Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Síða 18
Bland í
MIÐVIKUDAGUR 21. JULI1999
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999
Sport
Sport
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis sem er með yfirburðastöðu eftir fyrri umferð 1. deildar:
„Of snemmt að fagna“
Þegar íslandsmótiö í 1. deild karla
er hálfnaö er ekki annað að sjá en
Fylkismenn ætli að sigla fyrirhafnar-
lítið upp í úrvalsdeildina. Liðið hefur
haft umtalsveröa yfirburði í deild-
inni og hefur verið eina liðið sem
sýnt hefur einhver stöðugleika. Eftir
stórt tap á heimavelli gegn FHí
fyrsta leik, 0-4, hefur gæfuhjólið snú-
ist Árbæjarliöinu í hag og eftir tap-
leikinn gegn FH hafa fylgt átta sigrar
í röð. Fylkismenn eru með 7 stiga for-
skot á ÍR-inga sem eru í öðru sæti
deildarinnar og eru 10 stigum á und-
an Víðismönnum sem eru í þriðja
sætinu.
DV sló á þráðinn til Ólafs Þórðar-
sonar, þjálfara og leikmanns Fylkis,
og spurði hann fyrst hvort ekki væri
óhætt að óska honum og hans mönn-
um til hamingju með úrvalsdeildar-
sætið.
Varar við of mikilli bjartsýni
„Nei, það er af og frá. Mótið er
bara hálfnað og þó að staða okkar sé
óneitanlega sterk getum við ekki
gengið að því vísu að fara upp. Menn
hafa oft brennt sig á því að fagna of
snemma og ég vara mina menn og
stuðningsmenn Fylkis við of mikilli
bjartsýni. Þaö eru níu leikir eftir og
heil 27 stig í pottinum,“ sagði Ólafur
sem hefur verið að gera mjög góða
hluti með Árbæjarliðið.
- Hver er skýringin á þessu
góða gengi Fylkis í sumar?
„Við komum mjög vel undirbúnir
fyrir mótið og höfum náð umfram
önnur lið að halda haus. Okkur gekk
mjög vel í vorleikjunum og menn öðl-
uðust sjálfstraust og stemningin var
góð í liðinu. Svo kom að fyrsta leik í
mótinu. Honum töpuðum við mjög
illa gegn FH en ég held að þessi skell-
ur hafi haft góð áhrif á liðið. Þrátt
fyrir góða stöðu er ég ekki alveg
ánægður. Ég veit að meira býr í lið-
inu og ég vil sjá fleiri leiki eins og
það sýndi til dæmis gegn KR í bik-
amum.“
Stöðugleikann hefur skort
- Hvernig hefur þér fundist
knattspyman í 1. deildinni í sum-
ar?
„Mér hefur ekki fundist hún nógu
góð. Það hefur skort stöðugleika hjá
flestum liðum og toppana hefur vant-
að. Ég er samt ekki þeirrar skoðunar
að deildin sé veikari nú en í fyrra. Ég
reiknaði með liðum eins og FH,
Stjörnunni, KA og Þrótti sterkari en
einhvern veginn hafa þau ekki fund-
ið taktinn. Deildin er það jöfn að það
er ómögulegt að spá fyrir hvemig
þetta á eftir að enda. Við ætlum okk-
ur að sjálfsögðu upp og höfum stefnt
leynt og ljóst að því. Við eigum mik-
ilvægan leik fyrir höndum gegn FH á
fóstudaginn en ég lít samt alltaf á
næsta leik sem þann mikilvægasta.
Víðir komið mest á óvart
- Hvað hefur komið þér mest á
óvart í sumar?
