Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 39 A, DV Keypti íbúð á Manhattan fyrir 700 milljónir Loksins hefur söngkonan Mari- ah Carey fundið sér stað til að búa á. Fyrir valinu varð íbúð á Manhattan í New York á þremur hæðum með útsýni yfir alla borg- ina. Verðið á íbúðinni var um 700 milljónir íslenskra króna. Mariah hafði lengi verið í hús- næðisleit. Það sem tók mestan tíma var að í hvert sinn sem hún fann eitthvern stað sem henni lík- aði var hún stöðvuð af stjómum húsfélaganna. Á þeim slóðum, sem söngkonan leitaði sér að hús- næði, er ekki hverjum sem er hleypt inn í húsin. Mörgum stór- stjörnum hefur verið vísað frá finum og vinsælum fjölbýlishús- um þar sem íbúarnir vilja ekki að forvitnir ferðamenn og aðdáendur séu í kringum húsin til að reyna að koma auga á átrúnaðargoð sín. Sviðsljós Karl Bretaprins hafnar því að framtíð prinsanna verði sett í nefnd: Harry og Vilhjálm- ur ráði sér sjálfir Karl Bretaprins er að því er virð- ist einn á móti öllum þegar kemur að því að ákveða hvað prinsarnir Vilhjálmur og Harry leggja fyrir sig . í framtíðinni. Hiröin, þar á meðal amma drengj- anna, Elísabet drottning, styður til- lögu þess efnis að sett verði upp sér- stök nefnd sem ákvarði framtíð prinsanna. Nefndin myndi síðan leggja fram tillögur um hvers konar nám eða starfsferill hentaði hvorum prinsi fyrir sig. Þessu fyrirkomulagi mun Karl af- ar mótfallinn og telur eðlilegast að hann ræði sjálfur við Vilhjálm, sem er 17 ára, þegar hann útskrifast úr Etonskólanum á næsta ári. Harry er enn of ungur til að ákveða neitt. Karl veit hvað hann er að tala um því sams konar nefnd mótaði hans framtíð á sínum tíma. Hann hefur gefið í skyn að nefndin hafi algjör- lega horft fram hjá hugðarefnum sínum og eingöngu einblínt á að búa hann undir að taka við krún- unni. Spencer jarl, móðurbróðir prinsanna, hefur margoft lýst því yfir að drengimir eigi að fá sem eðlilegast uppeldi og það væri í sam- ræmi við óskir Díönu heitinnar. Vilhjálmur prins hefur sjálfur lýst áhuga sínum á að ganga í flug- herinn og gerast fallhlífarhermað- ur. Hvort af því verður veltur vænt- anlega á staðfestu föður hans því ekki er víst að hin konunglega nefnd myndi samþykkja það. Vilhjálmur prins er orðinn 17 ára og útskrifast úr Etonskólanum á næsta ári. Hann hefur lýst yfir áhuga á hermennsku í framtíðinni. Harry, sem er fjórum árum yngri, hefur ekkert gefið upp um sín framtíðaráform. Símamynd Reut- BIFR EIÐASTILLINGAR NICOLAI NANKANG GÆÐI, ÖRYGGI, ENDING Suðurlandsbraut 16, sími 588 9747. Borgartúni 36. sími 568 8220. Flora Cheong-Leen þykir meðal fremstu hönnuða í Kína um þessar mundir. Fyrirsætan á myndinni klæðist hér fatnaði úr sumarlínunni fyrir árið 2000. Símamynd Reuter Aukaverðlaun: O CANON IXUS FF25 myndavélar 2. verólaun Taktu sumarmyndirnar þínar á Kodak filmu og sendu okkur bestu myndina strax. Þú getur lagt myndirnar inn í keppnina hjá Kodak Express um land allt eða sent þaer beinttil DV, Þverholti II. 105 Reykjavík, merktar “SUMARMYNDAKEPPNI”. Keppt verður í tveimur flokkum: A) I6 ára og yngri, B) Allir aldurshópar. CANON EOS IX-7 mefl 22-55 USM linsu. Finsuklega skemmtilcg EOS APS myndavéi ■i mumunandi Aðgerðahjól með mismunandi «il _ Möguleiki á dag&etningu og texta aftan á myndunum. Verðmætí 54.900.- CANON IXUS L-l pakki. Frába-r APS myndavél með Ijósop F2.8. Sérmerkt leðurtaska ásamt filmu fylgir. CANON IXUS M-1 pakki. Þessi netta APS myndavél vegur aðeins 115g. Sérmerkt Canon leðurtaska ásamt filmu fylgir. KODAK og KODAK fllma OD 'V KODAK filma og fOI- V KODAK filma með **' námskelð I Ijósmyndun *,JQ •*' afslátt af framköllun HM CANON IXUSAF i vlnning fyrir bestu innsendu sumarmynd mánaðarins úr báðum flokkum I júlf og ágúst. Verðmæti 9.900.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.