Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 JL>V ifeygarðshornið Réttur Islendinga til barnavinnu Sennilega verður einhver að grípa fram í fyrir hendurnar á þjóð sem lætur börn sín standa á kvöldin í vídeósjoppum til að takast á við innbrotsþjófa sem koma á vikufresti. Þegar íslendingar gerðust aðilar að EES var það einkum tvennt sem talið var heilög skylda að standa vörð um. Annað var ský- laus réttur'langferðabílstjóra til að aka svefnlausir á vegum úti - hitt var réttur íslendinga til að halda börnum að vinnu. Lítið heyrist til þeirra bílstjóra sem telja andvöku- akstur til réttinda en ný reglugerð um vinnu barna og unglinga sem tekur gildi þann fyrsta september næstkomandi er þegar tekin að vekja umræður. Og tónninn er kunnuglegur: ja það er gállinn á þeim í Brussel núna; það er ekki að spyrja að þeim úti í Brussel; hvað verður næst frá þeim í Brus- sel - að maður megi ekki fara á klósettið sjálfur... ****** Og þannig koll af kolli. Þetta er skiljanlegur tónn. Hann sýnir til- finningar fólks sem finnst það vera langt frá valdinu, finnst það hafa lítið um líf sitt að segja, finnst því stjórnað af einhverjum sem hafi engar forsendur til að vita neitt um líf þess. En hvaða fólk eru eig- inlega þessir „þeir í Brussel"? Ætli það séu ekki sömu kónarnir og hafa löngum í íslensku þjóðmála- umræðu gengið undir nafninu „þeir“. Einhverjir „þeir“ sem að sögn sundlaugapottaspekinga virð- ast sitja á svikráðum við allt heið- arlegt og eðlilegt fólk af einhverju eðlislægu fúllyndi. Hver hefur ekki heyrt setningar sem snúast um að nú séu „þeir“ búnir að banna eitthvað eða hækka eitt- hvað? Ég er ekki viss um að það sé svo einfalt. Ég er ekki einu sinni viss um að til séu neinir „þeir í Brus- sel“ og allt eins væri hægt að nefna til sögunnar Frúna í Ham- borg. Hvað er Brussel? Það er sam- ráðsvettvangur. Það er borg þama í útlandinu þar sem er að finna vettvang fyrir þjóðirnar þar sem þær geta ráðið ráðum sínum, kom- ið sér saman um eitt og annað svo að jafnræðis sé gætt í samkeppni á markaðnum og þegnarnir njóti til- tekinna lágmarksréttinda. Þar á meðal: að börn njóti þeirra réttinda að fá að vaxa úr grasi án þess að vera íþyngt með vinnu. ****** í Degi var síðastliðinn þriðjudag opnufrásögn af téðri reglugerð um vinnu barna og unglinga, þar sem blaðamaður átti bágt með að hemja háðstóninn, gat naumast leynt hneykslun sinni og furðu á reglugerðarfarganinu, ofríkinu, of- stjóminni og firrunum sem ein- kenna nú „þá í Brussel". Tónninn var: ekkert má nú lengur. Fyrir- sögnin var: Flest störf bönnuð inn- an 15. Blaðamaður telur jafnvel í grein sinni að „ekki verði betur séð“ en að böm yngri en tólf ára geti orðið lögbrjótar við það eitt að „gefa kettinum, sópa gólf eða búa um rúm...“ Þetta er náttúrlega bráðfyndið og aldeilis gállinn á þeim í Brussel núna. Þessari upp- talningu mætti halda lengi áfram, enda virðist blaðamaður hér vera að láta hugann reika yfir þeirri al- mennu meginreglu að unglingar undir fimmtán ára aldri stundi ekki launavinnu að staðaldri. Á því virðast þó vera fjölmargar und- antekningar, og í þeim undantekn- ingum er að finna flest þau störf sem krakkar stunda, létt störf í stórmörkuðum og frystihúsum, sendilsstörf, blaðburður o.s.frv. Dæmi undangenginna ára sanna að sennilega er fáum þjóðum jafn mikil nauðsyn á slíkri reglugerð sem íslendingum. Sennilega verð- ur einhver að grípa fram í fyrir hendurnar á þjóð sem lætur börn sín standa á kvöldin i vídeósjopp- um til að takast á við innbrots- þjófa sem koma á vikufresti. ****** Mitt í allri glaðværðinni i frá- sögn Dags af ofríki „þeirra í Bruss- el“ kemur óvart upp úr dúrnum (í athugasemd innan sviga) að hvergi í Evrópu verða jafn mikil slys á börnum og unglingum. Hvað segir það okkur? Einfaldlega það að hér örkumlast böm vegna þess að þau hafa verið að fást við eitt- hvað sem er þeim ofviða, eða það hefur ekki verið litið nægilega vel eftir þeim; þeirra hefur verið gætt af öðrum börnum. Svo sannarlega eru íslenskir for- eldrar almennt góðir og umhyggju- samir og íslendingar eru vissulega betri við bömin sín en margar þjóðir - leggja ekki hendur á þau svo eitthvað sé nefnt eins og tíðkast með sumum Evrópuþjóð- um. Hins vegar er landlægt hér að leggja of mikla ábyrgð á of litlar herðar of snemma. I íslenskri Guðmundur Andri Thorsson menningu liggur það viðhorf að vilja ekki leyfa börnum