„Það lið sem hefur komið mér
mest á óvart er lið Víðis. Það er erfitt
að leika gegn Víðismönnum enda
leikmenn liðsins miklir baráttu-
menn. Víðir gæti blandað sér í bar-
áttuna um úrvalsdeildarsæti eins og
ÍR, FH og Stjaman og ég hef ekki úti-
lokað Þrótt í þessari baráttu. Fyrir
utan okkur eru liðin í einum hnapp
svo 2-3 sigurleikir i röð hjá einhverju
liðanna geta breytt stöðunni heilmik-
ið. Það hefur komið mér á óvart
hversu pakkinn er þéttur og að viö
höfúm tekið fleiri stig en ég reiknaði
með,“ sagði Ólafúr.
Staðan í 1. deildinni þegar hún er
hálfnuð lítur svona út:
Fylkir 9 8 0 1 21-10 24
ÍR 9 5 2 2 26-16 17
Víðir 9 4 2 3 19-22 14
Stjarnan 9 4 1 4 20-17 13
FH 9 3 3 3 18-14 12
Þróttur R. 9 3 2 4 14-13 11
KVA 9 3 2 4 15-24 11
Dalvík 9 2 3 4 13-19 9
Skallagrímur 9 2 1 6 16-21 7
KA 9 1 4 4 7-13 7
Næstu leikir:
Víðir-KA......................í kvöld
Skallagrímur-Stjarnan.........föstud.
Dalvík-KVA....................fostud.
ÍR-Þróttur....................fóstud.
FH-Fylkir ....................fóstud.
-GH
Aberdeen á
eftir Lárusi
- vil sem minnst segja, segir Lárus
Lárus Orri Sigurðsson,
landsliðsmaður í knatt-
spyrnu hjá enska liðinu
Stoke, er aftur kominn inn
í myndina hjá skoska A-
deildarliðinu Aberdeen.
Ebbe Skövdahl, knatt-
spyrnustjóri skoska liðs-
ins, er að skoða málin en
liðið vantar tilfinnanlega
vamarmann og kemur
Lárus Orri þar til greina.
Á heimasíðu liðsins í gær
er jafnvel talað um að
fyrsta tilboð Aberdeen
verði í kringum 60 milljón-
ir króna.
„Ég vil sem minnst segja
á þessu stigi málsins. Þessi
orðrómur hefur verið lengi
í gangi. Ég skoða alla
möguleika sem koma upp á
borðiö," sagði Lárus Orri í
samtali við DV í gærkvöld.
Eins og áður hefur kom-
ið fram setti Stoke hann á
sölulista eftir að tímabil-
inu lauk á sl. vori.
-JKS
Tottenham neitar fréttum um Eið:
Smith staðfesti
áhuga Derby
David Pleat, tæknilegur
ráðgjafi hjá enska A-deild-
arliðinu Tottenham, neitar
þeim fréttum sem birtust í
enskum blöðum um helg-
ina að félagið væri með Eið
Smára Guðjohnsen í sigt-
inu. Þar var sagt að George
Graham, stjóri Tottenham,
hefði mikinn áhuga á Eiði
eftir að félaginu mistókst
að fá Michael Bridges,
sóknarmanninn skæða frá
Sunderland, í sínar raðir.
Jim Smith, knattspymu-
stjóri Derby County, stað-
festi hins vegar í samtali
við fréttavefinn Teamtalk
að hann hefði haft áhuga á
Eiði Smára.
Todd vildi 470
milljónir
„Ég ræddi við Colin
Todd, knattspymustjóra
Bolton, um Eið og þar tjáöi
hann mér að hann vildi fá
470 milljónir fyrir leik-
manninn," sagði Smith í
samtali við Teamtalk.
Smith fannst upphæöin
of há sem Bolton vildi fá
fyrir Eið og hann keypti í
staðinn Argentínumann-
inn Esteban Fuertes fyrir
mun lægri upphæð.
-GH
Kristbjörg Ingadóttir skoraði þrennu fyrir Val gegn ÍA og hér sækir hún að marki Skagaliðsins en til
varnar er Laufey Jóhannsdóttir. DV-mynd Hilmar Þór
Áttunda umferð úrvalsdeildar kvenna:
Fullstór
- en sanngjarn KR-sigur í Eyjum
KR heldur þriggja stiga forystu á
Val í úrvalsdeild kvenna í knatt-
spyrnu eftir 1-5 sigur á ÍBV í Eyjum
í áttundu umferð deildarinnar sem
fór fram í gærkvöld.
