Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 2
20 Sport MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 I>V Hvað finnst þér? Hvaða félög leika til úrslita í bikarkeppni karla í knattspyrnu? Kristbjörg Ingadóttir: Þaö verða trúlegast KR og Eyjamenn sem keppa um bikarmeistaratitilinn. Magnús B. Magnússon: Svona í fljótu bragði þykir mér líklegast að það verði Eyjamenn og KR-ingar. Hjörtur Helgi Hreidarsson: Það erfitt að spá fyrir um það en ég giska á að það verði ÍBV og KR sem berjast um sigurinn. Einar Óli Gudmundsson: Það er engin spurning um það að KR og ÍBV mætast í úrslitaleik. Einar Guómundsson: Eyjamenn og KR-ingar kljást um sigurinn í þessari keppni. Engin spurning. Elsta metiö hélt Litlu munaöi um helgina að elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum félli. Kenýamaðurinn Noah Ngeny hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:12,66 mínút- um. Heimsmet Bretans Sebastians Coe er 2:12,18 mínútur og stendur enn. Coe setti heimsmetið fyrir 18 árum í Osló. Ngeny er aðeins 20 ára og líklegt að heimsmetið verði fljótlega hans. Haile Gebrselassie frá Eþíópíu, heimsmethafi í 10000 og 5000 metra hlaupum gerði harða hríð að heimsmetinu í 3000 metra hlaupinu en tókst ekki að bæta það. Gebrselassie hJjóp á 7:30,58 mínútum og ekki er líklegt að hann eigi eftir að hlaupa vegalengdina mikið oftar. -SK Ekkert unglingalið Enn eru menn að velta fyrir sér ákvörðun forráðamanna Manchester United að taka ekki þátt í ensku bikarkeppninni á næstu leiktíð i enska boltanum. Nú undanfama daga hefur því verið velt upp að United myndi ef til vill fá að senda unglingalið sitt í bikarkeppnina og láta það koma í hlut unglingaliðsins að verja bikarinn. Martin Edwards, stjórnarformaður United, sagði í gær að ekki kæmi til greina að senda unglingaliðið í bik- arinn. „Við höfum ekki fengið boð þess efnis að senda unglingaliðið í keppnina og á ekki von á svoleiðis boði. Við höfum þegar tekið okkar ákvörðun," sagði Edwards í gærkvöld. -SK Garðar Örn Hilmarsson heldur hér á dóttur sinni sem fæddist í lok maí. Hún var skírð í gær og var gefið nafnið Birta Dögg. DV-mynd E.ÓI Garöar Örn Hinriksson dæmir í úrvalsdeildinni og syngur í hljómsveitinni Url: Harkan ekki meiri - Hvemig kom það til að þú gerðist dómari í knattspymu? „Pabbi minn var unglingadómari þegar við áttum heima fyrir austan fjall. Þorvarður Bjömsson, lands- kunnur dómari hér áður, er tengdur inn i fjölskylduna svo segja má að þeir tveir hafi haft áhrif á það að áhuginn minn á dómgæslu kviknaði. Ég hætti snemma að æfa og keppa sjáifúr og ákvað því fljótlega í fram- haldinu að prófa þetta. Ég er búinn að dæma síðan 1989 en í dag er ég orðinn 27 ára gamall." - Hver var ástæðan fyrir því að ú ákvaðst sjálfur að leggja knatt- spymuskóna til hliðar? „Ég lék með Ungmennafélagi Stokkseyreir þegar ég var yngri en flutti síðan til borgarinnar þegar ég var 15 ára gamall. Ég tók í byijun nokkrar æfmgar með KR svo bara nennti ég þessu ekki. Sumir vilja meina að dómarar séu lélegir knatt- spymumenn og þess vegna fari þeir í dómgæsluna. Ég var sjálfur kannski ekki sérlega góður en ég nennti þessu einfaldlega ekki lengur." - Dómgæslan hlýtur að heilla þig? „Að sjálfsögðu gerir hún það. Þetta er annað af tveimur stærstu áhuga- málum mínum. Fótboltinn er það og einnig músíkin." - Þú segist líka á kafl 1 músík? „Já, ég er söngvari í hljómsveitinni Url. Ég er búinn að vera lengur í mús- íkbransanum heldur en í dómgæsl- unni. Þegar ég var 16 ára var ég í minni fyrstu hljómsveit. Það er hell- ingsalvara á bak við sönginn enda væri maður ekki búinn að standa í þessu annars ef ekki væri alvara á bak við þetta. Við erum sex í hfjóm- sveitinni Url, fimm strákar og ein stelpa." - Finnst þér dómgæslan og söng- urinn fara vel saman? „Þetta er rosalega erfitt en maður er líka nýbúinn að eignast bam. Ég er aldrei heima á kvöldin yfir sumartím- ann. Ég reyni að vera blíður við kon- una þegar ég hef tíma til að vera heima. Ég reyni hvað ég get til að vera sem mest heima með nýfædda baminu sem kom í heiminn 30. maí sl.“ - Hvemig finnst þeir íslensk knattspyma vera í dag? „Mér finnst hún ekkert sérstök í dag en það er samt fúllt af góðum ein- staklingum. Ástæðan fyrir þessu er sú að okkar bestu leikmenn fara allfr erlendis." - Finnst þér meiri harka í boltan- um nú en áður? „Þetta er annað árið mitt í úrvals- deildinni og ég tel ekki svo vera. Því ofar sem maður dæmir í deildum því minni harka fmnst manni vera. Ég held svoha yfirleitt að harkan sé ekki mikil í íslenska boltanum í dag. Auð- vitað kemur einn og einn leikur inn á milli en annars er þetta í góðu lagi.“ - Þú dæmdir leik Vals og Grinda- víkur sl. fimmtudag, Var hann erf- iður að dæma? „Hann var mjög erfiður og þá alveg sérstaklega í síðari hálfleik." - Varstu sáttur við frammistöðu þína í þeim leik? „Já, þegar ég lit yfir leikinn þá var ég það.“ - Hvaða lið verður íslandsmeist- ari 1 ár? „Ég er ekki maður í að fara spá fyr- ir um það. Ég get sagt þér hverjir verða Evrópumeistarar árið 2007. Það verður Þróttur. Það er það eina sem ég ætla spá um fyrir þig.“ - Hver eru framtíðaráform þín í dómgæslunni? „Ég stefni hærra, svo lengi sem tónlistin skemmir það ekki. Ég ætla að ná í FIFA-réttindi og berjast af krafti þar. Ég geri mér vonir um að það takist kannski eftir fimm ár. Ég er ungur enn, nýbyrjaður í þessu og tíminn því nægur.“ -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.