Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 ffimæli i Til hamingju með afmælið 18.júlí 95 ára Sigurlaug Guðlaugsdóttir, Ási, Ásahreppi. 85 ára Kristín Bæringsdóttir, Ásvallagötu 25, Reykjavík. Sigm-geir Ingvarsson, Grænumörk 5, Selfossi. 80 ára Ingveldur Ásmundsdóttir, Vesturgötu 80, Akranesi, verður áttræð á mánudaginn. Eiginmaður hennar var Ólafur Ámason ljósmyndari en hann lést 1997. Ingveldur tekur á móti gestum á heimili sínu sunnudaginn 18.7. milli kl. 15.00 og 19.00. 75 ára Margaret Scheving Thorsteinsson, Efstaleiti 12, Reykjavík. Vilborg Gunnarsdóttir, Hafnargötu 22, Vogum. 70 ára Guðmundur Grímsson, Hraunteigi 21, Reykjavík. 60 ára Benedikt Steindórsson, Ásbúð 21, Garðabæ. Elsa Kristjánsdóttir, Bogahlíð 4, Reykjavík. Magnea Hjálmarsdóttir, Tjarnarstíg 11, Seltjamamesi. Ólöf Ólafsdóttir, Hrauntungu 43, Kópavogi. Óskar Harry Jónsson, Esjugrund 43, Reykjavik. Þórunn Ámadóttir, Seli, Grimsnes- og Grafningshreppi. 50 ára Fanney Eva Vilbergsdóttir, Æsufelli 4, Reykjavík. Katrín Guðnadóttir, Sæbakka 22, Neskaupstað. Sigrún A. Einarsdóttir, Stigahlíð 28, Reykjavík. Þór Tómas Bjamason, Háteigsvegi 52, Reykjavík. Þórunn Stefánsdóttir, Frakkastíg 22, Reykjavík. 40 ára Sigtryggur Páll Sigtryggsson framkvæmdastjóri, Hlíðarhjalla 20, Kópavogi. Eiginkona hans er Helga Ragnarsdóttir. Þau taka á móti gestum að heimili sínu á afmælisdaginn kl. 17.00-20.00. Guðbjörg Þorvaldsdóttir, Laufvangi 4, Hainarfirði. Haraldur Árni Haraldsson, Lágmóa 5, Njarövík. Jófríður Á. Skarphéðinsdóttir, Kleppsvegi 2, Reykjavík. Sigrún Jónsdóttir, Suðurbraut 26, Hafnarfirði. Theodór Brynjólfsson, Daltúni 20, Kópavogi. Viðar Pétursson, Bústaðavegi 95, Reykjavík. Vilborg Sigurðardóttir, Holtageröi 8, Kópavogi. Gullbrúðkaup: Gunnar Guðlaugsson og Jóna Guðný Arthúrsdóttir Hjónin Gunncir Guðlaugsson og Jóna Guðný Arth- úrsdóttir, Melási 5, Garðabæ, áttu gull- brúðkaup þann 6.7. sl. Þá átti Gunnar sjötíu og fimm ára afmæli þann dag. •Gunnar og Jóna Guðný halda upp á þessi tímamót á niðjamóti við Geysi í Haukadal laugard. 17.7. Gunnar Guðlaugsson og Jóna G. Arthúrsdóttir. Bílbeltanotkun: Flateyringar bestir - segir umferðaröryggisfulltrúi DV, Vestfjörðum:______________________ Dagana 1.-12. júli var gerð könn- un á bílbeltanotkun Vestfirðinga. Alls notuðu 69% bifreiðastjóra belti, 70% farþega í framsæti notuðu belt- in en 81% aftursætisfarþega var spennt í belti. Þessi mikla notkun belta í aftursætum skýrist helst af umhyggju foreldra fyrir börnum sínum. „Flateyringar voru bestir þar sem notkun belta í aftursætum var 94%. Lökust var útkoman á Bíldu- dal. Markmið Vestfirðinga á nú að vera að ná Flateyringum og helst skjóta þeim ref fyrir rass. Það er verðugt til að keppa að ef hægt er aö auka notkun bílbelta og um leið bæta öryggi í umferðinni. Við mun- um gera aðra könnun í ágúst og það er einlæg ósk mín að fólk bæti sig fram að þeim tíma,“ segir Júlíus Ólafsson, umferðaröryggisfulltrúi Vestfjarða. Könnunin var unnin af slysa- vamafólki á Vestfjörðum