Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 21 DV Knattspyrna: United lagöi landslið Ástrala Evrópu- Englands og bikar- meistarar Manchester United sigruðu úrvalslið Ástrala, 1-0, í Sydney í gærmorgun. Það var Dwight Yorke sem skoraði sigurmarkið á 25. minútu leiksins. Þetta var annar leik- ur liðanna en enska liðið vann einnig fyrri leikinn, 2-0. Manchester United hélt eftir leikinn til Kína í æfinga- og keppnisferð. Á myndinni er Mark Wilson á fullri ferð með knöttinn. -JKS Heimsmet í bringusundi S-Afríkukonan Penny Heyns setti í gær nýtt heims- met í 200 metra bringusundi á móti í Los Angeles. Heyns synti á 2:24,51 mínútum. -JKS .. Knattspyrna: Orgryte aftur á toppinn Örgryte sigraði Trelleborg, 2-0, í sænsku knattspyrnunni í gær og komst fyrir vikið í efsta sætið, hefur hlotið 29 stig og Helsingborg 28 stig í öðru sæti. Bæði liðin hafa lokið 14 leikjum. Brynjar Gunnarsson átti góðan leik hjá Örgryte og átti m.a. skalla í þverslána. Sex þúsund áhorfendur voru á leiknum og í þeim hópi voru 30 strákar úr KA sem eru að leika á Gothia-Cup sem nú stendur yfir í Gautaborg. -JKS/EH • : 1 . . 3*" 't, ' , Intertoto-keppnin í knattspyrnu: Stóru lidin í vanda Arnar Þór Viðarsson og samherjar hans í Lokeren töpuðu á heimavelli fyrri leiknum gegn Metz, 1-2, í 3. umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu í gær. Svissneska liðið Basel kom mjög á óvart með þvi að vinna Hamburg, 0-1, á útivelli. Juventus varð að láta sér lynda jafntefli, 1-1, í Rúmeníu gegn FC Ceahlaul. West Ham sigraði finnska liðið FC Jokerit, 1-0, á Upton Park og skoraði Paul Kitson mark Lundúnaliðsins. Heerenveem sigraði sænska liðið Hammarby, 2-0. Espanyol tapaði heima fyrir Montpellier, 0-2, og austurríska liðið Lustenau sigraði Rennes, 2-0. -JKS Atta Fylkissigrar 1- 0 Gunnar Pétursson (47.) 2- 0 Sturla Guðlaugsson (50.) 2- 1 Hjörtur Hjartarsson (87.) 3- 1 Þorvaldur Jónsson ( 89.) Fylkismenn náðu sér i þrjú vel þegin stig á móti Skallagrími á föstudag með 3-1 sigri. Þetta var 8. sigur hsðins í röð. Fyrri háifleikur var ekki vel leikinn. Fylkir fékk aukaspymu í upphafi þess seinni og hamraði Gunnar Pétursson hann þá inn. Sturla skoraði annað mark heimamanna þremur mínútum síðar. Gestirnir færðu sig aðeins framar á völlinn eftir það og opn- aðist vöm þeirra við það og Þor- valdur Steinarsson innsiglaði síð- an sigurinn með stórglæsilegu skailamarki undir lokin. Skallagrimur þarf að gera eit- hvað róttækt til að hífa sig upp úr fallsæti en Fylkir er í góðri stöðu með 7 stiga fomstu á toppi deildarinnar. Maður leiksins: Gunnar Péturs- son, Fylki. -BB 5 Þróttaramörk 0-1 Ingvi Sveinsson (16.) 1- 1 Atli Björnsson (19. viti) 2- 1 Atli Björnsson (20.) 3- 1 Atli Björnsson (24.) 3-2 Hreinn Hringsson (34.) 3-3 Hreinn Hringsson (43. víti) 3-4 Ingvar Ólason (55.) 3-5 Páll Einarsson (74.) 3-6 Vignir Sverrisson (82.) Þróttarar gerðu fimm mörk í röð á Dalvík á föstudagskvöld og breyttu stöðunni úr 3-1 fyrir heimamenn í 3-6 útisigur Þrótt- ara, sem stukku upp um tvö sæti og úr mestu fallhættunni í deild- inni. Atli Viðar Björnsosn skoraði þrennu á aðeins fimm mínútum er hann kom heimamönnum í 3-1 en það dugði ekki til því Hreinn Hringsson jafnaði með tveimur mörkum fyir hlé. Þrótt- arar gerðu síðan öll þrjú mörk seinni hálfleiks í þessum níu marka magnaða leik á Dalvík á fóstudagskvöldið. Maður leiks- ins: Hreinn Hringsson, Þrótti -ÓÓJ „Sárt að halda ekki leikinn út“ 0-1 Egill Örn Sverrisson (19.) 