Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 Rannsókn á fyrirburum og átröskun: Fyrirburar fá anorexíu - þrisvar sinnum oftar en aörir Niðurstöður sænskrar könn- unar benda til þess að samband sé milli fæðinga fyrir tímann og bráðs lyst- arstols, eða anorexíu. Anorexía veldur, eins og flestir vita, því að sjúklingar svelta sig og leiðir sjúk- dómurinn, sem leggst fyrst og fremst á stúlkur, í sumum tilvikum til dauða. Rannsóknin leiddi i ljós að stúlk- ur sem fæddar voru mjög löngu fyr- ir tímann voru þrisvar sinnum lík- legri til þess að veikjast af anorexíu en þær sem fæddust eftir eðlilega meðgöngu. í rannsókninni var fylgst með tæplega átta hundruð konum fædd- um a.m.k. tveim mánuðum fyrir tímann á tímabilinu 1973 til 1984. Af þessum hópi voru 1,8 prósent með- höndluð við anorexíu milli 1987 og 1994. í samanburði var tíðnin 0,6 prósent hjá stýrðum hópi kvenna sem fæddist eftir eðlilega með- göngu, nálægt níu mánuðum. Líkamlegur eða sálrænn sjúkdómur? Ein tilgáta um hvemig á þessu standi er að fæðing fyrir tímann geti orsakað meiðsl á heila þannig að sjónskyn og matarlyst brenglist. Fyrir tveimur árum sýndu breskar rannsóknir umtalsverðan mun á heilum ungra anorexíusjúklinga og heilbrigðra. Samkvæmt þessum tvennu álykta vísindamenn að svo gæti verið að sjúkdómurinn ætti sér líkamlegar orsakir en hingað til hef- ur hann verið talinn sálræns eðlis. Ekki er þó hægt að skera úr um það Rannsóknin leiddi í Ijós að stúlkur sem fæddar voru mjög löngu fyrir tímann voru þrisvar sinnum líklegri til þess að veikjast af anorexíu en þær sem fæddust eftir eðlilega með- göngu. - en betur varðir gegn elliglöpum Læknisfræði- legar rann- sóknir hafa sýnt að heilar vel menntaðs, gamals fólks dragast meira saman en hjá þeim sem skemmra ganga menntaveginn. Góðar frétt- ir fyrir bókaormana eru hins veg- ar þær að meiri menntun færir einnig með sér meiri vernd gegn andlegri hrörnun, elliglöpum og minnistapi. Könnunin, sem birtist í júlí- hefti tímaritsins Neurology, var gerð á 320 heilsuhraustum mönn- um og konum á aldrinum 66 til 90 ára. Vísindamennirnir sem að könnuninni stóðu rannsökuðu heilastærð með segulómmæling- um á heila- og mænuvökva um- hverfis heilann. Þegar heilinn dregst saman fyllir vökvinn svæðið sem myndast. Þannig má finna út hve mikið heilinn hefur dregist saman með því að mæla vökvamagnið. „Heilarækt" í ljós kom að eldra fólk með 16 ára nám að baki hafði 8 til 10 prósent meiri vökva kringum heilann en þeir sem aðeins höfðu setið á skólabekk í 4 ár. Hvert skólaár hafði í för með sér um það bil einn þriðja úr teskeið (1,77 ml) meiri heilavökva og samsvarandi minnkun á heilan- um. Tekið var fram að alls ekki mætti túlka þetta þannig að mikil menntun beinlínis minnk- aði heila því heilinn byrjar að dragast saman hjá öllum þegar fullorðinsaldri er náð - um 2,5 prósent á hverjum áratug. Þannig myndi nírætt fólk til dæmis hafa 17,5 prósent minni heila en þegar það var tvítugt. Dr. Edward Coffey, sem leiddi rannsóknina, líkti áhrifum menntunar á heilann við áhrif lyftinga á vöðva til þess að halda þeim við og sagði menntun ein- faldlega verða til þess að sam- dráttur heilans ylli vel mennt- I Ijós kom að eldra fólk með 16 ára nám að baki hafði 8 til 10 prósent meiri vökva kringum heilann en þeir sem aðeins höfðu setið á skóla- bekk í 4 ár. Hvert skólaár hafði í för með sér um það bil einn þriðja úr teskeið (1,77 ml) meiri heila- vökva og samsvar- andi minnkun á heilanum. uðu fólki minni vandræðum en öðrum og heföi verndandi áhrif á andlegt heilbrigði. -íin Samband heilasamdráttar og menntunar: Menntaðir öldungar með minni heila með fullri vissu á þessu stigi. Einnig eru uppi tilgátur um að sálræn afleiðing þess að tengslin milli móður og afkvæmis séu rofrn svo snemma og næringargjöf gegn- um leiðslur valdi að einhverju leyti lystarstoli síðar á ævinni. Hver sem ástæðan er vonast sænsku vísindamennimir til þess að uppgötvanir þeirra verði til þess að miðstöðvar sem fylgjast með þroska fyrirbura taki nú einnig átröskun til skoðunar. Átröskun hefur verið talsvert hitamál í Svíþjóð undanfarin miss- eri eftir að Viktoria prinsessa viður- kenndi opinberlega að hafa þjáðst af anorexíu. -fln Victoria Svíaprinsessa hefur átt við átröskun að stríða... Jo-jo fyrir norda - meö innbyggðri tölvu Er ekki aftur kominn tími á að Vífilfell blási til nýs jó-jó æðis og fái einhvem lúðalegan Bandaríkja- mann með sítt að aftan, sem titlar sig heimsmeistara í listinni, til að koma og sýna unglingunum réttu handtökin fyrir framan sjopp- ur bæjarins? Hver man ekki eftir „hundi í bandi“, „bami í vöggu“ og hinu klassíska „upp-niður, upp-niður“? Þangað til Vífilfelli fmnst tími til kominn að trylla jó-jó sveltan lýð- inn geta þeir sem ekki ráða við bakteríuna reynt að nálgast græjuna sem hérna sést. Þetta fyrir- bæri er jó-jó fyrir nörda en upp á ensku er nafnið E-YO eða EYJÓ. Eins og sjá má er græjan tölvuvædd og nú geta jó-jó töfifar- arnir mælt hraða hvers snúnings tjaidægðina sem jó-jóið fer, tímann sem þeir ná að láta það snúast í enda bandsins og ýmsa fleiri mikil- væga og áhugaverða tölfræðilega þætti. Niðurstöðumar sjást svo á LCD skjá á hlið græjunnar sem kostar um það bil 1500 krónur en er því miður ekki fáan- leg á íslandi. -fm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.