í samráöi við umferðaröryggisfulltrúa og var kannað ástand í 1038 bifreiðum. Júl- íus segir að ekki hafi orðið merkj- anleg framfór frá því að ástandið var kannað á síðasta sumri og hvet- ur hann fólk enn og aftur til að taka myndarlega á þessum máium. -GS Uttekt á slökkvi- liði Akraness DVAkranesi:___________________________ Þeir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavama Suð- umesja, og Helgi ívarsson slökkvi- liðsstjóri Slökkviliðs Hafnarfjarðar, skiluðu nýverið úttekt á slökkvilið- inu á Akranesi, að sögn Gísla Gísla- sonar, bæjarstjóra á Akranesi. „Úttektin tekur ekki sérstaklega á einstökum tilfellum sem upp kunna að koma, en bent er á ýmis- legt sem ástæða er til fyrir slökkvi- liðið á Akranesi að lagfæra. Meðal annsu-s er nauðsynlegt að endur- nýja að einhverju leyti tækjakost liðsins. Þá aðallega að kaupa nýjan slökkvibíl, en það hefur um nokkum tíma verið rætt hér að væri nauðsynlegt. Þá benda þeir félagar á að nauð- synlegt sé að slökkviliðsstjóri fái tækifæri til að kynna sér hvernig staðið er að viðbúnaði í umferðar- göngum erlendis. Einnig er gerð tillaga að gerð samstarfssamnings við slökkviliðin i Reykjavík og í Borgamesi. Það er ýmislegt í skýrslunni sem þarf að skoða en ætlunin er að ræða við skýrsluhöf- unda síðar,“ sagði Gísli bæjar- stjóri. DVÓ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eft- irfarandi eignum: 1/3 hluti Eystri-Leirárgarða, Leirár- og Melahreppi, þingl. eig. Ágústa Sigurbima Bjömsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands hf., Akranesi, Landssími ís- lands hf., innheimta, Sparisjóður Mýra- sýslu og Tollstjóraskrifstofa, fimmtudag- inn 22. júh 1999 kl. 10.00._________ Beitistaðir í Leirár- og Melahreppi, þingl. eig. Guðmundur Óskarsson, gerðarbeið- endur Glitnir hf., Olíufélagið hf., Skelj- ungur hf. og Þorgeir & Ellert hf., fimmtu- daginn 22. júlí 1999 kl. 10.00. Hlíðartröð 9 í landi Svarfhóls í Svínadal, þingl. eig. Benedikt G. Kristþórsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 22. júlí 1999 kl. 10.00. Holtabyggð 2b, Borgarbyggð., þingl. eig. Guðjón Róbert Ágústsson, gerðarbeið- andi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 22. júlí 1999 kl. 10.00. Kálfhólabyggð 28, Borgarbyggð, þingl. eig. Hilmir Þór Kolbeins, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason hf., fimmtudaginn 22. júlí 1999 kl. 10.00. Kúludalsá II, Innri-Akraneshreppi, þingl. eig. Auðunn Þorgnmur Þorgrimsson, gerðarbeiðendur Bílaplanið ehf. og Landsbandi íslands, fímmtudaginn 22. júlí 1999 kl. 10.00. Melgerði. Lundarreykjadal., þingl. eig. Friðjón Ámason og Kolbrún Eh'n Ander- son, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, fimmtudaginn 22. júlí 1999 kl. 10.00. Vindheimar úr landi Hvítárbakka í Borg- arfjarðarsveit, þingl. eig. Jón Friðrik Jónsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Mýrasýslu, fimmtudaginn 22. júlí 1999 kl. 10.00. Þverholt, Borgarbyggð, þingl. eig. Hall- dór Gunnarsson og Jarðeignir ríkisins, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn 22. júlí 1999 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI, STEFÁN SKARPHÉÐINSSON tfréíf/r 55 Hátíð á Drangsnesi DV, Hólmavík:____________________ Heimafólk á Drangsnesi hefur sýnt undanfarin 3 sumur að það er snjallt að undirbúa og fylgja eftir flölbreyttri fjölskyldu- skemmtun. 