Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 TIV / Ummæli Þörfin fyrir erótískan dans „Ég heyrði um daginn að ferðamannastraumur til landsins hefði aukist verulega en hefur verið athugað hvort sú er raunin í alvörunni eða hvort betri sætanýting flugvélanna stafar bara ekki einfaldlega af öllum þessum nektardansmeyjum sem sífellt verður að flytja inn til að fullnægja skyndilegri þörf Islendinga fyrir erótískan dans.“ lllugi Jökulsson, á Rás 2. íþróttir og áfengi „Um leið og ég hætti að drekka, þá hætti ég í íþróttum. Sama daginn meira að segja.“ Haukur M. Hrafnsson kvikmyndgerðarmaður, í Fókusi. Kortið sýnir helstu áningarstaöi Vegagerðarinnar, skipt í þrjá flokka eftir aðbúnaði fyrir ferðamenn. Stöðugt er verið að bæta við nýjum stöðum og bæta þá sem fyrir eru. Flokkunin og kortið er því einungis til viðmiðunar. Sigurrós Þorgrímsdóttir, höfundur EES-handbókarinnar: Staðsetning og gerð áningarstaða J Aningarstaður með búnaði Áningarstaður 0 Útskot Geta alveg hækkað launin „Bæjarfélögin hafa allan þann sveigjan- leika sem þarf til að geta gert betur við sitt fólk en kjarasamningar segja til um.“ Eiríkur Jónsson, form. Kennara- sambands Islands, í Degi. Vísitölur „Mér finnst hálfhlægilegt þegar vísitölur eins og fluffurnar Unnur Steinsson og Ragnheiður Clausen koma naktar fram í ódýrum glanstímaritum og segjast vera hættar að vera góðar." Þorbjörg Einarsson félagsfræðingur, í Fókusi. Clintonkenningin „Sú stefna, sem kalla má Clintonkenninguna, er í því fólgin að Bandaríkin áskilja sér rétt til hemaðaríhlutunar án tillits til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunar rikja, hvenær sem þeim hentar og hvar sem er.“ Gunnar Eyþórsson, í DV. Nóg að vera með hattinn „Það er víst nóg að vera með hattinn. Enda er líka alltof fokking heitt þessa dagana til að vera í einhverri eskimóaúlpu." Gummi stöðumælavörður, í Fókusi. Evrópumálin eiga hug minn allan „Þessi bók er mjög handhægt uppflettirit um Evrópska efnahags- svæðið og er fyrst og fremst ætluð stofnunum og fyrirtækjum. Ég er búin að vera að vinna að þessu undanfarin þrjú ár og er þetta frekar erfið vinna því alltaf er verið að setja ný lög og reglugerðir í tengslum við samninginn þannig að síðustu mánuðina áður en bókin kom út var ég bara að uppfæra hana,“ segir Sigurrós Þorgrímsdótt- ir, höfundur EES handbókarinnar. Sigurrós segir að þörf hafi verið fyrir bókina. „Ég var að vinna hjá Evrópusambandinu hjá Euro Info Center í London í tæpt ár. Þar eru aðallega fyrirtæki sem hringja inn og biðja um upplýsingar og voru til sérstök uppflettirit sem við gátum leitað í eftir upplýsingum. Svo þeg- ar ég kom aftur heim og fór að kynna mér málið voru engin slík rit til á íslensku. Ég byrjaði á því að sanka að mér gögnum og þetta átti nú bara að vera svona lítill bækling- ur en þetta hlóð endalaust utan á sig og ég var nú reyndar búin að skrifa miklu meira en komst í bók- ina. Ég ákvað það bara á ákveðnum tímapunkti að ef ég ætti að koma bókinni einhvern tímann út yrði ég að stoppa. Því var lendingin sú að ég fjalla fyrst og fremst um frjálsa vöruflutninga á Evrópska efnahags- svæðinu. Mér fannst ekki nóg að skrifa bara um samninginn heldur tók ég inn ýmis lög og reglugerðir sem höfðu verið settar í beinum tengslum við samninginn hér á landi." En hvað gerir Sigurrós þegar hún skrifar ekki bækur? „Ég er gift Guð- mundi Ólafssyni og eigum við þrjú börn sem eru uppkomin en það skýrir kannski hvers vegna ég hafði tíma til að skrifa þessa hók. Annars er ég stjórnmálafræðingur að mennt með hagfræði sem valgrein. Svo tók ég fjölmiðlafræði og er nú í masters- námi í stjórnsýslufræði. Ég starfaði m.a hjá DV eftir námið og svo í ut- anríkisráðuneytinu í sambandi við bækling um EES sem var verið að gefa út. Ég var í fyrra kjörin bæj- arfulltrúi í Kópavogi og er for- seti bæjarstjórnar þar. Einnig sit ég í ýmsum nefndum á vegum bæj- arins og ríkisins. Það er nú svona bæði at- vinna og áhugamál, segir Sigurrós. En Sigurrós á sér aðaláhugamál. „Mitt stærsta