Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 Sport þeim samningi sem við höfð- um gert og nýr yrði gerður í staðinn, þar sem ég vildi að- eins gera eins árs samning, einnig þar sem gerður samn- ingur hljóðaði upp á allt of lág- ar greiðslur fyrir tveggja ára samning. Voru menn ekki á eitt sáttir um það og buðu Þróttararnir upp á þá málamiðlun að ef ég yrði seldur til erlends félags þá fengi ég 60% af söluupphæð- inni og þeir 40%. Einnig var því lofað að þeir stæðu ekki í veginum ef ég vildi fara utan. Þrátt fyrir það að vera ekki al- einhvern hluta söluupphæöar- innar. Fer ég síðan til Danmerkur þann 7. október 1998 í prufu hjá danska klúbbnum AGF og er þar í viku. Eftir þá viku segja forráðamenn AGF að þeir vilji fá mig til liðs við sig ef ég kosti ekki of mikið. Ég verð himinnlifandi yfir þeim fréttum og hringi heim í Ólaf formann. Hann virðist einnig vera mjög ánægður fyrir mína hönd og allt virðist ætla að ganga eins og i sögu. Daginn eftir fer ég niður í klúbbhús og á þar að skrifa undir samning Við þessar fréttir brást ég hin versti við og gekk út af skrifstofu AGF út úr klúbhhús- inu. Þar náði umboðsmaður- inn í mig og spurði hvað væri málið. Þegar ég var búinn að greina honum frá því sagði hann að nú yrði ég að ákveða hvað yrði, því flugið til íslands væri eftir einn og hálfan tíma og það var annaðhvort að skrifa undir samninginn og reyna síðan að tala seinna við Þróttarana eða að segja takk fyrir mig og fljúga heim. Gleymi aldrei hvernig Þróttarar höguðu sér Eins og þeir vita sem fylgj- ast með fótbolta valdi ég það að skrifa undir þriggja ára samning hjá AGF og get því einbeitt mér að fótbolta 100% og fæ fyrir það góð laun, en aldrei kem ég til með að gleyma því hvernig Þrótt- arar höguðu sér í þessu máli og ber þá sérlega að nefna Ólaf /Morthens, Þor- stein Snædal og Hauk Magnús- son. Sá peningur sem ég hefði fengið fyrir fé- lagaskiptin var ekki stór upp- hæð en þó nægilega stór til þess að losa mínar skuldir heima á íslandi og borga fyrir flutning Qöl- skyldunnar til Danmerkur. Tómas Ingi Tómasson, til hægri, í leik með Þrótti gegn Jóni Þ. Stefánssyni og félögum í Val. Einn dag í febrúarmánuði 1998 átti ég, Tómas Ingi Tómas- son, fund með stjórn Knatt- spymufélags Þróttar um hvort samningar næðust þess efnis að ég kæmi til með að spila fyrir Þrótt á komandi tímabili. Eftir nokkra fundi ákvað ég að slá til og gera samning. Á þess- um fundum voru aðeins rædd peningamál, þ.e. hversu mikið Þróttarar voru tilbúnir að greiða mér fyrir að spila. Taldi samningstímann vera eitt ár Aldrei kom fram á þessum fundum hversu langur samn- ingatíminn var og taldi ég hann því vera 1 ár. Daginn eft- ir í fjölmiðlum kemur í ljós að samningur milli mín og Þrótt- ar er til tveggja ára. Hringi ég því til Ólafs Morthens, þáver- andi formanns Þróttar og seg- ist vera mjög ósáttur við að samningurinn sé til tveggja ára vegna þess að ég hefði áhuga á að fara erlendis að spila árið eftir ef mögulegt væri. Hann segir þá að Þróttur muni ekki stoppa mig ef það verði ósk mín. Þá segist ég ekki vera tilbúinn að láta allan þann pening sem ósamnings- bundnir leikmenn geti fengið við að skipta erlendis renna