hafa um langt skeið reynt að yfirkeyra hver annan og sínar fyrri kvikmynd- ir með firrtara ofbeldi en nokkru sinni fyrr. Heimsmynd margra kvikmynda, sem auglýstar eru sjónvarpi, er ekki í neinu samhengi við veruleika daglegs lífs. Draumaverksmiðjan er í vaxandi mæli að breytast í verksmiðju martraða, þegar ekki er unnt að komast hjá þeirri áleitnu hugsun, að geðveikt fólk sé að sníða kvik- myndir fyrir geðveikt fólk. Staðreyndin er hins vegar, að markaðurinn kallar á þessar gerðir kvikmynda. Ógeðið er inni á gafli hjá fólki í kvikmyndasýningum og kvikmyndaauglýsingum í sjónvarpi, sem hefur tekið við uppeldishlutverki heimilanna. Ómótuð böm sitja lon og don fyrir framan nýja uppeldistækið og eru þá ekki að trufla önnum kafna foreldra á meðan. Lengst af var erfitt að sýna fram á bein tengsli milli ofbeldis í kvikmyndum og afsiðunar fólks. í seinni tíð hafa rannsóknir þó bent til, að ofbeldiskvikmyndir séu þáttur í flóknu orsakasamhengi, þar sem vopnaeign, fikniefni og félagslegt samhengi skipta líka máli. Fjöldamorð í bandarískum menntaskólum eru ein af- leiðing vítahrings, þar sem ofbeldiskvikmyndir eru einn þátturinn af mörgum. Kvikmyndir, sem sýna afsiðaðan gerviheim á myndrænan hátt, stuðla að afsiðun hins raunverulega heims vestrænna lýðræðisríkja. Þjóðskipulag okkar stendur og fellur með leikreglum, sem meðal annars fela í sér, að lög og réttur koma í stað ofbeldis. Þegar þjóðfélagið afsiðast smám saman, meðal annars fyrir áhrif kvikmynda, holast leikreglurnar að innan og síðast fellur þjóðskipulagið sjálft. Norðmenn hafa gengið þjóða lengst í að reyna að verj- ast ásókn martraðanna frá Hollywood. Þeir hafa harð- skeytt kvikmyndaeftirlit, sem klippir kvikmyndir og bannar. Enn harðari er Óslóborg, sem á sjálf tæplega þriðjung af öllu sætaframboði bíóa í landinu. Á íslandi hefur verið reynt að fara meðalveg, sem er algengur á Vesturlöndum. Kvikmyndir eru merktar með aldurstakmörkxmum, sem óbeint minna á viðvaranir á tóbaksumbúðum og áletranir um erfðabreytingar, sem Evrópusambandið er að láta setja á matvæli. Hins vegar vantar jarðveginn fyrir merkingar af slíku tagi. Börnin læra hvorki heima hjá sér né í skólum að lesa innihaldslýsingar og viðvaranir á umbúðum. Það gildir um þetta eins og önnur svið neyzlu, að almenning- ur er að mestu leyti viljalaus leiksoppur seljenda. Ástæða er til að ætla, að háar tölur í aldursbanni hvetji suma frekar en letji til notkunar á ógeðslegum kvikmyndum. Bezt væri raunar að banna þær alveg, en það er ekki raunhæft, af því að þær munu smjúga um gervihnetti gegnum möskva siðalögreglunnar. Neyzluþjóðfélög Vesturlanda munu drukkna í ofbeld- iskvikmyndum, fikniefnum og annarri kaldrifjaðri fram- leiðslu, nema þeim takist að ala upp neytendur, sem eru færir um að velja og hafna af allsnægtaborðinu, sem otað er að þeim af mikilli og vaxandi markaðstækni. Að óbreyttu munu Vesturlönd hljóta sömu örlög og Rómaveldi og önnur heimsveldi fyrri tíma, að ná hátindi veldis út á við, en grotna að innan og hrynja. Jónas Kristjánsson Endurreisn Kosovo Forsendan fyrir pólitískum stöðugleika á Balkanskaga er ekki aðeins sú að nægilegt fjármagn fáist til endureisnarstarfsins í Kosovo. Það verður að ná því langtímamarkmiði að tengja allan Balkanskaga nánari böndum við Vestur-Evrópu á stjómmála- og efnahagssviðinu. Vitaskuld skiptir miklu máli að Slobodan Milosevic, leiðogi