áhugamál er Evrópumál. Það er nú svona eitthvað sem ég datt inn i og hef ekki komist út úr. Mér finnst of lítið fjallað um þau hérlendis og ef maður hittir fólk virðast marg- ir rugla öllum skammstöfunum saman. Svo finnst mér vanta umræðu í þjóðfélaginu um hvað samningurinn hefur gert fyrir okkur og hvað hann getur gert. Ég hef mikinn áhuga á að kynna þenn- an samning hérna heima en hyggst fyrst ljúka mastersritgerð minni en hún fjallar um áhrif samningsins á stjórnkerfið á íslandi. Þess utan dunda ég mér við að spila golf og undir- búa mig fyrir ell- -hdm Maður dagsins Alison Sumner syngur og leikur Ijúfa píanótónlist á Café Romance. Vinsæll píanóleikari Stutt er síðan góður pí- i'Kmóleikari, Alison Sumner, tók til við að spila á píanóið á hinum vinsæla píanóbar, Café Romance í Lækjar- götu. Café Romance hefur í nokkur ár flutt inn erlenda píanóleikara sem hafa það að sérsviði að leika á píanó- börum og hafa þeir notið mikilla vinsælda. Sjálfsagt er Alison Sumner einna vinsælust þessara píanó- leikara.en hún er mjög eft- Skemmtanir irsótt á Norðurlöndunum og hókuð fram í tímann. Alison Sumner er ensk en hefur haldið sig á norðlæg- um slóðum undanfarin ár. Hún spilar öll kvöld á Café Romance, nema mánudags- kvöld, og hefur hún leik kl. 22. Hún leikur einnig fyrir matargesti á Café Óperu. Grunur reynist réttur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Danskir djassmenn á bassa og trommur leika með saxófónleikur- unum Óiafi Jónssyni og Hauki Gröndal. Djass á Álafoss föt bezt Djasstónleikar verða haldnir í Kaffihúsinu Álafoss fót bezt, Mos- fellsbæ, í kvöld. Kvartett Ólafs Jónssonar leikur. Auk Ólafs, sem leikur á saxófón, eru i kvartettin- um Haukur Gröndal saxófónleik- ari, Morten Lundsby kontrabassa- leikari og Stefan Pasborg trommu- leikari. Flutt verður fjölbreytt dag- skrá, djasstónlistar síðustu ára- tuga í bland við frumsamið efni. Ólafur og Haukur eru meðal okkar eftiilegustu djassmanna og hafa vakið--------------------- athygu fyr Tóiileikar ír friskleg-___________________ an og skemmtilegan leik. Þeir Morten og Stefan eru ungir og upprennandi djassleikarar sem hafa getið sér gott orð í Kaup- mannahöfn á undanfomum miss- erum. Þeir hafa spilað með fjölda af innlendum (dönskum) og er- lendum djassleikurum eins og Lars Möller, Fredrik Lundin, Pi- erre Dorge, Jesper Thilo, Horace Parlan, John Tchicai og Tim Ber- ne. Auk þess má nefna að Stefan Pasborg hlaut árið 1996 gullverð- laun í hinum árlegu tónlistarverð- launum Berlingske Tidende. Bridge Sigurður B. Þorsteinsson ákvað að opna á veikum tveimur hjörtum á hendi norðurs í sumarbridge síðast- liðinn miðvikudag. Opnunin lofar allajafna 6 spilum í litnum en Sigurð- ur hitti á sannkallaðan gullpott. Gylfi Baldmsson, sem sat í suður, þurfti litla aðra hvatningu en opnun norð- urs til að keyra alla leið í alslemmu. Vestur gjafari og enginn á hættu: * DG75 * 7 * KG8754 * G5 Vestur Norður Austur Suður Pass 2 w pass 2 grönd Pass 3 » pass 4 grönd Pass 5 ♦ pass 5 grönd Pass P/h : 6* pass 7 v * 643 » 632 * 3 * K108632 Hörðum sögnum verður að fylgja eftir með góðri spilamennsku. Austur tók sér umhugsunartíma áður en hann spilaði spaðagosa út. Sigurður drap á ásinn í blindum og vestur setti þristinn en köll AV voru lág. Sigurð- ur lagði niður laufás og spilaði síðan áttunni úr blindum. Vestur setti sexrrna, Sigurður stillti sig um trompsvíning- una og trompaði sjálfur með ftarkan- um. Síðan var lauf trompað með fimm- unni, spaði enn trompaður og laufi spilað. Austur henti spaðadrottningu og Sigurður trompaði með kóngi í blind- um. Hann tók nú trompin þrisvar sinnum og svínaði tíguldrottning- unni. Þegar sú svíning gekk var samningurinn í húsi. Sigurður og Gylfl þágu hreinan topp fyrir spilið. Þó voru nokkrir aðrir sem keyrðu í alslemmu í hjarta en engum spilara tókst að vinna þann samning nema Sigurði. Þeir sem spiluðu 6 hjörtu létu sér allir nægja að taka 12 slagi. ísak Örn Sigurðsson Sigurður B. Þorsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.