Leikur ÍBV og KR hafði ekki
staðið nema tvær mínútur þegar
Eyjastúlkur höfðu skorað fyrsta
mark leiksins. Elena Einisdóttir átti
góða fyrirgjöf frá hægri. Hrefna Jó-
hannesdóttir var vel staðsett á
markteignum og átti ekki í erfið-
leikum með að skora. Eftir markið
var leikurinn opinn og skemmtileg-
ur og fjölmörg færi litu dagsins ljós.
Þegar stundarfjórðungur var eftir
af fyrri hálfleik, dró til tíðinda. Guð-
laug Jónsdóttir komst upp að enda-
mörkum, gaf góða sendingu fyrir og
þar var Ásthildur Helgadóttir mætt
á markteignum og skallaði laglega i
mark ÍBV og jafnaöi, 1-1.
Fimm mínútum seinna, á 32. mín-
útu, kom Helena Ólafsdóttir, KR í
1-2. Ásthildur Helgadóttir tók þá
aukaspymu, boltinn fór í varnar-
vegg ÍBV og breytti um stefnu.
Markmaður ÍBV fór úr jafnvægi við
þetta og Helena fylgdi vel á eftir og
skoraði með skoti frá markteig.
Seinni hálfleikur var ekki eins
íjörugur og sá fyrri og á 67. mínútu
komust KR-stúlkur í 1-3, með marki
Ásdísar Þorgilsdóttur, eftir að varn-
armenn ÍBV náðu ekki að hreinsa
frá marki sínu. Fram að því hafði
varla komið færi í síðari hálfleikn-
um. Guðlaug Jónsdóttir kom KR í
1^4 á 71.minútu með góðu skoti ut-
arlega hægra megin í teignum, eftir
stungusendingu frá Ásthildi Helga-
dóttur. Eftir þetta kom smákraftur
í sóknarleik ÍBV og vora það Karen
Burke og Kelly Schimmen sem voru
arkitektar að því. Á 85. mínútu var
síðan dæmd mjög vafasöm víta-
spyma á ÍBV, eftir að stjakað var
við Guðlaugu Jónsdóttur. Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir skoraði af ör-
yggi úr vítaspymunni. Sanngjarn
sigur KR, 1-5, en kannski fullstór.
„Við ætluðum að pressa þær mun
betur en við gerðum í kvöld og stað-
reyndin er bara sú að ef KR-liðið
fær frið til að spila boltanum, þá eru
þær góðar,“ sagði Heimir Hall-
grímsson, þjálfari ÍBV, i leikslok.
„ Ég er mjög ánægð með sigurinn
og mér fannst þetta vera sanngjam
sigur. Ég bjóst ekki við svona stór-
um sigri, enda er ÍBV-liðið mjög
erfitt heim að sækja. Síðan er bik-
arleikur gegn þeim á fóstudaginn og
þá verður sama baráttan, það er al-
veg ömggt,“ sagði Vanda Sigur-
geirsdóttir, þjálfari KR.
Þrenna hjá Kristbjörgu
Að Hlíðarenda tók Valur Skaga-
stelpur í kennslustund og lagði þær
örugglega, 6-0, eftir að staðan í hálf-
leik hafði verið 2-0. Kristbjörg Inga-
dóttir skoraði þrjú mörk fyrir Val
og íris Andrésdóttir, Katrín Jóns-
dóttir og Ásgerður H. Ingibergsdótt-
ir skoraðu sitt markið hver.
„Við ætluðum okkur að sigra, og
sigruðum stórt. Við gemm okkur
grein fyrir því að ef við ætlum að
eiga möguleika í titilinn þá þurfum
við að skora meira en eitt mark í
leik. Við vitum að ef við erum vel
stemmdar eigum við erindi í öll lið.