Serbíu, takist ekki að festa sig í sessi eftir að hafa beðið ósig- ur í fjórða „þjóðernisstríðinu“ á þessum áratug. Það er eina tegundin af stríði sem hann kann og vill heyja. En ekki má gleyma því að Milosevic hélt velli, þótt hann hefði glatað öllu í Króatíu, Sló- veníu og Bosníu. Vestræn ríki em sammála um að Serbía fái ekki efnahagsaðstoð meðan Milosevic er við völd. Réttlæta má þá afstöðu svo lengi sem ein- hver von er um að Milosevic verði velt úr valdastóli. En ef hann heldur völdum er hún skammsýn frá langtímasjónar- miði, vegna þess að hún stuðlar að frekari einangrun Serbíu og ólgu á Balkanskaga. „Framtíðar- og fortíðarstarf" Nú beinast sjónir manna að endurreisn Kosovo. Eins og sjá mátti af hernaðinum í Kosovo var NATO ekki reiðubúið að færa mannlegar fómir í þeim tilgangi að vemda Kosovo- Albana. Kosovo-stríðið átti í raun lítið skylt við hefð- bundinn stríðsrekstur. Annars vegar var um að ræða „framtíðarstríð“ í lofti, þar sem allt gekk út á að halda mannfalli í eigin liði í lágmarki með háþróuð- um tæknibúnaði og mestu loftárásum frá stríðslokum (10 þúsund árásarferðir án þess að nokkur flugmaður léti lífið). Hins vegar var um að ræða „fortíðarstríð" á landi: fjöldamorð, þjóðemishreinsanir, nauðganir og nauðungarflutninga. í ljósi þeirra siðferðisvanda- mála sem blasa við má velta því fyrir sér hvort þetta mótsagnakennda stríð verði regla eða undantekning- in í stríðum framtiðarinnar. Meðan á Kosovo-stríð- inu stóð ræddu evrópskir ráðamenn oft um nauðsyn þess að hleypa af stokkunum nýrri „Marshall-áætl- un“ til viðreisnar Balkanskaga. Reyndar byggðust þessi ummæli á fremur yfirborðslegum sögulegum samanburði. Vitaskuld vom aðstæður allt aðrar í Vestur-Evrópu í lok seinni heimsstyrjaldar en á Balkanskaga í lok þessarar aldar. í fyrsta lagi höfðu Vestur-Evrópuþjóð- irnar víðtæka reynslu af kapitcd- ísku efnahagskerfi og þróuðum þjóðfé- lagsstofnunum. Engri slíkri reynslu er til að dreifa á Balkanskaga. í öðra lagi verður að setja MarshaO-aðstoðina í pólitískt sam- hengi: Bandaríkja- menn gripu tO þess ráðs að veita Evr- ópuríkjunum efna- hagsaðstoð tO að koma í veg fyrir að Evrópa yrði komm- únisma að bráð. Það þjónaði þjóðar- hagsmunum Banda- ríkjamanna að Vestur-Evrópa yrði hluti af hinu „lýð- ræðis-kapitalíska“ alþjóðakerfi. í ljósi þeirrar heimsbaráttu, sem þá var í uppsiglingu miOi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, skipti upphæð Marshall-aðstoðarinnar í raun engu máli. Bandaríkjamenn hefðu greitt það verð sem til þurfti tO að ná fram pólitískum markmiðum sínunj- i Evrópu. Fyrirheit um aðstoð Þær hugmyndafræðilegu ástæður, sem lágu til grundvallar MarshaO-aðstoðinni, eiga ekki við um Balkanskaga. Bandaríkja- menn töldu vissulega að Júgóslavía skipti máli á dögum kalda stríðsins. En eftir að því lauk voru þeir mjög tregir tO að hafa afskipti af Balkanstriðunum á árunum 1991-1995 á þeirri forsendu að það samrýmdist ekki beinum þjóð- arhagsmunum. í þeirra augum var um evrópskt vandamál að ræða. Það þurfti fjöldamorð og þjóðernishreinsanir tO að fá þá til að skerast í leikinn í Bosn- íu og Kosovo. En þeir hafa ítrekað að það sé hlutverk Evrópusambandsins að sjá um efnhagsuppbyggingu á Balkanskaga, þar sem þeir lögðu tO mestan hluta þeirra hergagna sem not- uð vom í Kosovo-stríðinu. Nú er þeirri lykOspumingu enn ósvarað hvort ráðamenn í Vestur-Evrópu