Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1999 23 Sport átta holu umspil um silfrið í Grafarholtinu sigur hjá Golfklúbbi Suöurnesja. Hann lék á 289 höggum. í öðru sæti varö Davíð Jónsson á 303 höggum og þriðji Guðmundur Rúnar Hall- grímsson eftir umspil við Gunnar Þór Jó- hannsson. í meistaraflokki kvenna sigraði Rut Þor- steinsdóttir á 356 höggum. Önnur varð Erla Þorsteinsdóttir á 359 höggum og Ingibjörg Bjarnadóttir varð þriðja á 362 höggum. Ómar og Andrea voru í sérflokki á Akureyri Á Akureyri varð Ómar Halldórsson meist- ari hjá Golfklúbbi Akureyrar. Ómar lék á 293 höggum. Ingvar Karl Hermannsson varð ann- ar á 304 höggum og Sigurpáll Geir Sveinsson varð í þriðja sæti á 308 höggum. í meistaraflokki kvenna sigraði Andrea Ás- grímsdóttir en hún lék á 329 höggum. í öðru sæti varð Jette Walther á 344 höggum og Guð- ríður Sveinsdóttir tryggði sér þriðja sætið og lék á 346 höggum. Öruggur sigur hjá Tryggva á Hvaleyrinni Tryggvi Traustason vann öruggan sigur hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Tryggvi kom inn á 289 höggum en Ólafur Már Sigurðsson varð annar á 300 höggum. Sveinn Sigurbergsson varð síðan í þriðja sæti á 306 höggum. í meistaraflokki kvenna hjá Keili sigraði Ólöf María Jónsdóttir. Hún lék holurnar 72 á 307 höggum. í öðru sæti varð Kristín Elsa Erlendsdóttir en hún lék á 320 höggum. Þórdís Geirsdóttir varð síðan í þriðja sæti en hún lék á 329 höggum. -SK Rut Þorsteinsdóttir og Örn Ævar Hjartarson urðu um helgina meistarar í golfi hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Bæði léku þau mjög gott golf og unnu örugga sigra. Öruggur sigur hjá Erni Ævari í Leirunni Örn Ævar Hjartarson vann mjög öruggan Meistaramót golfklúbbanna fór fram um helgina. Mikil spenna var á meistaramóti Golf- klúbbs Reykjavíkur um helgina. Þar sigraði Hjalti Pálmason en hann lék holurnar 72 á 302 höggum. Þeir Tryggvi Pétursson og Haraldur H. Heimisson léku umspil um annað sætið og það var ekki fyrr en á 8. braut sem Tryggvi náði að tryggja sér annað sætið. í meistaraflokki kvenna hjá GR sigraði Sigurðardóttir. Hún lék á 309 högg- um og vann nokkuð öruggan sigur. Herborg Arnarsdóttir varð í öðru sæti á 319 höggum og Katla Kristjánsdóttir þriðja á 342 höggum. Rúnar S. Gíslason sigraði í 1. flokki karla hjá GR og lék á 306 höggum. Fanney Júlíusdóttir sigraði í 1. flokki kvenna á 373 höggum. Var í 2. sæti en varð aö fara á sjó Hlutskipti snjallra kylflnga er misjafnt. Það fékk Ólafur Auð- unn Gylfason að reyna á meist- aramóti Golfklúbbs Akureyrar um helgina. Ólafur var í öðru sæti í meist- araflokki karla þegar aðeins ein- um keppnisdegi var ólokið. Hann varð hins vegar að hætta keppni því togarinn sem hann starfar á fór á sjóinn daginn eft- ir og Ólafur með. Þess má geta að Ólafur hefur ekkert æft í sum- ar en var samt með í toppbarátt- unni þar til skyldan kallaði. -SK Vilhjálmur var bestur á Nesinu Vifhjálmur Ingibergsson varð meistari hjá Golfklúbbi Ness. Vilhjálmur lék á 304 höggum. Annar varð Rúnar Geir Gunn- arsson á 306 höggum og í þriðja sæti hafnaði Sigurður Hafsteins- son á 315 höggum. í A-flokki kvenna sigraði Hall- dóra Axelsdóttir en hún lék á 365 höggum. Karlotta Einarsdóttir kom næst á 372 höggum og Anna Einarsdóttir varð þriðja á sama höggafjölda. -SK Vallarmet í Borgarnesi Haraldur Már Stefánsson er Borgamesmeistari í golfi 1999. Haraldur Már lék best allra i meistaraflokki karla hjá Golf- klúbbi Borgamess, 303 höggum. Guðjón Karl Þórisson varð ann- ar á 306 höggum og jafnir í þriðja og fjórða sæti urðu þeir Guð- mundur Daníelsson og Viðar Héðinsson. Guðjón Karl Þórisson gerði sér lítið fyrir á öðrum degi keppninnar og lék á aðeins 68 höggum. Er það nýtt vallarmet á Hamarsvelli. Guðmundur Dan- íelsson vann Viðar Héðinsson í bráðabana um þriðja sætið. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.