Ég er mjög ánægð með leik liðsins
og við hefðum getað skorað miklu
fleiri mörk heldur en við gerðum.
Við leggjum upp með að leika hratt
og einfalt og í dag gekk það upp,“
sagði Kristbjörg Ingadóttir.
Hvaó um deildina nú þegar mótiö
er rétt ríflega hálfnaö, á eitthvert liö
möguleika í KR?
„Við eigum alveg möguleika, ef
við vinnum þá leiki sem eftir era og
skoram fleiri mörk en KR þá eigum
við alveg bullandi séns. Við eram
búnar að afsanna þá kenningu að
það verði stórslys ef KR vinnur ekki
alla leiki sína í sumar, þær unnu
okkur ekki í fymi leiknum heldur
náðu jafntefli þannig að nú þurfum
við bara að gera betur og vinna
þær,“ sagði Kristbjörg.
Stjörnu- og Blikasigrar
Stjaman sigraði Grindavík, 6-0, í
Garðabæ, en staðan í hálfleik var
2-0. Elfa B. Erlingsdóttur skoraði
þrjú mörk fyrir Stjömuna, Justine
Lorton tvö og Heiða Sigurbergsdótt-
ir eitt mark.
í Grafarvogi sigraði Breiðablik
Fjölni, 2-5, en staðan í hálfleik var
1-3. Silja Rán Ágústsdóttir og Guð-
ný Jónsdóttir skoruðu fyrir Fjölni
en Margrét R. Ólcifsdóttir skoraði
tvö mörk fyrir Breiðablik og þær
Rakel Ögmundsdóttir, Eyrún Odds-
dóttir og Ema Sigurðardóttir eitt
mark hver. -RS/ih
Af mörkum og markaleysi:
Fæst í fimmtán ár
- aðeins 2,37 mörk í leik til þessa
Það hefur vantað talsvert
upp á markaskorun í úrvals-
deildinni í knattspymu í sum-
ar og nú er svo komið að það
þarf að leita heil fimtán ár aft-
ur í tímann, eða til sumarsins
1984, til að finna jafntlágt með-
almarkaskor í leik eftir fyrri
umferð. Þá voru fyrstu níu um-
ferðimar búnar þar sem þrjú
stig voru í boði fyrir sigur en
sú regla átti að lífga upp á
sóknarleik eftir mjög marka-
lítil ár 1981 til 1983.
Fjórir af 43 markaleikir
Aðeins 2,37 mörk hafa verið
skoruð að meðaltali í þeim 43
leikjum sem búnir era í sumar,
fimm leikir hafa verið marka-
lausir með öllu og aðeins fjórir
af þessum 43 geta talist marka-
leikir, það er að í þeim hafa
verið skoruð fimm mörk eða
fleiri.
Síðasta umferð dró þó upp
meöaltalið en í henni voru
skorað 15 mörk og var það að-
eins í annað skipti sem umferð
nær að innihalda 15 mörk eða
fleiri en minnst vora skoruð
sjö mörk í 2. umferö.
Meðaltalið fyrir síðustu um-
ferð var 2,29 mörk í leik þannig
að hún hækkaði meðalskorið
aðeins og nú er að vona að
leikmenn deildarinnar fari að
taka við sér á ný.
Fyrri hálfleikur hefur verið
sérstaklega daufur i sumar, að-
eins 40,2% markanna hafa
komið fyrstu 45 mínútur leikj-
anna og alls 15 fyrri hálfleikir
hafa verið markalausir.
Óvenjumörg skallamörk
Alls 29 skallamörk hafa litiö
dagsins ljós í sumar sem era
28,4% markanna og óvenju-
mörg miðað við undanfarin
sumur enda er með næsta
skallamarki þetta sumar þegar
búið að jafna það slakasta en
1988 voru aðeins skoruð 30
skallamörk allt tímabilið. Met-
ið í 10 liða efstu deild gæti jafn- -C
vel lika verið í hættu en mest
hefur 61 skallamark verið skor-
að en það var sumarið 1978.