til Þróttar (en það þyrfti ég að gera ef ég væri á tveggja ára samningi). Lagði til að samningi yrði rift Ákvað Ólafur þá að kalla saman annan fund og reyna að laga til samninginn. Á þeim fundi eru staddir Ólafur, Þor- steinn Snædal varaformaður, Willum Þór þjálfari, Valur aö- stoðarþjálfari og ég. Legg ég til að við riftum veg sáttur við niðurstöðuna sló ég til og skrifaði undir tveggja ára samning við Þrótt. Tímabilið 1998 gekk ekki nógu vel hjá Þrótti og féllum við niður í næstefstu deild (1. deild) en mér persónulega gekk mjög vel. Skoraði ég 14 mörk og lagði upp 6 af 27 mörkum sem Þróttur skoraði á tímabilinu 1998. Fljótlega eftir mót voru erlend lið farin að falast eftir því að fá mig til æf- inga til að sjá hvort ég gæti styrkt lið þeirra. Fannst í góðu lagi að klúbburinn fengi hluta Talaði ég við forráðamenn knattspymudeildarinnar um hvor ekki væri í lagi að ég ræddi við þessa menn. Það var ekkert mál, sögðu þeir, þar sem ég hefði staðið skyldur mínar svo vel innan sem utan vallar. Einnig fékk ég þá til að samþykkja að ekki yrði sett of há upphæö á mig þannig að það myndi ekki stoppa hugsan- leg félagaskipti mín. Þetta var samþykkt og komumst við nið- ur á ákveðna tölu sem allir vom sáttir við, því mér fannst í góðu lagi að klúbburinn fengi hjá nýjum vinnuveitanda, sem gerir mér kleift að einbeita mér að að spila eingöngu fót- bolta næstu 3 árin. Er þangað kemur bíða eftir mér þjálfar- inn og umboðsmaður minn. Segja þeir að þeir séu að bíða eftir síðasta faxinu frá Þrótti en það átti að berast klukkan tvö. Líður nú og bíður og ekk- ert fax kemur, menn fara held- ur að ókyrrast því að ef ekki yrði að samningum þarna yrðu engir samningar gerðir. Ég var líka orðinn áhyggjufull- ur því ég átti pantað flug til ís- lands klukkan 17 og keyrslan út á flugvöll var um 1 klukku- stund. Vildu að ég skrifaði undir yfirlysingu Þegar klukkan er að verða þrjú hringir hjá mér síminn, það er Ólafur formaður og hljóðið í honum er allt öðru- vísi en ég er vanur að þekkja. Hann segir að ef ég vilji skipta um klúbb þá vilji Þróttur að ég skrifi undir yfirlýsingu þess efnis að við félagaskipti renni öll söluupphæðin óskert til Þróttar en ekki 60 - 40 eins og samið hefði verið um. Þetta bréf er skrifað til þess að allir þeir sem hafa fylgst með málinu úr fjarlægð fái að vita hið rétta og þeir sem ekk- ert vita um málið fá að vita hvemig fullorðnir menn geta gengið á bak orða sinna þrátt fyrir loforð í margra manna viðurvist. Búa til sterkt leikmanna- samband Einnig skrifa ég þetta bréf til þess að bæði ungir og eldri leikmenn heima á íslandi geri sér grein fyrir þvi að allir þeir samningar sem gerðir em skulu vera skriflegir. Ekki þýðir að treysta einum eða neinum í þessum geira frekar en öðrum. Einnig skora ég á leikmenn heima á að sameinast um að búa til sterkt leikmannasam- band sem menn geti leitað til er þeir eru í vandræðum í samningagerð eða eiga eitt- hvað óleyst gagnvart sínu fé- lagi, því við erum mun sterk- ari sameinaðir heldur en einn og einn. Að lokum vill ég óska öllum knattspyrnumönnum og -kon- um góðs tímabils. Tómas Ingi Tómasson Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnumaður í