Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 2
20 • f e r ð i r MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1999 molar Glæsileg viðbygging er kom- in við hótelið á Hvolsvelli og gistiaðstaðan hefur tvöfald- ast. DV-mynd JÞ Glæsileg gisting á IMjáluslóð- um Viöbygging er nú risin viö Hót- el Hvolsvöll og eru { nýrri álmu hótelsins 24 glæsileg og rúm- góö herbergi meö öllum þæg- indum, næstum helmings- stækkun. Gistipláss er nú fyrir 90 gesti I hótelinu. í nýju álm- unni eru herbergi meö síma og sjónvarpi. Ágætur veitingastaö- ur er { Hótel Hvolsvelli sem þau hjónin Óskar Ásgeirsson og Sig- rún DavJðsdóttir eiga og reka. Nágrenni Hvolsvallar er spenn- andi, Njáluslóðir þar sem boðiö er upp á feröir og góöa leiö- sögn. Á leið út úr bsenum: Ekki fana allir ún bænum - en mangin Ertu á leiö út út bæn- um um verslunar- mannahelgina? Ef svo er, þá ertu ein eða einn af mörgum. En það er samt útbreiddur misskilning- ur aö ALLIR fari út úr bænum um helgina þá. Á útihátíðum víða um landið mun drjúggóður hluti ung- linga landsins koma við sögu en fjarri því allir. Stór hluti fólks á öll- um aldri fer af stað í alvöruferðalög, löng eða stutt. En stór hluti fólks kýs að sitja á friðarstóli í sinni heimabyggð og telur það til forrétt- inda að eiga náðuga daga í fólksfáu plássi. Verslunarmannahelgin er meiri ferðahelgi nú en nokkru sinni. Margt kemur til. Fólk hefur meira fé handa á milli en áður. Vegir eru með tcdsverðum ágætum víðast hvar á og í námunda við hringveg- inn. Bílaeign landsmanna hefur aukist og batnað. Verð á bensíni er ekki jafnsvakalegt og stundum fyrr auk þess sem bættur efnahagur hvetur frekar til bensíneyöslu en letur. Útíhátíðahöldin með ef til vill tuttugu þúsund ungum manneskj- um, sem langflestar haga sér prýðilega, munu eins og fyrr ná augum og eyrum fjölmiðla. Áhyggjur hinna eldri af „ástand- inu“ á tjaldsvæðum unga fólksins er ekkert nýtt fyrirbæri en hefur fylgt mannkyninu. Þetta aukablað með DV um sum- arferðalög um stóra landið okkar þjónar þeim tilgangi að minna á ýmsa kosti sem í boði eru. Hér er aðeins stiklað á stóru en bent á fjölmargt sem við vitum með vissu að óhætt er að mæla með. Lestu fréttir og auglýsingar blaðsins, skoðaðu íslandskortið og nýttu þér fróðleik þess. Góða verslunarmannahelgi! Annir hjá Fenðafélagi íslands: Kosturá að sjá Eyja- bakka Miklar annir hafa veriö hjá Feröafélagi íslands í sumar og margt góögæti eftir i boöi síöari hluta sumarsins. Tökum sem dæmi ferö sem farin er I kvöld, miövikudagskvöld, Bláfjallahell- ar veröa skoöaðir. Um næstu helgi veröur fariö um Rmm- vörðuháls eins og títt er um helgar og vinsælt er. Fram undan er helgarferö á Eyjabakka sem svo mjög hefur veriö rædd í fréttum, aö Snæ- felli og Dimmugljúfrum. Fólk ætti aö veröa betur í stakk búiö aö meta náttúruna á þessum slóöum og mynda sér skoðun á fyrirhuguöum virkjunum. Um verslunarmannahelgi býö- ur félagiö upp á Öræfin heilla, ferö í Nýjadal, Vonarskarð, Laugafell og Hágöngulón. Þá eru auövitaö feröir í Þórsmörk og Hraðganga á „Laugavegin- um“. Sumarhelgi fjölskyldunnar er í Þórsmörk 6. til 8. ágúst, gist í skála og tjöldum í Langadal. í boöi eru göngur á Fimmvörðu- háls, inn á Almenninga og létt- ar fjölskyldugöngur. Spennandi valkostur er