1-1 Brynjar Þór Gestsson (89.) FH-ingar misstu af dýmætum stigum í topbar- áttu 1. deildarinnar þegar þeir gerðu 1-1 jafhtefli gegn baráttuglöðu liði KVA á heimavelli sínum í Kaplakrika. Leikurinn þróaðist í þá veru að FH-ing- ar voru megnið af leiktímanum með knöttinn en gekk iila að frnna glufur á fjölmennri vöm gest- anna. Annað veifið náðu leikmenn KVA hins vegar hættulegum skyndisóknum og úr einni slíkri skoruðu þeir mark sitt og fengu þrjú önnur upplögð færi þegar FH-ingar sváfú á veröinum í vöminni. Það stefndi allt i óvæntan sig- ur KVA en þriðja leikinn i röð náði Brynjar Gests- son að bjarga stigi fyrir FH-inga þegar hann skor- aði með fóstu skoti úr teignum á lokamínútu leiks- ins. „Ég var ánægður með leik strákanna. Þeir börð- ust vel og gerðu það sem fyrir þá var lagt. Við lögð- um upp með það fyrir leikinn að ná i stig, við náð- um því en það var hins vegar sárt að halda ekki út og missa í staðinn leikinn niður í jafntefli. Við átt- um að vera búnir að gera út um leikinn áður en FH jafhaði," sagði Miroslav Nikolic, þjálfari og leik- maður KVA, sem tók út leikbann ásamt fyrirliðan- um Róberti Haraldssyni. Liði KVA er hægt að hrósa fyrir góða baráttu og vilja en FH-ingar voru ákaflega hugmyndasnauðir og værukærir í leik sin- um. Maður leiksins: Ceric Marjan, KVA -GH Sport í*} 1. DEILD KARLA --------------- Fylkir 9 8 0 i 21-10 24 ÍR 9 5 2 2 26-16 17 Víðir 9 4 2 3 19-22 14 Stjarnan 9 4 1 4 20-17 13 FH 9 3 3 3 18-14 12 Þróttur R. 9 3 2 4 14-13 11 KVA 9 3 2 4 15-24 11 Dalvik 9 2 3 4 13-19 9 Skallagr. 9 2 1 6 16-21 7 KA 9 1 4 4 7-13 7 Markahæstir: Hjörtur Hjartarson, Skallagr....9 Atli Viðar Björnsson, Dalvik....7 Boban Ristic, Stjörnunni.........6 Grétar Einarsson, Víði...........6 Heiðar Ómarsson, ÍR..............6 Hörður Magnússon, FH.............6 Hreinn Hringsson, Þrótti R.......6 Kári Jónsson, Víöi ..............6 Sævar Þór Gislason, ÍR...........6 Kraft- laust KA-lið - var lítil fyrirstaða fyrir ÍR-inga sem sigruðu, 4-0 1- 0 Sævar Þór Gislason (14.) 2- 0 Bjami Gaukur Sigurðsson (27.) 3- 0 Kristján Halldórsson (32. vsp.) 4- 0 Bjami Gaukur Sigurösson (35.) ÍR-ingar gerðu út um leikinn gegn KA á rúmum 20 mínútna leikkafla í fyrri hálfleik. Á þess- um kafla gekk allt upp hjá ÍR-ing- um sem nýttu tækifærin sín sér- lega vel. Mörkin voru samt ekk- ert augnayndi en þau töldu og stigin þrjú sem í boði voru urðu öll ÍR-inga. Sævar Þór Gíslason opnaði markareikninginn og Bjami Gaukur Sigurðsson bætti við öðru en þessi fyrstu mörk komu bæði upp úr aukaspymum. Þar sváfu KA-menn illa á verðinum í báðum tiifellum. ÍR-ingar héldu uppteknum hætti og Kristján Halldórsson skoraði þriðja markið úr víta- spymu. Bjami Gaukur var síðan aftur á ferðinni er hann skoraði af stuttu færi fjórða markið. Örlítið meira lífsmark var með KA-liðinu í síðari hálfleik. Liðið skpaði sér fleiri marktækifæri en var alveg fyrirmunað að skora. ÍR-ingar fengu enn fremur sín færi en tókst ekki að bæta við fleiri mörkum. ÍR er í öðm sætinu, sjö stigum á eftir Fylki sem er í efsta sætinu. Liðið leikur á köflum ágætlega og stefnir að því að. endurheimta sætið sitt í efstu deild. Eitthvað meiri háttar þarf til að koma KA-liðinu inn á rétta braut. Svona ástand gengur ekki til lengdar. Ef ekki verður breyt- ing á bíður liðsins ekkert annað en fall. Liðiö er kraftlaust, allan léttleika vantar og skipulagningu á leik liðsins. Maður leiksins: Kristján Halldórsson, ÍR. -JKS ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG V INTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.