Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI 1999 Fréttir___________________________________________dv Smábátasjómenn á Patreksfirði: Munum róa þar til við verðum settir í fangelsi - til að vekja athygli á rangindum kvótakerfisins Erlingur Haraldsson við bát sinn, Svein Sveinsson BA, í Patreksfjarðarhöfn. DV-mynd Guðm. Sig. DV, Patreksfirði: „Við eigum enga möguleika til að komast af lengur. Leiguverð á kvóta er orðið svo hátt að það er ekki hægt að lifa af þessu. Við erum búnir að gera stjómvöldum og þingmönnum grein fyrir ástandinu og spyrjast fyrir um hvort einhverra úrbóta sé von, en það er fátt um svör. Ég veit að Vestfjarða- þingmenn vilja gera breytingar en kvótaeigendur með peningavaldið með sér stoppa allt af,“ segir Erlingur Har- aldsson, skipveiji á Sveini Sveinssyni BA frá Patreksfirði. Erlingur ásamt tveimur félögum sínum gerir út kvóta- lausan 25 lesta bát og hefur mjög þrengt að útgerðarmönnum kvótalítilla báta að undanfomu. Erlingur segir að tilkoma kvótaþingsins hafi dauðdæmt útgerðir eins og þeirra félaga og breyt- ingar á reglum um rúmtölur hafi gert bát þeirra verðlausan. „Þeir gerðu þetta með einu penna- Grásleppuvertíö að ljúka: Þrefalt meiri veiði DV, Akranesi: Grásleppuvertíðinni á Akranesi lýkur 20. júli og em flestir karlamir búnir að taka upp vegna ótíðar að undanfómu. Aðeins einn bátur er eft- ir. Jóhannes Eyleifsson á Leifa Ak 2 segir að vertíðin núna sé í meðallagi góð en ótíð hafi hamlað veiðum. í sinni fyrstu lögn á vertíðinni fékk hann 250 kg og var ánægöur með það og vonaðist eftir góðri vertíð en á ver- tíðinni í fyrra fékk hann aðeins 1,8 tonn. Nú var veiðin þrefalt meiri en i fyrra. „Það rættist nokkuð vel úr þessu, ég er með 6 tonn eftir þessa 42. vertíð hjá mér. Vertíð er í meðallagi, ef veðr- ið hefði ekki hamlað veiðum þá hefð- um við kallamir héma á Skaganum veitt mun meira. Á þriðju viku var lít- ið hægt að veiða vegna ótíðar. -DVÓ striki. Við keyptum bátinn á 17,5 millj- ónir en eftir þessa breytingu fáum við hugsanlega 8 milljónir fyrir hann ef við eram heppnir. Við getum ekki hætt í þessu vegna skuldbindinga okkar við Eyrasparisjóð sem hefur liðkað mjög fýrir okkur og sýnt okkur skilning. Það er heldur ekki hægt að halda áfram að óbreyttu þannig að við getum hvorki lifað né dáið og það er slæmt hlutskipti. Stuðningur bæjaryfirvalda hér er eng- inn og ég hef ekki orðið var við að þau sýni þessum útgerðum nokkum skiln- ing.“ Það ljóst að framtíð slíkra útgerða er langt því frá að vera björt. Frá Patreks- firði róa allmargir bátar sem hafa þurft að reiða sig á að kaupa veiðiheimildir og því ljóst að leggist slík útgerð af verður það nokkurt áfall fyrir byggðar- lagið. Um 60 manns á Patreksfirði hafa ffamfærslu af þessum bátum auk þess sem fjöldi manna komi að vinnslu afl- ans og því að þjónusta þessa báta. Þá segir hann að þó LÍÚ vinni á móti þeim og vilji þessar útgerðir feigar séu þeir skyldugir til að borga til þeirra hlutfall af afla sínum. „Það er helvíti skítt að þurfa að borga tíund til LÍÚ sem gerir allt til að koma þessum útgerðum á kné. Við erum að kaupa okkur atvinnu hér eftir að