Danmörku: 25 Sport Breytingar í kvennahandboltanum: Inga Fríða í Hauka Inga Fríða Tryggadóttir hand- knattleikskona, sem valin var hesti varnarmaður 1. deildar kvenna á síðustu leiktíð, hefur tekið ákvörðun um að leika með Haukum á komandi leiktímabili. Inga Fríða hefur leikið með Stjörnunni í Garðabæ sl. sex ár og orðið með henni bæði Islands- og bikarmeistari á þeim tíma. „Þetta var erfið ákvörun, en ég hef mikla trú á Júdit Estergal sem þjálfara og veit að hún getur kennt mér margt,“ sagði Inga Fríða í samtali við DV. Meiðsli hrjáðu Ingu Fríðu allt síð- asta tímabil, þó að hún missti ekki marga leiki úr vegna þeirra. Hvern- ig standa þau mál nú? „Þetta er allt á réttri leið en ekki enn orðið gott. Ég fór í speglun á hné fyrr í sumar og hef ekki mátt hlaupa síðan, en ég hjóla og styrki mig að öðru leyti og þetta verður orðið gott í haust.“ -ih Björn Jakobsson fær mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína með norska B-deildarliðinu Raufoss nú um helgina. Björn, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið í deildinni, var mjög skæður í framlínunni og lagði upp tvö mörk þegar Raufoss sigraði Clausenengen, 3-0. Þetta var mikilvægur leikur í botnbaráttu deildarinnar en þrátt fyrir sigurinn er Raufoss í fjórða neðsta sæti deildarinnar með 14 stig og í fallsæti en Clausenengen er með 7 stig. Björn, sem nýlega gekk í raðir Raufoss frá KR, þótti leika best í liði Raufoss. Hann var mjög duglegur og ásamt því að leggja upp tvö mörk skapaði hann mikinn usla í vörn Clausenengen með hraða sínum og bar- áttu. -GH Veróiö fyrir KR-inga er 33.900 fyrir flug og gist- ingu í tvær nætur í tveggja manna herbergi. Verð í eins manns her- bergi er 40.640 krónur með flugi. Innifalið er flug til Glasgow, miðvikudag- inn 25. ágúst, gisting á Hilton hótelinu (í miðborg Glasgow) i tvær nætur en um er að ræða fimm stjörnu hótel. Gunnsteinn Jónsson sigraði i meistara- flokki karla á meistaramóti Golfklúbbsins Set- bergs í Hafnarfiröi. Gunnsteinn lék á 308 höggmn, Kristján Kristjánsson kom næstur á 303 höggum og Ólafur Jóhannesson var á 313. I kvennaflokki sigraði Kristin Þor- valdsdóttir en hún lék á 346 höggum. Heióa Vióarsdóttir lék á 406 höggum og sömuleiðis Lovisa Hermannsdóttir. Þórir Bragason sigraði í meistaraflokki karla á meistaramóti Golf- klúbbs Hellu, GHR. Þórir lék á samtals 318 höggum. Óskar Pálsson varð annar á 328 höggum og Ólafur Stolzenvald þriðji á 330 höggmn. Hjá konum sigraði Sigríóur Hannesdóttir á 420 höggum, Sólveig Stolzenwald varð önnur á 421 höggi og Guöný Rósa Tómasdóttir þriðja á 444 höggum. Hjá Golfklúbbi Sauöárkróks sigraði Guömundur Ingvi Einarsson. Hann lék á 320 höggum eins og Einar Haukur Óskarsson en hafði betur eftir um- spil. í þriðja sæti varð Óli Barödal á 327 höggum. Hjá konum sigraði Arný Lilja Árnadóttir á 342 höggum, Sesselja Barödal kom næst á 372 höggum og Svanborg Guðjónsdóttir þriðja á 393 höggum. Ottó Sigurðsson vann meistaramót GKG, Golfklúbbs Kópavog- ar og Garöabœjar um helgina. Hann lék á 282 höggum eða 21 þöggi betur en næsti maður sem var Svanþór Laxdal. Þriðji varð Ragnar Þór Ragnarsson sem lék á 306 höggum. Ró- bert Björnsson vann 1. flokk, Gunnar