Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 32
40 vytlönd LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 UV Enn á ný kemur til átaka milli norskra hvalveiðimanna og Grænfriðunga: Neytendur friða hvalinn DV.Ósló: Nútlma neytendur eru bestu hvala- vinimir. Þeir vilja ekki hvalkjöt. Það er ekki í tísku að borða hvalkjöt. Það er villimennska. Hvalkjötsætur em frumstætt fólk sem slafrar i sig hval á skítugri og blóðugri sandströnd innan um hunda og búlduleit, grenjandi börn. Þetta eru frumbyggjar, sem fá að veiða hval af svokölluðum frum- byggjakvótum. Nútímafólk, með farsíma og inter- nettengingu i skemmtibátnum sinum, borðar ekki hvalkjöt. Það vill ekki vera frumbyggjar. Það grillar sum- arkótelettur á skínandi hvítri sand- strönd og ber sólaroliu á börnin sín. Hvalkjöt er gamaldags fátækrafæði, og jafnvel þó verðið sé fimmfaldað þá selst kjötið ekki. Engin Hollywood- stjarna grillar hvalkjöt á ströndinni í Malibu, og þess vegna gera nútíma- neytendur það ekki heldur. Erlent fréttaljós i Kri Þetta er vandinn sem norskir hval- veiðimenn hafa ratað i. Þeir eru nú einu hvalveiðimennirnir í okkar heimshluta sem reyna að halda úti tæknivæddum hvalveiðum sem at- vinnugrein. Það hefur nú gengið í sjö ár eða frá því ákveðið var að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju ár- ið 1993 í óþökk Alþjóðahvalveiðiráðs- ins og hvalavinum til sárrar gremju. Bastesen heimsfrægur Byrjað var með varúð og kvótinn fyrsta árið var aðeins um 250 hrefmrn. Ákveðið var að hætta ekki á útflutn- ing til að forðast enn frekari æsingar hvalavina á borð við grænfriðunga og sjávarhirðana hans Pauls Watsons. En það urðu átök á miðunum. Hvalfangarinn Steinar Bastesen varð heimsfrægur og hrefnuveiðar Norðmanna - kryddaðar með sögum um ásiglingar og slagsmál - voru frétt sumarsins 1993. Norð- menn sjálfir slógust um að kaupa kjötið og það varð þjóðaríþrótt að borða hrefnu- kjöt; fátækrafæðið sem allt í einu var orðið tvöfalt dýrara en nautakjöt. Nú í vikunni reyndu hval- fangarar og Grænfriðungar sig enn á ný á miðunum við Noreg. Grænfriðungar segja að skotið hafi verið á þá og geta sýnt götóttan gúmmíbát því til sönn- unar. Hvaifangarar segjst hafa verið hindraðir í að aflífa særð- an hval. Þetta er áróðursstríð. Hvalveiðimenn hafa fyrir löngu tapað því. Hlfinningasemi Fyrir vertíðina í ár var heimilað að veiða 753 hrefnur og selja kjötið á heimamarkaði. Þessar veiðar hafa engin áhrif á hrefnustofninn. Um Norður- Atlantshafið svamla nú i það minnsta hundrað þúsund hrefnur eftir því sem menn komast næst. Veiðarnar skipta með öðrum orðum nákvæmlega engu fyrir viðgang hrefnu- stofnsins. Vandinn er að slag- urinn stendur ekki um stofn- stærð og kvóta. Annars vegar stendur slagur- inn um að yfirgnæfandi meiri- hluti fólks á Vesturlöndum tel- ur rangt að veiða hval. Alveg á sama hátt og það er talið rangt að skjóta nashyrninga, etja saman nauti og nautabana og að hafa hænur í þröngum búr- um. Þarna ræður tilfmninga- semin og hún er sterk. Þessi tilflnningasemi hefur ráðið úrslitum um að íslend- ingar hafa gefist upp á hval- veiðum. Hún hefur ráðið úr- Hvalurinn, sem norskir hvalfangarar veiða, safnast upp í frystigeymslum. Kaupmenn bera hvalveiðimönnum þau boð frá neytendum að þetta kjöt vilji enginn sjá. Símamynd Reuter veiðum en stendur samt í stór- ræðum þegar fréttist af erkió- vinunum í liði Grænfriðunga. Slæmt afspurnar Neytendur í markaðslöndum Norðmanna hafa ekki refsað þeim fyrir hvalveiðarnar. Norskir útflytjendur fullyrða að hótanir um að sniðganga norskar vörur hafi ekki haft áhrif. Norskur lax er sú neyslu- vara sem þekktust er í öðrum löndum. Laxinn selst og selst. Þarna ræður hagstætt verð meiru en tilfmningarnar. Margir Norðmenn óttast hins vegar að hvalveiðarnar skaði al- mennt ímynd þjóðarinnar í öðr- ura löndum. Norðmönnum líkar ekki að vera kallaðir „villi- menn sem vaða í blóði sak- lausra en skarpgáfaðra hvala.” Um síðustu áramót gaf viku- ritið Time úr sérhefti sem kall- aðist Hugsjónir Evrópu og fjall- aði um framtíðarsýnir fólks fyr- ir upphaf nýs árþúsunds. Mona Sahlin var rödd Svíþjóðar i þessu hefti; Vigdís Finnboga- dóttir talaði máli íslands og fyr- ir Noregs hönd var mættur frægasti sonur þjóðarinnar; Steinar Bastesen. Hann er and- lit þjóðarinnar. Skammast sín fyrir hvalinn Margir Norðmenn eru orðnir leiðir á að hvalveiðamar, sem litlu máli skipta, fá meiri at- hygli