Vítametjöfnun í síðustu
umferð
Dómarar úrvalsdeildarinnar
dæmdu sjö víti í 9. umferð en
aðeins einu sinni áður hafa
verið dæmd jafnmörg víti í
umferð í 10 liða efstu deild og
aldrei fleiri. Fyrra skiptið var
einmitt 9. umferðin fyrir 14
árum, 1985, og þá nýttust 5 af 7
líkt og nú. -•
Úitvöllurinn er nú aðeins að
koma til og 4 af 6 útisigram
sumarsins hafa komið í
síðustu þremur umferðum en
útiliðin eru samt sem áður
með aðeins 33,7% árangur í
sumar, hafa unnið 6 leiki og
gert 17 jafntefli á móti 20 sigr-
um heimaliðanna. -ÓÓJ^
rnss
Siguróur Grétarsson, þjálfari
Breiðabliks, verður með liði sínu
á ný þegar þaö mætir Val í 10.
umferð úrvalsdeildarinnar í
knattspymu á Kópavogsvelli í
kvöld. Hann hefur misst af sið-
ustu fjórum deildaleikjum liðsins
vegna meiðsla. Hins vegar er
óvist hvort sóknarmennimir
Marel Baldvinsson og Bjarki Pétursson verða með
en þeir era meiddir.
Raj Bonifacius sigraði í karlaflokki á opna Reykja-
vikurmótinu í tennis sem fram fór á tennisvöllum
Þróttar og Vikings. Frank Van Heigen varð annar
og Ólafur Sveinsson og Jónas Páll Björnsson urðu
í þriðja sæti. í öðlingaflokki sigraði Rúrik Vatnars-
son, Stefán Björnsson varð annar og Guöbjörn
Maronsson þriðji.
i flokki stráka 16 ára og yngri sigraði Jón Axel
Jónsson, Hafsteinn Dan Kristjánsson varð annar
og Sasa Veceric þriðji. Hjá stúlkunum í sama flokki
sigraði Sigurlaug Siguróardóttir, Rebekka Péturs-
dóttir varð önnur og Ása Guölaugsdóttir þriðja.
Gísli Kristjánsson, lyftingamaður úr Ármanni, hef-
ur verið dæmdur í 2ja ára keppnisbann af dómstóli
ÍSÍ. Gísli féfl á lyfjaprófi sem framkvæmt var á ís-
landsmótinu í ólympiskum lyftingum þann 2. maí en
í ljós kom að hann hafði neytt amfetamíns.
Skoska liöiö Celtic er nú á keppnisferðalagi í Nor-
egi. Liðið mætti Steinar Adolfssyni og félögum hans
í Kongsvinger í gærkvöld og máttu þeir þola 0-3 ósig-
ur.
Celta frá Vigo seldi í gær í norska vamarmanninn
Dan Eggen til Alaves sem hélt sæti sínu í efstu deild
á Spáni. Eggen lék aðeins sjö leiki með Celta á sl.
tímabili. -GH/VS/JKS
Venables orðaöur við Wales
Vandræðagangur varðandi þjálfaramálin hjá velska
landsliðinu í knattspyrnu hefur lengi loðað við liðiö.
Nú vilja forsvarsmenn velska knattspymusambands-
ins ráða þjálfara til aö byggja upp sterkt lið. Terry
Venables, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga og nú
síðast með ástralska landsliðið, er þar efstur á óskalist-
anum. I breska blaðinu The Sun í gær er haft eftir
Venables sjálfum að þetta sé möguleiki og viðræður
milli sín og velska sambandsins hefðu átt sér stað að
undanfömu.
-JKS
ENGLAND
John Gregory, stjóri Aston Villa, er
með budduna á lofti þessa dagana en
í gær keypti hann George Boateng,
miðvallarspilara frá Coventry, fyrir
500 milljónir króna. Þá er mjög llk-
legt að Gregory kaupi framherjann
Robbie Keane frá Wolves.
