Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 30
-f 42 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 Afmæli , --------------------------- Þorsteinn Erlingsson Þorsteinn Erlingsson vélvirkja- meistari, Skúlagötu 40, Reykjavík, verður áttatíu og fimm ára á mið- vikudaginn. Starfsferill Þorsteinn fæddist í Vestmanna- eyjum en átti heima á Gilsárvöllum á Borgarfirði eystra frá tveggja á aldri og þar til hann varð fjögurra ára. Þá flutti hann til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni. Þorsteinn nam vélvirkjun í Landssmiðju ís- lands, lauk sveinsprófi í þeirri grein og varð vélvirkjameistari 1947. Þorsteinn var yfirverkstjóri í Vél- smiðjunni Jötni 1943-50. Hann stofnsetti síðan og rak eigið verk- stæði í Reykjavík 1950-75 sem m.a. sá um uppsetningar og viðhald vél- búnaðar frystihúsa, sláturhúsa og mjólkurvinnslustöðva víða um land. Eftir að hann hætti sjálfstæðum rekstri var hann vélstjóri í ísbirnin- um til 1984. Þorsteinn hefur stundað hesta- mennsku í frístundum og ferðast enn mikið um landið. Fjölskylda t Eiginkona Þorsteins var Júlíana Sigurjónsdóttir, f. 29.6. 1917, d. 5.7. 1995, húsmóðir. Hún var dóttir Sigurjóns Þorvarð- arsonar, bónda á Streiti í Breiðdal, og k.h., Guörún- ar Guðnadóttur hús- freyju. Börn Þorsteins og Júlíönu eru Sigrún, f. 6.9. 1937, gift Helga Bjarna- syni prentara og eiga þau fjögur börn; Kristin, f. 12.8. 1943, kennari í Reykjavík, gift Ólafi Mixa lækni og á hún þrjár dæt- ur; Örn, f. 28.4. 1948, myndlistarmaður í Reykjavík, kvæntur Maríu Þórar- insdóttur sjúkraliða og eiga þau þrjú börn. Systkini Þorsteins: Jón, f. 25.4. 1908, d. 29.6. 1941, vélstjóri í Reykja- vík; Gissur Ólafur, f. 21.3.1909, þýð- andi, búsettur í Reykjavík og fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma; Stef- anía, f. 22.4. 1910, d. í október 1993, húsmóðir í Kanada; Gunnþórunn, f. 10.8. 1911, d. 12.9. 1997, húsmóðir í Reykjavík; Sveinbjöm, f. 28.3. 1913, d. 8.2. 1996, vélstjóri í Reykjavík; Soffia, f. 18.6. 1916, d. 24.6. 1916; Óli Filippus, f. 11.7. 1917, d. 14.12. 1955, verkamaður í Reykjavík; Ásta Krist- ín, f. 12.6. 1920, grasa- læknir í Reykjavík; Soff- ía, f. 24.9. 1922, húsmóðir í Reykjavík; Regína, f. 30.9. 1923, húsmóðir í Reykjavík; Einar Sveinn, f. 3.3.1926, fyrrv. vörubíl- stjóri í Reykjavík. Foreldrar Þorsteins voru Erlingur Filippusson, f. 13.12. 1873, d. 25.1. 1967, búfræðingur og grasa- læknir í Reykjavík, og k.h., Kristín Jónsdóttir, f. 11.7. 1881, d. 28.5. 1934, húsmóðir. Ætt Erlingur var sonur Filippusar, silfursmiðs i Kálfafellskoti, Stefáns- sonar. Móðir Erlings var Þómnn, grasalæknir og ljósmóðir, Gísladótt- ir, b. á Ytri-Ásum í Skaftártungu, Jónssonar, bróður Eiríks, langafa sandgræðslustjóranna Páls Sveins- sonar og Runólfs, föður Sveins land- græðslustjóra. Systir Gísla var Rannveig, langamma Ragnars í Smára. Móðir Þórunnar var Þór- unn, ljósmóðir, Sigurðardóttir, b. í Steig í Mýrdal, Árnasonar. Móðir Þórunnar var Þórunn, ljósmóöir, langamma Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Bróðir Þórunnar var Þorsteinn, fað- ir Ólafar, langömmu Erlends Ein- arssonar, forstjóra SÍS. Þórunn var dóttir Þorsteins, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyj- ólfssonar, og k.h., Karítasar ljós- móður, stjúpdóttur Jóns eldprests, Steingrímssonar. Kristín var dóttir Jóns, b. á Gils- árvöllum i Borgarfirði eystra, Stef- ánssonar, bróður