allir stærri bátar og togarar hurfu af svæðinu. Maður er búinn að vera á sjó í 30 ár og nú er maður algerlega rétt- laus. Ég lýsi ábyrð á hendur ríkisvald- inu fyrir þá útrýmingarstefnu sem rek- in er og mun leiða hrun yfir Vestfirði eins og þegar er farið að sýna sig. Við erum í fjötrum og ég styð Þingeyringa heils hugar í þeirri umræðu sem þeir hafa komið af stað. Ef ekki verða breytingar um næstu kvótaáramót erum við búnir að vera. Það er líka ljóst að ef við verðum að gefast upp við að gera út bátinn verður það ekki hávaðalaust. Við munum róa þar til við verðum allir settir í fangelsi til að vekja athygli á þessum rangind- um. Það vantar alla sanngimi í þetta kerfi. Það má heldur ekki gleyma þvi að margir þingmenn og ráðherrar hafa persónulegra hagsmuna að gæta í þess- um málum og era að verja hagsmuni sína í óbreyttu kerfi," segir Erlingur. -GS Gluggagægjar á Bessastöðum Forseti vor hefur löngum verið vin- sæll maður. Á unga aldri gerðist hann frambjóðandi í hinum ýmsu kjördæmum og fyrir hina ýmsu flokka og staldraði ekki við nema nokkur ár á hverjum stað eða frá ein- um kosningum til annarra. Slik var eftirspumin. Síðast gekk hann til liðs við Al- þýðubandalagið og var fljótlega kjör- inn formaður þess flokks og svo var ekki aö spyrja af vinsældum hans í útlöndum þar sem hann stjórnaði al- heimsfriðarsamtökum í þágu alls mannkyns, sem gerði hann að eftir- sóttum og vinsælum manni um heim allan. Svo fór að Ólafur fékk áskoranir um forsetaframboð og náði auðveldri kosningu gegn nuddaranum, friðar- postulanum og hæstaréttardómaran- um, svo ekki sé minnst á aðra fram- bjóðendur kvenkyns. Nú situr forseti vor á Bessastöðum á milli þess sem hann verður við þrá- látum og margháttuðum fyrirspumum um opin- berar athafnir eins og þá að vera viðstaddur breytingar á Bláa lóninu og taka í höndina á Schwartzenegger vestra. Engan þarf að undra aö almenningur vilji berja þennan vinsæla forseta vom augum og nú er svo komið að ferðaskrifstofur em með það í prógramminu hjá sér að fylla rútur af útlensku aðkomufólki og feröalöngum til að aka suður á Bessastaði til að fá að kíkja inn um gluggana í von um að til forsetans sjáist. Staðarhaldarar kvarta sáran undan þessum ágangi, enda kemur fólkið hlaðið myndavélum og sjónaukum til að kíkja inn um gluggana og sumt tekur með sér svefnpoka til að bíða færis þegar von er á forseta vorum. Nú kann þetta að vera ónæði fyrir matráðskonur á Bessastöðum og ann- að starfsfólk sem ekki hefur lengur frið til að hvíla sig á milli mála hjá forsetanum. En forseti vor hefur hins vegar ekki kvartað, enda löngu farinn að venjast vinsældum sínum og áreiti ókunnugs fólks. Fara engar sögur af því að hann hafi óskað eftir lögregluvernd vegna vinsælda sirina, nema síður sé, enda er forseti vor alúðlegur maður og gengur oft hjá gluggum til sýnis. Væri í sjálfu ekki vitlaust að stilla forseta voram upp í gluggunum á Bessastöð- um á tilteknum tímum, dag hvem, til að meiri skipulagning kæmist á túristaferðirnar suður eftir. Mætti meira að segja hafa af þvi drjúgar tekjur fyrir forsetaembættið, sem hef- m- löngum verið dýrt í rekstri og