Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 11 DV Fréttir Gæsaveiðimenn sýknaðir af kæru um ólöglegt athæfi: Landeigandi fékk að „éta“ umdeildar gæsir DV, Akureyri: Tveir Dalvíkingar sem ákærðir voru fyrir „gæsaveiðar með ólög- mætum hætti með ólögmæt skot- vopn“ á bökkum Laxár í Aðaldal í september á síðasta ári hafa verið sýknaðir í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Lögreglunni á Húsavík barst kæra þess efhis að mennimir væru að gæsaveiðum við bakka Laxár og not- uðu ljóskastara við veiðamar. Lög- reglan fór og fylgdist með mönnum á leið þeirra heim að bæ í nágrenninu og þar var þeim gerð grein fyrir kæmefninu. Mennimir framvísuðu skotvopnaleyfum, veiðileyfúm, afla sem reyndist vera þrjár gæsir og tveimur vasaljósum sem þeir sögðust hafa notað til að sjá til þegar þeir tíndu upp eftir sig tóm skothylki en ljóskastara höfðu þeir ekki meðferð- is. Mikil rekistefna varð vegna þess að byssur mannanna tóku fleiri en tvö skothylki en þeir bára báðir að þeir hafl við veiðamar haft „pinna í byssun- um“ sem útiloka að hægt sé að setja fleiri skothylki í byssumar en heimilt er. Þeir hafi tekið pinnana úr þegar þeir hættu veiðum og grófhreinsað byssumar eins og þeir hafi ævinlega gert. Mennimir hafa um árabil skotið gæsir í því landi þar sem þeir voru um- rætt kvöld og ávallt með leyfi landeig- anda. Þegar lögreglan gerði skotvopn mannanna og gæsimar þijár upptækar var bóndanum falið að geyma gæsimar þar sem ekki væri aðstaða tii þess að geyma þær á lögreglustöðinni á Húsa- vík. Var um það rætt að bóndinn mætti „éta“ gæsimar yrðu þær ekki sóttar irman fárra daga og varð það niður- staðan! Niðurstaða dómsins var að mennim- ir vora sýknaðir af öllum ákærum og 120 þúsund króna sakarkostnaður var greiddur úr ríkissjóði. -gk Jón Sigurpáisson safnvörður. DV-mynd Guðm. Sig. bátar frá 18. öld Hús og DV, ísafiröi: „Aðsóknin hefur verið ágæt undan- farið. Það koma á bilinu sjö til átta þús- und gestir hingað á ári þannig að við megum vel við una. Það er alltaf að bætast við safnið, sífellt að berast hing- að munir sem mikili fengur er að,“ seg- ir Jón Sigurpálsson, safnvörður hjá Byggðasafni Vestfjarða. Byggðasafnið hefur á undanfomum árum byggt upp sérstætt og skemmti- legt safnasvæði í Neðstakaupstað á Isa- firði þar sem gerð hafa verið upp mörg gömul og sérstök hús frá átjándu öld. Þá vekur athygli að sjá marga gamla báta við safnið. Þar era bátar allt að 18 tonn að stærð og hafa þeir flestir verið smíðaðir á ísafirði og bera hátt merki ísfirskra skipasmiða frá því fyrr á öld- inni. Auk safnsins á ísafirði eru munir Byggðasafnsins t.d. bæöi í Vigur á ísa- fjarðardjúpi og Hrafnseyri við Amar- ijörð í tengslum við safn Jóns Sigurðs- sonar forseta. Safnið í Neðstakaupstað var opnað 1988 og hefúr vegur þess aukist mjög á þeim árum sem liðin era þar frá. Mikið hefur verið um að vinnubrögð liðinna tíma séu sett á svið við safnið enda kjörinn vettvangur til þess þar sem Neðstikaupstaður var miðstöð atvinnulífsins á ísafirði á sín- um tíma og er húsaþyrping sú sem safnið er í sú elsta á landinu, byggð um miðbik 18. aldar. „Safhið hér i Neðsta hefur sérhæft sig í munum sem tengdir era sjósókn og fiskvinnslu og hér era margar ger- semar. Þar má meðal annars nefna fyrsta kúfiskplóg sem notaður var hér á landi. Sexæringurinn Ölver, sem er í Ósvör í Bolungarvík, er frá Byggða- safninu. Líklega er safnið hér meö rík- ari söfhum að munum tengdum sjávar- útvegi og í því felst einkum sérstaða safnsins. Nú síðast barst okkur höfð- ingleg gjöf þegar safhinu var gefin mb. Sædís sem er ein af Dísunum sem gerð- ar voru út hér frá ísafirði af útgerðar- félaginu Nirði hf. Báturinn fer nú í slipp hér þar sem hann verður gerður upp,“ segir Jón safnvörður. -GS BMW Z3 roadster Grjótháls 1 söludeild 575 1210 Sumir bílar eru einfaldlega engu líkir. Sérstakur búnaður: BMW ánægja og öryggi: • Hraðastýrð hljómflutningstæki (hækkar við aukinn hraða) • M-leðurklætt stýri • Fjarstýrðar samlæsingar og ræsivörn • 15” álfelgur • Krómlistar • Rafdrifnar rúður • Þokuljós verð frá 2.968.000 kr. Engum líkur Sólskinsskap allt árið! Þú upplifir nýja vídd í akstri í þessum sígilda tveggja sæta sportbíl. Frábærir aksturseiginleikar og einstök hönnun koma þér í sólskinsskap. • ABS og ASC+T spólvörn • Tveir loftpúðar • Armpúði milli framsæta • Hraðatengt vökva- og veltistýri • Frjókornasía

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.