Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 nnHanaMMMMaHHMHnMHaMnaMMHaMHMnn g Flugulirfur hreinsa sár Breskir læknar eru farnir að j taka flugulirfur í þjónustu sína S við að hreinsa ígerð úr sárum þegar fúkalyfm duga ekki leng- ur. Á síðustu árum hafa 3.500 skammtar af dauðhreinsuðum gullflugulirfum verið sendir til nærri fjögur hundruð breskra sjúkrahúsa. Aðferð þessi hefur geflst vel á sykursýkisjúklinga með fótasár. Læknarnir vita ekki ná- kvæmlega hvernig flugulirfurnar vinna verk sitt. Hugsanlega gefa þær frá sér bakteríudrepandi efni eða þá að þær hreinlega éta bakterí- umar upp til agna. Flugulirfur hafa í aldaraðir verið notaðar til að hreinsa sár og á þessum síðustu og verstu tímum fíölónæmra baktería er j hugsanlegt að vegur þeirra og virðing aukist á ný. Vatnsbrunnar á tunglinu Svo mikill ís er í öllum gígun- um á suður- skauti tungls- ins að hann gæti enst í þús- undir ára, tunglkönnuðum og öðrum til hagsbóta, að því er bandarískir vísindamenn hafa greint frá. Kortlagning tunglsins hefur leitt í Ijós að á fjölmörgum stöðum væri hægt að vinna þar vatn. Vísindamenn banda- rísku geimvísindastofnunar- innar NASA vonast til að fá frekari upplýsingar um þetta þegar tunglkönnunarfar þeirra verður látið fljúga á fullum hraða á yfirborð tunglsins um næstu mánaðamót, ef allt geng- ur samkvæmt áætlun. Líf smáorms lengt um helming Vísindamönnum í Bandaríkjun- um hefur tekist að lengja lif ör- smás orms um : helming. Þykja það markverð tíðindi og í fram- ’ tíðinni verður hugsanlega hægt að beita svipuðum aðferðum á mannfólkið þar sem genaupp- byggingu ormsins svipar til : genauppbyggingar mannsins. Ormurinn sem hér um ræðir ; er á stærð við títuprjónshaus og i lifir ekki nema í tvær til þrjár j vikur. Þá deyr hann hreinlega ; úr elli. En með því að fikta að- j eins við eitt gen í ormi hefur ! sem sé tekist lengja lif hans. „Öldrunarferlið hjá ormi þess- J um er ekki óbreytanlegt," segir > Cynthia Kenyon, prófessor í líf- í efnafræði við Kaliforníuháskóla \ í San Francisco. DJíJj'íijj IacJJJJJ- VJjjJJiilJ Góðar fréttir fyrir áhugamenn um aukið umferðaröryggi: Bfllinn hefur vit fyrir ökumanni Ekki er langt þangað til á göturnar koma bílar sem geta spáð fyrir um við- brögð okkar í umferðinni, varað okkur við aðsteðjandi hættum og aukið þar með öryggi allra vegfarenda. Bráðum hafa bíl- amir vit fyrir okkur. Það er ekki svo fjarlæg- ur draumur, eða martröð, eftir því hvernig á það er litið, því breska tímaritið New Scientist greindi frá því fyrir skömmu að senn kæmi að því að bílar gætu spáð fyrir um viðbrögð okkar undir stýri og þannig hjálpað okkur að koma í veg fyrir slys. Þetta er gert með aðstoð nema á stýri bílsins, bremsu og bensíngjöf. Þeir sem hafa hannað þessa klára bíla eru Andrew Liu frá japönsku bílaverksmiðjunum Nissan og Alex Pentland frá tækniháskólanum í Massachusetts (MIT). Eins og gefur að skilja þarf bill- inn að kynnast ökumanninum að- eins áður en hann getur séð fyrir um viðbrögð hans við mismunandi aðstæður úti á þjóðvegunum eða í borgarumferðinni. Því þurfa maður og bíll að fara í eins konar þjálfun- arbúðir þar sem bílstjórinn er lát- inn gera allt það helsta sem gert er í umferðinni. Tækjabúnaður bílsins fylgist gaumgæfilega með og skráir allt, til dæmis hvemig ökumaður- inn hreyfir sig áður en hann brems- ar, tekur beygju og svo framvegis. Bíllinn getur síðan spáð fyrir um Bíllinn getur síðan spáð fyrir um það með tölfsek. fyrirvara hvað ökumaðurinn hyggst gera og hefur rétt fyrir sérí meira en níu til- vikum af hverjum tíu. það með tólf sekúndna fyrirvara hvað ökumaðurinn hyggst gera og hefur rétt fyrir í meira en níu tilvik- um af hverjum tíu. Ef þörf krefur hringja viðvörunarbjöllur eða ör- yggiskerfi bílsins eru gangsett. Það sem meira er, bíllinn heldur áfram að læra á ökumanninn eftir því sem þeir eru lengur samvistum. Svo gæti farið að bíllinn léti sér nægja að fylgjast aðeins með augn- hreyfingum ökumannsins til að spá fyrir um hvað hann ætlar að gera, segir Andrew Liu sem er einmitt sérfræðingur í augnhreyfingum. Ujij/ú/úuj'- htji£ Fjölbreytnin í frumskóginum meiri