Már Gislason 2. flokk, Sigrún Ragnarsdóttir 1. flokk kvenna og Guö- rún Gerða Sigurþórsdóttir 2. flokk kvenna. f?9| ENGLAND Coventry hefur gengið frá kaupum á Marokkómanninum Mustapha Hadji sem leikið hefur með Deportivo La Coruna á Spáni. Hadji er 27 ára gamall miðjumaöur sem á síðasta ári var kjörinn knattspyrnu- maður ársins í Afríku eftir frábæra frammi- stöðu með Marokkómönnum á HM. Coventry greiðir 430 milljónir króna fyrir leikmanninn. Robbie Keane, yngri bróðir Roy Keane, fyr- irliða Manchester United, er á leið til Aston Villa frá Wolves. Keane er framlínumaður og er talinn einn af efnilegri knattspyrnu- mönnum Bretlandseyja. Aston Villa þarf að greiða 650 milljónir króna fyrir leikmann- inn. Vandræðagemlingurinn Stan Collymore gæti verið á forum frá Aston Villa til Ful- ham. Búið er að ákveða að Collymore verði lánaður til Fulham i þrjá mánuði og eftir þann tima kemur i ljós hvort Fulham kaupi leikmanninn. Hann er falur á 130 milljónir en Aston Villa keypti hann frá Liverpool fyr- ir 730 milljónir. Raul Blanco, þjálfari ástralska úrvalsdeild- arliðsins Socceroos, sem tapaði tveimur leikjum gegn Manchester United, vandar ekki Andy Cole, framherja United, kveðjurn- ar. Cole tæklaði einn leikmann ástralska liðsins það illa að hann verður frá keppni í hálft ár. „Þetta var mjög ljót tækling hjá Cole og svona á ekki að sjást i æflngaleik," sagði þjálfarinn. -GH Fimmtudaginn 26. ágúst mætir KR skoska liðinu Kilmarnock í forkeppni UEFA-bikarkeppninnar á Rugby Park Stadium í Kilmarnock sem er í um hálftíma akstur frá miðborg Glasgow. Um er að ræða há- annatíma ferðaþjónustu á þessu svæði en góðra manna og Flugleiðum hefur tekist að taka frá 60 sæti fyrir þá KR-inga sem vilja fylgja sínum mönnum. Nú er um aó gera fyrir KR-inga að hafa hraöar hendur því ljóst er að mikill flöldi stuðnings- manna hyggst fylgja liðinu til Skotlands. Þangað er margt að sæltja, fótbolta í hæsta gæða- flokki, kráarmenningu og útsöl- ur. Hægt er að bóka sig með tvennum hætti: A - í gegnum e-mail fridajul@icelandair.is B - í gegnum sima 505 0100. Gaman á ný Ronaldo er aö komast aftur á skrið eftir erfitt ár í kjölfar sálfræðilegs hruns fyrir úrslitaleik HM í knattspyrnu í Frakklandi 1998. Ronaldo skoraði eitt mark í 3-0 sigri Brasilíu á Úrúgvæ í úrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins á sunnudagskvöld og var annar markahæsti leikmáður keppninnar ásamt félaga sínum Rivaldo. Ronaldo sagði efti sigurinn í úrslitaleiknum gegn Úrúgvæ að þetta hefði verið tvö- faldur sigur, bæði fyrir hann sjálfan sem og brasilíska landsliðið. Kappinn bros- ir hér út að eyrum á myndinni til hliðar, eftir sjötta sigur Brasilíu á Copa Amer- ica, og aðra keppnina í röð en þeir unnu einnig 1997. -ÓÓJ i/fííMiíM Nökkvi til KR-inga KR-ingar, sem eru í toppsæti úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, fengu nýjan leikmann í sínar raðir í gær en þá skrifaði Nökkvi Gunnarsson undir þriggja ára samning við vesturbæjarliðið. Nökkvi er 23 ára gamall framherji sem leikið hefur með KS á Siglufirði síðustu tvö árin. Hann lék alla yngri flokkana með KR, við hlið Andra Sigþórsson- ar í framlínunni, spilaði með drengjalandsliðinu