en flest annað sem lands- menn taka sér fyrir hendur. Síðustu átök við Grænfriðunga hafa til dæmis varla verið nefnd í Aftenposten, áhrifamesta fjöl- miðli Noregs. En af hverju þá að veiða hval ef fáir fást til að borða kjötið og ekkert er hægt að flytja úr landi? Af hverju að standa í óvinsælum hvalveiðum ef helsti árangurinn er að frystigeymsl- ur fyllast af illseljanlegum af- urðum og þjóðin fær á sig óorð í útlöndum? Reykjavíkurboi^ Borgarverkfrœðingur Byggingarréttur fyrir einbýlishús Leitað er eftir kauptilboðum í byggingarrétt á eftirtöldum lóðum: a) Logafold 60 - byggingarréttur fyrir einbýlishús með aukaíbúð á 686 ferm. lóð. b) Blesugróf 23 - byggingarréttur fyrir einbýlishús á 639 ferm. lóð. c) Jöldugróf 5 - byggingarréttur fyrir einbýlishús á 571 ferm. lóð. . d) Bleikargróf 11 - byggingarréttur fyrir einbýlis- hús á 593 ferm. lóð. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 563 2300. Þar fást einnig afhent gögn sem varða lóðirnar, svo sem skipulagsskilmálar, uppdrættir og söluskilmálar. Tilboðum skal skila til skrifstofustjóra borgar- verkfræðings í síðasta lagi föstudaginn 23. júlí nk. kl. 16:00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík. slitum um að Norðmenn verða að borða allt sitt hvalkjöt sjálfir - og til- fmningasemin ræður að það þykir fal- legt ef frumbyggjar murka lífið úr nokkrum hvölum með handverkfær- um og éta þá hráa. Hins vegar stendur slagurinn um smekk neytenda. Það eina sem er eft- ir af hvalveiðum í atvinnuskyni eru hrefnuveiðar Norðmanna og þær eiga undir högg að sækja vegna áhugaleys- is neytenda. Fyrir sex árum urðu all- ir sannir Norðmenn að smakka hrefnukjöt. Nú safnast kjötið upp í frystigeymslunum. í sumar er búið að veiða um 500 hrefnur af 753 hrefna kvóta, en nánast ekkert hef- ur selst ferskt til neytenda. Kaupmenn bera hvalveiðimönn- unum þau boð frá neytendum að þetta kjöt vilji enginn sjá. Aðeins ein verslun innan þriggja stærslu verslanakeðjanna i Noregi selui' hvalkjöt. Stöku sérverslun hefur hrefnukjöt á boðstólum og verðið er á bilinu 1.000 til 1.500 íslenskar krónur kilóið. Neytendur ypta öxl- um og kaupa annað. Steinar Bastesen segir við DV að hvalveiðimenn verði að gera meira til að kynna og selja kjötið; keppa við aðra seljendur kjöts um hylli neytenda. Það virðist vera þrautin þyngri. rengið. Yfirvöld hætta ekki á útflutn- ing, jafnvel þótt íslendingar segist vilja kaupa eins og 100 tonn og éta súr á þorrablótum. Japanir vilja líka kaupa en fá ekki, en án útflutnings verður að draga til muna úr hvalveið- um Norðmanna fyrir næstu vertíð. Útflutningur er ekki á dagskrá því Al- þjóðahvalveiðiráðið er í höndum hvalavina og þar við situr. „Þetta þýð- ir auðvitað ekki að hrefnuveiðar legg- ist af en við getum þurft að draga úr veiðunum,” segir Steinar Bastesen, konungur norskra hvalveiðimanna, við DV. Hann er sjáflur hættur hval- Atvinnubótavinna Enginn útflutningur Nú liggja um 800 tonn af rengi í geymslum í Noregi. Norska ríkið á Steinar Bastesen: „Gunguháttur veldur því að hvalveiðarnar eru að verða einhvers kon- ar feluleikur sem enginn má vita um.“ I Noregi eru hvalveiðar atvinnu- bótavinna. Norski bátaflotinn er of stór og fjöldi báta hefur engin verk- efni utan vetrarvertíðanna. Kvótarnir eru of litlir fyrir of stóran flota. Því þarf að flnna ný verkefni. í ár hafa 36 vertíðarbátar hrefnukvóta og til við- bótar koma 11 bátar sem hafa sel- veiðikvóta. Norska ríkið verður að greiða 12 milljónir íslenskra króna með hverjum selveiðibát. Afls skapa þannig hval- og selveið- arnar verkefni fyrir 47 báta, sem að öðrum kosti lægju bundnir við bryggju allt sumarið. Norsk stjórn- völd hafa tekið þann pól í hæðina að reyna að halda lífi í hvalveiðunum án þess að vekja of mikla athygli er- lendis. Málið er að leysa vanda út- gerða um 50 vertíðarbáta í kyrrþey. Steinar Bastesen sagði við DV að þessi þáttur málsins væri vissulega mikilvægur. „Eigendur bátanna hafa mikilvægar tekjur af veiðun- um. Vandinn er að heimamarkaður- inn dugar ekki lengur fyrir afla þessa báta. Stjómvöld vilja ekki hætta á útflutning og Peter Angel- sen sjávarútvegsráðherra þorir ekki einu sinni að láta mig fá leyfi til að flytja rengi til íslands. Hann þorir ekki, og það er svona gunguháttur sem veldur því að hvalveiðarnar em að verða einhvers konar feluleikur, sem enginn má vita um,” sagði Bastesen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.