Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 6
• f e r ð i r «■' "" — i Upplýsingaþjónustan \ Kirk|ubsejarklaust:ri opid á laugardögum MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1999 Lónlíblú bojs sungu um strákinn sem kom heim í Búðardal. Svona erþað þegar maður ekur inn í plássið. „Ep ég kem heim í Búðandal...“ Á Laugum er mjög fullkomið sundlaugarmannvirki - en til foma áttu menn baðhús og baðkersem voru uppi í hlíðinni fyrir ofan. egar ekið er burtu frá töfrum Snæfells- ness að norðanverðu og haldið yfir í Dala- sýslu tekur við blómlegt landbúnaðarhérað. Dala- menn hafa lítt haft sig í frammi í ferðamálum miðað við flesta aðra. Sýslan þeirra er fámenn, líklega búa þar um þúsund manns, en þeir segja hana góðmenna. En þaö er vert að hafa augun opin i Dölunum. Menn hafa að sjálfsögðu viðkomu í Búðardal sem frægur varö fyrir dægurlagatextann um ná- ungann sem kemur heim í Búðar- dal. Einmitt á þessu ári er öld liðin síðan fyrsta húsið var byggt í Búð- ardal. Staðurinn stækkaði hægt fyrri hluta aldarinnar en er orðinn hinn myndarlegasti. í Búðardal er tjaldsvæði við Dalabúð en þar er matstaður. Gistihús er einnig í bæn- um sem og ýmis ágæt þjónusta við ferðamenn. Þegar ekið er áfram um Dalina í átt að Barðaströnd og Vest- fjörðum opnast leið, útúrdúr sem mörgum þykir skemmtilegur, ef tími er til, það er að aka Fellsströnd til vesturs og síðan Skarðsströnd áfram til norðurs. í Hvammi er prestsetur en á þeim bæ bjó Auður djúpúðga Ketilsdóttir forðum, kona stór í skapi. Þar bjó lika ættfaðir Sturlunga, Hvamms-Sturla Þórðar- son. í næsta nágrenni eru Laugar þar sem haldin eru ættarmót í tugavís á hverju sumri, þekkilegur staður. Þar komu fornmenn saman til baða og má sjá leifar af baölaug í hliðinni fyrir ofan staðinn. Þar hefur Guð- rún Ósvífursdóttir án efa gengið til baða. Hugmyndir hafa kviknað um að endurreisa þennan baðstað en ekkert bólar á framkvæmdunum, enda ný og góð sundlaug á staðnum. En ferðamenn mundu hafa gaman af að sjá laug forfeðranna. Hinn „stígvélaði“ Hvammsfjörður borar sig langt inn í héraðið. í mynni hans er eyjafjöld og fallegt yfir að líta. Ein eyjanna er Hrappsey, sem var höf- uðból á 18. og 19. öld. í Hrappsey var stofnuð fyrsta prentsmiðja landsins í einkaeign árið 1773. Nú er eyjan i eyði. Áfram liggur leiðin úr Dölum yfir á Barðaströnd, sunnanverða Vestfirði. Eða ef menn vilja, þá geta þeir ekið Laxárdalsheiði yfir í Bæjarhrepp i Hrútafirði á Ströndum og koma þá á Strandir rétt fyrir vestan Borðeyri. Þriðja leiðin er vestur til Snæfells- ness. Og sú fjórða er alræmd, Bratta- brekka, sem hentar vel fifldjörfum bíl- stjórum. Vegurinn er ótrúlega var- hugaverður og ber að fara með gát. Bændagistingin eykst ár frá ári: Ekki bana sæng og núm... - segin Sævan Skaptason Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferða- þjónustu bænda: „Útlendingar nota bænda- gistingu meira en íslendingar. “ ændagisting sem Ferðaþjónusta bænda býður upp á er nú á 125 stöðum á landinu og þar eru í boði 2.650 rúm. Þessi tegund gisting- ar hefur náð miklum vinsældum á undanförnum árum. Gestir komast oft í náin kynni við sveitabúskap- inn. Sævar Skaptason er fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar. Hann segir að boðið sé upp á ein- falda gistingu í góðum herbergjum án íburðar. Boðið er upp á uppbúin rúm eða svefnpokagistingu, gist- ingu á sveitaheimilum en einnig í sumarhúsum og smáhýsum af ýms- um gerðum sem bændur hafa víða komið upp. Möguleikamir eru margir. Víða er boðið upp á gistingu ásamt morgunmat og margir bjóða upp á máltíðir, aðrir upp á eldunar- aðstöðu. Sumir bæir bjóða upp á af- þreyingu af ýmsu tagi, bátsferðir, hestaferðir, náttúmskoðun og frá flestum bæjanna liggja góðar göngu- leiðir. Reyndar em til bændur sem ekki bjóða gistingu, aðeins afþrey- ingu og skemmtun af ýmsu tagi. Er- lent fólk er í meirihluta þeirra sem gista og notfæra sér þá oft bílaleigu- bíla og bændagistingu. „Það er mikil aukning í því að bjóða afþreyingu i sambandi við gistinguna. Menn hafa verið að gera göngukort sem mælast vel fyrir og fitja upp á ýmsum skemmtilegum nýjungum sem mælast vel fyrir,“ sagði Sævar. Hugmyndin að bændagistingu kom frá Danmörku með Birgi Þorgilssyni og Flugfélag íslands, sem hann starfaði fyrir, dreif í að koma hugmyndinni í gang árið 1966. Það gekk vel, allt þar til Flug- leiðir urðu til, þá var hugmyndinni kastað. Oddný Björg- vinsdóttir vann næst að því að koma bændagistingunni á flot og varð vel ágengt. Paul Ric- hardsson varð siðar framkvæmdastj ór i og sinnti því um ára- tuga skeið af skör- ungsskap. Upp úr 1960 áttu íslenskir bænd- ur þátt í því að efla hótelmenning- una. Þá var eitt alvöru hótel i Reykjavík, Hótel Borg. Hótel Saga var reist af bændum, mesta hótel landsins og verulegt framlag til aukningar á móttöku erlendra ferðamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.