Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 5
 • f erðir 23 MIÐVTKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 Snaefellsnes: spendýnið ekki étið Kynngi- kraftur jökulsins Snæfellsjökull freistar margra og hægt að komast í skipulagðar ferðir þangað, bæði göngu- og vélsleðaferðir. Kynngikraftur jök- ulsins er talinn mik- ill, og sú kenning hefúr ekki verið af- sönnuð. Komið hefur verið upp skíðalyftu á jöklinum. Fjöl- margt annað er í boði á Snæfellsnesi, alls konar gisting, víða góður matur, hestaferðir, sund- laugar, golf, veiði- vötn og lækir, auk þess sem hægt er að bergja af alvöru ölkelduvatni sem sagt er afar heilsusamlegt. Byggða- einkum næsta nágrenni jökulsins fríða vestast á þessum langa skaga. Og vissulega er margt að skoða og sjá á Snæfellsnesi, til dæmis ein- stæða fegurð Arnarstapa og Búða, strendur Snæfellsness eru víða sér- kennilegar og ægifagrar. Þarna eru líka sérkennileg fjöll eins og Kirkju- fellið við Grundarfjörð. Náttúru- skoðunarferöir út á Breiðafjörð eru mikil lifsreynsla. Þar skapast allná- in kynni við skarfa og aðra góða fugla sem eru nánast í talfæri í björgunum í eyjunum. 1 sjóferðun- um er skeljaplóg dýft og innihaldið snætt við mismikla hrifningu reyndar. Menn prófa að sigla gegn- um þungan hafstraum sem er sér- stætt. Það er alveg óhætt að mæla með slíkri ferð. Hvalur á við 35 Afríkufíla Það nýjasta ef svo má segja eru þó hvalaskoðunarferðirnar sem freista margra. Þessi tegund túrisma hefur gert íslendinga að hvalveiðiand- stæðingum í stórum stíl á síðari árum er sagt. Líklega mundi hval- kjöt ekki verða borðað í sama mæli og fyrir hvcdveiðibann fengist það í kjötbúðum. Samkvæmt rannsókn- um er hvergi betra að skoða stór- hveli en á Breiðafirði en við Snæ- fellsnes voru mestu hvalamið ís- lendinga meðan veiðamar voru stundaðar. Siglt er í einn til tvo tíma frá Stykkishólmi, Rifi og Ólafs- vík til að skoða þau undur veraldar sem þessi stóru spendýr vissulega eru. Steypireyðurin er í þessum hópi og stærst allra spendýra ver- aldar, getur náð 100 ára aldri og orð- ið allt að 190 tonn á þyngd. Verður þá lítið úr Afrikufilnum í saman- burði við steypireyði, en hvalurinn er á við 35 fullvaxna fila. í ferðun- um sjást yfirleitt hvalir, en ekkert er öruggt í þeim efnum fremur en öörum. Fjölmargar hvalategundir eru á hafsvæðinu, einnig langreyð- ar, sem eru næststærstu hvalir heims, 25 metra langir og allt að 80 tonn á þyngd. Hnúfubakurinn er al- geng sjón, „aðeins“ 30 til 50 tonn, stundum fylgja honum kálfar. Hvalaskoðunarferðir eru frá Ólafs- vík og Rifi. söfn og sjóminjasöfh eru í þéttbýl- inu og rétt að kíkja á eigur forfeðra vorra og lífshætti þeirra. Ekki má gleyma Flatey á Breiða- firði. Þangað fer ferjan frá Stykkis- hólmi á leið sinni yfir fjöröinn. Viðdvöl þar þykir afar skemmti- legt tiltæki og mörgum þykir við- dvölin of stutt. Þá er bara að fram- lengja. moiar „IMæsti bær“ við Laxá á Ásum Það þykir fínt að veiða lax úr Laxá á Ásum, veiðileyfin kosta skildinginn. En hins vegar er bæði fínt og ódýrt að veiða sil- ung (eða lax ef heppnin er meö) úr Laxárvatni sem áöurnefnd Laxá fellur úr. Á Geitaskarði í Langadal má kaupa leyfi til veiði úr vatninu á aðeins 500 krónur fýrir daginn. Þeir hafa gleymt að hækka verðið f mörg, mörg ár. Rétt fyrir neðan kostar það tugi þúsunda að dýfa öngli í ána. Veiðikostir í Húnavatnssýslum eru annars margir og góðir að sögn ferðamálafulltrúans. Listaskálan- um bjargað Listaskálinn f Hveragerði hætti störfum í janúar en hefur opnað aftur. Peningavandræði hrjáðu þennan stórhuga rekst- ur. Fgölmargir listamenn komu til skjalanna og stofnuðu björg- unarsveit með þeim árangri að nú hefur verið opnað aftur. Án efa munu ferðamenn í Hvera- gerði fagna, þarna eru góðar listsýningar og listagóður mat- ur. Bjóðum nú næstu daga hitakúta, rafmagnsofna, eldavélar, kæliskápa, ryksugur, matvinnsluvélar, sjónvörp, hljómflutningstæki og margtfleira í sumarbústaðinn á sérstöku tilboðsverdi. *Siemens kæliskápur - KS 28V03 Smekklegur kæliskápur. 194 I kælir, 54 I frystir. Hxbxd = 155x55x60 sm. Siemens eldavél - HN 26023 Sannkölluð gæðaeldavél með óvenju-rúmgóðum ofni. H x b x d = 85 x 50 x 60 sm. Fínn h'rti og he'rtt vatn í sumarbústaðinn. Traustir og margreyndir rafmagnsofnar og hitakútarfrá Siemens, Dimplex og Nibe. 7 Vönduð \ sjónvarpstæki, myndbandstæki, hljómtæki og ferðatæki m/ geislaspilara frá danska fyrirtækinu Dantax. Siemens - MK 30201 Fjölhæf matvinnsluvél. Vandaðar vörur, gott verð og góð þjónusta Gríptu gæsina medan hún gefst. Siemens - VS 51A20, rauð 1300 W ryksuga. Tilvalin í sumarbústaðinn! Siglufjörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Vopnafjórður: Rafmagnsv. Árna M. Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Snæfellsbaor: Blómsturvellir Grundarfjorður: Guðni Hallgrfmsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð Isafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá SMITH & Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.