en margan grunar: Simpansar ekki allir á Ekki er sama simpansi og simpansi. Þótt einn hópur þess- ara frænda okk- ar beiti tiltekn- um verkfærum í lífsbaráttunni eða hagi sér á tiltek- inn hátt er ekki þar með sagt að ná- grannar þeirra meðal simpansa geri slíkt hið sama. Ástæðan er einfald- lega sú að hjá simpönsum þrífst mismunandi „menning“ sem erfist kynslóð fram af kynslóð. Þetta kemur fram í grein í tíma- ritinu Nature eftir Andrew Whiten, frá háskólanum í St Andrews á Skotlandi, og átta aðra sérfræðinga í prímötum. Þar eru dregnar saman niðurstöður sjö tímafrekra rann- sókna á atferli simpansa um Afríku þvera og endilanga. Höfundar grein- arinnar segja að finna megi umtals- verðan mun á menningu mismun- andi simpansasamfélaga. Orðið „menning" hefur alla jafna aðeins verið notað um mannskepn- una og það sem hún tekur sér fyrir hendur. Á síðustu ái'atugum hafa vísindamenn aftur á móti sýnt fram á að í dýraríkinu eru viðhafðar mis- munandi aðferðir við að skila þekk- ingunni til komandi kynslóða. Það veldur því að oft er sláandi munur milli hópa innan sömu dýrategund- ar. Við rannsóknirnar á simpönsun- um kom meðal annars í ljós að hóp- ur sem lifir í Mahale-fjöllum í Tansaníu notar æðastreng úr lauf- blaði til að veiða termíta sér til mat- ar. Aðrir simpansar þekkja ekki þessa aðferð, ekki eini sinni næstu nágrannar. Simpansar í vestanverðri Afríku, til dæmis í Bossou í Gíneu og í Ta'i á Fílabeinsströndinni, eru meistar- ar í notkun „hamars" og „steðja" úr steini eða tré til að brjóta hnetur. Frændur þeirra í friðlandinu í Gombe í Tansaníu í austanverðri Afriku kannast hins vegar ekkert við þessa aðferð. Simpansarnir í Bossou eru svo þeir einu sem kunna að setja fleyg undir óstöðugan steðja. Þeir kunna þó ekki regndansinn sem allir aðrir simpansar kunna. Vísindamennimir skráðu alls um 65 gerðir „menningarlegs atferlis“ hjá simpönsunum. Næsta víst þykir að fleiri gerðir kæmu í ljós við enn lengri rannsóknir á atferli simpansanna. Simpansar í vestan- verðri Afrfku, til dæmis í Bossou f Gfneu og f Taf á Fflabeinsströnd- inni, eru meistarar f notkun „hamars“ og „steðja“ úr steíni eða tré til að brjóta hnetur. Frændur þeirra í friðlandinu f Gombe f Tansanfu f austan- veröri Afríku kannast hins vegar ekkert við þessa aðferð. 'Jjtiy JJJiJJjJjJjJz^ sama menningarstigi Simpansar eru kannski ekki jafnmisjafnir og þeir eru margir. Hitt er þó víst að þeir eru ekki ailir eins og beita ekki sömu aðferðum við sömu verkin. Áminning til forráöamanna barna og uppalenda: Vanræksla getur leitt til offitu Alvarleg van- ræksla á upp- vaxtarárun- um getur leitt til offitu síðar á lífsleiðinni, segir danskur prófessor, Thorkild A. Sorensen. Sorensen gerði rannsókn meðcd danskra skólabarna sem voru hæfilega þung og þar kom í ljós að níu ára börn sem höfðu verið vanrækt af foreldrúm sínum eða forráðamönnum voru níu sinnum líklegri til að verða of þung. „Rannsókn okkar sýndi fram á að stærsti áhættuþátturinn varð- andi offitu var vanræksla gasaaaaaMiBB^iBM,aB>8a8asaatmBiWa.B1WfrsgffiaB,waigBgBa uppalenda barna," segir Sorensen í viðtali við norska Dagblaðið. Hann fylgdi börnunum eftir þar til þau voru orðin nítján ára göm- ul. Ástæðu þessa rekja vísinda- mennirnir dönsku til streitu og áhrifa hennar á heilann. „Þrálát streita leiðir til fjölda breytinga í heilanum. Vanrækt börn eru undir miklu streituá- lagi,“ segir Sorensen. Hann telur hugsanlegt að börn séu meira vanrækt nú en áður vegna þess að báðir foreldrarnir vinna úti. Danski prófessorinn rannsak- aði einnig hvort eitthvert sam- hengi væri milli ofverndandi for- eldra og aukinnar hættu á offitu barnanna. Svo reyndist ekki vera. En það er ekki bara uppeld ið sem ræður því hvort börn verða of feit heldur gegna erfðir veigamiklu hlutverki. „Barn sem vegur nærri fjögur kfló við fæðingu er í meiri hættu á að verða of feitt en bam með eðlilega fæðingarþyngd," segir Thorkild A. Sorensen. Danskur prófessor telur sig hafa komist að því að börnum sem for- eldrarnir vanrækja sé hættara við að verða of feit sfðar á lífsleiðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.