Arnar Gunnlaugsson skoraði eitt
marka Leicester sem sigraði Bour-
nemouth, 3-2, í æfingaleik í fyrra-
kvöld. Boumemouth haföi 2-0 yfir í
hálfleik en þá skiptu leikmenn
Leicester um gír og þeir Arnar,
Emile Heskey og Stuart Campbell
skoraðu þijú mörk í seinni hálf-
____________________ leiknum. Leic-
| ester er eina lið-
ið i A-deildinni
sem hefur ekki
gert breytingar
á liði sínu fyrir
komandi leiktið.
Roy Evans,
fyrrum knatt-
spyrnustjóri hjá
Liverpool, er
áhyggjufullur yfir þeim straumi er-
lendra leikmanna sem kominn er til
Liverpool. Hann er ekki sammála
Gerard Houllier, eftirmanni sínum,
aö þetta sér vænlegasta leiðin til ár-
angurs. „Liverpool var mjög sigur-
sælt lið þegar uppistaðan í þvi var
Englendingar og nokkrir Skotar og
ég hefði gjaman viljað sjá þá þróun
halda áfram,“ segir Evans.
Dave Jones, stjóri Southamtpon,
teflir fram tveimur portúgölskum
leikmönnum í liði sínu á komandi
tímabili. í gær gekk hann frá samn-
ingi við 18 ára gamlan miðvörð,
Marco Almeida að nafni, og fyrir
mánuði síðan keypti hann bakvörð-
inn Bruno Leal, bróður Luis Boa
Morte hjá Arsenal. Báðir koma leik-
mennirnir frá Sporting Lisabon.
Gustavo Poyet úrúgvæski framherj-
inn í liði Chelsea er orðaður við
ítalska liðið Roma sem er tilbúið að
greiða um 1 milljarð króna fyrir
leikmanninn. Poyet, sem var mikilð
frá á síðasta timabili, á í launadeilu
við Chelsea og það gæti ýtt undir fé-
lagaskiptin.
-GH
Carew neitaði að fara
Norski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu,
John Carew, neitaði í gær að fara til franska A-
deildarliðsins Strasbourg. Félag hans Valer-
enga og franska liðið höfðu komist að sam-
konulagi og átti kaupverðið að verða rúmar
300 milljónir króna. Hinn 19 ára gamli Carew,
sem þykir eitt mesta efni í norsku deildinni,
sagðist miklu fremur vilja ganga í raðir
toppliðsins og meistaranna í Rosenborg frá
Þrándheimi.
-JKS
Yfirburðir hjá Escartin
Spænski hjólreiðakappinn Femando
Escartin kom fyrstur í mark á 15. sérleið-
inni sem lögð var að baki í Tour de France
í gær. Hjólaðir vora 173 km í Pýreneafjöll-
unum og sýndi Escartin þónokkra yfir-
burði því hann kom rúmum tveimur mín-
útum á undan Svisslendingum Alex Zuelle
í markið. í þriðja sæti varð Frakkinn Ric-
hard Virenque. Bandaríkjamaðurinn
Lance Armstrong, sem er í efsta sætinu,
varð í fjórða sæti. -JKS
Methafinn ur leik i bili
Heimsmethafinn í þrístökki, Jonathan Ed-
wards, er úr leik í bili vegna meiðsla og verður
ekki með á breska meistaramótinu í frjálsum
íþróttum sem verður í Birmingham um næstu
helgi. Edwards meiddist á Evrópubikarnum í síö-
asta mánuði en var á góðum batavegi og stökk
m.a. á dögunum 17,71 metra í meðvindi á móti í
Salamanca á Spáni á dögunum. í vikunni tóku
meiðslin sig aftur upp en þess má geta að eftir
röskan mánuð hefst HM í frjálsum í Sevilla.