að vera böm eins og lengi og æskilegt væri heldur miðast uppeldið hér við að búa til litlar fullorðnar manneskj- ur sem allra fyrst úr börnunum, með því að láta þau bera ábyrgð á hinu og þessu. Þetta er arfur frá samfélagi sveita og sjávarþorpa, og við skulum ekki gleyma því að á síðustu öld og langt fram á þessa tíðkaðist að gera óvægnar kröfur til barna um mikið vinnuframlag. Hér tíðkaðist barnavinna eins og í mörgum löndum Asíu enn, og við fordæmum. Þá var fyrst og fremst litið á börn sem ódýran vinnukraft sem annaðhvort foreldrar eða aðr- ir „eigendur" gátu nánast farið með að vild, enda um að ræða þeirra eign: börn voru réttinda- laust fólk, þrælar. Það eimir furðu mikið eftir af þessu viðhorfi. Sífellt er rætt um rétt foreldra til hins og þessa en minna um skyldur þeirra gagnvart börnunum - og að engum virðist hvarfla að börnin geti átt sín sérstöku réttindi. Nema „þeim í Brussel". Og þyk- ir spaugilegt. daguríhfi Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsætisráðherra: Það er margt í mörgu Físísk umgjörð míns vinnudags er einfóld og skýr. Hún er tölva, simi og fundir. Þann dag fyrir skömmu, sem ég tek sem dæmi, braut ég form- ið örlítið upp. Ég vaknaði um miðja nótt að mér fannst, og náði því að vera kominn í Vesturbæjarsundlaug um 7.30. Að sjálfsögðu gægðist ég í Morgunblaðið fyrir brottfór, enda sálrænt næsta vonlaust að yfirgefa heimilið án þess að vita hvort þar sé eitthvað sem þarf að lesa síðar. Þetta var hins vegar fyrsta skipti sumars- ins sem ég afrekaði tvær morgun- sundferðir i sömu vikunni. Einmitt af þeirri sök stæri ég mig hér af þessum degi. Rikisstjórnarfundur var í vænd- um um klukkustund eftir að ég kom á skrifstofuna og forsætisráðherra átti eftir að hitta einn ráðherra í millitíðinni. Hann þurfti að fá ákveðin gögn í hendur fyrir þann fund, sem ég lauk strax við að und- irbúa, og eins varð hann að fá veður af öðru máli. Ég sat því fyrir honum á meðan ég kannaði nánar morgun- blöð dagsins og aðra fréttamiðla. Fréttaveitur á vefnum Eftir að ráðherra- og ríkisstjórn- arfundir voru hafnir lauk ég við að renna á Netinu yfir fyrirsagnir ljós- vakafrétta dagsins á undan og las í heild sinni nokkrar fréttir sem ég hafði ekki séð eða heyrt sjálfur en fannst skipta máli. Yfirleitt reyni ég að fastsetja ekki atburði fyrst á morgnana til að hafa tíma til að skanna fjölmiðlaflóruna, lesa hinn ágæta Vef-Þjóðvilja og aðra póli- tíska vefpistla, fara í gegnum tölvu- póstinn mhm og annað þess háttar. Um tíu fór ég á fund í fjármála- ráðuneytinu sem stóð fast að há- degi. Hádegismaturinn var dýrindis grænmetissúpa, heimalöguð á kaffi- stofu forsætisráðuneytisins, inn- byrt undir fréttalestri RÚV um leið og DV var flett. Erlendir qestir og nefndaskipan Strax að loknu hádegi voru er- lendir gestir að koma að hitta for- sætisráðherra. Ég var með á þeim fundi og hafði áður undirbúið hann lítillega. Þegar því viðtali lauk gafst gott tóm til að bera nokkur atriði undir ráðherrann og upplýsa hann um önnur. Þar á eftir hófst ég handa við að ná fólki í síma sem reyna átti að fá í fagnefnd sem starfar forsætisráðherra og ríkis- stjórn til ráðgjafar. Sú atlaga var komin vel á veg þegar að dyrum börðu nokkrir menn úr einkageir- anum sem áttu pantað viðtal. Þeir vildu ræða hugmyndir sínar um ör- lítið breytta starfsemi hins opin- bera sem snertir þeirra svið. Þegar þeim fundi var lokið stillti ég símann frá mér um hríð og bað skiptiborðið um að tekin yrðu skilaboð. Ég varð að lesa yfir nokk- ur erindi sem ritari ráðherrans hafði sent mér, skrifa stuttan texta sem nota þurfti stuttu síðar og eins renndi ég í gegnum erlenda úttekt á málaflokki sem líklegt er að verði fyrirferðarmikill hér á landi á næstunni. Að því loknu var langt liðið á dag og ég svaraði nokkrum tölvuskeytum og hluta þeirra sím- hringinga sem út af stóðu. Þá full- vissaði ég mig um að ekkert áríð- andi á aðgerðalista dagsins væri ógert og vinnudeginum lauk á að fræða erlendan fréttamann um hvalaskoðun, nokkuð sem hann var að gera úttekt á. Sá ákvað að sæta færis og reyna að fá komment frá forsætisráðherra um málið síðar. Stefnt að steinbít Upp úr sex yfirgaf ég skrifstof- una og þar með var þessum óvenjulega venjulega vinnudegi lokið. Stefnan var sett á ágætis fiskbúð í Þingholtunum þar sem hægt er að fá þennan líka fina steinbít.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.