far- ið fram úr áætlunum. Forseti vor myndi áreiðanlega taka vel í þá hug- mynd enda iðinn við að koma fram og vera til sýnis þegar mikiö liggur við. Þá þyrfti fólk heldur ekki að rýna inn um rúð- urnar og lögreglan kæmi þá ekki til annars en að skipuleggja myndatökur af forseta vorum og koma skikki á túrismann. Dagfari sandkorn Lokað Maður sem átti erindi við Sam- fylkinguna hringdi í símanúmer hennar á dögunum í von um að ná tali af einhverjum fylkingarmannin- um. Þegar samband náðist kom rödd í tólið og tilkynnti: „Þetta númer er lok- að.“ Þetta væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að röddin hljómaði kunnuglega. Þar var þá komin Kol- brún Halldórsdóttir, nýkjör- inn þingmaður Vinstrigrænna. Rödd Kolbrúnar er á símsvarakerfinu hjá Landssimanum og í ljósi úrslita þingkosninganna þótti vini vorum alveg við hæfi að hún segði lokað hjá Samfylkingunni. Hitt er annað mál hvort ekki sé við hæfi að fá aðra hljómþýða rödd á símsvarann hjá Þórami Viðari... Ekki flóafriður Sendiherra vor í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Jón Baldvin Hannibalsson, er staddur hér á landi þessa dagana. Mun Jón hafa komið hingað til að eiga náðuga daga, hitta fjölskyldu og vini. Hingaðkoma Jóns var fljót að fréttast meðal aðdá- enda hans, sem munu allmargir. Þannig hefur hann vart haft ffið fyrir heimsóknum og fundum út um allar trissur en margur kratinn lítur á Jón sem eina raunhæfa kost- inn í leiðtogakrísu Samfylkingarinn- ar. Nú mun svo komið að Jóni þykir nóg um erilinn og hyggst hann flýja úr bænum um helgina ... Svefnkringla Sú frétt sem öðrum fremur skók heimsbyggðina um helgina var flug- slys þar sem John Fitzgerald Kennedy yngri fórst ásamt eigin- konu og mágkonu. Konur um allan heim gráta nú þennan kyn- þokkafulla og prúða dreng sem spáð var glæstri framtíð í heimspólitíkinni. Fréttastofur heims voru allar á tánum þegar fréttin um sfysið spurðist. Reuter gamli sendi út frétt um málið klukkan 12.27 og á CNN og Sky var varla talað um ann- að frá hádegi á laugardag. Á blaði „allra landsmanna" virtust menn hins vegar annars hugar þegar verið var að loka síðustu síðum enda ekk- ert um John Fitzgerald yngri í sunnudagsútgáfunni. Og á vef allra landsmanna rönkuðu menn fyrst við sér kl. 14.59. Vísir.is fylgdist hins vegar með málinu frá byrjun og DV var fyrsti prentaði fjölmiðillinn á Fróni sem sagði-frá þessum atburði, í mánudagsblaðinu... Titringur Mikill titringur er meðal frétta- manna Stöðvar 2 vegna þess ósvífna útspils Sjónvarpsins að færa aðal- fréttatímann til klukkan 19. Þar með era Bogi Ágústsson og félagar hans búnir að kaffæra ísland í dag. Ekki nóg með það heldur gleymir fólk gjarnan að svissa yfir á Stöð 2 þegar fréttir þar byrja klukkan 19.30. Hinn form- fasti fréttastjóri Stöðvarinnar, Páll Magnússon, fæst ekki til að segja mönnum neitt um útspil vegna yfir- gangs Sjónvarpsins og er á yfirborðinu pollrólegur. Óstaðfestar heimildir herma að þegar sé búið að hugsa upp hemaöarbragðið. í haust verði frétta- tíminn færöur til klukkan 18.50 og þar með fram fyrir óvininn ... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.