-JKS
# X
5 i LÁNDSSÍMiA
DOILD>KN y c\r
Úrvalsdeild kvenna:
KR 8 7 1 0 33-3 22
Valur 8 6 1 1 27-5 19
Breiðablik 8 5 2 1 21-10 17
Stjaman 8 4 2 2 21-10 14
ÍBV 8 3 1 4 22-18 10
ÍA 8 2 1 5 8-23 7
Grindavík 8 1 0 7 7-35 3
Rjölnir 8 0 0 8 4-39 0
Blcmd i poka
Kvennaliö Stjörnunnar í knatt-
spymu hefur misst fjóra leikménn
síðustu daga. Valdis Rögnvaldsdótt-
ir og Ása D. Gunnarsdóttir em
komnar í Fjölni og Sigriöur Ásdis
Jónsdóttir í FH. Þá er Tinna Óttars-
dóttir hætt hjá Garðabæjarliðinu og
hefur sést á æfingum hjá Breiðabliki.
Bára Gunnarsdóttir, sem leikur
allajafna á miðjunni hjá Breiðabliki,
spilar væntanlega tvo næstu leiki
liðsins sem markvörður þar sem
Þóra B. Helgadóttir er á fórum til
Kina með 20-ára landsliðinu i hand-
bolta. Bára hitaði upp með því að
leika í marki seinni hálfleikinn gegn
Fjölni í gærkvöld.
Hanna Kjartansdóttir, sem viða
hefur spilað í kvennaknattspymunni,
er komin í mark Fjöinis í stað Guð-
bjargar Ragnarsdóttur sem er
meidd.
Hvöt og Magni eru komin meö ör-
ugga stöðu í C-riðli 3. deildarinnar í
knattspymu eftir sigra i 10. umferð-
inni í gærkvöld. Hvöt vann HSÞ B,
7-1, og Magni lagði Kormák, 2-0.
Neisti frá Hofsósi tapaði dýrmætum
stigum til Nökkva á Akureyri, 3-1.
Eftir 10 umferðir af 15 er Hvöt með 27
stig, Magni 22, Neisti H. 14, Nökkvi 9
og HSÞ B 6 stig.
Viðar Olsen og áhöfn hans á Sæ-
stjömunni úr Kópavogi sigruðu í 5.
skiptið i röð i þriðjudagskeppni sigl-
ingafélagsins Brokeyjar.
-ih/VS
Knattspyrna:
Eyjamenn '
leika í
hitasvækju
íslands- og bikarmoistarar ÍBV
leika síðari leikinn í 1. umferð for-
keppni meistaradeildar Evrópu
gegn albanska liðinu SK Tirana
ytra í dag og hefst viðureignin
klukkan 15.30 að íslenskum tíma.
ÍBV vann fyrri leikinn í Eyjum, 1-0.
Eyjamenn komu seinni parts dags í
gær til Tirana eftir flug frá Búda-
pest. Liðið ætlaði sér að koma fyrr ^
en tafir urðu á ferðinni til Tirana.
„Við tókum æfingu á leikvellin-
um fljótlega eftir komuna. Völlur-
inn er góður en það var í kringum
30 stiga hiti á æfingunni og þá kom-
ið kvöld. Okkur var sagt að völlur-
inn yrði fullur en hann tekur um 20
þúsund manns. Maður veit ekkert
hvað er til í því. Við eigum von á
erfiðum leik en ef allir leggja sig
fram og sýna sitt rétta andlit tel ég
okkur eiga góða möguleika. Það er
alveg ljóst að við þurfum að hafa
fyrir hlutunum," sagði Birkir Krist- ^
insson í Scuntali viö DV seint í gær-
kvöld.
Spáð er hátt í 40 stiga meðan á
leiknum stendur í dag. -JKS
Stefán Þ. Þórðarson:
Á skilið ann-
að tækifæri
Malcolm Shotton, framkvæmda-
stjóri enska knattspyrnufélagsins
Oxford, sagði á heimasíðu félagsins
í gær að hann væri ánægður með
Stefán Þ. Þórðarson sem hefur verið
hjá félaginu í viku. „Hann hefur
staðið sig vel og á skilið annaö tæki-
færi hjá okkur,“ sagði Shotton. Stef- * '
án er hins vegar á heimleið og
leikur væntanlega með ÍA gegn KR
annað kvöld. -VS
[Xf ÚRVALSPEILP
Sigþór.
