Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚlí 1999 Brennsla í beinni Hollensk lík- brennslustofa hefur nú tekiö upp á þá ný- breytni að bjóða aðstandendum hins látna að fylgjast með ,jarðar- íorinni" á Netinu. Daelwijck líkbrennslustofan í Utrecht í Mið-Hollandi hefur í þessu skyni sett upp tvær faldar myndavélar sem eiga að gera þeim sem af einhverjum ástæðum komast ekki til jarð- arfararinnar kleift að kveðja ástvini sína hinsta sinni. At- höínin er sýnd í beinni útsend- ingu á netinu en ekki er hægt að tengja sig inn nema með sérstöku lykilorði sem útfarar- stofan lætur aðstandendum í té. Úr sem tekur við tölvupósti Svissneski furðuúrafram- leiðandinn Swatch setur seinna á þessu ári á markaðinn úr sem get- ur tekið á móti tölvupósti. Úrinu, sem ber heitið Swatch Access, mun fylgja sérstakt tæki sem tengist tölvu og beinir tölvupósti þráðlaust í úrið. Þetta tæki verður með innbyggðum skynjara sem fylgist með hvort einhver Access úr séu í nánd. Það þekkir rétta úrið með aðstoð sérstaks PIN- númers og sendir póstinn þangað. Úrið og tækið mun kosta um það bil 125 dollara, sirka 9 þúsund krónur, að sögn fyrir- tækisins. . Ofsóknaræöi og ofskynjanir um Internetið verða algengari: Martröð geðsjúkra Það er alltaf eitthvað í bless- aðri veröldinni sem fær fólk til að skjálfa á beinunum, þó misjafnt sé hver ógnin er. Fyrir börnin er (var?) það Grýla gamla og jólakötturinn (kannski frekar tölvuvirusar og SubZero úr Mortal Kombat nú til dags), fyrir ungling- inn tannspangir og íilapenslar og fyrir stjórnmálamanninn minnug- ir kjósendur. Sumir eiga auðvelt með að höndla þessa vágesti og missa engan svefn af þeirra völd- um (samanber stjórnmálamenn- irnir) en aðrir þola ekki álagið og óttinn snýst upp í sjúklegt of- sóknaræði. Internetið og Rússarnir Ofsóknarbrjálæði getur verið af ýmsum toga, til að mynda var Sov- ét-Rússland á tímum kalda stríðs- ins og fram á okkar daga lengi vel óþrjótandi efniviður í ofskynjanir og tröllasögur hvers konar sem sjúkir hugir mikluðu fyrir sér þangað til ekkert annað komst að innan um lausu skrúfumar. Sumir töldu að Rússamir væm að ræna þá stjóminni á sjálfum sér með út- varpssendingum í hausinn á þeim og ámóta hugmyndir voru uppi. Þegar lent var á tunglinu kom upp fjöldinn allur af tilfellum þar sem fólk hélt að sett hefðu verið upp tæki þar sem stjómuðu heila þeirra. Hin ímyndaða ógn breytist sem sé eftir þjóðfélagsgerð, umhverfí og því hvað ber hæst í fréttum og dag- legri umræðu á hverjum tfma. í dag, á þröskuldi 21. aldarinnar, er hún að sjálfsögðu ... [drungalegt tónstef] ...Internetið. CIA stjórnar gegnum Netið í rannsókn sem nýlega var gerð við háskólann í Suður-Flórída vora teknir fyrir tveir sjúklingar sem hræddust svo Netið að það varð aðalorsökin í ofsóknarkennd- um ofskynjunum þeirra. Annar sjúklinganna, fertugur karlmaður, skaut sig í andlitið af því að hann var viss um að „vinir" hans hefðu sett myndir af honum að fróa sér og af samforum hans og kærast- unnar á Netið. Einnig hélt hann að vinur hans í bandarísku leyniþjónustunni, CLA, hefði sett „internet-hlerunartæki" í eyran á honum. Þannig taldi sjúklingurinn að CIA gæti stjórnað útlimum hans með lykilskipunum í gegnum sérstaka tengingu á vef- síðu hans. I rarmsökn sem nýíega var gerð vió háskóíann