Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 21 U^iagBaay ncimui Brokkgeng saga og fæöingaröröugleikar erföalækninga: Meðferð við krabbameini og hjartasjúkdómum innan fimm ára - Qárfestar þó ekki enn sannfærðir Fyrst þegar erfðalækningar komu fram, fyr- ir rúmlega ára- tug, voru stóru risafyrirtækin á lyfjamarkaðnum almennt sein að kveikja á perunni og sáu ekki strax framtíðina í þessari grein læknisfræðinnar. Þetta geröi það að verkum að mörg lítil líftækni- fyrirtæki, mörg hver lítið annað en rannsóknastofa, vísindamaður og fjármagnseigandi, spruttu upp og hófu rannsóknir á þessu sviði. í ljós kom að þessi litlu fyrirtæki höfðu ekki bolmagn til að komast langt í tilraunum sínum og því síð- ur höfðu þau möguleika á að koma fuUunnum vörum á markað - færi svo að tilraunirnar bæru árangur. Samfara þessu fóru stóru fyrir- tækin að gera sér grein fyrir mik- ilvægi erfðalækninga, dollara- merkið kviknaði i augum þeirra og því hefur tilhneigingin síðan í auknum mæli verið í þá átt að litlu líftæknifyrirtækin hafa hafið samstarf við, eða verið gleypt af, stærri fyrirtækjum á lyfjamark- aðnum. Bjartsýni, tálvonir, vonbrigði Snemma á þessum áratug lof- uðu tilraunir og rannsóknir svo góðu að talið var að ekki væri langt að bíða þess að lækning fyndist á nær öllum meinum og kvillum sem mannfólkið hrjáir. í kjölfarið fylgdu miklar hræringar á fjármálamörkuðum þar sem fjár- festar reyndu að húkka far á hrað- skreiðum líftæknivagninum sem virtist á fljúgandi ferð í átt að gullpottinum við enda regnbogans. 1 ljós kom þó, þegar hver prófun- in af annarri fór í vaskinn, að hér var ekki um neina töfraformúlu að ræða og umfangsmikilla tilrauna, rannsókna og frekari uppgötvana væri þörf áður en eitthvað nýtilegt fengist út. Það kostaði tima og áhugi fjárfesta og fjármagn dvin- aði í réttu hlutfalli eftir tálvonir og gylliboð fyrri ára. Meðferðir innan fimm ára Erfðalækningar hafa í tímans rás þokast fram á við og í dag finnst flestum sem nálægt rann- sóknum koma óhætt að segja að meðferðir byggðar á aðferðinni verði fyrir hendi innan fimm ára, sérstaklega á sviði krabba- meinslækninga og hjartasjúk- dóma. Með tímanum hafa erfðalækn- ingamar greinst niður í mörg af- mörkuð svið sem greinast eftir aðferðum við genaflutninginn og ... fjárfestar reyndu að húkka far á hrað- skreiðum líftæknivagn- inum sem virtist á fljúgandi ferð í átt að gullpottinum við enda regnbogans. áherslu á mismunandi sjúkdóma enda er það hagstæðasta fyrir- komulagið þar sem rannsóknir á sviðum erfðavísinda eru gífur- lega kostnaðarsamar, mnfangs- miklar og tímafrekar. Eins og er hafa stórir fjárfest- ar lítið bært á sér en halda að sér höndum og fylgjast spenntir með þróuninni en það hlýtur að breytast innan skamms því sí- fellt meiri líkur eru á því að eft- ir áratug verði erfðalækningar helsta úrræði mannkyns í hinni eilífu baráttu gegn sjúkdómum. -fin Heimsendir samkvæmt Hávamálum: Sól tér sortna - spádómar forfeðranna rætast reglulega ALMYRKVI SOLAR Miðvikudaginn 11. ágúst n.k. mun almyrkvi á sólu verða yfir hluta Evrópu, Mið- Austuriöndum og Indlandi. Þá mun skuggi tunglsins falla á jörðina og fara yfir Atlantshafið, landsvæði nálægt miðbaug og enda austan við Indland í Bengalflóa. 1000Gmt 1030Gmt 1100Gmt LEIÐ SKUGGANS Mismikill hlutmyrkvi sólar sést á 0930Gmt stórum svæðum sem lenda undir hálfskugga tunglsins. 0% Hlutfall myrkurs 100% 1130Gmt Hádegi HVAÐ GERIST? Myrkvi verðurþegar jörðin ler inn i skugga lunglsins Alskuggi— ATH: Horfið aldrei beint í myrkvann. Það skaðar augun og veldur jafnvel biindu. Heimild: Reuters/ NASA/GSFC Sólin er einn af fáum fostum punktum mannlegrar til- veru - meira að segja á íslandi. Margur bjart- sýnismaðurinn gripur til líkinga við sólina og (næstum því) eilífa uppkomu hennar til að stappa stálinu í meðbræður sína og full- vissa þá um að lífíð gangi sinn vanagang og svo framvegis. En svo bregöast krosstré sem önnur tré. Eins og allir vita gerist það stundum, af algerlega náttúr- legum og vísindalega skýrðum or- sökum, sem forfeður okkar töldu fyrirboða ragnaraka: sólin myrkvast og hverfur sjónum bak við dökkan skugga. Það sem forn- aldarfólk skelfdist og nefndi enda- lok