Einars, afa Val- geirs Bjömssonar hafnarstjóra. Móðir Kristínar var Stefanía, ljós- móðir, Ólafsdóttir, b. á Gilsárvöll- um í Borgarfirði eystra, Stefánsson- ar. Móðir Ólafs var Steinunn, lækn- ir og ljósmóðir, dóttir Þórðar, b. á Finnastöðum, Gíslasonar og Eygerð- ar Jónsdóttur pamfíls, systur Jóns, langafa Einars H. Kvaran. Móðir Stefaníu var Soffia, systir Elísabet- ar, langömmu Gunnars Gunnars- sonar skálds. Soffia var dóttir Sig- urðar, b. í Skógum í Öxarfirði, Þor- grímssonar, og Rannveigar Skiða- Gunnarsdóttur Þorsteinssonar, ætt- fóður Skíða-Gunnarsættarinnar, langafa Elísabetar, ömmu Sigurðar Blöndal skógræktarstjóra. Þorsteinn Erlingsson. Hringiðan Harmónikuhátið Reykjavíkur var haldin á laugardaginn. Karl Jón- atansson og Sveinn Rúnar Björnsson hituðu nlkkunar upp á Ingólfstorgi fyrir dansleikinn á Broadway um kvöidið. Landsköp er yfirskrift fyrstu einkasýningarinn- ar sem listakonan Karla Dögg Karlsdóttir setur upp síðan hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum nú í vor. Karla ræðir hér um listina við Braga Halldórsson og Maríu Péturs- dóttir við opnunina. Ég stend á skýi er söluhæsta plata hljómsveitarinnar Síðan skein sól eða SSSól eins og hún heitir núna. Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Hard Rock tekur hér við gullplötunni sem Ég stend á skýi fór í, úr höndum Friðþjófs Sigurðssonar. DV-myndir Hari Þórjón Pétursson og Sigurður Jóhannson komu svífandi úr háloftunum á skemmtunina sem félagsskapurinn Sókn gegn sjálfsvígum stóð fyrir í Skautahöllinni á föstudaginn. Ottó Aage Þórjónsson er hér með á myndinni. DV Til hamingju með afmælið 19. júlí 80 ára Adolf Sigurðsson, Aðalstræti 21, Þingeyri. Guðmundur Kristinn Sigurðsson, Hlíðarbraut 4, Hafnarfirði. Ingveldur Ásmundsdóttir, Vesturgötu 80, Akranesi. Þuríður Guðmundsdóttir, Brunngötu 3, Hólmavík. 75 ára Anna Jakobína Eiríksdóttir, Bugðulæk 4, Reykjavík. Carl P. Stefánsson, Rauðalæk 23, Reykjavík. Eysteinn Tryggvason, Ásgarðsvegi 10, Húsavík. Sigrún Kristinsdóttir, Kolbeinsgötu 15, Vopnafirði. 70 ára Hallveig Ólafsdóttir, Skriðustekk 17, Reykjavík. Jóna Anna Jónsdóttir, Brúarflöt 7, Garðabæ. 60 ára Bára Bryndís Gestsdóttir, Stóragerði 38, Reykjavík. Broddi Bjömsson, Framnesi, Akrahreppi. Gréta Árnadóttir, Miklubraut 90, Reykjavík. 50 ára Bjarni Sighvatsson, Kirkjubæjarklaustri 4, Vestmannaeyjum. Vinum og kunningjum sem samgleðjast vildu afmælis- baminu er boðið í óvissuferð. Mætið í útivistarfatnaði kl. 19.00 fyrir utan Byggðarsafn Vestmannaeyja. Ágúst F. Kjartansson, Efstahjafla 19, Kópavogi. Árni Sigurður Ámason, Hlíðarási 8, Mosfellsbæ. Björk Guðmundsdóttir, Breiðvangi 46, Hafnarfirði. Eiríkur Arnþórsson, Viðarási 51, Reykjavík. Eiríkur Örn Arnarson, Hrólfsskálavör 12, Seltjarnarnesi. Jens Pétur Þórisson, Heiðarvegi 54, Reykjavík. Ólafur Jón Stefánsson, Jakaseli 31, Reykjavík. Stefán Bjarnason, Garðavegi 8, Keflavík. 40 ára Anna Guðrún Jónsdóttir, Grettisgötu 2 A, Reykjavík. Guðrún Björk Einarsdóttir, Skólagerði 33, Kópavogi. Hans Ágúst Einarsson, Marargrund 12, Garðabæ. Kristin Bernharðsdóttir, Birtingakvísl 56, Reykjavík. Margeir Þórir Sigfússon, Vesturási 16, Reykjavík. María Björk Ásbjarnardóttir, Klettagötu 17, Hafnarfirði. Ómar Geir Bragason, Nesvegi 45, Reykjavík. Sólrún Ingimarsdóttir, Furuvöllum 4, Egilsstöðum. Sveinn Rósinkrans Pálsson, Vættaborgum 113, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.