íSttður-mrída voru teknir fyrir tmir sjúk~ ting&r smrt hræddust svo Netíð að það varð aðalorsökin i ofsóknar- ketmdum ofskynjunum þeirra. Annar sjúkiing- anna»fertugur kart- maðm skaut sig i and- iitíð afþvi að hann var viss um að „vinir* hans hefðu sett mynd- irafhonum að fróa sér og af samförum hans og kærustunnar á Netíð. - Netið leysir af kalda stríðið Fangar Internetsins... Sjúklingurinn náði sér alfarið af sáram sínum og fékk viðeigandi meðferð við krankleikanum. Að sögn þeirra sem stýrðu rann- sókninni ættu flestir sem ekki hafa alist upp með Netið sem sjálfsagð- an hlut að kannast við einhvers konar ótta- og vanmáttartilfinning- ar, a.m.k. við fyrstu kynni sín af því. „Varla er hægt að komast hjá að velta því fyrir sér hverju fólk getur komist að um mann og hvernig stjórnvöld eða aðrir geta nýtt sér þessar upplýsingar. Meirihluti fólks er enn hikandi við að versla á Netinu. Hjá sumum verður þetta öryggisleysi öllu öðru yfir- sterkara." Netmeistari norna og seiðkarla Annar maður, 41 árs, taldi sig vera netmeistara meðal noma og seiðkarla og rak þjónustu á Netinu þar sem hann veitti nýliðum í fag- inu faglega ráðgjöf. Hann hélt krafta sína vera svo mikla að hann gæti brunað um á Netinu með því aðeins að nota hugann. Af þessum sökum var oft erfltt að eiga við hann samræður: „Stundum þegar við voram að ræða við hann datt hann allt í einu út, starði út í loftið lengi vel og af- sakaði sig síðan með þvl að hann hefði verið á vefsíðu þessa eða hins,“ sögðu vísindamennimir. Að auki sagðist hann daglega fá segulbylgjur frá Netinu en tíma- setningar sendinganna fann hann á gömlum gosdrykkjardósum. Skortur á reynslu af Netinu hindrar fólk ekki í að óttast það því að sjúklingar fá upplýsingar um Netið fyrst og fremst gegnum aðra fjölmiðla, s.s. sjónvarp. Geð- sjúklingar halda iðulega að allt sem þeir sjá og heyra í sjónvarp- inu snúist um þá og þar af leiðir að með síaukinni fjölmiðlaumfjöll- un um Intemetið á fólk sem til- hneigingu hefur til sálrænna vandamála eftir að spinna brjál- semi sína I auknum mæli saman við Netið. KINVERSK NIFTEINDASPRENGJA Ádögunum tilkynnti Kina að það hefði sjálft náð að smíða nifteinda- sprengjur á áttunda og niunda áratugnum og hrakti ásakanir sem komu fram i skýrslu Bandaríkjaþings um að Kina hefði stolið tækninni frá BNA. INNI í SPRENGJUNNI Nifíeindasprengjan er í stuttu máli vetnissprengja án umgjaröar sem sýgur i sig nitteindir. Þannig losna nifteindirnar viö sprenginguna. glefnl Sprengingin þjapparsaman velnissamsætunum, bræöir sameindir þeirra saman og myndar mikiö magn banvænnar geistunar. KJARNASAMRUNI Vetnissamsæturnar tvi- og þrivetni eru knúöarsaman i iokaöri kioíningssprengingu. HelíumgQ Nlftelnd O Vetniskjarnar sameinast og mynda helium atúm. Gífurlegt magn af orku tosnar og ein stök nifteind. AHRIF Mikil og banvæn geislum losnar á litlu svæöi í skamman tima án langtimageislunaráhrita annarra kjarnavopna. Hlutfallslega lítið sprengp svæði Geislun drepur hermenn inni ( skriödrekum en skaðar hvorki ökutækin sjálf né önnur mannvirki. Leifar geislunarinnar falla aö öruggum mörkum Innan 48 klst. Nifteindasprengju skotið af stórskotaliöi úr öruggri fjarlægð Banvænt svæöl geislunar frá 1 kílótonna sprengju Reuters -fln

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.