og lék tvo leiki með Stjörnunni í úrvals- deildinni 1997. Nökkvi er mjög hávaxinn eða um 1,96 metrar á hæð og gæti því nýst KR-ingum vel. -GH Óvíst með Stefán gegn KR-ingum Skagamaðurinn Stefán Þ. Þórðarson lék annan hálfleikinn með enska C-deildarliðinu Oxford þegar það tapaði fyrir skoska B-deild- arliðinu Ayr Únited, 0-1, í æfingaleik í gær- kvöld. Stefán hefur verið hjá Oxford í viku og mál hans áttu að skýrast í gærkvöld en gerðu það ekki. Þó er ljóst að enska félagið vill hafa hann lengur og hefur beðið um að fá hann í annan æfingaleik síðar í vikunni. Það er því frekar ólíklegt að Skagamenn njóti krafta hans þegar þeir mæta KR-ingum í úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöldið. -VS Lárus Orri Sigurðsson: Enn á sölulista Gary Megson, nýráðinn framkvæmdastjóri enska knattspymufélagsins Stoke City, sagði í gær að Lárus Orri Sigurðsson yrði áfram á sölulista hjá félaginu. „Ég ræddi við Lárus Orra og við urðum ásáttir um að hann væri áfram til sölu. Hann vill spila í hærri deild og til þess þarf hann að leika vel með Stoke á komandi tímabili, og það hentar bæði okkur og honum mjög vel,“ sagði Megson við fréttavefmn Teamtalk í gær. Lárus Orri á eitt ár eftir af samningi sín- um við Stoke og getur því farið frítt frá félag- inu næsta sumar, verði hann ekki seldur áður. -VS Blcmd i Björn byrjar vel í Noregi » V Hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ sigraði Davíó Már Vilhjálmsson í karlaflokki og Nina Björk Geirsdóttir í kvennaflokki. Davíð lék á 304 högg- um og síðan komu Kári Emilsson á 312 og Skúli Skúlason á 320. Nina Björk vann Helgu Rut Svanbergsdóttur á fyrstu holu í bráöabana en þær voru jafnar á 315 höggum. Helgi Dan Steinsson sigraði af öryggi i meistaraflokki karla hjá Leyni á Akranesi. Hann lék á 287 höggum, Ingi Rúnar Gislason á 297 og Kristvin Bjarnason á 299 höggum. Ólafur Gottskálksson og félagar í skoska knattspymuliðinu Hibernian hafa að undanförnu dvalið í Danmörku í æfingabúðum. Þeir hafa þar gert jafntefli við tvö B-deildar lið, 1-1 við Ölstykke og 2-2 við Köge. Jóhann B. Guðmundsson og félagar í enska A-deildar liöinu Watford máttu sætta sig við 0-0 jafntefli gegn C-deildar liði Oldham á æfingarmóti á eyjunni Mön á sunnudag. Oldham sigraöi síðan í vítaspyrnukeppni. Einar Örn Birgisson, framherji knattspyrnuliðs KR, sem meiddist í bikar- leiknum gegn Fylki á dögunum, er allur að koma til. Hann er orðinn verkja- laus og verður sennilega orðinn leikfær um næstu mánaöamót. Einar Þór Danielsson verður að öflum líkindum með KR-ingum út leiktíð- ina en fyrr i sumar leit allt út fyrir að hann yröi seldur til griska liðsins OFI. Eftir að ný stjórn tók við hjá félaginu hefur ekkert heyrst frá Grikkj- unum varðandi hugsanleg kaup á Einari. Ekki er loku fyrir það skotið að Einar verði leigður til félagsins í haust líkt og á síðasta timabili. Enginn dómari mætti á leik Gróttu við RKV sem fram átti að fara í 1. deild kvenna í knattspymu í gærkvöld. Grótta missir því heimaleikinn, sem verð- ur settur á að nýju á heimavelli RKV á Suðurnesjum. FH vann Selfoss, 3-0, á Selfossi, og skoraði fyrrum landsliðskonan Arna Steinsen eitt marka FH. Hin gerðu Friöný