Þrír KR-ingar á toppnum
Þrír KR-ingar
eru á toppnum i
boltagjöf DV eft-
ir fyrri umferð
en það eru þeir
Þormóður Eg-
ilsson, Sigþór
Júlíusson og
Bjarki Gunn-
laugsson.
Flestir DV-boltar 1999:
Bjarki Gunnlaugsson, KR.........9
Sigþór Júlíusson, KR ...........9
Þormóður Egilsson, KR...........9
ívar Ingimarsson, ÍBV ..........8
Jens Martin Knudsen, Leiftri .... 8
Kristján Brooks, Keflavík........8
Ágúst Gylfason, Fram.............7
Birkir Kristinsson; ÍBV.........7
Grétar Hjartarson, Grindavík .... 7
Guðmundur Benediktsson, KR ... 7
Hákon Sverrisson, Breiðabliki ... 7
Hlynur Birgisson, Leiftri........7
Kristinn Lámsson, Val...........7
Sigusteinn Gíslason, KR.........7
Stevo Vorkapic, Grindavík.......7
Steingrímur markahæstur
Steingrímur
Jóhannesson
hefur gert flest
mörk í úrvals-
deildinni eða
sjö í 9 leikjum.
Hann skoraði
þó ekki í fimm
leikjum í röð í deildinni.
Markahæstir 1999:
Steimgrímur Jóhannesson, ÍBV ... 7
Bjarki Gunnlaugsson, KR..........5
Kristján Brooks, Keflavik........5
Ágúst Gylfason, Fram.............4
Sumarliði Ámason, Víkingi ......4
Une Arge, Leiftri................4
Alexandre Santos, Leiftri .......3
Andri Sigþórsson, KR.............3
Amór Guðjohnsen, Val.............3
Grétar Hjartarson, Grindavík .... 3
Guðmundur Benediktsson, KR ... 3
Sigurbjöm Hreiðarsson, Val......3
Sigþór Júliusson, KR ...........3
Skytturnar þrjár
Hinir smáu en knáu KR-ingar,
Guðmundur Benediktsson,
Bjarki Gunnlaugsson og Sigþór
Júlíusson, eru efstu þrír menn á
lista yfir flestar stoðsendingar í
deildinni það sem af er úrvals-
deildinni.
Flestar stoðsendingar 1999:
Guðmundur Benediktsson, KR ... 5
Bjarki Gunnlaugsson, KR.........4
Sigþór Júlíusson, KR ...........4
Kristinn Lámsson, Val...........3
Páll Guðmundsson, Leiftri ......3
Scott Ramsey, Grindavík.........3
Une Arge á þátt í 75%
marka Leiftursmanna
Færeyingur-
inn Une Arge
hefur átt þátt í 6
af 8 mörkum
Leiftursmanna í
sumar en hann
hefur skorað 4
og lagt upp tvö. Hann er þó aö-
eins í sjötta sæti á listanum yfir
þá bestu í deildinni.
Þáttur í flestum mörkum 1999:
Guðmundur Benediktsson, KR ... 9
( 3 mörk, 5 stoðsendingar, 1 flskaó víti)
Bjarki Gunnlaugsson, KR.........9
(5 mörk, 4 stoósendingar)
Steingrímur Jóhannesson, ÍBV ... 7
( 7 mörk)
Kristján Brooks, Keflavík.......7
(5 mörk, 1 stoðsending, 1 fiskað víti)
Sigþór Júlíusson, KR ...........7
( 3 mörk, 4 stoðsendingar)
Une Arge, Leiftri...............6
(4 mörk, 2 stoösendingar)
-ÓÓJ
Ikvöld
Úrvalsdeild karla í knattspymu:
Valur-Breiöablik............20.00
1. deild karla í knattspymu:
Víðir-KA....................20.00
4"