aö eyða hluta af sumarleyfinu meö Ferðafélagsfólki, til dæmis í Há- lendið heillar, 8 daga ferö um hálendið, einkum vestan Vatna- jökuls. Einnig Leyndardómar óbyggöanna vestan Vatnajök- uls, sem er 6 daga ferö. a Hér er líka fenða- Reykjavík, höfuðborg landsmanna með 106.500 manns, plús 50.000 nágranna í fimm nágrannabæj- um, er ekki hefðbundið hátíðar- svæði verslunarmannahelgarinnar, og raunar aldrei. Fólk á landsbyggð- inni fer suður, en það ferðast ekki í Reykjavík. Hvergi er þó meira ferð- ast en til og frá þessu suðvestlæga horni landsins. Hingað liggja allar leiöir, og hér er margt að skoða og upplifa. Reykjavík, keppinauturinn Kópa- vogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjamames. Þetta em sveitarfélögin sem kallast höf- uðborgarsvæði eða jafnvel Stór- Reykjavík. Svæðið er stórt og nauð- synlegt að hafa yfir farartæki að ráða þegar svæðið er heimsótt. Hagsýnir kaupa gestakort Fyrir þá sem ekki þekkja til er vert að benda á Gestakort Reykja- víkur sem fæst fyrir sáralítið fé í Upplýsingamiðstöð Ráðhússins, sem er gráupplagt að skoða og Upp- lýsingamiðstöð feröamála I Banka- stræti 2, Bemhöftstorfunni. Eins, tveggja eða þriggja daga kort er margt í senn, aðgöngumiði í strætó, sjö sundlaugar, Fjölskyldu- og Hús- dýragarðinn, Skautahöllina, Árbæj- arsafn, að Safni Ásmundar Sveins- sonar, Hafnarhúsinu og Kjarvals- stöðum. Mikið fyrir lítið, 600, 800 og 1.000 krónur. Höfuðborgarsvæðið býður auðvit- að upp á aragrúa af gistimöguleik- um á ýmsu verði, og matsöluhús í ýmsum verð- og gæðaflokkum. Næt- urlífið í Reykjavík þykir nokkuð líf- legt og á síðari áram hafa pöbbar sprottið upp hraðar en gorkúlur. Náttúran í miðri borg En Reykjavík er líka náttúruvæn borg. Innan borgar- markanna geta menn komist í úti- hátíðarfíling kjósi menn það. Upplagt er að eyða tíma í El- liðaárhólmanum við Rafstöðina. Þar hófu starfsmenn Rafmagnsveitunnar að planta skógi um miðja öldina og ár- angurinn er glæsi- legur. Elliðaárnar Ung stútka uppáklædd í stíl við húsið að baki hennar. Árbæjarsafn í Reykjavík, áreiðanlega þróttmesta byggðasafn landsins. Hér enu heyannir í safninu. renna þama til sjávar í umhverfí sem er til muna fegurra nú en það var fyrir 60 til 70 ámm. Einstakt er að laxveiðiá, og hún öflug, fyrir- fmnist inni í miðri höfuðborg.í El- liðaárdal er líflegt um að litast í góðu veðri, hundmð manna á ferð- inni, labbandi, skokkandi eða hjólandi. Heiðmörk er annað dæmi um framsýni af þessu tagi. Á þessum bemskuslóðum Einars Ben. hefur orðið jákvæð breyting. Þar sem vom berir melar hefur verið skrýtt með trjágróðri og plöntum og lúpínubreiðumar gefa umhverfinu ævintýralegan og litríkan svip. Auðvitað býður Reykjavík upp á úrvals sundstaði, á höfuðborgar- svæðinu em 11 sundstaðir og allir góðir, þeir bestu era í Kópavogi, og Árbæjarlaug ef krakkamir em með í for. Og ef golfsettið er með, þá er hægt að heimsækja einhvem golfvöllinn í námunda við bæinn, þeir eru bara ágætir ef vel viðrar. Viðeyjarferð gæti verið góður kostur fyrir ferðafólk i Reykjavík. Eða að skreppa i veiði. Reynisvatn er innan borgarmarkanna og þar er hægt að krækja í góða fiska, líka í Elliðavatni og Hvaleyrarvatni við Hafnarfjörð. mannapanadís

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.