Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 7
• f e r ð i r 25 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 \ Baröastrandarsýsla og ísafjaröansýslur: Hrikaleiki Vestfjarðakjálkans Dynjandi er án efa einhver flottasti foss á landi hér. Sjáið manninn í forgrunninum. Hann segirsögu um stærð og hrikaleika fossins. Gaitarviti við Látrabjarg - maður ekki í Evrópu. vestarkemst Reyndar hafa þau öll, hvert eitt og einasta, átt við tilvistarvanda að stríða en alltaf leysast vandamálin um síðir, sanniði egar komið er yflr hina nýju Gilsflarðar- brú, sem einhverra hluta vegna var kippt fram fyrir aðrar vega- framkvæmdir á íslandi, er komið á Barðastrandarsýslu sem nær frá botni Gilsfiarðar vestur á Langanes í Arnar- firði. Ströndin er mjög vogskorin með háum múlum á miúi, lítið undirlendi og víða sæbratt. Þarna er byggð því strjál og fámenni mikið. Að baki fjarð- anna er samfellt Vestfjarðahálendið. Sem sagt, ekki ökuleið hinna loft- hræddu. Og vegirnir? Spyrjið forseta íslands. En hvað um dálitla áhættu og hvað um það þótt druslan fari á verkstæði? Landslagið er hrífandi og auðvitað má aka án þess að bílar eða menn hljóti tjón af. Og Vestfirðimir eru sérstætt og hrikalegt svæði. Það verður enginn fyrir vonbrigðum. í dalverpum má víða sjá fallegan gróður og kjarr, eink- um í Vatnsdal og Trostansfirði, en nes- in eru hrjóstrug og nakin og ræktun erfið. í Vatnsdal er sagt að Hrafna- Flóki hafi gefið landi voru nafnið. Reykhólar eru þéttbýliskjarni á Barða- strönd sem gaman er að skoða, þar og í Króksfjarðarnesi eru verslanir. Veit- ingahús er i Bjarkalundi, gamalt og vinsælt, þarna var opnað fyrir meira en hálfri öld. Þar hjá er Alifískalækur, elsta fiskeldi landsmanna samkvæmt Þorskfirðinga sögu. Flatey á Breiðaflrði tilheyrir Barða- strandarsýslu. Þar var miðstöð ís- lenskrar menningar á 19. öld, verslun- arstaður frá miðöldum og klaustur reis þar á 12. öld. Hluti eýjarinnar er friðland. Um miðja þessa öld voru stórhuga Vestfirðingar með plön um að endurreisa Flatey sem athafna- pláss. Af því varð þó ekki. Eftir að hafa rennt fyrir botna tugs flarða frá Gilsfirði er komið til Patró, eins og heimamenn kalla bæinn sinn, kenndan við heilagan Patrek. Á Kleifa- heiði hafa menn eflaust skoðað og myndað Kleifabúann, merkilegt mynd- verk Kristleifs heitins Jónssonar vega- vinnuverkstjóra og flokks hans, gert 1 tómstundum. Annað verk sömu manna er við ána Pennu við Flóka- lund í Vatnsfirði. Patreksflörður er syðstur átta sjávarþorpa á vestanverð- um flörðunum, þorpa sem mikið eru í umræðunni þessa dagana vegna erfið- leika sem að steðja í sumum þeirra. til. Rétt er að benda á merkilegt safn á Hnjóti í Örlygshöfn sem er við sunn- anverðan Patreksflörð. Þar hefur áhugamaðurinn EgUl Ólafsson komið upp fyrsta og eina flugminjasafni landsins í minjasafni héraðsins. Enn- fremur má hugleiða ferð að Látra- bjargi, þar eru Bjargtangar, vestasti tangi Evrópu. Firðirnir i Vestur-Isaflarðarsýslu eru djúpir og langir. Ekið er til norð- urs