17. júlí verður þar í fjórða skipti bryggjuhátíð og sam- kvæmt dagskrá þarf trúlega út fyrir Vestfirði til að flnna sam- jöfnuð eða hátíð sem tekur henni fram. í skólanum verður myndlistar- sýning Hjördísar Bergsdóttur, ti- unda einkasýning hennar, og tvær Ijósmyndasýningar, sýning- in „Mannlíf í Kaldrananeshreppi" og sýning ungra ljósmyndara.. Einn menningarviðburðurinn og ekki sá sísti verður afhjúpun fyrsta Sagnarekans á Ströndum en fyrirhugað er að skrá og setja upp á 10 stöðum í sýslunni þjóð- sögur og sagnir skráðar á reka- drumba. í boði verða hestaferðir, söngvakeppni, skemmtidagskrá með söng og gamanmálum, auk varðeldar, og svo dansleikur í Fé- lagsheimilinu. Fyrrum heima- maður, Ari Jónsson, heldur uppi fjöri. Einn viðburður er ómissandi á bryggjuhátíð en það er sigling út í fúglaparadísina Grímsey og ekki hefur veður hamlað þeirri ferð á fyrri bryggju- hátíðum. -GF Þau létu fara vel um sig í heita pottinum. Skógar: Heitur pottur og ; salatbar Amerísk pallhús sem smellpassa á flestar gerdir bíla :ru císu . IÓNSSON ehf iifda 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644 »nn á SuAurnasjum, Toyota-salurinn í Njarðvik. simi 421 488S DV, Suöurland: „Eg var fjögur ár á Laugar- bakka í Miðfirði en þetta er fyrsta sumarið mitt hér á Skógum. Þó veðrið hafi ekki leikið við okkur það sem af er finnst mér alveg yndislegt að vera hér og það sem af er sumri hefur samt verið nóg að gera hjá okkur í gisting- unni,“ sagði Jóna Pála Björnsdóttir, hótelstýra á Edduhótelinu í Skógum, við DV. Edduhótelið, sem er rekið þar í húsum skólans yfir sum- artímann, er vinsæll áningar- staður margra ferðamanna, enda vel i sveit sett fyrir þá sem eru að ferðast um Suður- land, miðsvæðis og margt að Jóna sjá í nágrenninu. um. í Skógum er nýbúið að gera upp sundlaugina og fyrir utan hana er búið að setja niður heitan pott og gera úrvalsgóða sólbaðsað- stöðu. Þekkt eru kvöldverðarhlað- borðin og fólk kemur langan veg til að njóta þeirra og þau eru nú með annað tromp. „Við erum komin með salatbar í hádeginu sem hefur fengið góðar viðtökur - hlaðborð með heitum og köldum grænmetisréttum, desert- um, harðfiski og sild og fólk í hóp- feröum hefur verið ánægt. Fólk kemur hér á safnið og staldrar hér við hjá okkur,“ sagði Jóna Pála Bjömsdóttir. -BH Pála Björnsdóttir, hótelstýra á Skóg- DV-myndir Njörður nlnvGrsh heilsumGðferö í boði eru ýmis afbrigði of kínverskum heilsumeðferðum sem hjélpo þér gegn ýmsum streitukvillum, s.s. vöðvobólgu, bokveiki, gigt, ofnæmi, risblvondomólum, olmennum stirðleiko og fleiru. KfnvBfsK heilsolind Ármúlo 17o ■ Sími 553 8282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.