Jónsdóttir og Guórún Sveinsdóttir. Haukar unnu Fylki, 5-3, KVA vann Sindra, 2-0, en sömu lið skildu jöfn, 1-1, í fyrrakvöld, Hug- inn/Höttur og Einherji gerðu jafntefli, 1-1, og Hvöt náði óvæntu jafntefli gegn þór/KA á Akureyri, 2-2. Bruni sigraói Reyni úr Sandgerði, 2-1, í A-riðli 3. deildar karla á Akranesi í gærkvöld. Bruni komst með því í annað sæti með 16 stig en KFS er efst með 19. Reynir og Njarðvík eru með 15 stig og leik til góða. -GH/-ÓÓJ/VS 360 milyonir - er Tottenham tilbúið til að bjóða í Eið Smára Enskir fjölmiölar skýrðu frá því á sunnudaginn að George Graham, knattspymustjóri Tott- enham, væri að undirbúa 360 milljóna króna tilboð í Eið Smára Guðjohnsen sem leikur með Bolton í B-deildinni. Fleiri félög eru með Eið Smára í sigtinu ef marka má fréttir enskra blaða en þar er greint frá áhuga ensku A-deild- arliðanna West Ham og Derby og skosku stórliðanna Glasgow Celtic og Glasgow Rangers. Eiður Smári hefur hægt og bítandi ver- ið að ná bata eftir erfið meiðsli og frammistaða hans með Bolton á síð- ustu leiktíð vakti at- hygli. Eiður og félagar hans i liði Bolton eru þessa dagana að búa sig af fullum krafti undir leiktíðina sem hefst í næsta mánuði. Um helgina lék Bolton sinn fyrsta æfingaleik og ekki er hægt að segja að byrjunin lofi mjög góðu því liðið tapaði fyrir Stoke sem leikur í C-deildinni, 2-1. Það var Eiður Smári sem skoraði mark Bolton í leiknum og kom liðinu í forystu en Lárus Orri Sigurðs- son og félagar hans í Stoke skor- uðu tvö mörk og tryggðu sér sig- ur. -GH Ragnar til Skagamanna Ragnar Amason, fyrrum leik- maður Stjörnunnar og 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, skrifaði í gærkvöld undir samn- ing við Skagamenn út þetta tímabil. Stöð 2 sagði frá þessu í gærkvöld. Ragnar hefur leikið með Bryne í norsku B-deildinni frá miðju síðasta sumri. Hann er 23 ára og á 42 leiki að baki í efstu deild með Stjömunni. „Ragnar er mjög fjölhæfur leikmaður, getur spiiaö flestar stöður og er fljótur og sterkur. Hann styrkir hóp okkar veru- lega. Ragnar hefur ekki fengið tækifæri sem skyldi hjá þjálfara Bryne, þrátt fyrir að hafa spilað mjög vel í| vor, og er þvi kominn til okkar, en getur farið aftur til Bryne ef breytingar verða þar,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, viö DV. -VS Haraldur sló í gegn Haraldur Ingólfsson átti stórleik í gærkvöld með Elfs- borg þegar liðið gerði jafntefli, 4-4, við Frölunda i sænsku A- deildinni í knatt- spyrnu. Haraldur fékk loks tækifæri í byrjunarlið- inu og þakkaði fyrir sig með því að leggja upp þrjú marka Elfsborgar. Þjálfari Elfsborgar, Kalle Björklund, var rekinn á dögunum og aðstoðarmað- ur hans, Bengt Strömberg, tók við. Strömberg gaf Haraldi tækifæri í æf- ingaleik við Tottenham, sem endaði 1-1, og þar stóð Skagamaðurinn sig vel, og fékk því að byrja inn á í gærkvöld. „Haraldur sýndi allt aðra og betri hlið á sér í kvöld og spilaði mjög vel,“ sagði Strömberg eftir leikinn. Haraldur var mjög ánægður og sagði að með þessu hefði sér tekist að gefa Björklund langt nef. Þórður Þórðarson stóð sig vel í marki Norrköping sem tapaði, 2-0, fyri AIK í gærkvöld. -EH/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.