yflr þrjár heiðar og gegnum þá flórðu um Vestflarðagöngin áður en komið er til höfuðbæjar Vestflarða, ísaflarðar, sem er i norðursýslunni. Fiskiþorpin eru vinaleg og fallegri nú en fyrr á árum þegar flest lék á súð- um. Og þar er nú alla ferðamanna- þjónustu að hafa. Selárdalur við vestan- verðan Arnarflörð er þekktur fyrir margt, ekki síst leifarnar af listsmíði Samúels Jónssonar sem bjó að Brautarholti. I fiski- þorpunum á Vestflörðum hýr afar elskulegt fólk og sumir segja að þar renni „blóð skipbrotsmanna", franskt og spánskt, hvað sem er til í því. En Vestfirðingar- eru heimsmenn, opnir og skemmti- legir, margir hverjir alla vega. Eftir akstur um hrikaleikann er hlýlegt við- mót vel þegið. Frá ísafirði, sem er rótgróinn menn- ingarbær, má fá ferðir yfir á Hom- strandir sem allir róma mjög. Þar er allt í eyði en gönguleiðir frábærar. Á leið út í Bolungarvík er nánast skylda að skoða gamla þrautalendingu í Ósvör, verbúðin hefur verið byggð upp listilega. Á fsafirði hefur Neðsti- kaupstaður verið endurbyggður og ætti fólk að skoða hann. Þar er Tjöm- húsið elst, orðið meira en 260 ára gam- alt. Á leið inn í Djúp er komið við í Súðavik þar sem snjóflóðin miklu féllu i ársbyrjun 1995. Leiðin um Djúpið er ægifógur á góðum degi. Hægt er að komast með báti með farartækið frá ísafirði inn í botn en þaðan liggur leið- in yfir á Strandir um Steingrímsfiarð- arheiði. molar Upp á jökul og borðað fínt í 800 metra hæð Ferðamenn fara þúsundum saman upp á Vatnajökul í sum- ar. Vélsleðaakstur upp á jökul nýtur vinsælda ferðafólks af ýmsum þjóðernum, líka meðal íslendinga. Sigurður Siguröar- son hjá Jöklaferðum segir að séu menn til dæmis á Klaustri sé upplagt að fara þaðan með fastri áætlunarferö upp ájökul. Farið er upp meö áætlunarbíln- um alla leið upp í veitingahúsið Jöklasel, virkilega flott hús, sem tekur 80 manns og er með góðan mat á boðstólum. Þarna er hægt að fara um á vélsleð- um, falleg snjóbreiða á stærsta jökli Evrópu, 8.400 fermetrar að stærð. Þetta er 8-9 tíma ferð, því komið er viö í Freysnesi og siglt á Jökulsárlóni, og áreiðan- lega eftirminnileg. : :§ Laagdrægai i og öryggi með hágæða Beaefoa ÍSIIVIT farsfmum FLAGGSKIPIÐ FRÁ BENEFÓN ► Vegur aðeins 240 g ► Rafhlaðan endist allt að 5 daga í bið ► Valmyndaberfi á íslensku ► Úrval aukabúnaðar % Benefon Spica Listaverð kr. 105.242,- j { Tilboðsverð kr. 79-98°,. MEÐAN BIRGÐIR ENDAST! /Sendistyrkur eykst í 15W með magnara Benefon Delta ► Vegur350 g ► Rafhlaðan endist allt að 4 daga í bið eða 2,5 klst. í notkun Listaverð kr. 52.611,- Benefon Sigma ► Vegur2g8g ► Rafhlaðan endist allt að 5 daga í bið eða 2,5 klst. í notkun ► Valmyndakerfi á íslensku Listaverð kr. 78.926,- Tilboðsverð kr. 29.980, MEÐAN BIRGÐIK ENDAST! Ármúli2y • Kringlan • Landssimahúsið v/ Austurvöll • Síminn Intemet ísafjörður • Sauðárkrókur • Akureyri • Egilsstaðir • Selfoss • Reykjanesbær og á öllum afgreiðslustöðum íslandspósts. Tilboðsverð kr. 59980,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.