séu reiðu- búnir aö færa þær fórnir sem nauð- synlegar era tO að koma á varanlegum stöðugleika I Kosovo og Balkanskaga. Ef marka má fund fjármálaráöherra sjö helstu iðnrikja heims i vikunni er ljóst að það mun reynast erfitt. Talsmaður Evrópusambandsins hefur lagt áherslu á að lífskjör séu betri og eyðOegg- ingin minni i Kosovo en talið var í fyrstu en Alþjóða- bankinn telur að engin ástæða sé tO að fegra ástand- ið. Staðreyndin er vitaskuld sú að Kosovo er nú fá- tækara en Albanía og það mun kosta mikla fjármuni að byggja upp héraðið. Evrópusambandsríkin hafa ákveðið að gera engar sérstakar ráðstafanir tO að mæta fjárþörfinni á Balkanskaga, heldur reiða sig á fjármuni úr sameiginlegum sjóðum ESB. Afleiðingin verður án efa sú að ESB mun nota fjármagn sem hafði verið ætlað öðrum þróunarikjum. Eftir það sem á undan er gengið á Balkanskaga skiptir efnahagsvið- reisn þess öOu máli, enda þjónar hún þjóðarhags- munum Evrópuríkjanna sjálfra. NATO réttlætti hernaðarihlutun sína á Balkanskaga með siðferðis- rökum. Það væri óverjandi siðferðOega, ef bandalags- ríkin stæðu ekki við efnahagsskuldbindingar sínar eftir lok stríðsins. Þótt áhrifamenn í Evrópu hafi boðað nýja „Marshall-aðstoð“ til viðreisnar Balkanskaga með- an á Kosovo-stríðinu stóð bendir margt til þess að erfitt reynist að fá fjármagn til þess. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson idkoðanir annarra___________________________ Engin bylting með Prodi „Þegar Romano Prodi var kjörinn næsti forseti framkvæmdastjómar Evrópusambandsins var hann í draumastöðu. ÖO framkvæmdastjórnin hafði neyðst til að víkja vegna spiOingar. Prodi tilkynnti að næsta framkvæmdastjórn yrði vel valin. Réttur maður ætti að fá rétt verkefni. Prodi ferðaðist um og ræddi við leiðtoga ríkisstjóma. Ekki leið á löngu þar til þær sögusagnir fóru að berast að Prodi hefði engar sérstakar hugmyndir og hann setti engin sérstök skOyrði. Þá gerðu leiðtogarnir eins og þeir vom vanir: tilkynntu hvern þeir ætluðu að tilnefna. í framkvæmdastjórninni era margir stjórnmálamenn sem nýlega hafa hætt í pólítík. Brussel er enn ekki komin úr tísku sem athvarf." Úr forystugrein Dagens Nyheter 10. júlí. Keríið er hrunið „Stofnun íslamsks lýðveldis í íran var fyrsti og hingað til stærsti sigur islams, það er þeirrar stefnu að islam verði pólítískt kerfi. Kerflð er hins vegar hrunið í íran. Yfir helmingur írana fæddist eftir byltinguna og man ekkert eftir stjóm keisarans. Þessir íranar hafa látið það í ljós að þeir vilji meira lýðræði, meira tjáningarfrelsi og stjórnarfar sem byggist á grandvelli réttarríkis. Best væri fyrir aOa ef þetta næðist í áfóngum. Saga írans hefur hins vegar sýnt að það sem getur hafist eins og eins konar götuieikhús kann að þróast í blóðuga aivöru." Úr forystugrein Aftenposten 14. júlí. Ástæða til varkárni „Það er ástæða tO að sýna varkárni og það skilja leiðtogar Taívans vel. Enginn, -og allra síst Taívan, hagnast á kreppu sem gæti skaðað efnahag aivans og í versta faOi leitt tO hemaðarátaka. Enn í stað þess að láta kínverska leiðtoga halda að Bandaríkin aðstoði þá við að láta Taívan leggja upp laupana ætti clinton að koma þessum leiðtogum í skilning um að Bandaríkin verði að styðja rétt Taívana á að ákvarða eigin framtið." Úr forystugrein Washington Post 15. júlí. 9MMMW BfflWiiWWWBaWBI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.