heimsins köllum við sól- ða barnagæöum? búa að peningar séu enginn mæli- kvarði á mannleg gæði. Svo aftur á móti er til dæmis til þess að líta hversu miklar og góð- ar afleiðingar tækni sem þessi hefði fyrir böm sem fyrir ein- skæra óheppni eru hluti af þeim hópi fólks (um 10 prósent jarðar- búa) sem lendir í því að fá ein- hvern tímann á ævinni ólæknandi og jafnvel banvænan erfðasjúkdóm - bara sakir þess að hafa fengið ranga litninga í arf frá foreldrun- um. Valið verður erfitt... -fin myrkva og skoðum af áhuga. Einn slíkur verður í Evrópu og víðar 11. ágúst næstkomandi og er því ekki úr vegi að skoöa fyrir- bærið nánar. Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur á milli jarðar og sólar og svo hittist á að braut tunglsins sker braut jarðar. Þá skyggir tunglið á sólina frá jörð- inni séð. Tunglið er sem kunnugt er mun minna en jörðin og þess vegna veröa sólmyrkvar aðeins á afmörkuðum stað á jörðinni hverju sinni. Sólmyrkvi er ekki sama og sól- myrkvi því til eru þrjú mismun- andi afbrigði hans: almyrkvi, hringmyrkvi og deildarmyrkvi. Þegar almyrkvi á sér stað skyggir tunglið algerlega á sólina, þegar deildarmyrkvi verður skyggir tunglið aðeins á hluta sólar en í ... haft hefur verið á orði að svona tækni muni hafa í för með sér framleiðslu „ofur- menna“ og sérhann- aðra barna. Einnig telja sumir að þetta gæti leitt til þess að veraldlegur auður gæti nú jafnvel gert fólk „betra“ - í bók- staflegri merkingu. hringmyrkva sést mjó rönd af sól- inni umhverfis tunglið. Þessi mjóa rönd orsakast af því að skuggi tunglsins nær ekki alveg niður á yfirborð jarðar en við slíkar aðstæður má oft „ná í skott- ið“ á skugganum og sjá hann sem almyrkva með hjálp flugvéla. Eins og þeir vita sem horft hafa til himins virðast tunglið og sólin vera um það bil jafnstór frá okk- ur séð. í raun og veru er þetta langt frá hinu sanna því þvermál sólar er um það bil 400 sinnum stærra en tunglsins en sólin hins vegar um það bil 389 sinnum lengra frá jörðu að jafnaði og sýndarstærð sólar þvi aðeins meiri. Væru fjarlægðir milli jarð- ar og tungls og jarðar og sólar alltaf óbreyttar þýddi þessi mun- ur á sýndarstærð því að almyrkv- ar á sólu væru ómögulegir og að- eins væri um hringmyrkva að ræða. Það sem gerir almyrkvana mögulega er sú vel kunna stað- reynd að braut tunglsins, eins og annarra tungla og stjarna, er ekki fúllkominn hringur heldur spor- öskjulaga - það er: tunglið er mis- langt frá jörðu. Þegar tunglið er styst frá yfirborði jarðar getur því skuggi þess náð niður á jörðina og sést þá almyrkvi ef afstaðan milli hnattanna er rétt. Við miðbaug verður breidd skuggans mest, um 269 kílómetr- ar, og getur hann ferðast á allt að 1800 kílómetra hraða á klukku- stund þar sem hann fer hraðast yfir, því jörðin snýst auðvitað undir skugganum. Almyrkvinn er því alls staðar stutt gaman - í mesta lagi 7 mínútur - og bíða þarf lengi eftir næsta skipti því 360 ár líða að jafnaði milli al- myrkva á hverjum stað. Síðast varð almyrkvi á íslandi 30. júní 1954 og gat þá fólk statt á vissum stöðum á Suðurlandi, við Dyrhólaey og á Skógasandi, séð fyrirbæriö í allri sinni ógnvekj- andi dýrð. Sjónarvotti einum varð að orði (sjá bls. 94 í Öldinni okkar 1951 til ‘60): „Sólin hefur almyrkvazt. Nokkr- ar undrandi og lítilmótlegar mannverur horfa til himins upp of Skógasandi. í sólar staö sjd þœr nú aöeins svarta kringlu ... Stjörn- ur tindra á himni, dimm ský ber við sjóndeildarhring ... Manni er oröiö hrollkalt. “ Einnig er áhugavert að á þess- ari lýsingu virðist kuldatilfinning hafa talist óvenjuleg á þessum tíma árs en nú þykir ekkert frétt- næmt þó bjartsýnir sóldýrkendur verði bláir af kulda og krókloppn- ir þegar þeir hætta sér berleggjað- ir út í „blíðuna“ í júnímánuði - a.m.k. hér á suðvesturhorninu! Heimildir: „Milli himins og jarðar - samtíningur um stjömufræði" eftir Vilhelm S. Sigmundsson. -fin Það sem fomaldarfólk skelfdist og nefndi endalok heimsins köll- um við sólmyrkva og t skoðum af áhuga. Einn slikur verður í Evrópu og víðar 11. ágúst næstkomandi og er því ekki úr vegi að skoða fyrirbærið nánar. t ;ar á fóstrum: ullkomin börn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.